13.1.2023 | 09:14
Raunir hinna ofsóttu
Það dregur ekki nokkur maður í efa að Ólöf Helga Adolfsdóttir hefur gengið í gegnum miklar raunir.
En það er hollt og gott að skoða upphafið þegar maður grætur örlög sín.
Sá sem lætur nota sig, misnota sig, sá sem vegur úr launsátri, hann uppsker eins og hann sáir, það er að segja ef ætlunarverk hans mistekst.
Og ennþá lætur Ólöf Helga misnota sig.
Að hún skuli ekki skilja að þessi átök Eflingar við atvinnurekendur hafa ekkert gera með hana eða Sólveigu Önnu, þessi átök snúast um réttinn um mannsæmandi líf, að hafa Þak yfir höfuð, um þau grundvallarmannréttindi í auðugu landi að allir geti lifað af launum sínum.
Nei, þetta er bara ég, aumingja ég og svo skassið hún Sólveig Anna.
Fyrir stundarathygli þeirra sem hafa það eina markmið að knésetja fyrirhugað verkfall Eflingar, mætir hún í viðtöl og segir raunasögu sína, aftur og aftur, svo jafnvel Megan og Harry virka eins og nýgræðingar á leiksviði stundarfrægðar fórnarlambanna.
Væri Ólöfu alvara með meintri verkalýðsbaráttu sinni, ef hún virkilega hefði áhuga á að bæta kjör láglaunafólks, þá í fyrsta lagi léti hún ekki misnota sig af stéttarníðingum, og í öðru lagi, þá tæki hún slaginn með Eflingu í dag.
Sá slagur myndi skera úr um hvort Eflingarfélagar myndu treysta henni fyrir frekari trúnaðarstörfum innan félagsins.
En sem leppur Góða fólksins eða kvislingur atvinnurekanda fær hún enga upphefð.
Spyrjið bara Quisling, hann þekkir þá sögu af eigin skinni, meir að segja hálsinum minnir mig.
En samt, maður getur ekki annað en vorkennt henni.
Kveðja að austan.
Var bannað að spyrja spurninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar,
Sjaldan veldur einn er tveir deila og mér finnst Sólveig Anna alveg fær um að beita rýtungum í bak samstarfsfólks. Og svo háskælir hún í fjölmiðlum yfir öllum sem voga sér að andmæla.
Í raun finnst mér hún minna mjög mikið á Trump forseta, sem réði frábært fólk, sem svo nokkrum vikum síðar voru óferjandi og óalandi og fengu reisupassann. En það var oftast bara byrjunin á því sem urðu að sérkennilegustu atlögum í pólitík, sem ég hef séð. Mér finnst ekki mikið til um svoleiðis stjórnarhætti.
Og ég finn til með láglaunafólki, sem á allt sitt undir því hver grenjar hæst í hallarkynnum Eflingar! Sólveig ætlaði í verkfall, sama hvað var í boði. Og nú þarf hún að ná samningum, sem vinna upp afturvirkni, sem önnur félög fengu, plús meiri hækkanir launa, plús hækkun vegna verðbólgu frá áramótum . Ef ekki, til hvers var leikurinn gerður? Ég er ekki viss um að það takist. Og ég er alls ekki viss um að verkfallsboðun verði samþykkt, en sennilega skiptir það ekki máli, því það verður ekki formanninum að skapi,
Fyrir hönd lægstlaunuða Eflingarfólks vona ég að það beri ekki skarðan hlut frá borði, en ég óttast að þeim hafi verið fórnað á skákborði launasamninga.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 13.1.2023 kl. 10:33
„[E]f [Ólöf] virkilega hefði áhuga á að bæta kjör láglaunafóllks“... segir þú Ómar.
Það þarf að horfa á þetta mál frá sjónarhóli félagsmanna og spyrja:
Hefur hún getuna og hæfnina...?
en ekki langar hana.
Svarið er nei.
Stéttarfélag og þjóðþing á ekki að vera leikvöllur þeirra sem langar heldur starfsvettvangur þeirra sem geta.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 13.1.2023 kl. 10:59
Merkilegt hvað nýfrjálshyggjudeildir flokkanna og stærstu fjölmiðls, þ.m.t. RÚV ohf., bölsótast út í Sólveigu, en gráta krókódílatárum yfir því hvað laun Eflingarfélaga eru lág.
Alundarlegast er þó hvernig Samfylkingin fylgir algjörlega þeirri línu. Nýbúnir að flagga rósinni og jafnaðarstefnunni, undir því yfirskini að Samfylkingin sé orðin splúnkuný og ígildi hreinnar meyjar.
Þar hefur reyndar engin breyting orðið á, með nýjum formanni og Ólöfu Helgu í verkalýðsráði Samfylkingarinnar. Blairistarnir í Samfylkingunni eru og verða Blairistar, þó þeir bregði yfir sig sauðagæru
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.1.2023 kl. 11:12
Blessaður Arnór, ég ætla leyfa mér að vera ósammála þér, og sjónarmið mín hef ég rakið í bæði pistlum mínum og í umræðum athugasemdarkerfisins.
En varðandi það að það valdi tveir deilum þá er náttúrulega mikil viska fólgin í þeim vísdómsorðum, en í þessu tilviki er ég að fjalla um fólk, sem veit ekki hvenær það á að hætta, það verður aumkunarverðara og aumkunarverðara í hvert skipti sem það lætur misnota sig af fólki sem þorir ekki beint gegn Sólveigu Önnu, eða í rökræður um kröfur Eflingar og forsendur þeirra.
En ég skal ítreka að ég vorkenni Ólöfu Helgu, en ekki baun í bala þegar kemur að Harry og Megan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2023 kl. 13:31
Blessaður kæri Esja minn.
Það var ekki örgrannt að ég var farinn að sakna þín, sú hugsun flaug jafnvel í huga mér hvort svo mikið hafi skafið ofan af Esjunni að einhverjir á Kjalarnesi hefðu grafist undir sköflum, og yrðu að bíða eftir næstu hláku til að komast aftur út á meðal manna.
En svo mætir þú, og hvað get ég sagt??
Ég er bara stoltur að gera skrifað pistla sem fær fólk til að mæta í umræðuna og bæta við, auk dýpt þeirra eða halda uppi því sem alltaf er nauðsynlegt, að viðra önnur sjónarmið og fá um þau umræðu.
Segir bara eins og Magnús, nágranni minn í efta.
Amen, alveg sammála.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2023 kl. 13:37
Blessaður Pétur Örn.
Það er mörg merkileg ónáttúran.
Ég veit að í dag, skömm sé þar tímanum sem engu eyrir, er fáu að flagga hjá Samfylkingunni varðandi hinn svokallaða verkalýðsarm hennar, en mér fannst samt Kristrún setja niður með breiðbrosmyndinni, og þá er ég ekki bara að tala um vonarstjörnuna.
En þú segir Blairistar, ég held að tíminn hafi ekki eyrt þeim heldur.
Eftir stendur aðeins gegnheilt Góða fólkið, sem kinnroðalaust stóð fyrir Helför heimilanna á ríkisstjórnardögum Jóhönnu Sigurðardóttur, mestu ógæfumanneskju Íslandssögunnar, og eru þeir þá taldir með, Axlarbjörn, Gissur jarl og Steingrímur Joð.
Eftir minni, 110 þúsund árangurslaus fjárnám, yfir 10 þúsund fjölskyldur bornar út gaddinn, meginhluti láglaunafólk, stór hluti hetjur hversdagsins, einstæðu mæðurnar sem höfðu hreiður að vernda.
Nei Pétur, Blair var eins og hann var, en hann er í englahersveitinni miðað við Góða fólkið, og hræsni þess og skinhelgi hefur gefið þeim lýsingarnafnorðum nýja dýpt og merkingu.
Sólveig Anna afhjúpar þetta fólk vel í grein á Kjarnanum sem ég vitna í mínum nýjasta pistli, sem um leið er endahnúturinn á þríleik mínum um Sólveigu Önnu, og þar með er afskiptum mínum af þessum deilum lokið.
Hvað svo sem síðar verður
Kveðja að austan.
PS. Megi Unæted vinna Sittí á morgun.
Ómar Geirsson, 13.1.2023 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.