Skylda að ná kjarasamningum.

 

Segir Halldór Benjamínsson, og réttari orð í þessari kjaradeilu er ekki hægt að mæla.

En það er svo að maður getur aldrei gefið góð fyrirheit nema fyrir sjálfan sig, og í stað þess að vera sífellt að leggja inn orð fyrir forystu Eflingar ætti Halldór að líta í eigin barm og íhuga hvað hann og hans samtök geta gert til að liðka fyrir lausn deilunnar.

 

Til dæmis gætu Samtök Atvinnulífsins ályktað opinberlega að Aðalsteinn Leifsson eigi að draga miðlunartillögu sína til baka, og í kjölfarið segja af sér því hann er rúinn öllu trausti, aðkoma hans eftirleiðis herðir hinn fræga hnút kjaradeilunnar en liðkar ekki fyrir lausn hennar.

Skilji Aðalsteinn ekki sinn vitjunartíma, að hin meinta snjalla lausn hans, miðlunartillagan sé mesta skemmdarverk embættis hans frá stofnun þess, þá á SA að fylgja ályktun sinni eftir með því að skora á ráðherra vinnumarkaðarins að víkja Aðalsteini, rökin liggja öll fyrir, og þó afneitun þeirra hafi svo sem ekkert með vit að gera, þá er lítið vit í að reyna leysa erfiða kjaradeilu með því að hlaupa öllu í bál og brand í upphafi hennar og skemma mjög fyrir mögulegri lausn á síðari stigum hennar.

 

Samtök Atvinnulífsins geta síðan sagt að þó það sé ekki á þeirra valdi að hækka laun í Reykjavík það mikið að láglaunafólk þar eigi minnsta möguleika að leigja eða kaupa á viðunandi kjörum, að þá sé það skylda allra, bæði atvinnurekanda, ríkis og borgar að vinna að því koma böndum á hið Villta vestur húsnæðis og leigumarkaðarins, það hlýtur allt sanngjarnt fólk að sjá að ef fólk getur  ekki tryggt sér og sínum Þak yfir höfuð, þá er ekki hægt að biðja það sama fólk að sýna meinta ábyrgð og sanngirni í kjarakröfum sínum.

Til lengri tíma eiga menn að viðurkenna að eins mestu afglöp Íslandssögunnar var að leggja niður hið félagslega húsnæðiskerfi án þess að nokkuð kæmi í staðinn.

 

Til skemmri tíma verður að gera eitthvað til að draga úr þrýstingnum, Samtök Atvinnulífsins geta til dæmis lagt til að svona síðustu  10 hótel eða svo á höfuðborgarsvæðinu verði gert að loka, því það sér hver heilvita maður að fjárfesti getur ekki bara tekið ákvörðun að opna hótel án þess að nokkrir innviðir séu til staðar að mæta þörfum þess starfsfólks sem hann flytur inn í landið til að vinna á hóteli sínu.

Það þarf að segja sannleikann, fjölgun hótela er fyrir löngu orðin ósjálfbær, og innflutt starfsfólk þeirra hrekur þá sem fyrir eru út á gaddinn, því hópur einstaklinga yfirbýður alltaf fjölskyldur með einni eða tveimur fyrirvinnum, ekki nema laun þeirra séu þeim mun hærri.

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöld þurfa síðan að meint góðmennska þeirra að galopna landið fyrir útlensku förufólki hefur aðeins þá beinu afleiðingu að húsnæðisskortur og þar með spenna á honum sé viðvarandi ástand.

Spenna sem hrekur láglaunafólk á gaddinn.

 

Það er nefnilega svo að það eru skýringar á hörku Eflingar, skýringar sem eru ekki til staðar á landsbyggðinni, og fólk á hrakhólum, eða sér megnið af launum sínum renna í leiguhítina svo ekkert er eftir fyrir minnsta vott af mannsæmandi lífi handa börnum þess, það er ekki tilbúið að skrifa uppá kjarasamning sem dugar ekki fyrir brýnustu þörfum þess.

Svarið hjá Samtökum Atvinnulífsins er ekki að segja; Við og okkar fólk höfum það gott og eigum ekki í nokkrum vandræðum húsnæði eða búa börnum okkar mannsæmandi líf.

 

Skilningur á þessu mun leysa þessa kjaradeilu.

Skilningsleysið herða hana.

 

Sökin er nefnilega ekki hjá Eflingu, sama hvað marga níðstafi Halldór Benjamínsson og félagar reisa til heiðurs Sólveigu Önnu og félögum hennar í forystu Eflingar.

Hún liggur nær honum.

Og það er skylda hans að bregðast við.

 

Því eins og maðurinn sagði.

Það er skylda að ná kjarasamningum.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Efling stundi aðferðafræðina að „telja og velja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru þjóðir sem  setja þak á leiguverð á íbúðarhúsnæði,sem hlýtur að vera til þess að verð fari ekki uppúr öllu valdi, en ríkisstjórn vor þorir ekki að gera slíkt ,hinir ríku missa þá spón úr aski sínum,hérlendis eru leigufélög rekin með ofurhagnaði en slíkt hefur keðjuverkun á kröfur um hærri laun,þetta skilja allir nema elítan sem stingur hausnum í sandinn og vill ekki sjá hið augljósa. Allir sjá þetta nema ráðamenn þjóðarinnar.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 4.2.2023 kl. 12:49

2 identicon

Fyrir einhverjum áratugum var til fyrirbærið "húsnæðissparnaðarreikningur" þar sem fólk gat lagt hluta af tekjum sínum inn á bundinn bankareikning iog þær innlagnir voru skattfrjálsar.þetta myndaði mína eign fyrir útborgun í mína fyrstu íbúð. Var lagt af á sínum tíma, sjáfsagt kostað ríkið of mikið í skatttekjum. Tímabært að endurvekja?

Bjarni (IP-tala skráð) 4.2.2023 kl. 13:27

3 identicon

Það að þú vilt eki ræða lausnir sannar að þú ert ekkert annað en tuðari.

Bjarni (IP-tala skráð) 4.2.2023 kl. 19:06

4 identicon

Ekki viss um að úr því sem komið er þurfi launamenn á því að halda að SA álykti um miðlunartillöguna. Þar sem deilan er nú orðin viðfangsefni dómstóla þykir mér mikilvægt að launamenn almennt fái eftir atvikum dóm eða úrskurð um hvað má og hvað ekki; og hvað af því sem deilt er um er löglegt eða ólöglegt.

Það hefur engan tillgang að SA skori á vinnumarkaðsráðherrann að víkja sáttasemjara. Hann mun aldrei gera það. En ef Efling vinnur dómsmálin hefur launafólk fengið verðmætt tæki í hendur.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 4.2.2023 kl. 19:14

5 identicon

Húsnæðisvandinn mun hugsanlega eitthvað skána þegar hótelin fara að fara umvörpum á hausinn. Ef ég ætti mitt undir hótelrekstri í Reykjavík væri ég orðinn ösku illur út í þá Aðalstein ríkissáttasemjara og Halldór Benjamín að koma deilunni í hnút. 

Grunn vandinn er auðvitað húsnæðisbólan sem enginn sem er í aðstöðu til þess, vill raunverulega leysa.

Bráðabrigðalausnin á kjaradeilunni er að semja við Eflingu til árs með eitthvað meiri launahækkun en hinir fá en án bakvirkni launa.  

Slíkt gæfi öllum aðilum tíma til að hugsa sinn gang aðeins betur, eins þeim sem halda að hægt sé að græða endalaust á innistæðulausum húsnæðisbólum. 

Seðlabankastjóri þarf líka greinilega tíma til að hugsa því að hans lausn fólst einungis í að setja tappa í eftirspurnina með vaxtahækkuninni og draga í leiðinn enn úr framboðinu.

En líklega eru allir frestir til að hugsa, uppurnir og ekkert eftir nema alvarleg brotlending vegna verkfalla sem kemur einhverju viti í kollinn á kerfinu. 

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.2.2023 kl. 19:31

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurgeir.

Ætli það sé ekki kjarni málsins að ekkert að því fólki sem hefur það mikil völd og áhrif, að geta kallast ráðafólk, vilji gera nokkuð til að draga úr þrýsting og spennu á húsnæðismarkaðnum.

Hvað þá að ræða lausnir til skamms tíma, eins og til dæmis þá sem þú bendir á.

Eiginlega það eina sem þetta fólk getur gert er að tala, oftast einhverskonar Dagísku, nema náttúrulega þegar það gerir illt verra, líkt og í þessari kjaradeilu.

Og það er eins og það fatti það ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2023 kl. 20:35

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni fyrsti.

Margt var gert af viti hér á árum áður, líklegast það langgáfulegast þegar verkamannabústaðakerfinu var komið á, lausnir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún kom á félagsíbúðakerfinu þar sem hinir og þessir fengu hagstæð lán til að byggja, til dæmis námsmenn, öryrkjar, Búseti og fleiri, virkaði líka ágætlega.

Það var bara þegar þínir menn gengu fyrir björg frjálshyggjunnar og rifu niður öll þessi kerfi, sem allt byrjaði að fara til fjandans og endaði í tuði mínu.

En Bjarni annar, ég var nú frekar lausnamiðaður í þessum pistli mínum, er aldrei hægt að gera þér til hæfis??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2023 kl. 20:41

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Esja.

Ég var nú bara góðfúslega benda Halldóri á hvað hann gæti gert, en ekki sífellt að benda á aðra.

Það er sálrænt að álykta gegn Sátta, á forsendum staðreynda málsins, hver segir að hann hafi gengið erinda SA, þó hann hafi lagt fram tilboð þeirra sem miðlunartillögu.

Síðan er tími Leifs liðinn, í óeiginlegri merkingu eru iðrin hans öll úti líkt og hann hafi notað fjölda sverða við Harikari sitt, að benda á þá staðreynd er upphaf að því að byggja brýr til að fólk fari aftur að tala saman.  Ekki ætla ég Halldóri þá heimsku að fatta ekki að þó Efling verði lögð með bolabrögðum, að mun aðeins stigmagna átök, en ekki draga úr þeim.

Og mundu kæri Esja að heiti pistilsins er tilvísun í orð Halldórs, að það sé skylda að ná kjarasamningum.

Síðan væri verkafólk ennþá í biðröð niðri á hafnarkajanum að bíða eftir að verkstjórinn kalli á þá sem fá vinnu þennan daginn, ef forystufólki þess hefði ekki haft það brjóstvit að virða ekki ólög.

Mikil væri lífið einfalt fyrir allar einræðisstjórnir heimsins ef það dygði til að kæfa alla andstöðu með setningu ólaga.

Og það var ekki verkalýðshreyfingin sem rauf sáttina um gildandi lög og leikreglur vinnumarkaðsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2023 kl. 20:54

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlit og athugasemd Bjarni G.

Því miður óttast ég sama og þú og því best að ítreka þessa spá þína;

"En líklega eru allir frestir til að hugsa, uppurnir og ekkert eftir nema alvarleg brotlending vegna verkfalla sem kemur einhverju viti í kollinn á kerfinu.".

Það er fullt af fólki þarna úti sem á sér líf, og því er ógnað í dag með síhækkun leigu og húsnæðisverðs.

Svo þykjast menn vera hissa þegar einhver lítil stelpa kemur og bendir á hinn nakta keisara, og spyr; af hverju klæðir hann sig ekki??

Svo það eina sem þeim datt í  hug var að kalla út aftökusveitina til að þagga niður í litlu stelpunni í stað þess að reyna að finn einhverja fataleppa á keisarann.

Eins og menn vita ekki að ofkæling er hættuleg.

Við Eflingu er ekki að sakast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2023 kl. 21:06

10 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sko, þetta er fráflæðis vandi. Alltaf verið að reka áróður fyrir því að að gamla fólkið sé sem lengst heima.Það er ekkert einhlýtt að það sé rétt. Gamla fólkið þarf að komast á dvalarheimili þegar það vill. Þá losnar húsnæði. það er að vísu oft óhagkvæmt fyrir ungt fólk að kaupa. Stór einbýlishús oft. Þau er hægt minnka og breyta í  í eina góða íbúð og svo herbergi eða studióíbúðir, svo yngra fólkið fari að heiman. Svona hugmyndir þarf að ræða og hugsa og búa til kvata, ( stofnlán með viðráðanlegum vaxtakjörum til að eitthvað gerist. Það er ýmislegt hægt að gera ef menn hugsa. Hér vantar vekefnastjórn í svona mál og framkvæma hlutina. Í mínu heima héraði var sameiningu skóla flýtt óvænt. Þar stendur heimavistarskóli, sem er grá upplagt að nota sem dvalarheimili fyrir eldri borgara í sveit. Mötuneyti,  sundlaug og pottur fyrir hendi. Góðar samgöngur stutt í lækna og allt. Árni Gunnarsson sem hér var á blogginu og er hættur og var frá Sauðárkróki var eitthvað að athuga að fólk kæmist í sveita umhverfi og var að vinna að því. Hef ekki heyrt hvar það mál stendur. Það sem mönnum datt helst í hug var hótel. Ja sei, sei.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.2.2023 kl. 21:22

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður punktur Þorsteinn.

Eitthvað til í þessu, en ef við skoðum bara lýðtölur frumbyggja, þá kemur á móti að árgangarnir sem koma inná húsnæðismarkaðinn eru líka smærri, þannig að þó það sé eitthvað hökt í flæði stærri eigna á markaðinn, þá eru það samt stórir árgangar í sögulegu tilliti sem eru að minnka við sig, eða fara á hjúkrunarheimili, íbúðir aldraða, þjónustuíbúðir, eða hvaða lausnir sem menn hafa í dag.

Þess vegna ætti þetta að haldast í hendur, og eitthvað er byggt.

Að mínu dómi er ekki hægt að horfa framhjá útlendingavæðingu þjóðarinnar með taumlausum innflutningi fólks.  Og þó það séu útlendingar, mjög margir fengnir í óhreinu störfin hennar Evu og dætra hennar, þá þarf þetta fólk einhvers staðar að búa.

Þess vegna legg ég til að nýjustu hótelunum sé lokað, þau eru ósjálfbær, ekkert vinnuafl innanlands á lausu til að manna þau. Ein megin ástæða þess er að það er klippt á alla samkeppni um vinnuafl með hinum óhefta innflutning fólks, ef það væri skortur, þá myndu laun hækka, óhagkvæmar rusleiningar myndu hætta rekstri, og þar með engin þörf fyrir kjarabaráttu ófaglærðs fólks.

Því ef það er skortur á skúringakonum en offramboð af menntuðum háskólakonum, hvar hækka launin, og hvar lækka launin???

Það er nefnilega engin gæska á bak við þá gæsku góða fólksins að ætla leysa allan vanda heimsins, stríð, fátækt, misskiptingu, með því að flytja fáttækt fólk umvörpum til hinna ríkari Vesturlanda, og láta það þræla þar á skíta kaupi.

Þetta er sérhyggja og siðleysi eins og það gerist verst.

Vandinn er ekki leystur heima fyrir, og smán saman springur allt í hinum ríkari löndum því heimamenn sætta sig ekki við þrælakjör góðmennskunnar þó hið fátæka innflutta vinnuafl gerir það.

Góða fólkið og Nýfrjálshyggjan, þessi eitraði kokteill er krabbamein siðmenningarinnar í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2023 kl. 21:46

12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Stórgóð umfjöllun Ómar Geirsson. 

Aldrei tala um fyrstu íbúð, fjölskyldan fái íbúð til frambúðar. 

Íbúðir eru fyrir fólk en ekki fyrir fjárfesta eða brask. 

slóð

Ef allir læra um bókhaldið, peningaprentunina og styðja stjórnmálamenn og stjórnkerfið til breytinga þá verður þetta lagað. Morgunblaðið, Seðlabankinn og starfsfólkið á heiður skilin fyrir að birta þessi frábæru gögn frá Seðlabankanum.

13.10.2021 | 21:23

Heimilin verði heilög og Verkalýðsfélög, Húsnæðisstjórn og öll Stjórnsýsla styðji fjölskylduna. 

Mér var sagt fyrir 30 árum að Svíar hefðu alltaf tvær blokkir lausar á hverju svæði og væru íbúðirnar leigðar á eðlilegu verð þannig að ef einhver vildi leigja íbúð þá ætti leigjandi val og leigan þá eðlileg.

Greiðsla prósenta af launum, engir vextir, banki lánar aldrei neitt verðmæti.

Framhald.  

Ríkisstyrkjum ekki einkabanka með því að gefa þeim... - jonasg-egi.blog.is

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2286879/

Jónas Gunnlaugsson, 5.2.2023 kl. 03:47

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlit þitt Jónas.

Það er margt í þessu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2023 kl. 12:19

14 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

ATHUGASEMDIR  

Þetta átti einnig að vera hjá þér.

1Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 

Mundu að allir með skilning vilja prenta peninginn fyrir þig og þá eignast hann allt sem þú gerir. 

Þú átt að prenta peninga bókhaldið sjálfur og aldrei að borga vexti. 

Gamla heimskerfið vill prenta peninga bókhaldið fyrir þig og eignast allt sem þú gerir. 

slóð

III. The future monetary system (bis.org)

Þú skapar allt með huga og höndum þínum, þannig er allt til orðið. 

Sköpunarmátturinn, Guðs krafturinn er Skaparinn þinn. 

Egilsstaðir, 04.02.2023   Jónas Gunnlaugsson

 

Jónas Gunnlaugsson, 4.2.2023 kl. 12:1

Jónas Gunnlaugsson, 5.2.2023 kl. 12:34

15 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 Var fljótfær, vinsamlega henda fyrri athugasemd.

Mundu að allir með skilning vilja prenta peninginn fyrir þig og þá eignast hann allt sem þú gerir. 

Þú átt að prenta peninga bókhaldið sjálfur og aldrei að borga vexti. 

Gamla heimskerfið vill prenta peninga bókhaldið fyrir þig og eignast allt sem þú gerir. 

slóð

III. The future monetary system (bis.org)

Þú skapar allt með huga og höndum þínum, þannig er allt til orðið. 

Sköpunarmátturinn, Guðs krafturinn er Skaparinn þinn. 

Egilsstaðir, 04.02.2023   Jónas Gunnlaugsson

 

Jónas Gunnlaugsson, 4.2.2023 kl. 12:1

Jónas Gunnlaugsson, 5.2.2023 kl. 13:28

16 identicon

Lýðskrum.

GUNNLAUGUR BALDVIN ÓLAFSSON (IP-tala skráð) 5.2.2023 kl. 13:39

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er ljótt að tala svona til Jónasar Gunnlaugur, þér væri nær að setja þig inní speki hans.

En þar sem þetta er frekar lokaður hópur sem sýslar hér á Moggablogginu, hvort sem það er í pistlakerfinu eða í athugasemdarkerfinu, þá leikur mér forvitni á að vita hvaðan þú dúkkar upp??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2023 kl. 15:07

18 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég var að hugsa um hvort ég mætti svara þessari upphrópun og gerði ekki,  henni er ekki beint til neins. En nú hefur Ómar talað. 

Ungi maður, GUNNLAUGUR BALDVIN ÓLAFSSON

Þú segir lýðskrum og er það eðlilegt.

Öll kennslan og öll fjölmiðla umræðan hefur heilaþvegið okkur.

Þú getur auðveldlega lesið þér til um málefnin. 

Þá getur þú fundið þetta út sjálfur og það er gott að þú ert að velta þessu fyrir þér, þá finnur þú lausnirnar. 

Lestu og láttu aðra lesa. 

Bankasaga Bandaríkjanna - Vafalaust sást mér yfir helstu atriði og líklega eru nokkur smáatriði röng en hér er hægt að fá að vita heilmikið um það hvað varð um peningana okkar, frjálsa landið okkar og heiminn“. Allt á íslensku. Jónas Gunnlaugsson | 5. janúar 2023

Eru þetta fjörbrot gömlu stjórnsýslunnar, er eitthvað að gerast í líkingu við það sem lýst er í biblíunni? Fyrirgefum öllum allt að hætti Mandela, engin önnur leið betri er til. Jónas Gunnlaugsson | 4. október 2022

 

-Það var undir því peningakerfi sem amerískar nýlendur blómstruðu svo ríkulega að Edmund Burke gat skrifað þannig um þær: - Ekkert í sögu heimsins jafnast á við framfarir þeirra og áhrifin þar af leiddu til hamingju fólksins.“  20.12.2020 | 02:03

 Bankasaga Bandaríkjanna - Vafalaust sást mér yfir helstu atriði og líklega eru nokkur smáatriði röng en hér er hægt að fá að vita heilmikið um það hvað varð um peningana okkar, frjálsa landið okkar og heiminn“. Allt á íslensku.  Jónas Gunnlaugsson | 5. janúar 2023

 

KREPPAN 1930 - (frá fyrir 1988) - Í dag 2020-03-19 er komin meiri skilningur á því að peningur er bókhald. Forsetar skilja, að öll vöruhús eru full af vörum, en vantar bókhald til fólksins, peninga svo fólkið nýti vörurnar.  Jónas Gunnlaugsson | 24. september 2022

Húsbanka skúffan, bókhaldið hefur huglægt viðhengi kallað peningar. Hversvegna að borga vexti af bókhaldi? Þeir sem byggja húsið fá til dæmis 25 milljónir fyrir vinnuna og nýta það fyrir sinn kostnað og lifibrauð. Efnissalinn fær það sama.  Jónas Gunnlaugsson | 3. september 202

Lesa

Kennsla í góðri peninga, bókhalds stjórnun. Allir læri og hjálpi til við endursköpun fjármála bókhaldsins, peninganna, ekki síst að hjálpa þeim sem eru fastir í gamla peningatrúarkerfinu. Peningur er bókhald, skrifuð tala. Jónas Gunnlaugsson | 14. ágúst 2021

 

Þegar talan hefur verið notuð til að greiða fyrir vinnu og efni, þá hafa allir fengið greitt sem hafa lagt eitthvað til að byggja húsið. Bankinn skrifaði aðeins töluna og lánaði ekki neitt.  Jónas Gunnlaugsson | 7. maí 2021

 

Þeir prentuðu the Colonial Scrip það er sína krónu þannig að allir væru í vinnu og vörur og þjónusta gengi snuðru laust í þjóðfélaginu. Almennt lifði fólkið samkvæmt háum siðferðislögmálum  Jónas Gunnlaugsson | 7. maí 2021  

Hætta að stjórna með svindli. En hvernig er hægt að stjórna fólkinu, okkur, sem höfum tínt vitinu? Trúlega erum við vandamálið. Við fólkið verðum að leitast við að færa okkur úr sykrinum og sexinu yfir í bæn, íhugun og sjálfstjórn.  4.5.2022 | 23:13   

Egilsstaðir, 06.02.2023   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 6.2.2023 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 1412827

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband