Gjaldþrot núverandi sóttvarnarstefnu.

 

Blasir við öllum, spurningin er hvort allt stöðvast áður í samfélaginu áður en menn viðurkenna mistök sín.

Þá er hollt að leit á náðir sögunnar.

 

Það var einu sinni kóngur, stór uppá sig, sem móðgaðist illilega þegar hann gekk eftir fjöruborðinu og alda slettist á fínu silkiklæði hans því það flæddi að.

Í hroka sínum skipaði konungurinn þjónum sínum að ná í barefli og lemja öldurnar, með þeirri skipun að það ætti að hætta að flæða að.

Sem gefur að skilja þá virkuðu ekki þær barsmíðar, vissulega fjaraði út, ekki vegna barsmíða konungsmanna, en það flæddi að aftur.

Og aftur.

 

Ekki fylgir sögunni að konungur hafi þá hvatt út herinn sinn, hvað þá skipað bændum og búaliði að yfirgefa býli sín, taka sér barefli í hönd, og fara niður í fjöru að lemja sjóinn þar til hann léti að vilja konungs og hætt að flæða.

Því dæmisagan var aðeins um hroka og heimsku, að maðurinn teldi sig geta stjórnað náttúrunni.

Ekki þá heimsku að þrjóskast við, fórna öllu í þeirri vonlausu baráttu.

 

Íslensk heilbrigðisyfirvöld, með fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda, eru samt í þeirri stöðu að ætla sér að skrifa nýtt blað í sögu heimskunnar, að halda áfram til þrautar að rífast við staðreyndir, í stríði sem ekki er hægt að vinna.

Veiran er það bráðsmitandi að aðeins stífar samfélagslegar lokanir í 8-12 vikur geta útrýmt henni úr samfélaginu, ásamt lokun landamæra nema að undangenginni sóttkví.

Eitthvað sem við höfum reynt, vitum að virkar.

 

Allt annað er vonlaust, dauðadæmt kostnaðarsamt fálm sem engu skilar, nema síauknum kostnaði og erfiðleikumn við að reka þjóðfélagið.

Og því fyrr sem það er viðurkennt, því fyrr náum við okkur út úr þessum vanda.

 

Feisum það.

Eða leyfum veirunni að gossa.

Við erum jú fullbólusett, varin.

Kveðja að austan.


mbl.is Kvíin kostar milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Heldur betur sammála þér núna. Það liggur alveg fyrir og ætti öllum að vera ljóst og það fyrir nokkru síðan, að þær aðgerðir sem sóttvarnarlæknir hefur lagt til og stjórnvöld hafa samþykkt eru ekki að virka.  

Það er með ólíkindum að sjá,að smit mælist dag eftir dag um eða yfir 1000. Þá er bara tvennt til ráða eins og þú bendir á. Víðtækar lokanir eða hætta þessu og fara að eins og um hverj aðra umgangspest sé að ræða. Þetta fálm er bara til tjóns. 

Við erum allt téð sammála um þetta minn kæri.

Jón Magnússon, 8.1.2022 kl. 10:34

2 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Eruð þið ekki að misskilja sóttvarnalækni illilega? Hann er greinilega að reyna halda hraðanum á gossinu nógu lágu c.á. 1000 smit á dag til að allt atvinnulíf og spítali fari ekki yfirum á sama tíma. 

Sveinn Ólafsson, 8.1.2022 kl. 11:45

3 identicon

Nú er smitað fólk boðað í hrönnum í pcr próf.  Í einni halarófu og kös, smitaðir sem ósmitaðir, að boðvaldi sóttvarnalæknis.

Í grunnatriðum er ég sammála inntaki þessa pistils þíns, en mér virðist hið óvænta vera að sóttvarnalæknir og heilsugæsla, sér í lagi höfuðborgarsvæðisins, mjatli smitunum út í halarófunum og kösunum sem þau leiða fólk í.

Þá væri affarasælla að fara fremur aðra hvora leiðina sem þú nefnir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.1.2022 kl. 13:59

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Með þessu ertu að segja að bólusetningaherferðin sé mistök því sóttvanarreglur miða út frá henni. Það má ekki lækna þessa veiku með lyfum sem vitað er að virka en allt lagt í bólusetningin leysi málin.

Þú ert ekki á móti bólusetningu þannig að hvað ertu að segja?

Að loka öllu leysir aðeins vandann tímabundið eins og sýndi sig 2020.

Rúnar Már Bragason, 8.1.2022 kl. 16:38

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Vel gert Ómar..laughinglaughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.1.2022 kl. 17:00

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Fín dæmisaga en hún er nú samt bara hálf Ómar.smile

Vandi kóngsins er aðallega sá að ef ekkert breytis þegar hirðin hættir að lemja ölduna fattar hún að kóngurinn er fávís kjáni sem búinn er hafa þau að fífli í tvö ár.

Guðmundur Jónsson, 8.1.2022 kl. 20:41

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Þetta hendir án þess að ómennið Erdogan komi við sögu, og ég tek undir orð þín að þetta ætti öllum að hafa verið ljóst fyrir nokkru síðan.  Alvarlegast er kannski að þeir sem fræðin iðka, vita að bráðsmitandi veira verður ekki hamin með takmörkuðum sóttvörnum, þær seinka aðeins þeim tímapunkti sem hún springur út og verður óviðráðanleg.

Sá tímapunktur er löngu kominn og ekki verður séð að tíminn hafi verið nýttur til að þróa mótvægisaðgerðir, jú jú fréttin um Klínika barst í gær, en eftir stendur að veiran dreifist um allt, og er sjálfsagt miklu lengra komin með en menn gera sér grein fyrir, og á þá bara að loka og loka??

Loka inni fullfrískt fólk sem menn hefðu ekki getað greint með veiruna með tækni gærdagsins.

Opnir skólar!!, samt eru heilu bekkirnir sendir heim ef smit greinist hjá nemanda, aftur og aftur.

Þetta er klassískt dæmi um dilemmu sem engin leið er út úr nema að menn feisi staðreyndir, láti veiruna gossa og menn treysti á varnir, varnir sem hægt er að þróa og útfæra, eða loki öllu, eitthvað sem er ekki í umræðunni, hvorki hjá heilbrigðisyfirvöldum sem og stjórnvöldum.

Þarna tel ég að menn hafi fallið á prófinu, gálgafresturinn var illa nýttur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2022 kl. 12:14

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sveinn.

Ég legg það ekki í vana minn að misskilja, hvorki menn eða málefni, nema þá viljandi.

Atvinnulífið er að fara yfir um vegna þess að fullfrísku fólki er skipað að halda sig heima og það er ekkert sem segir að spítalarnir verði í verri stöðu þó veiran fái að ná fyrr hámarki og fjara svo út.

Það er eins og menn gleymi að við erum átaksverur, eigum auðvelt með að takast á vertíð, eitthvað sem reynir á krafta okkar og styrk, en það sem drepur okkur er síálagið, það sýgur lífsþróttinn, hvað spítalann varðar, auknar fjarvistar, veikindi, kulnun, fólk þarf að velja á milli þess að hætta eða brenna út.

Varnir nútímans gegn veirusmiti eru margvíslegar, við vitum hvernig þær smita, við vitum hvernig hægt er að bregðast við.  Að loka á, einangra er tækni þess tíma þegar varnir voru máttlitlar, sem og menn vissu ekki almennilega hvernig smit bærist á milli.

Veikt fólk er heima, frískt fólk í vinnunni, algjört aukaatriði hvort það geti borið veiruna á milli sín.  Ef við ætlum að vera örugg hvað það varðar, þá lokum við spítölunum því einkennalaust fólk, sem enginn veit um að ber með sér veiruna, er alltaf á ferðinni, jafnt í hópi sjúklinga sem og starfsfólks.

Smit berast á milli, hvort sem við drögum faraldurinn vísvitandi á langinn, eða við látum hann ganga fljótt yfir.  Það sem við höfum í dag, en höfðum ekki áður, er bólusetning sem virkar gegn alvarleik sjúkdómsins, aukin þekking á lækningu hans, aukin þekking um hvernig við getum lifað með honum.

En útslagið er að þetta afbrigði er bráðsmitandi, mjög erfitt að hemja það, en í guðslukku er það milt, mun færri verða alvarlega veikir.

Fólk mun vissulega deyja, það er gangur lífsins þegar pestir eru annarsvegar. Það dóu margir í hinni illvígu flensu 2016, samt var ekki talað um sóttkví eða einangrun fullhraustra, fjötrar sóttvarna er líka ógn við lýðheilsu þjóðarinnar, ekki bara efnahag.

En veistu Sveinn, mín tilfinning er að það munu fleiri falla ef farsóttin er látin malla mánuð eftir mánuð, í stað þess að fá kúfinn og allir séu þá á tánum við að vernda viðkvæma hópa.

Þá gengur fólk í takt, skilur tilganginn.

Taktleysið er hins vegar æpandi í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2022 kl. 13:34

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Það er allavega taktleysi í skipulagningu sýnatökunnar svo ekki sé meira sagt.

En það er aukaatriði málsins hvað útbreiðslu veirunnar, þar ræður hve smitandi hún er.

Við eigum örugglega eftir að þura að slá aftur slagbröndum fyrir hurðir samfélagsins, þessi veira er rétt að byrja, farsóttir gamla heimsins og nýja heimsins miðla þeirri visku, sem algjörlega óþarfi er að rífast við.

Veiran verður vandamál þar til lækning finnst, lækning sem tekur á einhverju sameiginlegu einkenni allra hugsanlega afbrigða kóvid veirunnar. 

Hvenær það verður má guð vita, mig grunar að mannsandinn sé nálægt því að finna svör en er á meðan er, og þess vegna eigum við að aðlaga varnir okkar að raunveruleikanum, munum svo dæmisöguna um úlfinn og smalastrákinn, þetta er ekki úlfur í dag, aðeins rebbi gamli, hálftannlaus.  Sé hrópað úlfur, þá er hættan að næst þegar úlfurinn gerir sig heimkominn í sauðahjörðina, að þá mæti fáir til að hjálpa smalanum.

Þess vegna tel ég samfélagslegar lokanir eigi ekki við á þessu stigi, í raun kemur aðeins ein leið til greina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2022 kl. 13:40

10 identicon

Takk fyrir svarið, Ómar.

Sammála.  Held að það sé einmitt kjarni málsins sem þú nefnir um slævingu dómgreindarinnar með því að sóttvarnayfirvöld æpi í sífellu úlfur, úlfur, úlfut.  Þau þyrftu að nota þau varúðarorð sparlega, og einungis þegar það á við. Og þá mun ekki duga að halda stærstu útihátíðir landsins í skimunarröð halarófanna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 13:50

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Nei ég er ekki að segja það, skil eiginlega hvernig hægt er að lesa þessa pistla mína og athugasemdir, sem mér sýnist að þú gerir, og getað skautað fram hjá því að grunnforsenda mín er að bólusetningar virka, þær draga vissulega úr smitum, en koma engan veginn í veg fyrir faraldra, en þær gera það sem skiptir máli, þær hindra alvarleg veikindi.

Um það þarf ekki að deila, í Bandaríkjunum þar sem mikil andstaða við bólusetningar fór saman við yfirvöld sem afléttu sóttvörnum of snemma, að þar náði Delta afbrigðið að herja og drepa tugþúsundir óbólusettra, flesta yngri en 60.  Ef bólusetningar hefðu ekki virkað, og sóttvarnir aflagðar, þá hefðu hundruð þúsunda fallið vegna Delta afbrigðisins á sama tíma, að megninu til fólk í áhættuhópum, það er eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Bólusettir voru um 10% af mannfallinu (182.000 skráð tilvik frá 01.06-30.11), flestir áttu það sammerkt að vera með allavega 2 af þeim áhættuþáttum sem taldir eru skipta sköpum um áhættu fólks.  Það að 160.000 hafi fallið að óþörfu vegna þess að þeir létu ekki bólusetja sig, segir tvennt; annað um ábyrgð þeirra sem dreifa fölskum upplýsingum og bera út bábiljur, hitt hve Delta afbrigðið var skætt, og mannfall af völdum  veirunnar hefði náð áður óþekktum hæðum í nútímasögu mannsins.

Því áhættan er jú mest hjá áhættuhópum, ekki því fólki sem veiran felldi, yngra fólki með enga þekkta undirliggjandi sjúkdóma.

Síðan Rúnar, þegar slokknar í húsi vegna þess að slökkviliðið kom á staðinn, og slökkti eldinn, er þá rökrétt að segja að næst þegar kviknar í húsi, að þá þurfi ekki að kalla á slökkviliðið, það muni hvort sem er slokkna í því með vísan í að það hafi einmitt gerst síðast þegar slökkviliðið kom á staðinn.

Veiran fjaraði út sumarið 2020 vegna þess að sóttvarnir komu smitstuðli niður í núllið, þar var hún ekki spurð ráða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2022 kl. 14:09

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Gaman að geta glatt þig endrum og eins í þessu hundsbiti öllu saman.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2022 kl. 14:11

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Þessi viðbót var ekki í þeirri útgáfu sem ég las, og hef ég reyndar lesið þær margar.

En maður skyldi ætla það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2022 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 330
  • Sl. sólarhring: 713
  • Sl. viku: 5914
  • Frá upphafi: 1399853

Annað

  • Innlit í dag: 295
  • Innlit sl. viku: 5059
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 286

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband