26.1.2023 | 17:37
Leikbrúðan.
Eitt er að Samtök Atvinnulífsins með öllum sínum kostuðu vinnumönnum og skítadreifurum, í vanheilögum bandalagi með Góða fólkinu, standi fyrir forkastanlegri rógsherferð gegn persónu og forystu Sólveigu Önnu, líkt og allur urgur í vinnandi fólki um alla Evrópu sé henni að kenna en ekki bágum kjörum fólks sem nær ekki endum saman.
Annað er þegar ríkissáttasemjari grípur beint inní atburðarrásina og gengur annað hvort erinda stjórnvalda eða atvinnurekenda til að knésetja kjarabaráttu Eflingar.
Það er eins og menn treysti ekki lengur sínum eigin skítameðulum og því sé ríkissáttasemjara fórnað, trúverðugleik hans og hlutleysi að engu gert, bara ef það tekst að stöðva Sólveigu Önnu og réttlætisbaráttu hennar.
Munum, að það er ekki hægt að rífast við þessi orð Sólveigu Önnu; "Það er einkenni siðmenntaðra samfélaga að fólk geti séð fyrir sér með þeirri vinnu sem það ástundar".
Þau er grundvallarforsenda siðmenningarinnar, geirnegld í kristnum siðaboðskap; að verðugur sé verkamaður launa sinna.
Það er fölsk þjónusta sem byggist á launum sem ekki er hægt að lifa af mannsæmandi lífi.
Fæði, klæði, húsnæði.
Láglaunastefna er eitt, hungurlaunastefna er annað.
Og ef svo er komið í samfélagi okkar að ekki er hægt að veita grunnþjónustu ríkis og sveitarfélaga nema með innflutningi á fátæku fólki sem tekur því sem næst öllum kjörum sem er í boði, því þau eru samt langt um betri en þau sem bjóðast heima fyrir, að þá verðum við að hugsa hlutina uppá nýtt.
Því það er ein birtingarmynd þrælahalds.
Og ef heilu atvinnugreinarnar segjast ekki getað rekið sig nema við slíkum innflutningi og slíkri hungurlaunastefnu, þá mega þær einfaldlega missa sig.
Því þá byggist velmegun okkar á svipuðum grunni og auður hvítra plantekrueiganda í Suðurríkjunum í gamla daga.
Gegnrotinn í gegnrotnuðu samfélagi.
Að fórna ríkissáttasemjara fær þar engu breytt.
Hið frjálsa flæði Góða fólksins um lægstu laun, um hungurlaun, er komið á Endastöð.
Höggvi menn Sólveigu Önnu, þá sprettur aðeins upp ennþá herskárra baráttufólk.
Og þá hafa menn engan hlutlausan aðila sem menn geta treyst.
Jafnvel þó Aðalsteinn víki því embættið sem slíkt er rúið trausti.
Er Sólveig Anna virkilega svona skerý??
Kveðja að austan.
Telur sér stætt áfram óháð niðurstöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.