Hverju mun Biden svara??

 

Nýja trúnaðarskjalamálið í Washington vindur upp á sig.

Eftir að fleiri staðir sem tengjast Biden í gegnum tíðina eru tékkaðir, þá finnast trúnaðarskjöl, stundum fá, stundum fleiri.

 

Á sama tíma hefur furðuleg þögn grafið um sig hjá fólkinu sem lét sem hæst þegar Trump greyið var staðinn að því að flytja trúnaðarskjöl í sendibílaförmum til híbýla sinna.

Það er eins og mætti halda að það skipti máli hver felur og hver ekki, ekki sé verið að fordæma meintan glæp, heldur að ná höggstað á andstæðing.

Leikreglur lýðræðisins skipti litlu, en kaldar refjar skítugrar valdabaráttu mestu.

 

En það var ekki erindið með þessum fáum orðum mínum.

Heldur spurningin; Hverju mun Biden svara þegar hann verður spurður um nýjasta fundinn?

 

"Ég man það ekki".

Og það munu allir trúa honum.

 

Svo illa er komið  fyrir vestrænni forystu.

Á tímum þegar sjálf framtíðin er undir.

 

Hvernig gat þetta gerst??

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fleiri trúnaðarskjöl fundust á heimili forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Upphaf þessara funda er mjög sérkennilegt, það voru lögmenn og starfsmenn forsetans sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fundu leynigögn sem Biden átti alls ekki að vera með í sínum fórum.

Mér dettur helst í hug að verið sé að undirbúa brotthvarf Bidens úr forsetaembættinu að honum verði ýtt til hliðar og þá er spurningin hvort Harris fái embættið, en það þykir mig mjög ólíklegt. Verður Hillary eða Obama kölluð til til að bjarga Demókrataflokknum??? það er stóra spurningin í mínum huga.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.1.2023 kl. 15:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tómas. Ef sitjandi forseti þarf að víkja er alveg skýrt í bandarískri stjórnskipan hver tekur við og það er varaforsetinn, eins og þegar Gerald Ford tók við af Richard Nixon.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2023 kl. 16:22

3 identicon

Mér þætti það frekar undarlegt ef forseti væri ekki með einhver trúnaðarskjöl á skrifstofum sínum. Og enn undarlegra ef fyrrverandi forseti tæki trúnaðarskjöl ófrjálsri hendi og feldi á heimili sínu. Og ég er bara þannig gerður að ég sé greinilegan mun á þessu tvennu.

Stundum er það þannig að opinberum starfsmönnum, eins og Biden var og er, er heimilt að vera með skjöl sem fyrrverandi opinberum starfsmönnum, eins og Trump, er ekki heimilt að vera með. Það telst vera munur á því að vera með skjöl sem eru ætluð embætti viðkomandi eða embættið hefur fulla heimild til að versa með og að vera embættislaus með skjöl sem eru ekki ætluð embættislausum. En auðvitað er fjöldi fólks sem ekki sér neinn mun og mun leggja þessar skjalavörslur og aðgang að leyniskjölum forseta og fyrrverandi forseta að jöfnu.

Síðan sé ég einnig einhvern mun á því hvort viðkomandi opnar allar dyr og leyfir leit, eins og Biden, eða hvort reynt er með öllum ráðum að koma í veg fyrir leit, eins og Trump gerði. Ætla mætti af viðbrögðunum að hafi mistök átt sér stað vilji annar gera það sem hann getur til að leiðrétta þau en hinn viðurkenni aldrei mistök, reyni að fela þau og hafi jafnvel með fullri vitneskju viljandi framið glæp.

Annarsvegar er um óvarkára meðferð trúnaðarskjala að ræða og hinsvegar þjófnað á trúnaðarskjölum. En hvaða Trumpisti sér muninn?

Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 18:14

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vagn. Skjölin eru úr tíð Biden sem varaforseta í ríkisstjórn Obama. Eftir það varð Trump forseti og þá var Biden ekki embættismaður, en samt með skjölin í sinni vörslu.

Þú sérð vonandi muninn á því að þegar einhver var embættismaður en varð svo ekki embættismaður þá var staðan ekki sú sama þegar hann hélt áfram að geyma trúnaðarskjöl.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2023 kl. 18:46

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Guðmundur, Gerald Ford var ekki kosinn sem varaforseti Nisons heldur Spiro Agnew. Agnew var látinn fara og Ford fyllti skarð hans án kosninga. Gæti ekki svipað átt sér stað núna??? Ég held að Kamila Harris geti engan vegin tekið við sem forseti, það væri að fara úr öskunni í eldinn.

Vagn, Trump var forseti og hafði leyfi til að hafa viss skjöl með sér er hann lét af störfum. Biden var varaforseti og hafði ekki leyfi til að taka nein skjöl með sér úr því embætti. Biden var ekki að afhjúpa sjálfan sig, en einhverjir starfsmenn hans gerðu það, merkilegt nokk. Skjölin sem Biden hefur verið með í fórum sínum og ekki einu sinni geymd á öruggan hátt eins og má skilja, hafði hann ekkert með að vera með í einka vörslu, það er kristal tært. Nú er hann opinberaður fyrir að gera það sem hann gagnrýndi Trump harðlega fyrir að gera, en Trump hafði þó meiri heimild og öruggar geymslur en Biden ekki.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.1.2023 kl. 19:30

6 identicon

Ég sé mun á því að skila óvart ekki trúnaðarskjölum þegar farið er úr embætti og að taka vísvitandi með sér trúnaðarskjöl þegar farið er úr embætti. Ég sé mun á því að skila trúnaðarskjölum þegar uppgötvast að þau hafi orðið eftir og því að neita að afhenda trúnaðarskjöl þegar uppgötvast að þeim hafi ekki verið skilað þegar farið var úr embætti. Ég sé mun á því aðafhenda skjalasafninu trúnaðarskjöl og því að skjalasafnið þurfti að semda FBI að sækja trúnaðarskjöl með valdi. En það er bara ég.

Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 20:51

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það fer nú ekkert á milli mála að Biden vissi vel hvað hann var að gera þegar hann tók trúnaðarskjöl með sér úr embætti varaforseta og geymdi þau við hliðina á Corvet bílnum sínum úti í bílskúr. Meira að segja CNN sem hefur verið ein helsta málpípa Demókrata hafa gagnrýnt Biden fyrir að hafa þessi skjöl undir höndum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.1.2023 kl. 21:01

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

p.s. FBI var einmitt að sækja fleiri gögn með valdi og það tók þá 13 tíma að leita á heimili Bidens og komu þá í ljós enn fleiri gögn sem hann hafði "óvart" geymt heima hjá sér. Biden er ekki viðbjargandi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.1.2023 kl. 21:04

9 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það undarlega er að skjalastjóri Hvíta Hússins skuli ekki vera yfirheyrður
Ef ekki er skráð HVAR leyniskjöl eru staðsett eða hver er með þau
þá gætu þau alveg eins gleymst á ljósritunarstofunum í Mosku eða Peking

Ekki nema þetta sé svo háleynilegt efni að ekki megi skrá að það sé til

Grímur Kjartansson, 22.1.2023 kl. 22:31

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlit og umræðu félagar, hófstillt og fróðleg um ólík sjónarmið og ólíka nálgun.  Himinn og haf á milli hennar og þeirrar svarthvítu umræðu sem ég var að hnýta í aðfaraorðum mínum að svarinu við spurningunni stóru, og þeirri hrollköldu staðreynd að það muni allir trúa svari Bidens.

Og Tómas, ég vildi innilega óska þess að þú hafir rétt fyrir þér í nálgun þinni, algjörlega óháð stjórnmálaskoðunum mínum, þínum eða allra annarra.

Kveðja að austan.

Ps. Félagi Vagn, það er ljótt að sá efa í huga mér að þú sért kannski ekki rafeind eftir allt saman.

Ómar Geirsson, 23.1.2023 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband