6.1.2022 | 22:59
Hina óendanlega heimsku þarf að stöðva.
Við fáum fréttir frá Frakklandi þar sem forseti landsins notar þarlent orð yfir ekki svo skynsamt fólk, til að ögra þeim hluta þjóðarinnar sem heldur restinni, hinum stóra meirihluta í gíslingu.
Orð hans vöktu hörð viðbrögð. lýðræði nútímans er óvant því að tæpitungan sé notuð.
Rúv birti fréttainnskot frá vörn talsmanns forsetans, sem benti á þá einföldu staðreynd að fólkið sem afneitar alvarleik veirunnar, eða trúir upplýsingaróreiðunni um að bólusetningar séu í núinu hættulegri en sjálf veiran, og hann benti á þá augljósu staðreynd að frjáls ákvörðun þess, það er hinna óbólusettu, væri að sjúga lífsþróttinn úr heilbrigðiskerfinu.
Eitthvað svo augljóst, staðreynd sem þarf ekki að rífast við.
En þessi sama forheimska er undirstaða þessa spálíkans frá Landspítalanum.
Að fjöldi óbólusettra á gjörgæslu fari úr 9 af 10, í 27 af 30.
Sem á að réttlæta viðvarandi samfélagslegar lokanir, að allt eðlilegt mannlíf sé fryst, vegna afbrigðis kóvid veirunnar sem í versta falli veldur kvefeinkennum hjá bólusettu fólki.
Þetta er eins og við eigum að stöðva alla umferð vegna þess að heimskt fólk kasti sér fyrir umferð bíla eftir að hafa séð slíka áskorun á Tik Tok.
Staðreyndir liggja fyrir.
Omikron afbrigði kóvid veirunnar ógnar ekki bólusettu fólki.
Þorri þjóðarinnar mun ekki leggjast inná gjörgæslu vegna hennar.
Samt á allt að vera í höftum.
Samt er kynnt undir ofsahræðslu meðal þjóðarinnar.
Fólk bendir hvort á annað og spyr; Ert þú smitaður??
Eins og það fatti ekki að sá sem bendir getur verið einkennalaus smitberi, og það þurfi virkilega að leita í minni sínu að leita að kvefi sem gerði það jafn illa veikt og smit omikron veirunnar er hjá bólusettum.
Uppskeran er múgæsing.
Grunsemdaraugu er augntillitið sem fólk beinir að næsta manni.
Sem reyndar er bólusettur.
Faraldurinn er enginn.
Aðeins hræðsluáróðurinn að vísa í það prómil sem kaus að þiggja ekki bólusetningu.
Munurinn á okkur og Frökkum er kannski sá, að þar talar forsetinn mannmál.
Hér er aðeins mjálmað.
Það er þegar hlustað er á ráðafólk þjóðarinnar, því miður kunna fleiri að mjálma en Guðni forseti.
Sjúkleikinn er valdabaráttan, kjarabaráttan sem lesa má um í þessari frétt.
Örprómil hinna óbólusetta veldur uppnámi, jafnvel neyðarástandi á Landsspítalanum.
Og hjúkrunarfræðingar vilja hærri grunnlaun, svo þeir standi hinar tvöföldu vaktir kórónuálagsins.
Neyðin er ekki stærri en það að hún er liður í kjarabaráttu.
Læknar eru ofurlaunastétt.
Við viljum það líka segja hjúkrunarfræðingar.
Og hinir óbólusettu eru vopn þeirra, án þeirra væri lítið að gera, en tvöföldun launa vegna álags af þeirra völdum, er ekki nóg.
Ekki nóg.
Ekki nóg sögðu fjármálasnillingar útrásarhagkerfisins.
Ekki nóg, ekki nóg.
Einhvern veginn finnst mér að við séum á rangri leið í dag.
Alveg eins og mér fannst og finnst að almennur hagvöxtur eigi ekki að vera röksemd til að hækka laun æðstu stjórnenda fjármálafyrirtækja, sem og annarra fyrirtækja.
Hvað þá þegar fjármálagambl sé röksemd fyrir ofurbónusum, ofurlaunum eða öðru sem engin forsenda er fyrir miðað við vöxt og grósku hins almanna efnahagskerfis.
Svo kom veiran.
Svo kom bólusetning.
Sem virkar, um það er ekki deilt.
Samt hlustum við á sönginn, ekki nóg, ekki nóg.
Og við trúum honum.
Eins og við vitum ekki að Ekki nóg er aldrei nóg.
Jafnvel heimsfaraldur fær því ekki breytt.
Veiran ógnar okkur ekki.
Landsspítalinn er undirfjármagnaður.
Afleiðingin er starfsumhverfi sem fælir fólk frá störfum.
Samt á allt að vera í hershöndum.
Þjóðfélagið lamað vegna sóttkvíar eða einangrun fólks sem getur ekki rifjað upp meint veikindi sín þó því væri borgað fyrir það.
Flöskuhálsinn er Landsspítalinn, sem hefur sogið til sín allt fjármagn niðurskurðar frjálshyggju undanfarinna ára, niðurskurðar og miðstýringar sem Steingrímur Joð Sigfússon tók að sér í þágu erlendra hrægamma, skorinn inn að beini ræður hann ekki við álag meðal ára, aukning þar um er neyðarástand.
Eitthvað sem gengur ekki upp á tímum heimsfaraldurs.
Og reyndar gengur aldrei upp, því að baki meðaltali er eitthvað óvænt sem reynir á kerfi sem er hannað til að sinna ekki toppum eða álagi.
En guð minn góður, er það skýring þess að meinlaust kvef megi ekki ganga yfir þjóðfélagið án þess að fólk sé tekið í gíslingu, að ótti sé látinn stjórna daglegum samskiptum fólks, að starfsemi fyrirtækja hökti, og ef heimskan nær að bólgna út, að það sem hökti stöðvist vegna sóttkvíar eða einangrun starfsfólks.
Einkennalaust, eða í besta falli kvefað.
Og lúðrablásarar heimskunnar er krafan um aukið fjármagn í botnlaust hít miðstýringar Landsspítalans, eða rökin um hjúkrunarfólk sem segist vera þreytt eða jafnvel útbrunnið vegna álags, finni samt ekki til þreytu eða kulnunareinkenna ef það fái aðeins sömu laun og ofurlaunastétt lækna.
Þetta er eitthvað svo sjúkt.
Og sýkin er ekki vírus sem kenndur er við kórónu.
Hvað þá að blóraböggullinn sé fólkið sem tók þá meðvituðu frjálsu ákvörðun að láta ekki bólusetja sig.
Vísindin gáfu okkur lausn sem við köllum bólusetningu.
Lausn sem virkar.
Sem þýðir að veiran er ekki lengur skálkaskjól.
Ekki lengur skálkaskjól þess að þjóðin sé í höftum á meðan hagsmunaöfl nýta hana sem tæki í þágu markmiða sinna.
Og í þágu hafta og hagsmuna er heimskan aldrei rök.
Þjóðin lét bólusetja sig.
Hún á því að uppskera afnám hafta, sóttkvía og einangrunar.
Aðeins annarlegir hagsmunir mæla gegn því.
Kveðja að austan.
Búast við hátt í 30 sjúklingum á gjörgæslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 1412826
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.