Almannavarnir á neyðarstigi.

 

Hvað ætlar hann ekki að setja herlög??

 

En Sigmar er með kjarna málsins;

"Verið er að boða aflétt­ingaráætl­un í rík­is­stjórn á morg­un. Við höf­um ekki enn séð efn­is­atriði henn­ar en þó ligg­ur al­veg fyr­ir afstaða for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins um það að laga­skil­yrði og for­send­ur fyr­ir þeim hörðu tak­mörk­un­um sem enn eru í gildi séu brostn­ar. Ef ekki á að létta þeim strax af þjóðinni, af at­vinnu­fyr­ir­tækj­un­um og fólki sem er í fyr­ir­tækja­rekstri, menn­ing­ar­líf­inu og veit­inga­geir­an­um þá er sú spurn­ing áleit­in hvort hæst­virt rík­is­stjórn sé í raun og veru að viðhalda ástandi sem er ekk­ert annað en lög­brot og brot á grund­vall­ar­rétt­ind­um fólks. Staðan í far­aldr­in­um er allt önn­ur en hún hef­ur verið hingað til. Þetta nýja af­brigði ger­breyt­ir stöðunni,“ sagði Sig­mar.".

 

Þetta er ótækt með öllu og fólkið í stjórn almannavarna er hreinlega ekki hlutverki sínu vaxið ef það viðheldur neyðarástandi vegna veiru sem sannarlega hefur haft þær einu afleiðingar að við töpuðum fyrir Dönum og komumst því ekki í undanúrslitin.

Annars er þetta eins og hver önnur umgangspest, og það í vægari kantinum.

Þökk sé almennum bólusetningum.

 

Það er bara eins og almannavarnir hafi ekki frétt af þeim.

Og stjórnvöld spila með.

 

Vandi spítalans í dag er sá sami og hann var fyrir kóvid.

Algjörlega óviðunandi álag á starfsfólki, álag sem er heimatilbúningur forheimskra stjórnmálamanna sem halda að flatur niðurskurður sé hagræðing.

 

Á þessum vanda þarf að taka.

Og það er ekki gert með samkomutakmörkunum.

 

Ég get svo svarið það.

Kveðja að austan.


mbl.is Býst við varfærinni afléttingaráætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Setningim sem segir allt:

Vandi spítalans í dag

er sá sami og fyrir kóvíd.

Já, maður hefði haldið að forgangsatriðið hefði verið að leysa þann vanda.

Takk fyrir góða pistla, Ómar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.1.2022 kl. 16:29

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og ráðherfan sem bar ábyrgð á því situr enn.

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.1.2022 kl. 18:58

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Núna ert þú horfa í gegnum mjög þröng flokksgleraugu.

Stefnan um flatan niðurskurð er ekki á ábyrgð fagráðherra, þeir hinsvegar kyngja ósómanum.  Og allir flokkar á þingi, á einn eða annan hátt, að undanskildum flokki fólksins, bera ábyrgð á ósómanum.

Þetta er alltaf sama stefnan, sama hugmyndafræðin þrátt fyrir allt kjaftæðið í stjórnarandstöðunni.

Það er hugmyndafræði andskotans sem er óvinurinn eini, hún hefur ráðið vestrænum samfélögum núna á fjórða áratug, og þess vegna er allt að fara til andskotans, því það er í eðli hennar.

Við sem munum eftir borgarlegum kapítalisma og borgarlegum stjórnmálamönnum, erum komnir á aldur, yngra fólk heldur að frjálshyggjan sé kapítalismi og að svona eigi hlutirnir að vera.

Auðsöfnun Örfárra, alræði þeirra vegna þess að þeir hafa fyrir löngu keypt upp stjórnmálin, jafnt hægri sem vinstri flokka, að ekki sé minnst á að þeir fjármagna andófsskrípi eins og Pírata, og heimur á heljarþröm, er ekkert sjálfgefið gildi.  Heldur sýki, æxli sem gefur um sig og verður að lokum ólæknanlegt.

Nei, Svanhvít er ekki skýring þess hvernig ástandið er í dag.

En hún er samsek.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2022 kl. 09:14

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Símon Pétur.

Núna er stóra spurningin, fæ ég að horfa á leikinn hjá strákunum mínum á morgun??, eða þarf ég áfram að vera piss.

Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að það sem verður boðið uppá í korteri fyrir tólf fundinum, verði eitthvað kák, jafnvel hálfkák.

En að keyra þjóðfélagið aftur eins og það var fyrir herðingu, er kannski viðunandi lausn.

Þetta lið verður jú að fá að halda andlitinu, það virðist vera svo erfitt að segja, "Við gerðum mistök, núna leiðréttum við þau".

Veiran þarf að fá að ganga yfir á meðan bólusetningar veita okkur fulla vörn, það er á hreinu.  Allur dráttur eykur aðeins líkurnar á fleirum alvarlegum veikindum, sérstaklega hjá eldra fólki sem er að renna út á tíma með vörn sína því það fékk þriðju sprautuna svo snemma í haust.

Veit ekki en samt hef ég það á tilfinningunni að það sem verður tilkynnt í dag verði bara eitthvað almennt kjaftæði og síðan slakað á þegar núverandi sóttvarnir falla á tíma.  Síðan verði haldið í sýndarmennskuna eitthvað fram eftir febrúarmánuði, svona til að sýnast vera ábyrgir.

Nema það er engin ábyrgð fólgin í sýndarmennsku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2022 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband