Jón er kátur karl og hraustur.

 

En óttalegur bjáni eins og segir í vísunni.

 

Eða kannski sagði það ekki í vísunni en hvað má segja um okkar ágætis dómsmálaráðherra sem kýs að rífa sig við fagmann, hann pólitíkus sem getur þakkað tvennt frama sinn innan Sjálfstæðisflokksins, dugnaðinn við að taka í hendurnar á fólki og hæfninni til að rífa kjaft í frösum.

Georg Lárusson er margreyndur, bæði vegna starfa sinna innan lögreglunnar og síðan sem farsæll forstjóri Landhelgisgæslunnar um árabil.

 

Georg segir;

"Eng­inn góður kost­ur var í stöðunni og það eru okk­ur sár von­brigði að neyðast til að hætta rekstri eft­ir­lits­flug­vél­ar­inn­ar en hún er sér­út­bú­in eft­ir­lits-, björg­un­ar- og sjúkra­flug­vél og mik­il­væg ein­ing í al­manna­varna­keðju lands­ins. Frá ár­inu 1955 hef­ur Land­helg­is­gæsl­an gert út flug­vél til eft­ir­lits og björg­un­ar­starfa við Íslands­strend­ur. Ákvörðunin nú er því mik­il afturför í viðbragðs- og ekki síst eft­ir­lits­getu þjóðar­inn­ar. TF-SIF er ein af mik­il­væg­ustu einingun­um í viðbragðskeðju stofn­un­ar­inn­ar og með þess­ari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í út­gerð Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Þá telj­um við veru flug­vél­ar­inn­ar hér á landi vera brýnt þjóðarörygg­is­mál, sér í lagi í ljósi breyttr­ar heims­mynd­ar,".

 

Jón segir;

"Dóms­málaráðherra tel­ur ekki að stöðvun á rekstri eft­ir­lits­flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, muni setja strik í reikn­ing­inn hvað varðar viðbragðsgetu Land­helg­is­gæsl­unn­ar í leit og björg­un. Hann seg­ir að á und­an­förn­um árum hafi meg­in­verk­efni vél­ar­inn­ar snúið að landa­mæra­eft­ir­liti í Evr­ópu. "Vél­in hef­ur ekki gegnt veiga­miklu hlut­verki þegar kem­ur að leit og björg­un hér við Íslands­strend­ur. Henni var flogið eitt­hvað vel inn­an við hundrað flug­stund­ir á síðasta ári, sam­kvæmt mín­um upp­lýs­ing­um".

 

Já Jón telur, og rífur sig og vissulega er það rétt hjá honum að Landhelgisgæslan hefur séð á eftir TF-SIF löngum stundum erlendis, en það eru þekkt frjálshyggjufræði að stjórnmálamenn sem fá fylgi út á að rífa kjaft um almannaþjónustu, fjársvelti hana síðan þegar þeir eru í ríkisstjórn, og benda síðan á; Sjáið þið bara, ríkið er handónýtt.

En þau afglöp segja ekkert til um mikilvægi SIF fyrir Landhelgisgæslunnar og þann hlekk sem hún er í viðbragðskeðju stofnunarinnar.  Ef ég man rétt þá byrjaði þessi útvistun þegar ríkið átti erfitt með að fjármagna almannaþjónustu eftir þjófnaðinn sem kenndur er við bankahrunið, en það getur ekki endalaust verið afsökun, og því á mikilvægi flugvélarinnar metast eftir þörfinni fyrir hana, en ekki axarsköftum og afglöpum þeirra sem Sjálfstæðisflokkurinn skipar í embætti dómsmálaráðherra.

 

Segjum það hreint út að það eru fífl sem taka meira mark á Jóni Gunnarssyni en Georg Lárussyni í þessu máli.

Og ef Jón Gunnarsson er einn af þeim sem telur að hann hafi meira vit á þessum málum en sjálfur forstjórinn, þá er augljóst að hann á að láta Georg fara fyrir opinber mótmæli sín.

Því ef það er ekki þörf fyrir þessa flugvél, og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir annað þá á forstjórinn að víkja, brottrekstrarsökin að hafa logið að þjóðinni.

Því svona gengur ekki, að alls konar fuglar eru settir í ráðherrastól, þykjast vita betur en fagfólkið, og skilja svo allt eftir sig í rjúkandi rústum.

 

Svo nú reynir á hvort þessi Jón sé kræfur karl og hraustur og hreinsi út þetta fólk hjá Gæslunni sem segir að SIF sé nauðsynlegur hlekkur í öryggiskeðjunni.

Eða hann hlusti af auðmýkt og geri skyldu sína gagnvart land og þjóð.

 

Eða er ég kominn út í furðusögur og furður??

Jón Gunnarsson að hlusta!!!!

Nei, það verður víst að vera takmörk á öllu því sem ímyndunaraflið fær mann til að segja og skrifa.

 

En, en, en, en.  En. En!!!!

Það eru 62 aðrir á þingi, þar af ótal ráðherrar.

Þeirra er ábyrgðin, þeirra er að hrinda þessari aðför að þjóðaröryggi.

Því jafnvel vanhæfni á sín mörk.

 

Svona gerir maður ekki.

Svona er ekki gert.

 

Svei attan.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Vélin mest verið suður í höfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 1412819

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband