26.1.2022 | 18:26
Fyrri afléttingar!!
Ef málið væri ekki svona grafalvarlegt, snerti ekki svo marga í samfélagi okkar, sem og allt það sem við köllum daglegt líf, þá gæti maður ekki annað en hlegið.
Við erum vitni af Leikhúsi fáránleikans út í Ungverjalandi þar sem fullfrísku leikmönnum Íslands er haldið í stífri einangrun að boði Þórólfs. Okei, smá ýkjur, en Evrópska handknattleikssambandið fer eftir tillögum stjarfa manna eins og Þórólfs, fólks sem ekki ennþá hefur áttað sig á muninum á fyrri kórónuveirubylgjum og þessari sem við kennum við Omikron.
Öll sem þjóð skiljum við ekki í þessari forheimsku, svo látum við bjóða okkur að fulltrúi hennar hér á Íslandi ætlar að viðhalda henni með minnisblaði sínu.
Líklegast vitna í fyrri bylgjur þar sem veiran var banvæn, og fólk ekki bólusett.
Það hefur enginn dáið lengi vegna kórónuveirunnar, fólkið sem skráð er fyrir dauðsföllum vegna hennar, er fólk sem var með veiruna, en dó ekki vegna þess sjúkdóms sem hún veldur.
Vissulega er fólk alvarlega veikt á gjörgæslu vegna hennar, en það er samt talið á fingrum annarrar handar.
Samt geta menn ekki viðurkennt mistök sín, það gönuhlaup að læsa þjóðina inni þegar það átti að aflétta samkomutakmörkunum, jafnvel þó tölfræðin segi það skýrt að það hafi verið mistök, alvarlegum veikindum fækkaði þegar Omikron afbrigðið tók yfir Delta afbrigðið, eitthvað sem var fyrirséð út frá reynslu annarra þjóða sem fengu holskeflu þess fyrr.
Þau mistök þarf að leiðrétta.
Fólk undir langvarandi ofurálagi líkt og sóttvarnarlæknir eða landlæknir, má ekki viðhalda helsi þjóðarinnar vegna þess að það getur ekki sagt þá einu setningu sem skiptir máli.
"Heyrðu, ég hafði rangt fyrir mér, leiðréttum það.".
Og ef heilbrigðisyfirvöld voga sér að vitna í þessa setning; "reynsla vegna fyrri afléttinga", þá eru þau úti að aka.
Samsek þeirri ákvörðunar sýndarmennskunnar að herða samkomutakmarkanir hjá öllum nema þar sem smitið grasseraði.
Vissulega ákvörðun sem þau tóku sjálf, vegna þess að "eitthvað þurfti að gera", svo ég vitni í fleyg orð forsætisráðherra, en þeim til afsökunar að kannski vissu þau ekki betur.
Í dag vita allir betur.
Ekki hvað síst raunveruleikinn og tölfræði hans.
Og segjum það bara hreint út, það er klikkun að höggva í knérum þess sem liðið er og á ekki við lengur.
Þó langalangafi minn hafi þurft að taka brimlendingu í hafnleysu hinnar klettóttu fjöru Vikinnar minnar, þá þýðir það ekki sama að allir hendi sér fyrir borð á Berki, 3.000 tonna loðnuskipi þegar vindar og brimar, svona í minningu hinna fornu árabáta.
Menn leggja jú hinu öfluga skipi í höfn.
Í guðanna bænum.
Hættið þessari vitleysu.
Feisið raunveruleikann.
Eða víkið ella.
Tími minnisblaðanna er liðinn.
Kveðja að austan.
Mun leggja línurnar í minnisblaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar
Ég var ekki fyrr búinn að setja innlegg á síðustu færslu þína, þá las ég þessa færslu og þarna er ég þér algerlega sammála.
Í dag vitum við betur og þurfum að haga okkur samkvæmt því.
Hætta allri vitleysu
Eggert Guðmundsson, 26.1.2022 kl. 18:40
Samkvæmt genafræðinni er Omicron afbrigði sem splittaðist frá SarsCov2 fyrir áramót 2019-20 og er því ekki afbrigði af Beta Gama eða Delta. Það þýðir að það eru yfirgnæfandi líkur á að sami aðilinn og var að vinna með SarsCov2 2019 er líka með puttana í Omicron.
Munið að Omicron kom upp í Suðurafríku í vikunni eftir að þarlendir afpöntuðu allt covitbóluefni, því það var engin að mæta í sprauturnar.
Við verðum þrælar þessara geðsjúklinga þangað til við hættum alveg að hlusta á Víði.
Guðmundur Jónsson, 27.1.2022 kl. 09:32
Blessaður Guðmundur.
Þú hefðir frekar átt að setja inn þessa athugasemd við pistil minn; Þegar lygin er vopn.
Það hefði verið svona meira við hæfi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2022 kl. 12:20
Blessaður Eggert.
Alltaf gaman að vera sammála þó forsendurnar séu ekki þær sömu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2022 kl. 12:20
Barátta yfirvalda nú snýst fyrst og fremst um að forðast að þurfa að viðurkenna mistök.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.1.2022 kl. 13:32
Ja for helvede Þorsteinn.
Ég eiginlega get ekki annað en verið sammála þessum orðum þínum.
Kveðja að austan.
PS. Þó ég blóti á dönsku þá þýðir það ekki að ég sé ekki piss við Dani að tapa leiknum viljandi í gær.
Ómar Geirsson, 27.1.2022 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.