Hætt að rífast við raunveruleikann.

 

Enda vilja slík rifrildi tapast að lokum.

 

Leikhús fáránleikans kallaði Guðmundur landsliðsþjálfi þá gjörð að loka fullhraust fólk inná hótelherbergi og meina því að spila, bara vega þess að nútíma hátækni mælir veiru í blóði þess.

Orð að sönnu og þó Guðmundur og íslenska handboltalandsliðið búi ennþá við það leikhús, þá tók ríkisstjórn Íslands af skarið og ætlar að hætta taka þátt í leikritinu.

Hætta að lama samfélagið í nafni tilgangslausra sóttvarna.

Við að hemja veiru sem verður ekki hamin, og þjóðin er fullbólusett gegn.

 

Auðvitað mun fólk veikjast.

Það er gangur lífsins.

En varnirnar virka og það er aðalatriði málsins.

 

Í dag hætta menn að rífast við raunveruleikann í skólum landsins.

Á föstudaginn verður vonandi sýndarmennskan sem kennd er við samkomutakmarkanir aflögð.

Eftir standa almennar sóttvarnir, varnirnar, og úti bíður mannlífið með öllu sínum blæbrigðum, þar á meðal áhættunni.

 

Og meðal annarra orða, smitum mun fækka í skólum landsins um leið og menn hætta að leita.

Faraldurinn verður eins og hver önnur umgangspest sem gengur fljótt yfir.

Kveðja að austan.


mbl.is Þúsundir nemenda úr sóttkví í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammáala þér Ómar.

Þetta hefði þurft að ske miklu fyrr.

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.1.2022 kl. 09:35

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Heyr, heyr!

Allir að greinast, enginn lasinn. Menn hefðu kallað slíkan veirusjúkdóm "slen" og drifið sig í 12 tíma vinnudag fyrir 2 árum síðan.

Geir Ágústsson, 26.1.2022 kl. 12:38

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Eitthvað mikið er í gangi þegar við erum svo gjörsamlega sammála.

Hvort Þórólfur fatti það er svo annað mál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2022 kl. 18:04

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar

Ég er sérstaka sammála þér í fyrstu setningu þinni í pistlinum, og þá síðan allri restinni og þá sérstaklega lokaorðunum.

Hefðum við sleppt því að leita af smitum, þá hefði engin skilgreindur dauðafaraldur verðið hér á landi og þá enn síður úti í hinum stóra heimi. 

Eg veit að þú hefur talað á öðrum nótum og ég gat ekki verið þér sammála, þrátt fyrir dánartölur sem birtust í fréttamiðlum.

Árið 1988 þá kom flensuvírus til okkar og lagði 44 einstaklinga aö velli. Árið 2005 þá kom einnig íllskæð flesna til okkar og lagði af velli 27 einstaklinga.

Þessi ár var ekki blásið út fólksins dánarfjöldi látinna vegna flensunar, og á þessum árum var fólk ekki skimað og tekið af þeim frelsið.

Og það er rétt hjá þér að varninrnar virkuðu, þ.e. ónæmisikerfi hvers og eins.

Fáranleikinn sem Guðmunudur hefur upplifað á eigin skinni, hefur þó haft jákvæðar afleiðingar fyrir okkur íslendinga.

Þessi fáránleiki hefur skapað nýtt íslenskt handboltalandslið og sýnt okkur smá sýn inn í framtíðina. Framtíð er varðar okkar handboltahetjur í keppni við þá bestu.

Eggert Guðmundsson, 26.1.2022 kl. 18:33

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Takk fyrir innlitið, en til að fyrirbyggja allan misskilning þá eru þær varnir sem ég vísa í almenn bólusetning.

Um það þarf ekki að rífast, án þeirra féllu margir, langum fleiri en í nokkrum flensu faraldri.

En eftir þær, og miðað við alvarleik omikron afbrigðisins, þá er varla hægt að tala um umgangspest.

Klikkun sóttvarnayfirvalda er að viðurkenna ekki þá staðreynd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2022 kl. 18:38

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar

Það hefur verið ítrekað að bólusetningar hafi bjargað miklu og komið í veg fyrir mörg dauðsföll.

Ég er hvorki sammála né ósammála, en þegar litið er til fjölda tilkinninga (yfir 6000) til Lyfjastofnunar Íslands um aukaverkanir og þar séu líklega yfir 30 dauðsföll í kjölfar bólusetningar, þá gef ég mér rétt til að efast aðeins um hjálp bólusetningarnar.

Mögulega hef ég rangt fyrir mér, en mér fynnst rétt að efast.

Eggert Guðmundsson, 26.1.2022 kl. 19:00

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Það er svo sem sök sér hvaða rök þú færir fyrir efa þínum, svona á meðan þú kennir tilraunum með kóvidbóluefnum ekki um mannfallið í Auschwitz eða trúir því að það hafi sést til Bill Gates með sprautu á dögum Svarta Dauða.  Því málið og meinið er Eggert að þegar maður kýs að yfirgefa svið rökhugsunar og þekkingar, þá eru þannig séð engin takmörk á hverju maður trúir því ímyndaraflið þekkir engar skorður.

Tilkynningar eru eitt, raunveruleikinn er annað eins og til dæmis fyrrum íbúar Austur Þýskalands sem voru tilkynntir til Stasi vita.

Hins vegar er mér stundum spurn Eggert hvernig fólk sem þiggur þjónustu nútímalæknavísinda, með öllum sínum kostum og ekki síður göllum, hvernig það ákveður allt í einu að menn þar innanborðs viti ekki alltí einu hvað þeir segja í tilteknu máli, eða þeir ljúgi kinnroðalaust að almenningi.

Læknarnir segja okkur að baki tilkynningu sé grunsemd um tengsl, grunsemd sem síðan er rannsökuð, og þær grunsemdir hafa verið rannsakaðar ítarlega í mörgum löndum, til dæmis hér á Íslandi en þau tilvik þar sem grunur lá um ótímabæran dauða vegna hjartavöðvabólgu voru rannsökuð af hópi sérfræðinga, og niðurstöðurnar eru nokkurn veginn á pari við frumniðurstöður lyfjafyrirtækjanna sem framleiða bóluefnin.

Að baki rannsóknunum býr þekking viðkomandi sérfræðinga, þeir skoða sjúkraskýrslur, meta tölfræðina eftir bólusetningar við tölfræðina fyrir bólusetningu og svo framvegis.  Fólk dó fyrir kóvid úr ýmsum sjúkdómum, fólk á öllum aldri.  Að kenna bólusetningum um þau andlát Eggert jarðar við vitglöp, maður veit kannski ekki betur því maður veit ekki allt, en þegar sérfræðingar útskýra hlutina, segja frá tíðni til dæmis alvarlegra hjartaáfalla hjá ungu fólki, þá rífst maður ekki við þá með þeim rökum að þeir séu undir hælnum á Bill Gates eða eitthvað annað sem fóðrar afneitun fólks á raunveruleikanum.

En burt séð frá því þá fékk raunveruleikinn að skera úr um þessa deilu, það fór saman í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna að fólk leyfði sér að efast um gildi bólusetninga og að yfirvöld viðkomandi ríkja slökuðu of snemma á sóttvörnum, að þá féllu tugþúsundir óbólusettra einstaklinga, flestir yngri en 60, þegar tala náði 160.000 þá var opna tilkynningargáttin þar vestra með skráð innan við 10.000 dauðsföll tengdan bólusetningu frá öllu landinu.  Rannsóknir hafa sýnt að aðeins brotabrot af þessum tilkynningum geta tengst áhrifum af bólusetningu, en þeir sem telja sig vita betur en þekkingin, þeir kunna flestir samt að telja, og 160.000 dauðsföll frá hluta er margfalt hærri tala en 10.000 frá öllu.

Dugi sú sönnun ekki til að slá á efann þá má nefna að þegar búið var að bólusetja fólk í áhættuhópum í Evrópu og Norður Ameríku, þá varð endaskipti á hlutfalli þess hóps versus fólk ekki í áhættuhópum, á gjörgæsludeildum.  Fór úr um 90% niður í um 10%, þeir sem komu í staðinn var fólk sem ekki var talið vera í áhættuhópum, og það átti það sammerkt að vera óbólusett.

En maður kýs að trúa Eggert, þá fær svona rökræða engu breytt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.1.2022 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 589
  • Sl. sólarhring: 741
  • Sl. viku: 6173
  • Frá upphafi: 1400112

Annað

  • Innlit í dag: 534
  • Innlit sl. viku: 5298
  • Gestir í dag: 510
  • IP-tölur í dag: 501

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband