Í húsi föður míns eru mörg herbergi.

 

En vandséð er hvernig Valhöll rúmar varaþingmann sem hótar fólki með nýjum Nurnbergréttarhöldum.

 

Burtséð frá því, og burtséð frá hinum heitu tilfinningum sem kóvid bóluefni vekja uppi hjá fólki, þá stendur eftir einn alvarleiki sem snýr að heilbrigðisyfirvöldum´og það er algjör skortur á stefnumörkun um hvernig bregðast á við upplýsingaóreiðunni sem ríður röftum á samfélagsmiðlum, og leitar inní opinbera fjölmiðla án þess að sjáanlegt sé að við henni sé brugðist.

Það má vel vera að upplýsingafundir hefðu dugað á árum áður þegar aðgengi fólks að upplýsingum lá í gegnum fjölmiðla, þar sem ríkisfjölmiðlarnir nutu mest trausts, en það var á síðustu öld, og í dag er árið 2021.

Ef maður að nafni Kári Stefánsson væri ekki bæði málglaður og rökfastur, þá væri margt ruglið fljótandi í umræðunni sem hann náði að sökkva með viðtölum, pistlum á feisbók eða blaðagreinum, á meðan Þórólfur beið á hliðarlínunni eftir því að einhver biði honum í Kastljós.

 

Svo við víkjum að bólusetningu barna þá hafa birst greinar í blöðum eftir lækna, sem mæla gegn þeim, með ágætis rökum þannig séð, vísa til dæmis í varúðarsjónarmið í nokkrum nágrannalöndum okkar, og þessum greinum er ekki svarað.

Af hverju að bólusetja??.

Hvað er rétt og hvað er rangt í umræðunni??

 

Síðan má til dæmis spyrja sig af hverju sóttvarnaryfirvöld sendu ekki inn forlega kvörtun til fréttastofu Ruv þegar Jóhanna Vigdís þaggaði niður í Ingileif Jónsdóttur prófessor þegar hún var að vísa í rannsóknir um áhættuna af bólusetningum versus áhættuna að fá sömu sjúkdóma af völdum kórónuveirunnar.

Hvað var mikilvægara í fréttum þann dag en að upplýsa þjóðina á þessum krossgötum bólusetninga, að eyða upplýsingaóreiðunni, að fá réttar upplýsingar frá fyrstu hendi frá virtasta sérfræðingi þjóðarinnar í ónæmisfræðum??

Hjá alvöru þjóðum hefur fólk verið rekið fyrir minni sakir.

 

Ingileif vitnaði í rannsóknir bóluefnaframleiðanda, að hættan á til dæmis á hjartabólgu hjá börnum og unglingum væri vart mælanleg, og að reynslan frá bólusetningum styddi þau gögn.

Mbl.is tók viðtal við Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard háskóla þar sem hann varaði við bólusetningum barna.  Í því viðtali vitnaði Jón í rannsókn sem birtist í Nature Medic­ine þar sem hættan af að fá hjartavöðvabólgu eftir bólusetningu var metin.  ´Burt séð frá því hvernig Jón Ívar leggur út frá þeirri rannsókn þá má lesa þetta í niðurstöðum hennar; " The risks are more evenly balanced in younger persons aged up to 40 years, where we estimated the excess in myocarditis events following SARS-CoV-2 infection to be 10 per million with the excess following a second dose of mRNA-1273 vaccine being 15 per million. Further research is required to understand why the risk of myocarditis seems to be higher following mRNA-1273 vaccine. " Og seinna má lesa þetta; "By contrast, SARS-CoV-2 infection was associated with a substantial increase in the risk of hospitalization or death from myocarditis, pericarditis and cardiac arrhythmia (Aftur á móti tengdist SARS-CoV-2 sýking verulega aukinni hættu á sjúkrahúsvist eða dauða vegna hjartavöðvabólgu, gollurshúss og hjartsláttartruflana)".

Tíu til 15 tilvik af milljón er ekki ástæða til að vara við bólusetningum ungra karla, sérstaklega þar sem flest tilvikin eru væg og lagast við hefðbundna meðferð, og eins og Ingileif benti á og rannsakendurnir í Nature Medicine nefna, hættan af kóvid sýkingu varðandi hjartabólgu er margfalt meiri, allt að 40 falt fyrir ungt fólk minnir mig að Ingileif hafi sagt þegar Jóhanna Vigdís þaggaði niður í henni.

Þar að auki hefur Delta afbrigði kórónuveirunnar stráfellt yngra fólk, óbólusett, í þeim samanburði er hættan af vægri hjartabólgu ekki stórvægilegur áhættuþáttur.

 

Þegar tímaritið Forbes birti frétt um að 160.000 óbólusettra Bandaríkjamanna hefðu dáið frá því í júníbyrjun 2021 til 1. desember sama ár, af um 180.000 sem dóu úr kóvid á tímabilinu, þá var líka sagt frá hve algeng kóvid dauðsföll væru af heildardauðsföllum í einstaka aldurshópum í nóvember síðastliðnum.

Þó bylgjan væri undir stjórn í flestum ríkjum Bandaríkjanna, og flest dauðsföll á þeim svæðum þar sem tortryggni gagnvart bólusetningum var útbreidd, þá voru kóvid þriðja algengasta dánarorsökin á eftir hjartaáföllum og krabbameini.

En algengasta dánarorsökin í aldurshópum 45-54 ára og næst algengasta í aldurshópnum 25-44 ára.

Börn og unglingar sluppu betur en samt var kóvid í sjöunda sæti hjá börnum 1-4 ára, sjötta hjá aldurshópnum 5-14 ára og sú fjórða hjá 15-24 ára.

 

Svo ég ítreka að það var enginn faraldur í gangi, smit per 100.000 íbúa í lægri kantinum miðað við fyrstu og aðra bylgju, og bylgjan var í rénum í ríkjum eins og Flórída og Texas, þar sem þriðja bylgjan var mjög öflug síðla sumars og um haustið.

Hvernig skyldi þetta hlutfall hafa verið faraldurinn hafi verið útbreiddur og bólusetningar áhættuhópa hefðu ekki verið eins almennar og þær voru??

 

Vissulega er það rétt að það veit enginn um langtímaáhrif þessara nýju bóluefna, og margir mætir sérfræðingar hafa lýst yfir ótta að þau geti espað upp ónæmiskerfið og valdið ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum í framtíðinni.

Það er hins vegar mikið vitað um tíðni aukaverkana í dag, og þær er margfalt minni en alvarleiki kóvid sýkinga, líka hjá hinu vægari omikron afbrigði.

Og yngra fólk er að deyja úr kóvid, að halda öðru fram er fölsun á staðreyndum.

Sérstaklega hefur Delta afbrigðið reynst skeinuhætt.

 

Þegar ég sló inn leitarorðin, börn og spítalainnlögn, reyndar á útlensku, þá fékk ég upp nokkrar greinar um þá mögnun sem hefur orðið á fjölda innlagna barna vegna kóvid í Bandaríkjunum.

Í einni greininni var spurt, hvað segja sérfræðingarnir sem eru að glíma við afleiðingar kóvidsýkingar í börnum, og ég ætla að enda þennan pistil á tilvitnun í einn sérfræðing vestra;

"The spike in hospitalizations frustrates pediatric infectious disease doctors on the front lines treating children sick with the coronavirus.

"It seems like people have tried to downplay the significance of the disease in children," said Dr. Mark Kline, the physician-in-chief at Childrens Hospital New Orleans. "We have spent two years rebutting myths pertaining to Covid and children, that it is "harmless" for children. Itis not."

As of Monday, Kline said, 14 children were sick enough with Covid-19 to be hospitalized at his facility, and three were in the intensive care unit. The three children are under age 2. The youngest is just 8 weeks old. ".

 

 

Gúgli frændi veit þetta, og ef maður hlustar nógu oft á Þórólf þá veit maður eitthvað um þetta.

En að upplýsingum sé haldið til haga, vísað í nýjustu rannsóknir, vísað í afhjúpanir (fakttékk) á fölskum fullyrðingum ýmissa manna sem ættu að vita betur, svo fólk geti vegi og metið, það vantar algjörlega slíka gátt hér á Íslandi.

Á meðan getur fólk haft réttmætar áhyggjur, því sjónarmiðin eru mörg og varnaðarorðin koma víða að.

 

Sumir geta meir að segja haft það miklar áhyggjur að þeir telji ástæðu að skrifa svona bréf sem er tilefni þeirrar fréttar sem ég pistla við, og skýrir fyrirsögn þessa pistils.

Það má meir að segja að það sé borgarleg skylda að bregðast við ef menn telja stórslys í uppsiglingu.

 

Þess vegna vona ég að heilbrigðisyfirvöld svari þessu bréfi.

Svarið verði málefnalegt.

Upplýsandi.

Hafi einhvern tímann verið þörf á slíku, þá er það núna.

 

Það er sagt að staðreyndir tali sínu máli.

En þær þiggja hjálpina.

Kveðja að austan.


mbl.is „Óþægilegt“ bréf um bólusetningu barst skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Google er ritstýrt og það er nokkrir dagar síðan CDC í USA viðurkenndi að flest börnin voru með covid en ekki lögð inn vegna covid.

You know, most kids being treated in the ER end up being released rather than admitted to the hospital, Dr. Bell told me. And something many parents know or will remember from when their kids were very young is that young children, when they get a respiratory virus, can get very sick very quickly. If they're congested, it can be hard to breathe, hard to eat. They can get - they can wheeze. They can cough. So often in the ER, they're doing things like administering IV fluids, giving breathing treatments.

https://www.npr.org/2022/01/04/1070338010/the-number-of-kids-being-admitted-to-hospitals-for-covid-continues-to-rise?t=1641680882214

Líka séð hér að dánarhlutfall barna nær ekki 0,27%

https://www.aap.org/en/pages/2019-novel-coronavirus-covid-19-infections/children-and-covid-19-state-level-data-report/

Annars sammála að allir eiga að vera vel upplýstir en það færðu ekki frá Þórólfi.

Rúnar Már Bragason, 8.1.2022 kl. 22:35

2 identicon

Þetta getur nú varla kallast hótun í ljósi þess að maðurinn hefur engin völd til að koma á slíkum réttarhöldum.
Á hinn bóginn getur þetta verið ágætis áminning um að yfirvöld fari ekki offari í valdbeitingu og að þeir sem famkvæma ákvarðanir yfirvalda gæti meðalhósf.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 09:49

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Alltaf finnst mér það jafn broslegt þegar menn afgreiða greinar eða fréttir sem Gúgli frændi færir manni af auglýsingastýrðu örlæti sínu, að ef þeir eiga ekki rökin á móti, þá segja þeir að Gúgli frændi sé ritstýrður, sem er auðvitað náttúrulega rétt, hann er forritaður algóritmi ætlaður að skila tekjum í bú, en sá algóritmi hefur ekkert með það efni sem dúkkar upp.  Það lýtur sínum forsendum.

Efni þessa pistils verður hvorki betra eða verra þó þú sláir fyrirsögn hans inní leitarvél Gúgla frænda, og fáir hann fyrstan upp af þeim tilvísunum sem fjalla um hin mörgu herbergi í húsum föður míns, til dæmis ef þú kæmir með þá athugasemd að þetta væri nú meira ruglið því fyrsta nafnið sem dúkkar uppí athugasemdarkerfinu sé nafn á þekktum útbreiðara samsæriskenningar úr myrkustu skúmaskotum hins heimska hægris þar sem sérstakur átrúnaður ríkir á þeim hroðalega skemli sem kallar sig Trump, en er í raun eðla af framandi geimverutegund sem kallast Scorpion (vona að ég muni þetta rétt) og mátti lesa um í teiknimyndasögum um Gordan Flash í Tímanum í gamla daga.

Þetta kallast að skjóta sig í fótinn Rúnar og fær flest vitiborið fólk til að hugsa að þarna er einhver dubíus á ferðinni.

Og hvað þig varðar hér að ofan var þetta algjör óþarfi, andmæli þín eru góð og gild og má alveg ræða, án þess að þú haldir því fram að dr. Mark Kline sé á vegum Gúgla frænda sem á svo að vera í vasanum á öðru voðamenni, Bill Gate, en hvort þið teljið hann vera græna eðlu skal ég ósagt látið.

Ég linkaði ekki á fréttina hjá NBC en þar má lesa á undan tilvitnaðri klausu minni hér að þessi orð; "Some of those children were found to be Covid-positive through routine testing if they had to be hospitalized for other, unrelated issues. But many have been hospitalized specifically because of complications from Covid-19.".  Og það er rétt að á þetta bendir Bandaríska sóttvarnarstofnunin þó það sé bjánalegt að orða þá staðreynd á þann hátt að hún hafi á ákveðnum tímapunkti viðurkennt einhverjar staðreyndir.

Þannig vinna ekki faglegar stofnanir sem hafa það hlutverk að halda utan um upplýsingar og greina þær.  Það að mörg börn sem leggjast inná spítala af öðrum orsökum en eru greind með kóvid segir til um leynda útbreiðslu veirunnar, en í því samhengi vita menn að veiran er hættulegri þeim sem eru með aðra undirliggjandi sjúkdóma.  Í greinum Forbes er til dæmis bent á að bólusetningar verja um 90% af þeim sem fá þær, en þar sem þær duga ekki er yfirleitt undirliggjandi sjúkdómar, og það fleiri en einn.  Nenni ekki að ná í klausuna svona tiltölulega nývaknaður, en las hana síðast i gær þegar ég velti fyrir mér þeim heimildum sem Arnar vísaði í.  Eins má vitna í þýsku rannsóknina sem Guðmundur Karl vitnaði í, í Þýskalandi dóu vissulega börn úr kóvid, en þau voru ekki sögð heilbrigð fyrir.

En væri kóvidið sem slíkt aðeins að bögga börn með undirliggjandi sjúkdóm, ættu menn ekki að merkja fjölgun á innlögnum, en eins og ég feitletraði í tilvitnun minni þá er mikil fjölgun á börnum sem leggjast inn eingöngu vegna kóvid einkenna og barnaspítalar þar vestra eru að yfirfyllast, en slíkt gerist ekki nema eitthvað tilfallandi komi uppá sem skýrir umframálag.  Í þessu tilviki er það kóvid og mér er hulið hvað rekur þig til að afneita þeirri staðreynd eða reyna að gera hana tortryggilega.  Og fyrst þú vitnar í tölfræði CDC, þá ættir þú að vita að núna í janúar tjáði stofnunin aðvörunarorð vegna omikron afbrigðisins, það afbrigði virðist leggjast óvenju hart á yngstu börnin, frá 0-4 ára, eitthvað sem þekkist í skæðum flensum (kínaflensum), en virtist ekki vera tilfellið með fyrri afbrigði kórónuveirunnar.

Síðan vil ég biðja þig að lesa yfir þessi orð þín Rúnar; "Líka séð hér að dánarhlutfall barna nær ekki 0,27%".  Er það eitthvað skárra ef það er 0,267%??, en það er útidúr.  Kjarninn er sá að það er til staðar en það er mjög erfitt að meta það nema faraldurinn fái að ganga yfir óáreittur.  Það er svo misjafnt milli landa hvernig til tekist hefur að vernda börn í viðkvæmri stöðu, og þumalputtareglan er að ef það hefur tekist vel, þá ræður heilbrigðiskerfið við að bjarga þeim sem veikjast illa.  Oftast er þá meðferðin við kóvid hluti af annarri meðferð vegna undirliggjandi sjúkdóms.  Þetta eru jú rök Þórólfs og Þórólfa þessa heims um að hemja farsóttina svo spítalarnir geti hjálpað þeim sem hægt er að hjálpa.  Í óheftri farsótt veikjast þær varnir og margir deyja sem hefðu getað lifað.

Hve stórt það hlutfall veit enginn, en það er alltaf rök úr ranni heimskunnar að vitna í tölur sem eru afleiðingar sóttvarna og útleggja þær á faraldurinn almennt.  Í því samhengi má ekki gleyma að næstum allar drepsóttir fortíðar eru auðlæknanlegar í dag.

En Rúnar, þú viðurkennir dánarhlutfallið, en lestu yfir bréf Arnars.  Því miður fellur hann í þann fúla pytt að gera það ekki.

Það er hans Akkilesarhæll og því miður það stór að jafnvel frásagnir af risum fortíðar, til dæmis í biblíunni, segja ekki frá risum sem hafa nógu stóran hæl til að rúma þennan tiltekna Akkilesarhæl.

En lokaorð þín staðfesta orð mín um upplýsingaóreiðu, og þörfina að takast á við hana.

Þórólfur fer rétt með staðreyndir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2022 kl. 11:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Orð þín minna mig orð löggunnar sem birtist ekki í myndinni um Guðföðurinn, sem horfði á afskorinn hesthausinn í rúminu, og sagði; Ha er þetta hótun, ég sé bara hesthaus.

Ég skil alveg rökfærslu Arnars, hef lesið hana áður, en flestir spá ekkert í hin dýpri rök, þeir lesa orðanna hljóðan og skilja þau sem hótun.

Og trúðu mér, almenningur,hinn venjulegi maður er búinn að fá uppí kok af orðinu "meðalhóf".

Ég hef heyrt því fleygt að síðast þegar Kata Jakobs notaði það orð í ávarpi sínu, að þá haf veitur numið marktæka aukningu á frárennsli.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2022 kl. 11:58

5 identicon

Hótunn er ekki hótun nema að sá sem hótar hafi raunhæfa möguleika til að fylgja hótun sinni eftir.
Ef ég mundi til dæmis hóta því að svifta þig ríkisborgararétti væri í raun ekki hótun.
Ég get ekki séð að lögmaðurinn knái sé að hóta neinu. Hann er einungis að benda á að að hans mati eru Ríkið að dansa á línunni varðandi reglur sem voru settar eftir Nurberg rétarhöldin

Vissulega er almenningur í vaxandi mæli orðinn þreyttur á meðalhófi.Samt sem áður eru menn fljótir að byrja að sakna þess þegar ríkið hættir að beita meðalhófi.
Lýðræði er á undanhaldi á vesturlöndum,og hefur verið það um tíma.
Á komandi árum á ástandið eftir að versna mikið í þeim efnum.
Nú búum við við vaxandi skrýlræði sem er undanfari einræðis af einhverjum toga.
Við þær aðstæður munu eldri borgarar horfa til baka og minnast með söknuði þess tíma þegar ríkið beitti meðalhófi

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 12:34

6 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ómar ef þú hefðir lesið linkanna sem ég sendi þá eru spítlarnair ekki að yfirfyllast vegna barna heldur mörg börn koma og það vantar starfsfólk. Það þýðir ekki endilega að börnin séu svo alvarlega veik vegna Covid, gæti alveg eins verið vegna einhverra annarra veikinda.

Bréf Arnars er gott af því leyti að fá umræði en vissulega má deila um aðferðina sem hann notar. Hins vegar er engum hollt að fara í felur eða væla yfir því heldur eiga að koma með rök á móti. Efnislega er Arnar aðallega að biðja um það. Hef ekki enn séð nein efnisleg rök gegn bréfinu.

Rúnar Már Bragason, 9.1.2022 kl. 16:42

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Nei ég las ekki linkana sem þú sendir á mig, ég svaraði orðum þínum efnislega, vísaði í frétt NBC sem er samhljóða ábendingum CDC, og ég get alveg peistað því aftur; "Some of those children were found to be Covid-positive through routine testing if they had to be hospitalized for other, unrelated issues. But many have been hospitalized specifically because of complications from Covid-19.".  Varðandi dánartöluna þá benti ég þér á að þær eru á reiki, fer eftir hver telur í hvaða landi, mig minnir að hún sé 0,0 hér á Íslandi.  En efnislega þá eru engar þessar tölur marktækar, því ekkert land í heiminum leyfði þessum faraldri að flæða án sóttvarna.

Ég taldi því linka þína ekki bæta neinu við umræðuna og svo er misjafnt hvert stuðið er á mér að lesa linka í ætt við Fréttin.is.  Svo las ég orð þín hér að ofan, eða réttara sagt afneitun þína, það fyrsta sem kom uppí hugann voru orð Kline hér að ofan að hann hefði eytt 2 árum í að reyna leiðrétta þá fölsku sögn að kórónuveiran væri hættulítil eða hættulaus börnum, og hugsaði hvað þér gengi til að rífast við staðreyndir Rúnar.  Varð þá ennþá meir sannfærður um að linkar þínir væru á bandarísku hliðstæðu bullsins sem kennt er við frétt hér á Íslandi. 

Í frétt NBC má lesa þetta; "The number of children hospitalized with Covid-19 is soaring nationwide, especially as the highly transmissible omicron variant of the coronavirus spreads across the country.  According to an NBC News analysis, at least nine states have reported record numbers of Covid-related pediatric hospitalizations:". Þó ég tali illa útlensku og skil hana ekki mikið betur þá veit ég ekki annað en soaring sé notað yfir eitthvað sem er í örum vexti, og record er notað yfir met.  Las fleiri linka í fyrradag á meðan ég var að íhuga þær staðhæfingar sem koma fram í bréfi Arnars, einn af þeim var ennþá opinn hér á tækjastikunni, úr frétt USNews; "Hospitalizations of U.S. children under 5 with COVID-19 have soared to unprecedented levels, a worrisome trend in youngsters too young to be vaccinated.", þetta er úr undirfyrirsögn, svo segir þetta í textanum; "Hospitalizations of U.S. children under 5 with COVID-19 soared in recent weeks to their highest level since the pandemic began, according to government data released Friday on the only age group not yet eligible for the vaccine.".

En ég ákvað samt að athuga hvað þarlend Fréttin.is hefði að segja um málið, og þá hreint út Rúnar, ertu að fíflast í mér??  Ekki að ég hafi hugmynd um hvað þetta NPR er, langar ekkert til að vita það; en "COVID hospitalizations among children have increased 97% over the last week to 575 admissions per day. Infectious disease experts talk about treating children with omicron and who is most at-risk.", og konan sem spjallað er við hækkar töluna í 672.  Og jú jú, veikindin eru mismunandi alvarleg, sem betur fer, annað færi fjöldamorð á börnum, og það vantar starfsfólk, og aðrar veirusýkingar herja, en hvað kemur það sannarlegri aukningu á kovid innlögnum barna í USA við??

Spyr sá sem ekki veit og því ákvað ég að skoða seinni linkinn, og fyrir utan að vera samtök bandarískra barnalækna en ekki Fréttina.is, þá var þetta það fyrsta sem ég las; "COVID-19 cases among US children have reached the highest case count ever reported since the start of the pandemic."  Þó afbrigðið sé vægara þá skilar það börnum á spítala, og eins og lesa má um í viðtalinu við dr. Kleine, þá eru sum alvarlega veik.

Til hvers að afneita því Rúnar??

En varðandi það að þú hafir ekki séð efnisleg rök gegn bréfi Arnars, þá læt ég það vera að þú hafir ekki lesið pistil minn, en samt kosið að tjá þig um hann. En þú hlýtur allavega hafa lesið þín eigin orð; "Líka séð hér að dánarhlutfall barna nær ekki 0,27%".

Þetta rímar ekki við að veiran sé hættulítil börnum.

Ég fór annars yfir tvær að þremur heimildum hans sem nýr að veirunni sem slíkri, gat ekki lesið úr hver Hong Kong heimildin væri, en ég fjallaði um rannsóknina sem Jón Ívar vitnaði í, hún samræmist orðum Ingileifar, hættan á hjartavöðvabólgu er nokkur tilvik af milljón, veiran mælist margfalt hættulegri hvað það varðar, fyrir utan langtímakóvid sem Bretar hafa metið að 8-10% barna og unglinga fái.

Lengdar vegna tók ég ekki með fréttina frá Reuter, fannst hún líka sorgleg heimild.  En ég get alveg gert það hér fyrir áhugafólk um lestur á löngu innslagi.  Þar segir;

"The U.S. Centers for Disease Control and Prevention said on Thursday it had received reports of eight cases of myocarditis, a type of heart inflammation, in children aged 5-11 years who received Pfizer (PFE.N) and BioNTech's COVID-19 vaccine. 

The CDC had previously said that reporting rates of myocarditis for boys aged 16 to 17 could be more than 69 cases per million second doses administered and around 40 cases per million second doses in boys aged 12-15 years old.

The agency said there had been over 7 million vaccine doses in the 5-11 age group at the time it examined the data, with 5.1 million first doses and 2 million second doses. The cases had a mild clinical course, the CDC said.".

Svo kemur reyndar fram seinna í frétt Reuters, að þetta eru tilkynnt tilvik, ekki rannsökuð um hvort tengsl séu til staðar.

Hvað segir þú Rúnar, 8 tilvik af 7 milljónum bóluefnaskammta.

Vísa annars í það sem ég benti á í pistli mínum, þrátt fyrir mjög takmarkaðan faraldur Delta afbrigðisins á landsvísu í USA í nóvember þá "var kóvid í sjöunda sæti hjá börnum 1-4 ára, sjötta hjá aldurshópnum 5-14 ára og sú fjórða hjá 15-24 ára".

Hættulaus sjúkdómur fyrir börn??!!!!??

Það var ekki gott fólk sem blekkti Arnar hvað þetta varðar.

Líklegast sama fólkið sem laug til um tíðni aukaverkana.

En hvað því gengur til er mér hins vegar óskiljanlegt Rúnar.

Ekki frekar en ég skil afneitunina á Helförinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2022 kl. 22:40

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Ég held að þessi orð þín séu dæmi um skapandi túlkun "Hótun er ekki hótun nema að sá sem hótar hafi raunhæfa möguleika til að fylgja hótun sinni eftir." og þú hafir ekki gætt meðalhófs gagnvart almennri málvenju.  Ég skal lofa þér því að ef maður er kærður fyrir að hóta nágranna sínum að skera af honum hausinn ef hann hættir að hafa ekki kveikt á útiljósi á nóttinni, sleppi hann ekki með þá hótun þó hann geti sýnt fram á að hann sé handalaus.  Svo dæmi sé tekið.

Síðan er þessi túlkun þín röng; "Hann er einungis að benda á að að hans mati eru Ríkið að dansa á línunni varðandi reglur sem voru settar eftir Nurnberg rétarhöldin", tilvitnun hans í réttavenju sem skapaðist eftir Nurnberg réttarhöldin var góðfúsleg ábending til viðtakanda, meðal annars kennara og lögreglumanna að þeir gætu ekki firrt sig seinna meir ábyrgð með tilvísan í að þeir hafi aðeins framfylgt skipunum.

Venjulegt fólk les þetta sem hótun, og finnst hún ekkert fyndin líkt og lesa má um í fréttum af viðbrögðum fólks sem fékk bréfið.

Á þetta bendi ég í fyrirsögn minni og undirsetningu hennar, að þetta bréf geti orðið bæði erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og veru Arnars í honum.

Svo færi ég mig yfir í almenna umfjöllun um bólusetningar og áhættuna af þeim versus áhættuna af sjálfri veirunni fyrir þann aldurshóp sem er tilefni bréfaskrifta Arnars, því ljóst er að bréfið er alfarið hans, restin af fólkinu sem er með Arnari í þessum samtökum hefur hvorki vit eða þekkingu til að skrifa svona skýran og rökfastan texta.

Tek bréfið svo dæmi um þörfina á miðlæga upplýsingagjöf frá heilbrigðisyfirvöldum, það er ekki nóg fyrir sérfræðinga að hrista hausinn og þykjast vita betur, ef þeir koma þekkingu sinni og upplýsingum ekki til skila á aðgengilegan hátt.

Þú kýst svo að hártoga hvort vísan Arnars í Nurnberg sé hótun eða almenn pæling um lög og reglu, ég væri svo sem ekki að pikka inn þessar línur ef ég nennti ekki að ræða það sjónarmið þitt, tel það samt hér með fullrætt af okkar hálfu, það er guðs gjöf að geta verið ósammála.  En ég hygg hins vegar að þú hafir ekki fattað ábendingu mína gagnvart pirringi fólks gagnvart orðinu "meðalhóf", það hefur ekkert með skynjun fólks á lýðræði, skrílræði eða einræði.

Fólk er einfaldlega búi að fá uppí kok á orðfæri sem það skilur ekki bofs í, þeir sem eldri eru muna alveg eftir umræðu áratug eftir áratug um lýðræði, frelsi eða annað sem menn ræddu, án þess að orðfæri lögfræðinga yfirtæki hið daglega mál umræðunnar.  Veit ekki með yngra fólk, hef það samt á tilfinningunni að tungutak þess sé allt öðruvísi, sé það á annað borð að velta þessum hlutum fyrir sér.

Allavega segir rúmlega 17 ára gamall sonurinn minn við mig reglulega, pabbi hættu að tala forníslensku svo ég skilji þig.

En inntaki þess sem þú ert að segja er ég alveg sammála, hvað svo sem er til ráða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2022 kl. 23:03

9 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég sé að við erum í raun sammála um flest.

Borgþór Jónsson, 10.1.2022 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 46
  • Sl. sólarhring: 622
  • Sl. viku: 5630
  • Frá upphafi: 1399569

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 4803
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband