Negldu fyrir glugga Sólveig Anna.

 

Lýðræðið er komið í þrot þegar ólögum er beitt til að buga stéttarfélög og neyða uppá þau kjarasamninga sem þau vilja ekki sjá.

Með því að meina þeim að nýta lögbundinn verkfallsrétt sinn, með því að knýja fram ólýðræðislega miðlunartillögu.

 

Það er kjarni málsins og snýst ekki um neitt annað.

Kemur í raun hvorki Eflingu eða Samtökum atvinnulífsins nokkuð við.

Heldur er þetta þróun frá lýðræði til annað hvort stjórnræðis eða einræðis.

Svipuð leið og til dæmis ofsatrúar og öfgafólk er að fara í Ísrael í dag.

 

Og ef einhver skyldi ekki fatta það, vera það takmarkaður í sinni eða dómgreind, þá er það sömu ólög að segja miðlunartillögu fallna, þó hún sé samþykkt af meirihluta greiddra atkvæða, ef fjöldi greiddra atkvæða nær ekki 25% af kjörskrá.

Þá myndi heyrast hljóð úr horni, hjá þeim sömu sem þegja í dag, því þeim finnst það sjálfsagt að slík ólög beygi verkfalla skúringakvenna sem og annarra láglaunahópa.

Í úrkynjun frjálshyggjunnar og hins frjálsa flæðis Góða fólksins er sú speki siðaðs fólks að þú skulir ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að þér sjálfum sé gert, löngu gleymd og grafin.

Enda þar sem þetta fólk gengur laust og fær að sýsla með fjármuni og ýmis fjöregg þjóðarinnar, þá ná orðin ormagryfja eða ýldupyttur ekki að lýsa því í raun sem á sér stað í kringum það.

 

Lýðræði þarf að verja.

Mennskuna þarf að verja.

Og nú er bolti varnarinnar hjá Eflingu.

 

Sólveig Anna.

Negldu fyrir gluggana, ekki afhenda kjörskrána.

Láttu pakkið beita lögreglunni til að grafa það sem það sór að verja þegar þáði völdin sín frá þjóðinni, stjórnarskrána og lýðræðið.

 

Rétturinn er þín megin.

Kveðja að austan.


mbl.is Munu áfrýja ef dómur fellur ekki þeim í vil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar.

Þessigrein sem ég ætla að vinkla hér inn segir svo ótrúlega margt..grein frá lögfræðingi sem hefur ýmislegt reynt á lífsins leið. Kveðja Austur.

Harðræði ríkisins gegn Eflingu - epli Aðalsteins og afstaða VG - Vísir (visir.is)

Ragna Birgisdóttir, 5.2.2023 kl. 17:33

2 identicon

Svo þú vilt meina að Eflingu beri ekki að fara að lögum? Ekki að hlíta dómi sem er Eflingu ekki að skapi?

Ólafur Ólafsson (IP-tala skráð) 5.2.2023 kl. 20:44

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góð spurning, Ólafur. Ef ég skil hugsunarhátt síðuhafa rétt þá eru lög sem honum líkar ekki "ólög" og þess vegna þarf ekki af fylgja þeim. 

Wilhelm Emilsson, 5.2.2023 kl. 21:00

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

" fylgja þeim" 

Wilhelm Emilsson, 5.2.2023 kl. 21:01

5 identicon

Sæll Ómar; líka sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Þakka þjer; sem oftar og áður drengilega hvatninguna, til þeirra Sólveigar Önnu og hennar slektis (fólks), hver róa lífróður fyrir rjettlæti og sanngirni: ekki bara, í sína

eigin þágu / heldur og, fyrir hönd allra heilbrigðra borgara þessa lands, sem ekki eru okrinu og makræðinu, sem græðgi forvígismanna Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnar

ónefnunnar illa haldin, sem og Djöfullegu fláræði þeirra á alla vegu, ekki hvað sízt.

Ragna Birgisdóttir !

Þakka þjer ekki síður; þínar brýningar, sem og tilvísunina til merkrar greinar Árna Stefáns Árnasonar, þess kunna Dýra- og mannvinar, ekki síður.

Ólafur Ólafsson (kl. 20:44) !

Af hverju; ætti Efling að fara að lögum eitthvað sjerstaklega, þegar Samtök atvinnulífsins forsmá: þau hin sömu lög, með stuðningi sínum við Aðalstein Leifsson

og gerræði hans (með miðlunar tillögu kjaptæðinu / hvar Aðalsteinn hefur einungis umboð ANNARS MÁLSAÐILA, þ.e. Halldórs Benjamíns Þorbergssonar og hans liðssveitar ?

Reyndu Ólafur; að skoða málin í víðara samhengi (áttirnar eru jú fleirri, en höfuðáttirnar 4 / ekki satt ?)

Næstu dagana; mun skýrazt Ólafur, hvort dómstólar landsins munu sýna sanngirni og rjettlæti, þeim Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem og öðru baráttufólki, og virða

verkfallsrjettinn, eða þá:: að þeir sjeu auðsveip handbendi auðstjettarinnar og hallist á sveif með henni, jah, þá er stungin Tólgin Ólafur, og dimmir tímar 

framundan, í íslenzku samfjelagi - svo:: ekki sje fastar að orði kveðið, um hríð.

Með; hinum beztu kveðjum af Suðurlandi, líka til þeirra Ólafs Ólafssonar og Wilhelms Emilssonar með von um, að þeir skilji alvarleika þann, sem við okkur öllum blasir /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2023 kl. 22:06

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Ragna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2023 kl. 22:28

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Skil ekki alveg spurningu þína, ég talaði um ólög, en ekki lög, og það er rétt að ég tel að Efling eigi ekki að virða dóm ólaga.

Ég er ekki einn um að gagnrýna ólög, til dæmis fordæmir alþjóðasamfélagi, kannski fyrir utan Venesúela, Norður Kóreu og nokkur önnur svipuð þenkjandi ríki, vistun milljóna Úígúra í fangelsum og þrælkunarbúðum, og það tekur ekki skýringu kínverskra stjórnvalda gilda að um skóla og endurmenntunarstofna sé að ræða, jafnvel þó þarlend stjórnvöld vísa í lagatexta þar um.  Viðkomandi lög eru dæmi um ólög þó þau séu sett á löglegan hátt af löglegum stjórnvöldum.

Í Nurnbergréttarhöldunum var fullt af fólki dæmt fyrir glæpi gegn mannkyni, þó viðkomandi hefðu fátt annað gert af sér annað en að fara eftir þýskum lögum, löglega settum af löglega kjörnum stjórnvöldum, sem kváðu um útrýmingu gyðinga auk annarra óæskilegra.  Viðkomandi lög voru talin ólög og voru ekki skjól fyrir hina sakfelldu.

Verkfallsmennirnir í Chicago sem og fleiri borgum Bandaríkjanna sem atvinnurekendur fengu tudda mafíunnar til að lemja sundur og saman, voru meðal annars lamdir sundur og saman því þeir virtu ekki þau lög að viðkomandi atvinnurekendur máttu láta verkfallsbrjóta vinna vinnuna þeirra.  Klassísk deila í verkfallssögu nútímans, mig minnir að ég hafi síðast séð myndir, aðeins yngri reyndar, af fjölmennu lögregluliði í Bretlandi á dögum Margrétar, að lemja verkfallsmenn sem reyndu að hindra svipaða athæfi, og verkfallsmennirnir voru síðan margir hverjir, auk þess að vera lamdir sundur og saman, dæmdir til sektar eða fangelsisvistar.

Allt löglegt en ólöglegt í augum verkalýðsfélaga, sums staðar tókst þeim að hnekkja þessum ólögum, og vinna verkfallsbrjóta gerð ólögleg í lögum, annars staðar ekki.

Sem er kjarni málsins, flest af því sem þótti sjálfsagt til skamms tíma á vinnumarkaði, var í árdaga verkalýðsbaráttunnar ólöglegt, og aðeins löng og ströng barátta fékk því breytt. Frá ólögum sem beindust gegn verkafólki, í lög sem báðir aðilar vinnumarkaðarins voru sæmilega sáttir við.

Núna ætla stjórnvöld, með auman embættismann sem skálkaskjól, að snúa klukkunni aftur á bak um svona 90 ár, og auðvitað á verkafólk að rísa upp gegn því, fyrr mætti nú vera annars aumingjaskapurinn.

Við búum jú ekki í Tyrklandi eða Kína, þó siðblindan sem neitar fólki um laun sem hægt er að lifa af, haldi að svo sé.

Sorglegt hins vegar hvað margir dansa með siðblindunni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2023 kl. 22:56

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Wilhelm.

Gaman að sjá þig aftur hér á Moggablogginu eftir langt hlé, og ekki er minni ánægjan að skrif mín skuli hreyfa við þér.

En þér að segja þá hef ég oft séð þig skarpari þó mér komi annars ekki spurning þín til Ólafs við.

Æfingin skapar samt meistarann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2023 kl. 22:58

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Óskar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2023 kl. 22:59

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Blessaður, Ómar. Látum liggja milli hluta hvort mér eða þér hafi förlast með árunum. En skýrðu endilega út fyrir mér hvers vegna lýsing mín á þínum hugsunarhætti er röng. Og höldum okkur við Ísland. Förum ekki að tala um Norður-Kóreu eða Þriðja ríkið.

Wilhelm Emilsson, 6.2.2023 kl. 03:14

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Wilhelm.

Minntist á æfingu, ekki aldur svo við höfum það rétt fyrir okkur.

Síðan ætla ég að spyrja þig fallega um af hverju ég ætti að eyða orðum á pælingum þínum um hugsunarhátt minn þegar þú getur ekki einu sinni lesið andmæli mín til annars manns án þess að skilja ekki einföldustu rökfærslu??

Auðvitað gat ég sagt honum; Nei síðuhaf fann ekki uppá að kalla óréttlát eða röng lög ólög, en það var miklu skemmtilegra að segja það í löngu máli.

Það er nú bara svo Wilhelm.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2023 kl. 07:18

12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ómar Geirsson. Þakka þér enn og aftur fyrir að minna okkur á lög og ólög, athugasemd 7. 

"Sorglegt hins vegar hvað margir dansa með siðblindunni." 

Eðli mannsins er þannig að þegar hann gengur í gegnum grænnann laufgaðann skóginn og ert spurður, var skógurinn grænn, þá segir þú að sjálfsögðu já. 

Grænn skógurinn eru almennir fjölmiðlar, mainstream media. 

Svo kemur þú og kennir okkur gömlu sannindin sem eru falin og við erum búin að gleyma. 

Þú sem stendur vaktina?

Egilsstaðir, 06.02.2023   Jónas Gunnlaugsson 

Jónas Gunnlaugsson, 6.2.2023 kl. 14:15

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góðan dag, Ómar.

Ég sé ekkert í svarinu frá þér sem hrekur lýsingu mína á þínum hugsunarhætti. Í svari þínu til Ólafs, sem ég las, þótt þú hafir gefið þér að ég hafi ekki lesið það, segirðu: "ég talaði um ólög, en ekki lög, og það er rétt að ég tel að Efling eigi ekki að virða dóm ólaga." Þetta er nákvæmlega það sem ég er að lýsa. Þú kallar lög sem þú ert ósammála ólög. Ég sé ekki betur en að við séu sammála um þinn hugsunarhátt, þótt að þú virðist ekki vilja viðurkenna það, einhverra hluta vegna.

Wilhelm Emilsson, 6.2.2023 kl. 23:54

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðann daginn aftur Wilhelm, þú færð þann heiður að ég kíki fyrst á athugasemd þína yfir rjúkandi kaffibolla.

Og kaffibollinn er góður svona í morgunsárið en þér að segja þá minnir þú mig hér að ofan á blindan mann í öngstræti og kallgreyið í þokkabót týnt bæði hund og staf.

Nei, ég gaf mér ekki að þú hefðir ekki lesið svar mitt til Ólafs enda tel ég erfitt að vitna nokkuð í kórréttan útúrsnúning án þess að hafa lesið.  Og Nei Wilhelm, ég kalla lög sem ég er ekki ósammála ólög, ég kalla ólög ólög og var ekki sá fyrsti til þess.

Hins vegar finnst mér stórfróðlegt að þú teljir okkur sammála um eitthvað en ef svo er þá verð ég að óska þér til hamingju með það, hvað mig varðar þá er frekar sjaldgæft að rekast á einhvern sem er sammála mér sem segir reyndar ekki mikið því ég er ekkert sérstaklega fyrir það heldur.

Megi svo dagurinn vera góður hjá þér Wilhelm.

Með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2023 kl. 07:51

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Við erum sem betur fer nokkuð mörg þessa dagana sem munum eftir gömlum gildum, ég heyri til dæmis enduróm af rödd liðinna baráttukvenna, óm sem ég fékk ekki að heyra því ég er fæddur of seint á síðustu öld, þegar ég les skrif Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, barnabarnabarn Bríetar Héðinsdóttur, Við erum öll Efling.

Sólveig Anna hefur hreyft við mörgum, það má hún eiga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2023 kl. 08:28

16 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Mér sýnist þú vera fastur í fangelsi eigin þvermóðsku, Ómar, en þú ert svo sem ekki einn um það.

 

En það hressir Bragakaffið.

 

Með kveðju.

Wilhelm Emilsson, 7.2.2023 kl. 09:07

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það hressir Bragakaffið.

Þar erum við aftur sammála.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2023 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 630
  • Sl. sólarhring: 754
  • Sl. viku: 6214
  • Frá upphafi: 1400153

Annað

  • Innlit í dag: 574
  • Innlit sl. viku: 5338
  • Gestir í dag: 545
  • IP-tölur í dag: 535

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband