30.1.2023 | 10:09
Er Ásmundur ennþá í verkalýðsarmi Samfylkingarinnar??
Datt það svo sem í hug því það er orðin hefð hjá Mogganum að byrja vikuna á að peppa upp mannskapinn með flennifréttum þar sem hælbítar Sólveigu Önnu fá sviðsljósið.
Og fyrir einhverja skrýtna tilviljun virðast þeir allir rúmast í verkalýðsarmi Samfylkingarinnar sem er reyndar ekki stór armur.
Það aftur kannski skýrir þetta óvænta sviðsljós Ásmundar, það er sagt að það sé fíkn sem hrjáir marga eldri menn, að vera ekki lengur í fyrirsögnum blaðanna eða fyrsta frétt á ljósvökunum, að þá er allt gert til að komast þangað aftur.
En samt, gat Mogginn ekki betur??
Eldri menn hafa oft margt til málanna að leggja sem full þörf er að gefa gaum af, hlusta á, íhuga, læra af.
En þegar sögurnar eru orðnar stórkarlalegar, fullyrðingarnar yfirgengilegar, þá ætti sá sem nær í hælbít, því allt þjónar þetta tilganginum að níða niður, að rægja, að íhuga afhverju orðið "ær" er stundum notað í öðrum viðskeytum en að vera ærlegur eða eitthvað svoleiðis.
"Fordæmalaus ósannindi" segir þessi fyrrum verkalýðshetja, "bein ósannindi", finnst blaðamanni Moggans að þeir sem harka í þessum bransa í dag fari með fordæmalaus ósannindi, bein ósannindi eða annað í ályktunum sínum??
Eða var kannski náð í svo gamlan blaðamann af ellilaunahillunni?? að hann man ekki aðra tíma en þegar menn steyttu hnefum í kjarabaráttu sinni og lögfræðingar landsins voru það fáir að þeir voru flestir í vinnu hjá ríkinu, einn hjá borginni og nokkrir hjá helstu stórfyrirtækjum landsins. Svo voru nokkrir sem skrifuðu stefnur og gerðu upp dánarbú.
En verkamenn eða samtök þeirra höfðu fá kynni af þeim nema þegar þeir lásu tilkynningar þeirra um útburð eða stefnur vegna skulda eða eitthvað svoleiðis.
Nei í dag er ekki þverfótað fyrir lögfræðingum, það opnar ekki nokkur kjaftur án þess að bera það fyrst undir lögfræðing.
Menn fara ekki með ósannindi, hvort sem þau eru fordæmalaus eða bein, menn draga í efa, vilja láta skera úr, bera við andmælarétt og öðrum rétti, og ætla svo að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól ef aðrir dómstólar eru ekki sammála efa þeirra eða annað.
Morgunblaðið birti meir að segja gott viðtal við Láru V. Júlíusdóttur, helsta vinnumálasérfræðing landsins, og þó hún verði seint talin í vinahópi Sólveigu Önnu, þá rakti hún efann og vafann við þessa framgöngu ríkissáttasemjara, og af hverju hún væri eins og að skeggjaður maður í kufl með sprengjubelti um sig miðjan mætti inní samkomu frímúrara og bæði um orðið.
Hún, líkt og allskonar samtök launþega, benti réttilega á að samskipti og hlutverk ríkissáttasemjara sem sáttarafl á vinnumarkaðnum væri ekki allt bundið í lög, heldur óskráðum reglum sem byggðust á trúnaði og trausti.
Að afgreiða alla þessa umræðu, alla þessa gagnrýni, með svona frétt, er hreint út barnalegt, sýnir raunverulega hve núverandi ritstjórn Morgunblaðsins er komin langt frá þeim gildum sem einkenndu blaðið undir stjórn þeirra Styrmis og Matthíasar.
Þeir voru dyggir baráttumenn þeirra hagsmuna og gilda sem Morgunblaðið stóð fyrir, en þeir voru ekki fífl.
Og skrifuðu ekki fyrir fífl.
Það virðist eitthvað hafa breyst.
Já, mikill er máttur Sólveigu Önnu.
Mikið er fall Morgunblaðsins.
En aumingja, aumingja Samfylkingin.
Kveðja að austan.
Fordæmanleg ósannindi um lagaheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 369
- Sl. sólarhring: 714
- Sl. viku: 5953
- Frá upphafi: 1399892
Annað
- Innlit í dag: 329
- Innlit sl. viku: 5093
- Gestir í dag: 321
- IP-tölur í dag: 319
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Smári sagði í laugardagsþætti RÚV að málið snérist ekki um lög! Þá voru menn að velta vöngum um framgöngu ríkissáttasemjara og neitun Sólveigar um að láta af hendi kjörskrána.
Stundum ratast kjöftugum satt á munn og þá í tilfelli nýsósíalistans Gunnars Smára.
Embættismenn geta nefnilega alveg farið út af sporinu og gert tómar gloríur án þess að brjóta lög.
Það er algjörlega óvíst að nokkur lög banni ríkissáttasemjara að grípa allt of snemma inn í kjaradeilu!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.1.2023 kl. 10:45
Tek heils hugar undir orð þín, Ómar.
Það er aumt hvernig Ný-mogginn saurgar minningu Morgunblaðsins sem þeir Styrmir og Matthías stýrðu.
Ekki lýgur Mogginn var þá sagt, enda sagt frá málum frá fleiri sjónarhól en einum, en nú má segjs að Ný-mogginn hafi það sem lakast er og tigni hálfsannleikann, séð frá sjónarhóli eigin lágkúru og einhliða áróðurs.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2023 kl. 12:27
Blessaður Bjarni Gunnlaugur.
Já, já, nýsósíalistanum ratast oft satt orð á munn, enda kollstykkið í lagi hjá honum, það er annað sem viðheldur efanum hjá mér.
En einmitt út af þessum punkti setti ég í fyrradag minnir mig, eða kannski þar áður, pílu á Starfsgreinasambandið, en undir niðri var ég líka að gagnrýna Sólveigu að minnast líka á lög og að láta reyna á lög.
Hún átti bara strax að segja Nei, við virðum ekki þessa ákvörðun ríkissáttasemjara, hann hefur brugðist embættisskyldum sínum, og á að víkja. Ef hún yrði í kjölfarið spurð um hvað hún myndi gera ef Sátti leitaði þá til héraðsdóms, þá átti hún að svara því til að Efling myndi halda upp vörnum, að sjálfsögðu, en það breytti því ekki í sjálfu sér að þessi tillaga væri ekki miðlunarlaga í anda þeirra laga sem ríkissáttasemjari starfaði eftir, heldur einhliða ofbeldi af hans hálfu, gróf afskipti af frjálsum kjarasamningum.
Benda síðan á hið sjálfsagða, Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða.
Punktur.
Ég ætlaði mér hins vegar að setja eitthvað fyrir aftan punktinn í dag, ef ég fæ einhverja frétt uppí hendurnar á skikkanlegum tíma, því ég hef nefnilega svo gaman að tjá mig um svona ófriðarmál.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2023 kl. 13:26
Já Pétur, núna er Snorrabúð sorglegur stekkur.
En samt sem áður, ég skil ekki af hverju er verið að gera Ásmundi þetta.
Þetta er ekki fallegur bautasteinn sem hann er að reisa sér gagnvart fyrrum félögum sínum, og þetta er ekki sá málflutningur sem ég man frá þessum manni.
En á stríðstímum heggur maður í ófögnuðinn og Samfylkingin er óþurftarflokkur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2023 kl. 13:30
Málsvari moggans verður seint talinn vinveittur skjólstæðingum Eflingar, þó þar sé valin þjóðarsáttin sjálf, -eitt mesta skítseyði íslandssögunnar.
Það væri nær að mogginn rifjaði upp fyrsta verk þjóðarsáttarsemjarans eftir að hann hætti á launaskrá hjá verkafólki, það var ekki sem ríkissáttasemjari, -heldur framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, þar sem hans allra fyrsta verk var að keyra til Keflavíkur og segja upp skúringakonunum.
https://timarit.is/files/51931626
Magnús Sigurðsson, 30.1.2023 kl. 13:58
Aumast af öllu ee þó að sjá fréttastofu opinberu skattskyldunnar, RÚV ohf., lepja upp hin miklu orð Ásmundar og birta sem hinn eina stóra sannleik, með flenni fyrirsögn ættaðri af Ný-mogganum.
Þetta minnir mest á einhverja snarbilaða og heilaþvegna Maoista í gamla daga, flaggandi kverunum sínum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2023 kl. 14:30
Já já Magnús, menn tala stundum tungum tveim, eftir hvaða herrum þeir þjóna, allavega eru einhverjar meintar hugsjónir seint að flækjast fyrir þeim.
En frá fornu fari hefur mér verið uppsigað við fólk sem hækkar sín eigin laun með því að hagræða í skúringum, ekki vissi ég að Ásmundur hefði tekið þátt í slíkum gjörningi.
Allavega er hann ær, þó það sé ekki í sömu merkingu og hjá Flosa forðum daga.
Kveðja að neðan.
Ómar Geirsson, 30.1.2023 kl. 14:59
Pétur Örn, margt má segja um gömlu Maóistana, ég þekkti einn persónulega, þegar hann var í MA, þá fékk ég herbergið hans skreytt plöggum af Marx, Maín og Stalín, ásamt nokkrum gömlum blöðum af Stéttarbaráttunni.
Því fullyrði ég, að hvað sem sagt verður um þessa krakka á sínum tíma, margt bölvað íhald í dag, og þá hef ég ekkert á móti íhaldi, heldur bölvuðu íhaldi, til dæmis fyrrverandi maóistum eða trotskíistum sem urðu svo kaþólskari en páfinn og tóku upp dýrkun á Friedman og Haeyk í stað Karls og hins skurðgoðsins (þetta hinn voru svo margir líkt og Stalín, Hoxa, Trotský, Maó), þá voru þeir ekkert í líkingu við það auma lið sem fyllir út stöðugildi fréttastofu Ruv.
Það er eins og það vanti stundum heila í það.
Það heldur að það sé að þjóna almenningi, sé jafnvel hluti af Góða fólkinu, en í raun gengur það dag og nótt erinda auðsins, og það fattar það ekki einu sinni. Það er sko þess vegna sem ég spái í hvort það sé svona nútíma útgáfa af fuglahræðunni í Oz, í stað hjarta vanti heila.
Svo held ég að flestir Maóistarnir hafi verið á kvennafari, stelpurnar áttu það til að taka þessa hluti bókstaflega, líkt og marga aðra öfga fyrr og síðar.
Alla vega, svei attan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2023 kl. 15:08
Hann var náttúrulega bara í vinnunni þjóðarsáttar karl ræksnið þegar hann rak skúringakonurnar, eins og hann benti reyndar á sjálfur.
En það ætti ekki að vitna í þá sem hafa bara verið í vinnunni ef menn vilja annað en svör sem eru til sölu, -það er allavega mitt álit, og kostar ekki neitt.
Magnús Sigurðsson, 30.1.2023 kl. 15:58
Það er ekki úr vegi að minnast hér efnis og inntaks margra af síðustu bloggpistlum Styrmis, þar sem hann varaði margsinnis við þeim afleiðingum sem kjararáðs launahækkanirnar haustið 2017, um 52%, til handa þingmönnum, ráðherrum og æðstu stjórnsýslu, kynnu að leiða til vaxandi ólgu á vinnumarkaði, enda yrði aldrei sátt um þær skefjalausu launahækkanir, sem æðsta stjórnsýslan og þingið skammtaði sér sjálft í gegnum þingskipað kjararáðið.
Þar liggur, án efa, enn undirliggjandi ástæða þeirrar ólgu sem kraumar enn undir.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2023 kl. 16:29
Auk þess eru vitaskuld hin óuppgerðu mál er varða hrunið sem ýfa upp gömul sár, hér í hinu ógeðslega þjóðfélagi. Þar sem engar hugsjónir eru, ekkert, nema skítug og ógeðsleg valdabarátta.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2023 kl. 16:39
Sammála Magnús, sem og að ég get ekki að gert minni rótgrónu andúð, á vissan hátt er hún mælikvarði hjá mér, og það þarf mikinn til að ég endurskoði álit mitt á viðkomandi.
Kannski var hann erindreki, og því ekki ábyrgur fyrir ákvörðuninni, en eins og sagt var við Nurnberg, þú gast alltaf sagt upp.
Meir að segja núverandi ritstjóri Morgunblaðsins (reyndar spurning hvort hann þiggi aðeins launin en aðrir ritstýri) vissi einu sinni að sumt gerir maður ekki.
Eitthvað sem Kristrún féll á prófinu þegar hún lét taka að sér gleiðbrosandi mynd af hælbítum Sólveigu Önnu, með þeirri réttlætingu að um verkalýðsráð Samfylkingarinnar væri að ræða.
Því sumt gerir maður ekki.
Eitt af því er að reka skúringarkonur í nafni kaupauka síns
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2023 kl. 17:25
Örugglega rétt Pétur Örn, eða þannig séð.
En fólk sem getur hvorki keypt sér húsnæði eða borgað okurleigu hins frjálsa markaðs, það á fá valkosti, það var ekki út í loftið sem þeir féllust í faðma, Einar Olgeirs og Óli Thors, og ákváðu að út úr því faðmlagi kæmu verkamannabúðstaðir, upphafið af mannsæmandi húsakosti öreiga landsins.
Ég held að upphaf ógæfunnar, og í raun rót vandans í dag, var þegar hagfræði andskotans vanvirti það faðmlag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2023 kl. 17:28
Þetta með afleiðingar þess sem þú réttilega nefnir, hagfræði andskotans, er örugglega rétt hjá þér. Það eru engar hugsjónir í pólitíkinni lengur. Allt keypt upp. Vil ekki segjs það, en segi það samt, mér finnst hórdómur flokkanna hafa komið með, já, hagfræði andskotans. Faðmlag flokkanna er ekki faðmlag til hins betra, heldur hórdómur í ætt við samtryggða samsektina.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.1.2023 kl. 17:09
Blessaður Pétur.
Það er ekki þannig að þegar ég horfi á sjálfan mig og ætla að taka mér frí, að ég reyni ekki að halda áfram að spjalla.
Hagfræði andskotans er vísan mín í Nýfrjálshyggju Friedman og Hayeks, að grunni, og þar spinn ég þekkt stef ómennsku og illsku, vísa í þekkt stef trúarbragðasögu siðmenningarinnar.
Það sem við upplifum í dag er leiðtogafælni, innst inni vita þau ´Katrín og Bjarni að eitthvað er ekki í lagi.
En að segja það.
Það er þeim ofviða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.1.2023 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.