Er Bjarni Ben bjáni??

 

Spyr sá sem ekki veit, og hefur samviskusamlega talið að svo sé ekki.

 

En hvernig á að túlka þessa mótsögn í orðum Bjarna.

Hann annars vegar segir; "Hann tel­ur rétt að fé­lags­fólk Efl­ing­ar fái að kjósa um miðlun­ar­til­lög­una sem Aðal­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari lagði til á sín­um tíma, og finnst miður að það hafi enn ekki gerst".  Sem er alveg skiljanleg afstaða hálaunamanns sem hafa þegið hækkanir langt um fram það sem Eflingarfélögum býðst, og sér fram á margar svefnlausar nætur ef fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar, myndi hugsanlega hafa í sig og á í svona 15-20 daga hvers mánaðar, í stað þeirra 10-15 daga sem réttlæti hinna ofurlaunuðu skammtar þeim í dag.

 

En hins vegar er hann prinsippmaður í anda þess frelsis sem Hannes kenndi honum ungum, að "það eru von­brigði að það sé ekki með frjáls­um samn­ing­um hægt að leiða fram niður­stöðu".

Eða kannski býr Bjarni þarna að visku afabróður síns sem lærði á sínum langa stjórnmálaferli að stuðla að sátt í samfélaginu, og þar fetaði Bjarni Ben eldri í fótspor Ólafs Thors samstarfsmanns síns til áratuga, að rétt vinnandi fólks til verkfalla og samninga yrði að virða.

 

Hvort sem er, frjálshyggjutaugin sem telur frjálsa samninga æðri öllu, eða rótgróin íhaldssemi genginna kynslóða, sem náði sátt við hinar vinnandi stéttir, þá er ljóst að ekki er bæði hægt að svipta verkalýðshreyfinguna samningsrétti sinum, og á sama tíma mæra frjálsa samninga.

Eitthvað svo augljóst að jafnvel bjánar ættu að skilja það.

Og þar með hef ég líklegast svarað spurningu fyrirsagnar minnar.

 

En hvaðan þessi stuðningur við fasisma svartstakkana kemur er svo önnur spurning??

Er firringin svona algjör í fílabeinsturni auðs og valda??

 

Eða misfórst eitthvað í uppeldinu eins og virðist vera um svo marga íhaldsmenn þessa dagana??

Að þeir sjái ekki rangindi orða sinna og gjörða því þeim hafi ekki verið kennt það ungum.

Hvað segir það um ömmur þeirra, eða hlustuð þeir kannski aldrei á þær??

 

Veit  ekki.

En bjánar, meintir bjánar eða þaðan af verra fólk mun ekki leysa þann vanda sem blasir við þjóðinni í dag.

Hvort sem það er verkfall Eflingar, stjórnlaus innflutningur föru- og farandsfólks eða snargalin hækkun stýrisvaxta vegna verðhækkana erlendis.

 

Samt kýs ég frekar bjánana, ef ekki betra býðst.

Þeir er skárri valkostur en siðblinda sígræðginnar og sjálftökunnar, eða sá níðingsháttur að réttlæta nútíma þrælahald með einhverja vísan í meintan efnahagslegan stöðugleika.

Eða ekki sé minnst á strengjabrúður hrægammanna sem þjóðin hampar í skoðanakönnunum.

 

Best af öllu væri samt fullorðið fólk.

Skynsamt fólk.

 

En mér skilst að þjóðminjasafnið hafi þegar tekið frá hillu við hliðina á síðasta geirfuglinum.

Aðeins eigi eftir að stoppa upp eitt slíkt eintak.

 

Gleymum samt ekki að stjórnmálin eru birtingarmynd okkar.

Þau anna eftirspurn en eru ekki framboð sem slík.

 

Gömul viska og ný.

Þú uppskerð ekki kartöflur með því að sá kolamolum.

 

Og þar er ekki við kolamolana að sakast.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Allra síðasta úrræðið að ríkisstjórnin beiti sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nú fórstu yfir strikið Ómar, -kartöflur og kolamolar! -já mér heyrist þið heldur betur vera farnir að gantast í neðra í dag.

Magnús Sigurðsson, 21.2.2023 kl. 18:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú Magnús, fáið þið kartöflur þarna í efra þegar þið sáið kolamolum??

Hvar fáið þið þá kolamola??

Því ég veit að nóg eigið þið af kartöflunum.

Kveðja úr neðra.

Ómar Geirsson, 21.2.2023 kl. 19:21

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Bónus.

Með kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 21.2.2023 kl. 19:42

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar. Bjáni er Bjarni ekki en siðblindur er hann og það skýrir margt. >Bestu kveðjur austur.

Ragna Birgisdóttir, 21.2.2023 kl. 19:44

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þú segir það Magnús, hef svo sem ekki gáð mikið að kolamolum í útsæði í Bónus, en síðasta vor sá ég öndvegis kartöflur frá Stangarholti að mig minnir, keypti þær og át þær með góðri lyst.  Er jafnvel að íhuga að koma í kartöflupílagrímsferð upp eftir við fyrsta tækifæri, bara gæðanna vegna.

Svo þér að segja þá held ég að bóndinn í Stangarholti setji niður öndvegis gullaugarútsæði, enda hefur hann sjálfsagt ekkert í Bónus að sækja í þeim efnum.

En meðan ég man, þá gantast enginn hér í neðra, núna ganga menn um með svört sorgarbönd eftir síðustu tíðindi.

Og það bara vegna þess að loksins fundust bræður sem létu ekki skrifræði skipulagsyfirvalda drepa framkvæmdargleði sína í dróma, svei attan alla daga.

Kveðjan að neðra er hins vegar jafn brosmild að venju.

Ómar Geirsson, 21.2.2023 kl. 20:24

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragna.

Veistu, ég held að Bjarni sé ágætur inn við beinið, við lifum hins vegar galna tíma.

Sem menga og skemma, jafnt fólki sem samfélögum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2023 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1412828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband