Hryðjuverkamaður gíslar Nató.

 

Erdogan Tyrklandsforseti er einræðisherra af nýja skólanum.

 

Hann nýtti sér lýðræðið til að komast til valda, og hann nýtir sér síðan stofnanir þess eins og dómstóla til að halda þeim völdum.

Í stað þess að falsa niðurstöður kosninga líkt og einræðisherrar af gamla skólanum gera sbr Lúkasjenkó forseti Hvíta Rússlands, þá nýtir hann sér dómstóla landsins til að fangelsa þá stjórnmálamenn sem ógnað gætu honum í kosningum.

 

Erdogan varð einræðisherra þegar hann skipulagði sjálfur meinta valdaránstilraun hersins gegn sér, hrekklausir herforingjar voru plataðir til að senda nokkur ungmenni úr hernum út á götur Ankara, þeim sagt að þeir væru að vernda ríkisstjórnina gegn yfirvofandi valdaráni.

Á sama tíma voru síðan sendar flugvélar til að skjóta á dvalarstað hans, en hann ekki sagður heima því Pútín af öllum mönnum hafi átt að hafa varað hann við.

Ótrúverðugari atburðarrás er vart hægt að hugsa sér, en þegar í kjölfarið einhverjum klerki, sem ógnaði völdum Erdogans innan íslamska miðaldaheimsins, og hann hafði hrakið í útlegð til Bandaríkjanna, var kennt um hið meinta valdarán, og í kjölfarið voru tugþúsundir handtekin, þá var ljóst að hið raunverulega valdarán var valdarán Erdogans á lýðræðisstofnunum Tyrklands.

Fólk sem laut ekki valdi hans innan hers, dómstóla, menntastofnana, var handtekið, pyntað og síðan dæmt í sýndarréttarhöldum sem jafnvel Stalín hefði talið vafasöm.

En vestræn ríki létu yfir sig ganga og fjölmiðlar spiluðu með.

 

Tyrkland breyttist úr lýðræðisríki í einræðisríki, og smán saman var ljóst að hryðjuverkamaður stjórnaði því.

Meðal afreka Erdogans var að skipuleggja nokkur mannskæð sprengjutilræði í borgum Tyrklands, einhverjum Kúrdum kennt um, sönnunin átti að vera að við húsleit heima hjá þeim fundust skjöl sem áttu að hafa tengt viðkomandi við stjórnmálasamtök Kúrda. 

Hvað er á milli eyrnanna á fólki, sem trúir að sá sem ætli sér að fremja hryðjuverk skilji eftir nafn og kennitölu meintra stjórnenda sinna, má alveg íhuga, en þegar Erdogan nýtti sér þessar sprengingar til að hefja gjöreyðingarstríð gegn Kúrdum, með sprengjuárásum, morðum, nauðgunum, pyntingum, þá getur enginn verið svo einfaldur að sjá ekki fingraför hans og tilgang.

 

Alvarlegustu glæpir Erdogans eru samt líklegast beinn stuðningur hans við hugmyndafræðilega samherja sína í Ríki Íslams.

Hvernig ráðafólk á Vesturlöndum, þar á meðal núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherrar Sjálfstæðisflokksins, gátu setið til borðs og skálað við Erdogan, eftir að ekki var lengur hægt að líta undan þegar ómennska íslamista í Sýrlandi var afhjúpuð, afhjúpun sem þeir sjálfir sáu um að dreifa samviskusamlega á víðáttum alnetsins, er eitt af leyndarmálum mannshugans sem vísindafólk á ennþá eftir að afhjúpa.

En að líða Erdogan að skjóta skjólhúsi yfir leifunum að hersveitum ómennanna, og nýta þær síðan til hefndarinnrásar á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi, er óskiljanlegt, á pari við að horfa í hina áttina þegar ljóst var hvað átti sér stað í meintum vinnubúðum nasista.

Reyndar má líka spyrja hvar voru femínistar þessa heims þegar fréttir bárust af misþyrmdum líkum herkonum Kúrda, kynferðislegar misþyrmingar, afskorin brjóst, var meinið kannski að það var allt skjalfest og staðfest, en ekki slúður sem drífur áfram byltingar þeirra í dag??

 

Orðið óskiljanlegt nær hins vegar ekki yfir hvernig þessi hryðjuverkamaður er gerður að hetju þegar hann þóttist hafa milligöngu milli vinar síns Pútíns og umheimsins um að korni yrði skipað út frá höfnum Úkraínu

Eða að hann skuli ennþá sitja til borðs með leiðtogum heimsins í stað þess að gista fangaklefa í Haag bíðandi eftir dómi vegna glæpi gegn mannkyninu.

 

Og að hann og Litli Pútín skulu hafa neitunarvald hjá varnarbandalagi lýðræðisríkja, það getur aðeins vakið upp spurningar um, hvað býr í raun að baki þessa stríðs í Úkraínu??

Hverjum hagsmunum er í raun verið að þjóna??

Því orðum er hægt að stjórna, en gjörðir afhjúpa alltaf.

 

Sagan um Erdogan er dæmisaga þar um.

En hvað segir hún í raun??

 

Efa samt að Hamlet sæi nokkurn efa þar um.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Óvissa uppi um inngönguna í NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er með öllu óskiljanlegt að þetta harðstjórnar- og hryðjuverkaríki sé enn í NATO. Tilgangurinn með aðild þess hvarf með tilkomu langdrægra eldflauga fyrir mörgum áratugum síðan.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2023 kl. 19:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ég til dæmis virti framgöngu Þórdísar Kolbrúnu þegar hún mótmælti kvennaofbeldinu í Íran og hörku þarlendra stjórnvalda til að bæla niður þá uppreisn.  En glæpir gegn eigin þegnum, þó alvarlegir séu í Íran, er á mun hærri skala í Tyrklandi og þá er ég að vísa í herferð Erdogans gegn minnihlutahóp Kúrda.

Einræðisherrann í Hvíta Rússlandi, hann er hvítþeginn engill miðað við Erdogan og ógnarstjórn hans, það hafa ekki tugþúsunda saklausra borgara verið handtekin og dæmd vegna upploginna saka líkt og í Tyrklandi, Tyrkland er eitt mesta einræðisríki heimsins í dag þó yfirbragðið sé látið líta út fyrir að vera lýðræðislegt.

Það er smán að vestræn ríki skuli líða þessa harðstjórn, og öll gagnrýni okkar á aðra, er innantóm meðan við tökum ekki til í eigin bakgarði.

Já, það er óskiljanlegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.1.2023 kl. 07:33

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þarna hreyfir þú við tvískinnungi "góða fólksins". Þetta er eitt af því sem manni er innrætt af vinstraliðinu, að umbera múslima á þennan hátt. Jón Magnússon er sá eini sem hefur bloggað eitthvað á þessa leið í seinni tíð. Vegir "góða fólksins" eru órannsakanlegir.

Miðað við hvað margt ljótt á sér stað í heiminum er sérstakt hvernig valið er að skrímslavæða Rússa og Pútín, Trump þar áður. 

Hverra hagsmunum er verið að þjóna? Okkar eða fjarlægrar elítu? Hvað býr í raun að baki stríðinu eins og þú spyrð? Ljóst er að samhæfing fjölmiðla segir eina sögu, en felur aðrar sögur, sem kannski ættu frekar að heyrast.

Almenningi er kennt að hata suma, en láta annað viðgangast, í skjóli umburðarlyndis, það er notað sem afsökun, eins og þarna, held ég. Hvað segir Sema Erla við þessu?

Ingólfur Sigurðsson, 25.1.2023 kl. 13:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur, til að forða allan misskilning þá er ég ekki að blogga um múslima, ég er að blogga um miðaldamann, harðstjóra, einræðisherra, hryðjuverkamann, sem er að mér skilst náinn bandamaður Vesturlanda.

Ég er að blogga um ríkisstjórn hans, ekki Tyrkland eða Tyrki sem slíka, líklegast sá almenningur í Tyrklandi ekki fyrir hvurslags ófreskja komst til valda þegar hann fékk fyrst fylgi til að mynda ríkisstjórn.  Og við svona menn er erfitt að losna þegar þeir hafa einu sinni komist til valda.

Góða fólkið fær aðeins síðan smá pillu hjá mér, það er þögnin um voðaverk íslamista undir pilsfaldi Tyrkjahers, það voru ekki tyrkneskir hermenn sem mættu á fæti í innrásinni inná yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi, það var að mestu misillir voðamenn undir regnbogafána Íslamista.

Ádeilan er á tvískinnung og hræsni leiðtoga Vesturlanda, sem eru núna komnir í þá stöðu að einræðisherrann heldur þeim í gíslingu.

Spurning Guðmundar hér að ofan er þörf, og það er óskiljanlegt að henni hafi ekki verið svarað.

Og Ingólfur, Rússar sjá sjálfir um að skrímslavæða sig, höfum það á hreinu.

Ef þér er sagt annað, þá ertu í vondum félagsskap.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.1.2023 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband