22.2.2023 | 17:09
Stál í stál.
En augljóst er að samúð Morgunblaðsins er öll með Samtökum Atvinnurekanda.
Það væri alveg skelfilegt að þeir sem vinna störfin sem halda samfélaginu gangandi, hefðu í sig og á í fleiri daga en færri í mánuði.
Svo skelfilegt að einhliða áróður hinna tekjuhæstu, tröllríður bæði ritstjórnardálkum blaðsins, sem og að það hallar mjög á málstað láglaunafólks í fréttaflutningi þess.
Engin tilraun er að setja kaupkröfur Eflingar í samhengi við villimennsku hins frjálsa markaðar á leigu og húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins.
Eða spyrja hinnar réttmætu spurningar, hvað gengur Góða fólkinu til með baráttunni um galopin landamæri fyrir föru- og flóttafólk sem síþrýstir á þegar húsnæðisskort höfuðborgarsvæðisins.
Af hverju eru það hagsmunir þessa meinta Góða fólks að venjulegu fólki sé ókleyft að leigja húsnæði á mannsæmandi kjörum, eða að nýbyggingar anni aldrei eftirspurn eftir húsnæði??
Jafnvel Góða fólkið er ekki svo heimskt að fatta ekki að láglaunafólk er það fyrsta sem hrökklast af húsnæðismarkaðinum við slíkar aðstæður.
Nei, baráttu Eflingu á bara að kæfa með öllum ráðum.
Boðskapur Svartstakkana hjá Samtökum atvinnulífsins er alltaf frétt númer eitt, tvö og þrjú, svo eftir síbylju þess áróðurs, fær vissulega Efling að koma fram andmælum sínum, en hvað má ein rödd, þó kraftmikil sé, gegn margradda kór hins fjölskipaða hóps sem hefur sameinast gegn réttlátri kröfu láglaunafólks að það eigi í sig og á í landi alsnægtanna.
Atvinnurekendur, ríkisútvarpið, Morgunblaðið, Samfylkingin, og Góða fólkið svona almennt.
Sameinað í að kæfa Eflingu, að brjóta réttmætt verkfall félagsins á bak aftur.
Samt virðist ekki síður gneista af stáli Eflingar, og kyndilbera þess, Sólveigu Önnu, en stáli hins margfalda ofureflis sem sameinast hefur gegn þessari kjarabaráttu láglaunafólks.
Hnarreist mætir Sólveig Anna í viðtöl, það er eins og styrkur formæðra og forfeðra hennar sem börðust fyrir betra lífi, fyrir mannsæmandi lífi, gefi henni þann aukakraft að hún virðist ekki vera ein gegn margnum, heldur sé margurinn ósköp smár þegar stál hennar mætir þeim brandi sem fjendur hennar bregða gegn þessari réttlætisbaráttu Eflingar, að láglaunafólk sé líka fólk, borgarar þessa lands, með sama rétt og góðborgarnir.
Í raun ekki stál í stál, heldur stál gegn deigu járni þess ranglætis að telja nútímaþrælahald vera eitthvað sem vert sé að berjast fyrir.
Slík barátta er ætíð dæmd til að tapast.
Þeir sem verja níðingsháttinn verða aðeins aumkunarverðari eftir því sem þeir tefla fram fleiri lagaklækjum gegn réttlætinu.
Og þeim fækkar þegar þeir fatta að uppskera þeirra er aðeins háðung siðaðs fólks.
Hvað sem Steinarnir heita sem hlaðið er upp í varnarvígi óréttlætisins, þá falla þeir eins og múrar Jeríkó forðum, verja ekki það sem ekki er hægt að verja.
Það virðist vera stál í stál í dag.
En öllum er samt ljóst að stríð svartstakkana er tapað.
Verkbann þeirra er biti sem ríkisstjórnin fær ekki kyngt.
Ekki varið, því slík vörn yrði hennar banabiti.
Leitað er útgönguleiða.
Sú leið er aðeins fær ef hlustað er á réttmætar kröfur þess fólks sem heldur þjóðfélaginu gangandi, og nær ekki endum saman í dag.
Og það sé gert eitthvað sem skiptir máli.
Því þjóðfélag hins frjálsa flæðis, þjóðfélag sígræðgi og sjálftöku, innihaldslaus blaðurs (Dagísku) og upphlaupa er komið á endastöð.
Það annaðhvort hrynur eða endurnýjar sig.
Efling er aðeins barnið sem benti á hinn nakta keisara.
Fyrir það ættum við að þakka.
Því samfélag siðaðs fólks er ætíð þess virði að berjast fyrir.
Og verja þegar að því er sótt.
Þess vegna erum við öll Efling.
Kveðja að austan.
Segir ekki rétt að verkfallsboðun sé ólögmæt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka góðan pistil, Ómar.
Afbragðsgóðan.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.2.2023 kl. 20:08
Takk Pétur.
Veistu, ég er líka ánægður með hann.
Vona að hann verði aðeins lokaáhlaup að pistlinum um Stríð Svartstakkana.
Vonandi fæ ég frétt þar um á morgun, sem og að andinn yfirgefi mig ekki, þó ég hafi reyndar aðeins óljósa hugmynd um hvað hann á að fjalla, en hann mun samt fjalla um eitthvað sem þarf að segja í samhengi við atburði dagsins sem og atburði þess sem liðið er.
Það eru öfl í þjóðfélaginu sem vinna að sundrungu þess, með það að markmiði að koma sundraðri þjóð í náðarfaðm nýlenduveldis kennisetninga Friedmans sem kennt er við Brussel.
Og þau öfl eru öflugri en kratagreyin, þau hafa hreiðrað um sig í flokkum borgaranna, og þrælatök auðsins eru þeirra einu markmið.
Skrýtið að Davíð skuli vera í liði með þeim.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2023 kl. 20:50
Takk fyrir gott svar, Ómar.
Mig grunar að þú hafir rétt fyrir þér.
Hef reyndar sagt það áður og segi það enn:
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur ESB sinna. Einungis spurning um tímasetninguna hvenær hræinu af hrun-ríkinu verði dröslað formlega inn í ESB. Þjóðin er grandalaus og velkist um í blekkingacvef sem henni er spunninn af loddurum.
Engir eru eljusamari við að innleiða lagapakka og reglugerðir frá Brussel en Sjálfstæðisflokkurinn.
Davíð, hver er það? Er það ekki sá sem var í Viðeyjar stjórninni sem stóð að EES samningnum?
Hér ríkir ekki lýðræði og hefur aldrei gert, því miður.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.2.2023 kl. 22:20
Hlakka til að lesa um stríð Svartstakkanna.
Amen úr efra.
Magnús Sigurðsson, 23.2.2023 kl. 06:20
Þér er tíðrætt um leigumarkaðinn og talar eins og það kosti ekkert að eiga sína eigin fasteign. Á síðustu þremur árum hef ég þurft að greið meira en fjórar milljónir í viðhald á minni 70 fermetra íbúð.
Kveðja úr neðra
Bjarni (IP-tala skráð) 23.2.2023 kl. 09:58
Maður fer að halda að einu pólitíkusarnir sem nothæfir séu, séu einfeldningarnir í Flokki fólksins.
Þeir hafa þó hjartað á réttum stað og grundvallaratriðið fæði,klæði og húsnæði!
"Einfeldningar" af því að þeir klæðast lítt gerfihugsjónum sem eru ekkert nema skinhelgi gróðapunga og píkna!
Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 23.2.2023 kl. 12:38
Blessaðir Bjarnar og takk fyrir innlitið Magnús og Pétur.
Bjarni fyrri, það stóð nú einhvers staðar húsnæðiskostnaður, en áherslan á leigumarkaðinn er nærtæk í dag því auðkerfi okkar, í boði Samfylkingarinnar og fleiri góðborgara, neitar lágtekjufólki um húsnæðislán, girðingarnar í greiðslumatinu eru það háar.
Bjarni seinni, já þetta eru meiri einfeldningarnir svo ekki sé meira sagt. En vandi er sá að ójafnvægið sem hefur fengið að grassera svo lengi í efnahagskerfinu, er að sprengja það, og þá springur svo margt annað með.
Kjarabarátta Eflingar er birtingarmynd vandans, hvorki skýring hans eða orsök.
Og það er eins og stjórnmálastéttin fatti þetta ekki, eða hvað hafa menn verið að ræða í málþófum vetrarins, eða fyrri vetra???
Svo hækka menn bara vexti, hvenær skyldi slökkviliðið dæla bensíni á bíla sína??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2023 kl. 13:46
Málð er að hefði ég leigt út íbuðina hefði það skilað mér minna en engu öðru en leiðindum. Allt tal þltt um fégráðuga eignamenn er hjóm eitt
Kveðja úr neðra.
Bjarni (IP-tala skráð) 23.2.2023 kl. 17:29
Blessaður Bjarni.
Þú sérð það eiginlega sjálfur hvað frasar þínar eru out of deit, þetta er eitthvað svona 199tíu og eitthvað, þá var kannski aumingja leigusalinn í tísku.
En í dag er árið 2023 og villimennskan er allsráðandi.
En ekkert af því samhengi tengist blessaða auðinn sem ég er að skamma, hvað þá að ég hafi talað um fégráðuga eignamenn í því samhengi.
Reyndar án þess að eyða miklum orðum í það konsept, þá hef ég nokkrum sinnum bent á kjarna þess vanda sem hrekur láglaunafólk út af húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins, og það er stjórnlaus innflutningur á föru- og farandverkafólki. Fer þar með gegn rétthugsun Góða fólksins, sem í raun er svo sem ekki mikið til átaka fallið hér á Moggablogginu, næstum allir hér inni eru meir og minna til hægri, þekkja aðeins til Góða fólksins af afspurn.
En ef ske kynni, sem er ólíklegra en að mörg snilldarlög núverandi undankeppni Júravisjón vinni keppnina ytra, þá er ég alltaf tilbúinn í þá umræðu.
Ég skamma nefnilega alltaf rétta aðila Bjarni.
Og ég hélt að þú vissir það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2023 kl. 17:55
Ómar þú verður að átta þig á einu, þegar leigukaupandi hættir að borga þá tekur við langt og kostnaðarsamt ferli fyrir leigusala til að endurheymata eign sína
Bjarni (IP-tala skráð) 24.2.2023 kl. 16:35
Æ-i Bjarni, þetta kemur málinu nákvæmlega ekkert við. Skipti vissulega máli þá, þegar ég var miklu yngri og ekki farinn af heilsu, og las um þessar áhyggjur hins venjulega leigusala. Oft var eina huggunin að lögin voru miklu fáránlegri í mörgum öðrum löndum, og þá oft tekin dæmi frá Ítalíu, Spáni og Frakklandi.
Í dag er búið að markaðsvæða leigumarkaðinn, ferli sem hófst hjá Helfarastjórn Jóhönnu Sigurðardóttir, en hún og Steingrímur Joð gerðu Axlarbjörn að gæfumanni í samanburðinum, upphaf þessarar markaðsvæðingar var gjöf frá þrotabúum til hins Svarta fjármagns, svart vegna þess að þó tækninni sem dugar til að rannsaka atburði árdaga Mikla hvells væri beitt til að finna sálir hjá viðkomandi, þá myndu þær ekki finnast, og sú markaðsvæðing var upphaf þess ferlis sem endaði með Villta vestrinu á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins.
Það er dagurinn í dag Bjarni sem skýrir ólguna.
Og hún á aðeins eftir að versna, og enda í hvelli.
Nema hugsanlega menn fatti angistina að baki kjarabaráttu Eflingar.
Efling er vonin Bjarni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2023 kl. 16:45
Ef ég væri ekki í svo góðum málum að eiga mína eign
skuldaulst þá væru aforganir af lánum á íbúðinni aðrar 4 milljónir síðustu 3 ár. Allt tal um gróðapunga verður að skoða í því ljósi.
Bjarni (IP-tala skráð) 24.2.2023 kl. 21:17
Blessaður Bjarni.
Núna skaltu aðeins pústa og íhuga orð þín.
70 fermetrar sagðir þú, hver skyldi leigan vera á slíkri íbúð í dag?
Þætti líklegt að þessar 4 milljónir færu langt með að koma inn, brúttó, á einu ári. Vissulega ekki nettó, og líklegast ekki alveg fjórar, þo nær því en þrjár, svo eru hin 3 árin eftir.
En hins vegar Bjarni, þá er þetta samhengi aðeins einföldun á Villta vestrinu, rótin er skortur vegna sístreymis farand- og förufólks, sem og geggjuð vaxtastefna innanlands. Það er ekkert eðlilegt við vextina sem koma ofaná verðtryggðu lánin.
Það er eins og þegar fólk er að bera saman vaxtakjör hér og erlendis, þá gleymi menn verðtryggingunni, þar sem vextir erlendis eiga að dekka verðlagsþróun, en verðtyggingin gerir það hér.
Þetta er hið eitraða epli sem stóð í Mjallhvít, en almenningur þarf að neyta.
Og svo enn og aftur, ég er ekki að tala um gróðapunga sem slíka.
Þeir eru ekki issjú í þessari deilu, eða skýringarþáttur á þeim vanda sem er langt kominn með að leysa upp íslenskt samfélag.
Vandinn liggur í kerfinu og hugmyndafræði þess, enda er kátt í neðra þessa dagana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2023 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.