Heimskunni þarf að linna.

 

Þjóðin er í fangelsi.

 

Á annað tug þúsunda fólks, ekkert eða í besta falli smávægilega veikt, er í sóttkví eða einangrun, starfsemi fyrirtækja raskast, þjónusta er ekki veitt, ráðist er að eðlilegu lífi barna okkar.

Og af hverju??

 

Farsóttarnefnd Landspítalans svarar þessari spurningu með ákalli sínu.

"Far­sótta­nefnd og viðbragðsstjórn Land­spít­al­ans hafa þung­ar áhyggj­ur af þeim hópi fólks sem ekki hef­ur látið bólu­setja sig. Þau segja að töl­ur um fjölda inn­lagna og al­var­legra veik­inda meðal fólks í þess­um hópi tali sínu máli.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu, að frá upp­hafi fjórðu bylgju í sum­ar hafi 43% inn­lagna (110 ein­stak­ling­ar) verið úr hópi óbólu­settra sem telji um 27 þúsund manns á meðan 54% inn­lagna (140 ein­stak­ling­ar) hafi komið úr hópi full­bólu­settra sem eru nær 300 þúsund. Nú sé svo komið að 5 af 6 sjúk­ling­um á gjör­gæslu séu óbólu­sett­ir.

„Starfs­fólk Land­spít­ala biðlar til þeirra sem valið hafa að láta ekki bólu­setja sig að end­ur­skoða þá ákvörðun hið fyrsta; þeirra vegna, spít­al­ans vegna og í þágu sam­fé­lags­ins alls,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. ".

 

Og ég spyr bara, hversu heimskt getur fólk í ábyrgðarstöðu eiginleg orðið??

Á allt að vera í hershöndum í þjóðfélaginu vegna einstaklinga sem tóku þá meðvitaða ákvörðun að láta ekki bólusetja sig, þegar bólusetning var í boði fyrir alla og kostir og gallar bólusetninga lágu fyrir.

 

Að láta ekki bólusetja sig er meðvituð ákvörðun, byggð á mati og lífsskoðunum fólks.

Að restin af þjóðfélaginu er í spennutreyju vegna þessarar meðvitaðar ákvörðunar er út yfir öll mörk skynseminnar.

Ef Landsspítalinn finnur fyrir álagi sem hann ræður ekki við, þá lokar hann einfaldlega á þetta fólk, það á að axla ábyrgð á ákvörðun sinni, ekki aðrir.

 

Ekki heilbrigðisstarfsfólk.

Ekki sá stóri hluti þjóðarinnar sem tók þá meðvituðu frjálsu ákvörðun að þiggja bólusetningu eftir að hún var í boði.

 

Hvað er eiginlega að fólki sem réttlætir sóttvarnir á tímum bólusetningar og meinlausrar kvefpestar, með vísan í eitthvað miniprómil sem kaus að fara aðra leið??

Sökin liggur ekki hjá hinum óbólusettu eða fólkinu sem dag og nótt hefur barist gegn sóttvörnum til að tryggja ótímabæran dauða samborgara sinna.

Það er eins og það er, en að kóa með, er á ábyrgð þeirra sem láta svona út úr sér.

 

Vandinn er sem sagt í raun enginn.

Af hverju þá þetta fangelsi þjóðarinnar??

 

Meikar ekki sens nema eitthvað annarlegt búi að baki.

Að veiran sé kærkomið tækifæri fyrir helsi og höft.

 

Trúi því ekki.

En þá þarf heimskunni að linna.

Með því að segja hingað og ekki lengra.

 

Hættið þessari vitleysu.

Kveðja að austan.


mbl.is Óbólusettir endurskoði sína ákvörðun sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt, Ómar.

Það er ekkert eðlilegt við hið vaxandi offors, sem hér ræður nú för.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.12.2021 kl. 20:09

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hefur þú ekki veitt því athygli Ómar minn að smit meðal bólusettra eru nú komin langt fram úr smitum meðal óbólusettra? Þetta hefur verið að gerast á fáeinum dögum. Það tekur yfirleitt nokkra daga þar til veikt fólk lendir inni á spítala. Hlutfall bólusettra á spítala er þegar tekið að hækka og ég yrði ekki hissa þótt eftir viku til hálfan mánuð verði þeir orðnir yfirgnæfandi miðað við hina.

Gleðilegt ár!

Þorsteinn Siglaugsson, 30.12.2021 kl. 20:27

3 identicon

Það býr einmitt eitthvað annarlegt að baki, Ómar minn.

Veiran er einmitt notuð sem tækifæri til að koma á höftum og helsi.  Og nauðungaráskrift vestrænna ríkja á mRNA bóluefnum.  

Hafa framleiðendur þeirra komið þeim til fátækra ríkja?

Nei, því þau græða lítið sem ekkert á þeim.  Auðlindir hinna fátækari ríkja eru nú þegar veðsettar og fullnýttar af auðdrottnum.

Hvar er þá gróðann ap finna?

Jú, einmitt hjá vestrænum ríkjum.  Að koma þar öllum í áskrift, sundurnaga af græðgi og skattheimtu, undif alræðis og lénsveldisfyrirkomulagi.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.12.2021 kl. 20:53

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Nei ég hef ekki tekið eftir því, hef enga tölfræði séð þar um.  Hvað svo sem það þýðir.

Hins vegar er ljóst að þetta álag er vegna óbólusettra, um það fjallar jú sú ályktun sem ég sá ástæðu til að gagnrýna á mannamáli.

Hins vegar tel ég að það sé alveg rétt hjá þér að fjöldi bólusettra sé að aukast, bæði vegna þess að bólusetning virðist ekki stoppa útbreiðslu veirunnar, og þar liggur jú fjöldinn, svo vegna þess sem er vitað, að bólusetning er ekki fullkomin vörn gegn veikindum vegna kóvid sýkinga, omikron (besta að hætta kenna fyrirbrigði við omma) afbrigðið er mun mildara en Delta, en þar var vörnin um 90% segja bandarískir læknar og reyndar bandarísk tölfræði.

Það mun því reyna á heilbrigðiskerfið, og náttúrulega ótrúlegt hve illa þeirri fyrirsjáanlegri aukningu hefur verið mætt, en þá stendur bara eftir kjarninn, hættum þessi stríði við óbólusetta.

Það er fáránlegt að þvinga fólk í bólusetningu, óvissan sem aðeins tíminn einn veit er alltaf til staðar og fólk tekur sína upplýsta ákvörðun út frá því.

En  það er jafn fáránlegt að þeir sem taka þessa upplýstu ákvörðun teppi heilbrigðiskerfið og haldi þjóðinni í gíslingu sóttvarna sem enginn sér tilganginn í lengur, nema þá vegna þess að menn vilji smá umþóttunartíma til að vega og meta alvarleik veirunnar. 

Sá umþóttunartími hlýtur að vera liðinn, veiran hefur herjað í Evrópu hátt í 2 mánuði, og menn vita í raun allt sem menn þurfa að vita.  Að þurfa upplifa reynslu annarra á eigin skinni er í raun ekki röksemd í málinu, það væri skrýtið að allar þrautprófaðar nýungar erlendis þyrfti líka að þrautprófa hér líka. 

Hins vegar á bólusetning að standa til boða fyrir óbólusetta, hvenær sem er, og það á líka að leyfa þeim að nota þau lyf sem þeir telja virka.  Að því gefnu að fólk sé ekki platað til að taka inn óblandaðan klór, þá er fáránlegt að hafa vit fyrir fullorðnu fólki, fólk á að fá að velja þá lækningu sem það hefur trú á.  Hvort sem það er bólusetning, ormalyf, klórblöndur eða annað sem er í umræðunni.

Eina krafan á að vera að fólk axli ábyrgð á ákvörðun sinni.

Um það held ég að sé ekki hægt að deila Þorsteinn.

En við höldum samt vonandi áfram að deila á nýju ári, það er ekki hollt að vera of mikið sammála.

Áramótakveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2021 kl. 21:36

5 identicon

Smá útskýring á máli mínu:

Pfizer og Moderna, mRNA einokunarbóluefnin,eru seld u.þ.b. 8-10 sinnum dýrar en t.d. AstraZeneca, sem var sent héðan til förgunar í Afríku.

Það er ekkert eðlilegt við þetta, Ómar minn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.12.2021 kl. 21:59

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Alltaf gaman þegar við náum að verða sammála, þó forsendurnar séu kannski ekki þær sömu.

Ég hygg að tregðan við að vísa óbólusettum út á gaddinn sem þeir kusu að gista, sé vegna misskilins Hippókratesareiðsins, misskilinn bæði vegna þess læknar hins opinbera kerfis líta á óbólusetta sem börn sem þurfi að hafa vit fyrir, sem og vegna þess að menn skilja ekki afleiðingarnar, að þegar álagið á kóviddeildirnar verður of mikið, þá brennur fólk út, og þá er engum sinnt. Það er eins og menn gleymi að fólk er af holdi og blóði en ekki vírum og tölvurásum.

Ég sé ekki alveg samhengið við framleiðendur bóluefna, það er augljóst að þeirra er hagurinn að látið sé reyna á bólusetningar.  Vísa til dæmis í afglöp pólitískra yfirvalda í Flórída að opna of snemma fyrir útbreiðslu veirunnar, áður en bólusetningar náðu almennilega til þeirra sem voru fyrir utan skilgreindra áhættuhópa.  Það kostað á þriðja tug þúsunda mannslífa, óbólusettra einstaklinga á besta aldri, en fólk er ekki þrjóskara en það, að þegar það sá mannfallið í kringum sig, þá flykktust óbólusettir í bólusetningu, og þar með fjaraði faraldurinn út.

Ef allt hefði verið lokað og læst, þá hefði fólk haldið áfram að skammast út í sóttvarnaryfirvöld, en ekki séð samhengið á milli bólusetninga og afléttingu sóttvarna.

Eins megum við ekki gleyma að fólk hlýtur að spyrja sig, til hvers er ég að láta bólusetja mig, þó bólusetningin virki það vel að ég fái í versta falli kvef, þá breytir það í engu stefnu sóttvarnaryfirvalda, áfram skal loka og læsa með tilvísun í þetta örprómil óbólusettra, og þegar það reynir á sjúkdóminn, þá er talað um að forgangsraða í þágu óbólusettra því þeir eru almennt yngri og hraustari en fólk í áhættuhópum.

Ber allt að þeim brunni að bóluefnin eru ekki lausnin heldur stífar samfélagslegar lokanir.

En mér er alveg sama hvernig menn túlka þetta, núverandi stefna er út í hróa og hött, og tek undir með Jón Ívari Einarssyni að það þarf að skipta um klárinn þó í miðri á sé.  Og ég gat ekki betur heyrt en að Kári klári væri sama sinnis.

Það skyldi þó varla vera að þeir hinir fornu fjandvinir endi dús??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2021 kl. 22:43

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon aftur.

Stóra systir mín er hjúkka í heimahjúkrun, en fylgist vel með.  Hún deildi þessum tengli á feisbók;

https://www.ruv.is/frett/2021/12/29/vid-eigum-born-og-fjolskyldur-eins-og-adrir?fbclid=IwAR1sbvKymxgJ9WdBVnZjlYNymshg1HP251tp12gRWfv6_HkXI2TvppV2mjI

Þar segir meðal annars eru þessi orð höfð eftir hjúkrunarfræðingi á kóvid gjörgæslu;

"Einhvern veginn virðist þetta samt ganga að einhverju leyti, fólk mætir í sóttkví og tekur næstu vakt ef enginn kemur til að leysa það af.  Aníta segir erfitt að segja til um hversu lengi fólk haldi þetta út, hvort einhvern tímann verði einfaldlega nóg komið. "Maður hefur bara heyrt að í nágrannalöndunum hefur þurft að fækka gjörgæsluplássum vegna þess að fólk er komið í þrot. Það er að missa heilsuna því það er búið að vinna svo mikið, við vonum að það blasi ekki við okkur, maður getur ekki hugsað það til enda."

Covid-törnin sé orðin löng. "Í fyrstu bylgjunni hélt fólk að þetta yrði búið eftir nokkrar vikur, svo hefur bara komið ný og ný bylgja. Það væri mjög gott að fara að sjá fyrir endann á þessu, svona endanlega."

Ég held að það þurfi ekki að ræða þetta mál frekar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2021 kl. 23:24

8 identicon

 Þeir sem ekki vilja láta bólusetja sig eru því miður að stærstum hluta bæði heimskir og vitlausir. Nema þá  einhverjir í áhættuhópi að þola ekki bólusetningu. Það held ég þó að sé mikill minnihluti. 

Eins eru þeir sem trampa nú um gossvæðið á Reykjanesskaga bæði heimskir og vitlausir hafi þeir einhverja glóru um viðvaranir jarðvísindamanna við slíku.

En það er nú barasta svo að við sem samfélag getum ekki látið vera að bjarga þessu liði frá eigin heimsku, kæruleysi og eða fordómum. 

Þó svo að slíkt kosti dauða og djöful fyrir heilbrigðisstarfsfólk nú eða björgunaraðila.

Sumt er eifaldlega ekki hægt að gera. 

En neyðarlegt er það að þeir sem hæst hóa að láta nú ekki forræðishyggjuna ráða för eru um leið háðastir því að hún taki framfyrir hendurnar á þeim þegar í óefni er komið. 

Manntak væri það þá frekar að afþakka aðstoðina trúir sinni sannfæringu!

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 31.12.2021 kl. 00:59

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Gögnin sem þú hefur ekki séð Ómar eru hér

https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar

29. desembar var 14 daga nýgengi smita/100,000 íbúa sem hér segir:

Fullorðnir Fullbólusettir (2 sprautur)....................2719

Fullorðnir óbólusettir ( 0spreutur eða utan tímamarka)....1495

Fullorðnir örvaðir (3 sprautur)............................781

Annað sem skiptir máli að skilja er að þessi óbólusetti hópur fullorðinna er í reynd bara 20.000 hausar en er stækkaður með því að telja með þá sem ekki teljast fullsprautaðir. Jafnvel þó þeir leggist frekar ínn eru það samt bara 10 sjúklingar í dag. Og í þeim hópi veit ég að eru sjúklingar sem fengið hafa sprautur en þora ekki í fleiri vegna efrikasta af fyrri sprautu.

https://www.landspitali.is/um-landspitala/spitalinn-i-tolum/-covid-19-a-landspitala/

Guðmundur Jónsson, 31.12.2021 kl. 10:16

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Guðmundur.

Það er þá þó mun meiri ástæða að hafa ekki miklar ástæður af þessum hópi, og rökin fyrir samfélagslegum lokunum með tilvísan í þennan hóp því ekki til staðar.

Áramótakveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2021 kl. 10:38

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Ég ætla ekki að leggja nokkuð mat á af hverju fólk afþakkar bólusetningu, hygg samt að baki séu fjölbreyttar ástæður, sum snúa að heilsufari fólks (undantekningin þá frá reglunni um að fara aftast á biðlistann), önnur hafa beint með pólitískar lífsskoðanir að gera, eitthvað sem á þá rætur í anarkisma, svo er náttúrulega til fólk sem er bara á móti bólusetningum almennt.

Eins er stór hópur sem hefur látið brenglaða umræðu plata sig, hversu stór veit ég hins vegar ekki.

Sumt er ekki hægt segir þú, en það er bara svo að á neyðartímum er margt hægt.

Svo ég vísi í dæmi þitt um björgunarsveitir, þá elta þær, leita og hjálpa, en þær setja sig ekki í hættu.  Fíflin sem labba uppá hraunið eru til dæmis á eigin ábyrgð.

Það er enginn að tala um að vísa bólusettum út á gaddinn, en þeir eiga aldrei að vera skálkaskjól fyrir samfélagslegum lokunum, ekki þegar bólusetningar standa öllum til boða.  Þeir eiga eins heldur ekki að komast upp með að draga þróttinn úr heilbrigðiskerfinu, og mannauðinn eins og lesa má um í athugasemd minni hér að ofan, þannig að það hrynur þegar almenningur þarf virkilega á því að halda í næstu bylgju.  Því hún kemur aftur, það er margt sem bendir til að þetta kvikyndi sé eins og flensan, komi reglulega með ný afbrigði, sum vissulega meinlítil, en ekki öll.

Við verðum ekki örugg fyrr en einhver sameiginlegur kjarni finnst sem hægt er að skapa ónæmisviðbrögð gegn, aðeins þá munu bóluefni verða langtíma hjálp.

Svo er þetta ekki eins grimmilegt og þetta hljómar, í Flórída mátti sjá undir iljarnar á óbólusettu fólki sem hljóp í bólusetningu þegar það áttaði sig á að delta afbrigðið var að stráfella það, stærsti hlutinn af þessu fólki mun hverfa þegar það áttar sig á alvarleik mála.

En ef menn ætla ekki að forgangsraða, ekki að virða þessa sjálfstæðu ákvörðun fólks að láta ekki bólusetja sig, þá þarf að setja á neyðarlög, og skylda alla í bólusetningar, taka svona stríðsástand á þetta.

Vegna þess Bjarni, við eigum í stríði, ráðafólk okkar er bara ekki ennþá búið að fatta það.

Áramótakveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2021 kl. 10:50

12 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það má sannarlega taka undir gagnrýni  þína á stjórnvöld Ómar. Hins vegar verður að gera athugasemdir við eftirfarandi:

 

Skilja má af skrifum þínum að þeir 5 af 6 sjúklingum á gjörgæslu sem flokkaðir eru sem óbólusettir komi einungis úr hópi þeirra um 27 þúsund manna sem hafi alfarið hafnað bólusetningu.  Þett er auðvitað víðs fjarri raunveruleikanum þar sem sóttvarnaryfirvöld skilgreina þá sem ekki hafa fengið örvunarskammta sem óbólusetta, eða a.m.k. allflesta.  Um 160 þúsund manns hafa fengið örvunarskammta þannig að eftirstanda þá yfir 100 þúsund manns sem yfirvöld skilgreina sem óbólusetta í dag.

Annað sem vert er að gera athugasemd við að í upptalningu þinni afhverju fólk hafnar bólusetninu, er að þú minnist hvergi á þá augljósu megin staðreynd að það hafur fulla ástæðu til að ætla að meiri hætta sé á alvarlegum aukaverkunum af sprautunum heldur en af Covid.

Þú kýst heldur að vega ómaklega að grandvöru fólki með því að segja eftirfarandi:

Eins er stór hópur sem hefur látið brenglaða umræðu plata sig, hversu stór veit ég hins vegar ekki.

Svona yfirlýsingu er vert að visa beint til föðurhúsanna.

Daníel Sigurðsson, 31.12.2021 kl. 15:22

13 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Ómar.

Það hentar ákaflega vel fyrir þverhausana eins og Þorstein að slá því fram að smit meðal bólusettra séu komin langt fram úr smitum meðal óbólusettra. En tölfræði hans heldur engu vatni. Það eru 288 þúsund sem hafa þegið amk. 1 skammt. Smitaðir af þeim eru samkvæmt opinberum upplýsingum 3500 eða 1,2 prósent. Fullbólusettir með örvunarskammt eru 159 þúsund af ofangreindum 288 þúsundum og smitaðir úr þeim hópi eru 781 eða hálft prósent. Hinir óbólusettu þverhausar sem ekki hafa þegið nokkra bólusetningu og halda samfélaginu í gíslingu eru um 25 þúsund. Smitaðir í þeim hópi eru 1495 eða 6 prósent. Ónefndir hér eru svo óbólusettir þverhausar og drullusokkar sem mættu í bólusetningu til að fá vottorð en varð svo brátt í brók að þeir fóru beint á salernið og biðu þar þangað til þeir laumuðust út óbólusettir. Það liggur fyrir að bólusettir með örvunarskammt finna almennt fyrir mun vægari einkennum en hinir óbólusettu smitist þeir. Eitthvert lítið brot bólusettra getur líka veikst alvarlega og dáið en allir deyja nú að lokum úr einhverju, ca 5 - 8 á dag úr öðru en Covid á Íslandi. Þeir sem finna fyrir vægari einkennum fylla ekki spítalana og halda þeim nánast óstarfhæfum meðan verið er að meðhöndla þverplankana. Auðvitað á ekki að banna fólki að kála sér ef það vill ekki þiggja bestu mögulegu varnir sem í boði eru. Þetta fólk á samt ekki að hafa frelsi til að hefta starfsemi heilbrigðisstofnanna með þeim hætti að öllu samfélaginu stafi hætta af slíku sem það gerir meðan yfirvöld taka ekki á vandanum. Auðvitað ætti að hætta samkomutakmörkunum og höfða bara til persónubundinna sóttvarna. Og þá þarf að setja aðgangstakmarkanir að heilbrigðisstofnunum þannig að bólusetningaskylda verði til að fá aðgang. Þeir sem ekki vilja þiggja þær varnir sem í boði eru verða bara að fá að kála sér í friði. Þannig getur Landspítalinn farið að starfa að mestu eðlilega aftur og þeir sem taka þátt í að kveða drauginn niður endurheimti sitt fyrra líf.

Örn Gunnlaugsson, 31.12.2021 kl. 17:11

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru börn undir 12 ára sem hefur ekki (enn) boðist sprautun, talin með í þessum 27.000 sem eru sögð ósprautuð?

Hvað með fólk sem af heilsufarsástæðum er ráðið frá sprautun? Hvað með aðkomufólk sem hefur ekki (enn) komist í sprautun? O.s.frv...

Annars bara gleðilega hátíð og farsælt komandi ár!

Guðmundur Ásgeirsson, 31.12.2021 kl. 17:15

15 identicon

Í dag er 31.12.2021.

Mig langar til að nota hér tækifærið og óska þér til hamingju með afmæli, í dag.

Og jafnframt að þakka þér fyrir alla þína fjölmörgu átakapistla.  Og óska þér og fjölskyldu þinni gæfuríks komandi árs.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.12.2021 kl. 17:35

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Daníel og takk fyrir innlitið.

Ég hef ekki græna glóru um hvernig óbólusett fólk er skilgreint, í USA er miðað við að hafa ekki þegið sprautu, var það allavega í haust. Enda skiptir það mig engu máli, allir sem vilja fá bólusetningu, eru fullbólusettir. 

Hins vegar geta ástæðir legið að baki, ég er í svo miklum flýti enda góðglaður að fara að lesa afmæliskveðjur, en mig minnir að það hafi verið Guðmundur sem benti á að fólk hefði ekki þegið aðra bólusetningu vegna mikilla aukaverkana af þeirri fyrstu.  Skiljanlegt sjónarmið.

Ég stend við þetta með fólkið sem lét brenglaða umræðu plata sig, hef því miður lesið alltof margar sorglegar sorgarsögur þar um, bæði frá vinum okkar í vestri sem og í okkar gamla góða vinalandi, Bretlandi.

Ég skil hins vegar að ég var ónákvæmur með að orða ekki hreint út með fólkið sem treysti ekki bólusetningum vegna áhættunnar, fullkunnugt um það, taldi mig afgreiða það með vísan í að fólk væri á móti bólusetningum.  En sá í morgun að það væri ekki nógu nákvæmt, en þá kom kallið og skammirnar yfir að huga að tölvu í stað afmælisundirbúnings.

En  þú hefur leiðrétt ónákvæmni mína, hafðu þökk fyrir það Daníel.

Annars er það árið og takk fyrir skemmtileg kynni á liðnu ári.

Gleðilegt nýtt ár með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2021 kl. 21:17

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Hef ekki hugmynd, hafði aldrei heyrt um þessi 27.000 manns, þær tölur koma frá fólki sem er meir inní tölfræðinni en ég.

U það blasir við að þeir sem eiga ekki kost á bólusetningu, hvort sem það er vegna aldurs (yngri en 12) eða heilsufars, hljóta að vera í náðinni.

Ekki það að ég viti það, mér vitanlega stendur þess augljóslega nálgun á að leysa þennan Gordíons hnút nútímans, sáttin milli óbólusettra og samfélagsins, ekki til, og því erfitt að tjá sig um útfærslu þess sem ekki á að gera.

En takk fyrir kynnin á þessu ári, sem og fyrri, gleðilegt nýtt ár.

Með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2021 kl. 21:23

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Örn.

Þú ert eins og spámenn gamla testamentisins miðað við orð mín hér að ofan, það liggur við að ég sé eins og malandi köttur miðað við þig.

Skil pointið, er sjálfur að reyna að segja eitthvað svipað, en samt svona til að varpa fram lausnum, en ekkert heilagt í því sem ég segi.

En Þorsteinn veit þetta alveg, en hann er tryggur sínum málstað, og málefnalegur á sinn hátt.

Svo ákváðum við Þorsteinn að taka okkur smá pásu á þrasi okkar, það bara gerðist.

Takk fyrir innlitið og gleðilegt nýtt ár.

Með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2021 kl. 21:26

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Símon minn.

Gaman að heyra í þér í dag.

Núna er það feisbókin sem var hin opinbera afsökun á að ég lét mig hverfa uppá loft til að komast inní netheima.

Takk fyrir allt á liðnu ári.

Gleðilegt nýtt ár.

Með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2021 kl. 21:28

20 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Í Covid-upplýsingaflóðinu er auðvelt að misstíga sig og draga rangar ályktanir.  

Erni verður þetta á hér að framan er hann heldur því fram að í hópi 25 þúsund þeirra sem ekki hafa þegið nokkra bólusetningu séu 1495 smitaðir eða 6 prósent.  Þetta er alrangt þar sem sóttvarnaryfirvöld skilgreina ekki bara þennan hóp sem óbólusettan heldur að auki alla þá bólusettu sem sitja uppi með sprautur eitt og tvö sem eru fallnar á tíma að mati sóttvarnaryfirvalda. Enda hefur virkni þeirra nánast gufað upp. Örþrifaráðið var þess vegna að bjóða uppá örvunarsprautuna svo nefndu.  Hlutfall óbólusettra verður þar með ekki 6 prósent heldur miklu miklu lægra.

Þessar staðreyndir um breytta skilgreiningu á flokki óbólusettra koma bæði fram hjá Guðmundi Jónssyni og mér í athugasemdum okkar hér að faman. 

 

Ég vil svo þakka síðuhöfundi, Ómari Geirssyni, sömuleiðis fyrir enn frekari skemmtileg kynni á liðnu ári, með ósk um gleðilegt nýtt ár.

Daníel Sigurðsson, 1.1.2022 kl. 15:38

21 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Þetta er ekki rétt hjá þér Daníel. Þeir eru 25 þúsund sem ekkert hafa fengið, og 1495 af þeim hafa smitast. Þeir sem hafa fengið 1-3 sprautur eru 288 þúsund og af þeim eru 159 þúsund sem fengið hafa örvunarskammt. Svo virðist sem þú og Þorsteinn hafi misstígið ykkur í tölfræðinni en ekki ég í þetta skiptið þó oft geri ég nú mistök. 1495 smitaðir eru algjörlega óbólusettir.

Örn Gunnlaugsson, 1.1.2022 kl. 17:57

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Örn, hvernig færð þú út þessar upplýsingar? Ég sé bara eitt graf með fyrirsögninni 14 daga nýgengi eftir aldri og bólusetningu á 100.000

Þar eru smitaðir flokkaðir í eftirfarandi flokka:

Fullorðnir, fullbólusettir með örvun..........
Fullorðnir, fullbólusettir....................
Börn*, fullbólusett...........................
Fullorðnir, ekki fullbólusettir...............1.495 (hægt að lesa með því að setja músarbendilinn yfir grafið)
Börn*, ekki fullbólusett......................

Ég sleppi því að fylla út í hina liðina, enda eru þeir ekki til umræðu þó það henti þeim málstað ágætlega sem ég aðhyllist, að sprauturnar séu gagnslausar.

Þarna er hvergi talað um alfarið óbólusetta, einugis EKKI FULLBÓLUSETTA. Fullbólusettir hljóta að teljast þeir sem hafa fengið tvo skammta, annars væri ekki hægt að tala um fullbólusetta með örvun. Alltaf er talað um þriðju bólusetninguna sem örvun.

Samkvæmt því sem ég hef rakið, þá kemur ekkert annað til greina en að ekki fullbólusettir séu þeir sem hafi fengið engan eða einn skammt. Þess vegna hallast ég að því, eins og margir aðrir, að verið sé að reyna að láta hlutdeild núllbólusettra í dreifingu pestarinnar, líta út fyrir að vera stærri en hún er.

Theódór Norðkvist, 1.1.2022 kl. 18:49

23 identicon

Ég er þakklát fyrir að hafa þegið bólusetningu. Smit á mínu heimili var góður prófsteinn á það. Hlutfall óbólusettra í öndunarvél síðustu daga ætti líka að segja sína sögu. Sem er loksin farið að segja - meðan samfélagslega ábyrgt fólk býr við helsi.
Finnst svo góður punktur að minna þá óbólusettu, sem þora ekki að fá Eitursprautur - innan gæsalappa - á öll lyfin og Eitrið sem þarf að dæla í veika á gjörgæslu. 

Sigún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2022 kl. 20:47

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Sigrún.

Góður punktur.

Theodór, í greininni í Forbes þar sem ég las um fjöldamorð veirunnar á yngra fólki þá var sagt að bólusettir væru þeir sem væru búnir að fá sprautu, án þess að ég hafi hugmynd um það, og tel það ekki telja inní þau sjónarmið sem ég rek í pistli mínum, þá finnst mér það líklegt að orðið "óbólusettur" geti ekki falið í sér annað en að fólk hafi ekki fengið sprautu.  Orðið "fullbólusettur" nær síðan yfir þá sem hafa fengið alla sína skammta, og orðið "ekki fullbólusettur" yfir þá sem hafa fengið sprautu en ekki seinni þar sem þess var talið þörf.

Það væri skrýtin tölfræðileg speki að ganga gegn þessum skýrum orðu, og telja þá sem eru "ekki fullbólusettir", "óbólusetta".

Og eins og ég segi, þá var það ekki í USA.

Annars er það kveðjan að austan með ósk um gleðilegt nýtt ár.

Ómar Geirsson, 2.1.2022 kl. 11:44

25 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta með skilgreininguna að 14 dagar þurfi að líða frá síðustu sprautu til að teljast fullbólusettur kemur frá WHO og lyfjarisunum og er hluti af samningum sem gerðir eru við þá. Öll tölfræði í heiminum er menguð af  þessu.

Það sem skiptir samt mestu máli varðandi hópinn óbólusettur (en sprautaður) er að fyrstu vikurnar eftir svona sprautu er ónæmiskerfið í sjokki. þeir sem veikjast af einhverju á þeim tíma, til dæmis Covid19, eru því með veikara ónæmiskerfi enn annars hefði verið og líklegir til að veikjast verr en ella. Til dæmis lest nýlega karlmaður á íslandi sem sagður var hafa látist úr covid, óbólusettur en í raun veiktist hann eftir sprautuna og lest í kjölfarið með covid.

Guðmundur Jónsson, 2.1.2022 kl. 12:13

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar, þá erum við sammála um skilgreininguna á frasanum ekki fullbólusettur. Óska þér sömuleiðis gleðilegs árs frá Skeone.

Guðmundur, mér finnst það svo sem ekkert óeðlilegt þetta með 14 dagana, þar sem öll lyf þurfa tíma til að virka - líka tilraunalyf. Ef það er gert til að skekkja tölfræðina, þá er það ekki það versta sem er gert í því skyni.

Auðvitað er slæmt að tölfræðin er brengluð og mér sýnist á öllu að það sé með ráðum gert, til að fela skaðleg áhrif lyfjanna og klína alvarlegum skaða og dauðsföllum af þeirra völdum, á sjálfan vírusinn.

Ég veit ekki hvor aðilinn er verri, sjálf veiran eða þeir sem standa fyrir þessum fjöldatilraunum á fólki sem láta Josef Mengele líta vel út í samanburðinum.

Theódór Norðkvist, 2.1.2022 kl. 14:42

27 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Skilgreiningin á þeim sem sóttvarnaryfirvöld  flokka sem óbólusetta nær ekki einungis til þeira sem enga sprautu hafa fengið heldur einnig til eftirfarandi eins og ég reifaði að nokkru hér að framan:

 

a) Til þeira sem hafa fengið aðeins eina sprautu.

b) Til þeirra sem hafa fengið 2 sprautur en innan við 14 þagar eru liðnir frá seinni sprautunni.

c) Til þeirra sem hafa fengið 2 sprautur ef meira en 180 dagar eru liðnir frá seinni sprautunni.

 

Það síðastnefnda (c-lið) hef ég eftir heimildum sem ég tel ekki ástæðu til að rengja en til öryggis hef ég sent fyrirspurn á Landlæknisembættið.  Hvenær eða hvort svar berst frá þeim verður að koma í ljós.

Daníel Sigurðsson, 3.1.2022 kl. 20:08

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Daníel.

Þetta er athyglisvert, algjörlega á skjön við það sem þeir gera í USA.

Svona fyrir utan að ráðast á málvenju þjóðarinnar.

Per se þá trúi ég þessu ekki alveg, og þar sem ég er áhugamaður um þessu  mál, þá hef ég oft rekið mig á rangfærslur hjá því fólki sem gerir út á andstöðu við bólusetningar, þó ég dragi ekki í efa að hinir háværu bullukollar þurfi ekki á nokkurn hátt vera spegilmynd þess fólks sem af einhverjum ástæðum kýs ekki að bólusetja sig.

Það er reyndar reyndin í USA og smit forheimskunnar þaðan hefur vissulega smitast til Íslands, en hversu það smit er útbreitt veit ég hins vegar ekki, og ítreka að hávaði þarf ekki á nokkurn hátt að tengjast fjölda.

En úr þessu er skorið með fyrirspurnum eða vísan í beinar heimildar, og því er einfaldast að sýna þolinmæði og fá úr þessu skorið.

Hins vegar, út frá efni pistils míns, þá ætti minni fjöldi en meiri, það er af sannarlega óbólusettu fólki, ekki að vera ástæða fyrir fangelsi fjöldans.

Um það hljótum við að vera sammála.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.1.2022 kl. 20:25

29 Smámynd: Eggert Guðmundsson

 Sæll Ómar og gleðilegt nýtt ár.

Ég var virkilega glaður þegar ég las þennan pistil frá þér og ég var virkilega sammála flestu sem þú segir og þá sérstaklega þeim orðum að heimskunni skuli ljúka. (það verður erfitt)

Þú og ég erum ekki kannski alveg sammála um aðferðafræðina sem viðhöfð hefur verið í þeim aðgerðum, sem við öll höfum þurft að lúta, af yfirvöldum en aðlamálið er að geta skilið kjarnan í þessu fári öllu og greint hismið.

Mér finnst að þú hafir gert það með þessum pistli.

Þú hefur eflaust lesið það sem ég hef birt á þessum bloggvef og viðrað mínar skoðanir um þennan vírusfarald.  Ég hef reynt að segja að þessi heimsfaraldur smiti mjög lítinn hluta þjóðarinnar og þá heimsins alls.

Þökk sé ónæmiskerfi okkar og þeim aðgerðum sem þjóðir hafa gripið til.

Því miður þá hafa látist margir íslendingar eða nú í dag eða um 37 manns á sl. tveimur árum, að sögn opinberum upplýsiningum,vegna þessa vírus. En á sama tímabili þá hafa 32 manns látist vegna bólusetninga sem íslendingum var uppálagt að fara í af heilbrigðisyfirvöldum. 

Það virist vera jafntefli í þessum tölum og það eru alvarlegar afleiðingar enn til staðar hjá þeim einskaklingum sem hafa fengið vírusinn og þeim sem hafa fengið sprautuna.

Það að yfirvöld skuli ekki sjá raunveruleikann eins og hann er þá er lítil von um að heimskunni ljúki.

Nú er stefnt að því að setja í gang verkefni um að sprauta börnin okkar 6 -11 ára - óháð því hvort þau séu heilbrigð eða ekki.

Það er ekkert hugsað um að það sé einungis um 10 % þjóðarinnar hafi smitast miðað við daginn í dag og yfirvöld eru búin að sprauta lyfjum, á tilraunastigi, í sjálviljuga íslendinga eða næstum 85% þeirra.

Yfirvöld í dag geta ekki þakkað öllum sprautuskömmtunum um að það sé einungis 10% þjóðarinnar hafi smitast, því þeir sprautuðu eru að bera smit á milli einstaklinga og eru greinilegu mestu smitberanir.

Það sem ég vil koma á framfæri aðallega eru lokaorðin þín- eða heimskunni þarf að linna og um leið þá þarf má hugsa um þann möguleika um að eitthvað annað en vírusinn búi að baki þessum aðgerðum yfirvalda til hafta frelsis.

ps.

Það er einnig athugunarefni að 85% þjóðarinnar skuli treysta yfirvöldum og láti þau hugsa fyrir þeim.

Eggert Guðmundsson, 4.1.2022 kl. 21:31

30 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll aftur Ómar

það eru fullt af málvillum í textanum mínum enda ekki ritskoðaður áðður en ég ýtti á að senda

Eggert Guðmundsson, 4.1.2022 kl. 21:37

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Góðan daginn og gleðilegt nýtt ár.

Vissulega þekki ég til sjónarmiða þinna og eins og þú bendir réttilega á þá nálgumst við þessi mál út frá ólíkum sjónarmiðum og hornum þó við virðumst hafa fundið snertiflöt í þessum pistli mínum, þá um niðurstöðuna en kannski ekki um rökfærsluna að henni.

Mitt sjónarmið hefur verið að á meðan bóluefni eru á tilraunastigi og langtímaáhrif þeirra ekki þekkt, þá er skiljanlegt að fólki vegi og meti áhættu versus ávinning og það ber að virða þann hluta sem telur áhættuna meiri og vill ekki bólusetningu.  Þess vegna er ekki hægt að skylda fólk í bólusetningu og meðan ljóst er að bólusetning veitir ekki mikla vörn gegn smiti, þá er ekki réttlætanlegt að hamla þátttöku óbólusettra í samfélaginu með vísan í meinta smithættu og að þeir viðhaldi faraldrinum.

En frelsi fylgir ábyrgð, og þeir sem kjósa ekki að láta bólusetja sig, ætla til dæmis að treysta á náttúrulega varnir sínar, verða sætta sig við að heilbrigðiskerfið er ekki í stakk búið að sinna þeim, fái þeir alvarlega kóvidsýkingu.  Er hægt að leysa það vandamál, til dæmis með að þeir fái ávísun sem þeir geta farið með á einkarekna klíník (ef það er eftirspurn, þá kemur framboð), eða þeir fái aðgang að þeim lyfjum sem þeir telja virka??, má og á að ræða, en aðalatriðið er að ekki er hægt að halda meginhluta þjóðarinnar í gíslingu vegna frjálsrar ákvörðunar mikils minnihluta.

Almennt séð er slíkt ekki hægt þó tíska tómhyggju nútímans sé einmitt slík áhersla, mannréttindi meirihlutans er ítrekað brotin vegna þóknunar við mannréttindi örprómilsins.

Ég held að það sé ekki hægt að deila um alvarleik veirunnar Eggert, menn ráða því hins hvort þeir feisa það. Fyrsta afbrigðið réðst vissulega á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, en delta afbrigðið var ekkert að gera slíkan mannamun, aðeins fjöldabólusetningar, þar sem eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma lét bólusetja sig, kom í veg fyrir áður óþekktan dauða af völdum farsóttar.  Það var fólk yngra en 60., óbólusett sem dreif áfram mannfallið í USA í sumar og í haust og það mannfall var meira en í fyrstu bylgjunni þrátt fyrir aukna þekkingu á sjúkdómnum og ný og betri lyf til að meðhöndla hann.

Í því samhengi er áhættan af bólusetningum stórlega ýkt, jafnvel þó menn kjósi að trúa ekki þeirri staðreynd að tilkynntur grunur um aukaverkanir sé ekki sama og aukaverkanir, opinn vefur þar vestra, óflokkuð dauðsföll, hafði fengið innan við 10 þúsund tilkynningar 1. des síðastliðinn á meðan fjöldi skráðra dauðsfalla var kominn í 820 þúsund.  Þegar þú minnist á 32 tilkynnt dauðsföll hérlendis þá má benda þér á grein eftir Þorkel Sigurlaugsson sem var skrifuð til að vara við fjöldabólusetningu barna á þessum tímapunkti, þar sem Þorkell vitnar í heimildir, og varðandi aukaverkanir af bólusetningum, á vef Lyfjastofnunar.  Veit ekki hvort Þorsteinn las heimildina, svona miðað við hvernig hann lagði út af henni, en þar var vitnað í rannsókn sérfræðinga á meintum dauðsföllum vegna hjartabólgu, af 9 (eftir minni) tilkynntum grunsemdum, var hægt að staðfesta 1 með mikilli vissu, eitt í viðbót líklegra en hitt en hin mjög ólíkleg.  Og það rímaði við niðurstöðu ísraelskra vísindamanna, sem fylgjast með aukaverkunum, skrá þær og rannsaka.

Eitt er að trúa ekki hérlendum en mikið mega menn hafa í höndunum til að halda því fram að Ísraelsmenn, sú fjölgáfaða þjóð, viti ekki hvað þeir eru að segja eða rannsaka.

Eins tel ég að það sé hafið yfir allan vafa Eggert að veiran er bráðsmitandi, rökvillan er að tala um smittölur eftir áður óþekktar samfélagslokanir í heimssögunni, þegar ekkert annað dugar til að stöðva útbreiðslu smitsjúkdóms, þá er hann bráðsmitandi.  Enda er sú staðreynd, það er hvað veiran smitar grimmt á milli fólks, ástæða grunsemda um að Kínverjar hafi fiktað í veirunni, þó engar sönnur hafa verið færðar á því til þessa.

Samfélagslegar lokanir eru bein atlaga að efnahag þjóða, fyrir utan inngripið í daglegt líf fólks, menn grípa ekki til þeirra nema í mikilli neyð, þegar ekkert annað er í boði.  Ólíkar menningarheildir (Austur Asía versus til dæmis Suður Ameríka), ólík efnahagskerfi (þróuð iðnríki versus þriðja heims ríki), ólík stjórnkerfi, til dæmis lýðræðisríkið Indland versus einræðisstjórnin í Kína, allt ber þetta að sama brunni, menn sáu ekki önnur ráð, jafnvel þó samfélagslegar lokanir gætu orðið pólitískt sjálfsmorð viðkomandi stjórnvalda.

En það var þá, í dag er annar raunveruleiki, almennar bólusetningar og afbrigði sem virðist vera skaðminna.  Samfélagslegar lokanir mega aldrei vera af því bara, og núna er tímapunktur að skipta um hest í miðri á svo ég vitni enn einu sinni í Jón Ívar.

Það eina sem gæti réttlætt áframhaldandi fangelsun fólks hérlendis er biðin eftir bólusetningu barna, þá þeirra sem hana þiggja, en varla þó, bólusetningar virka, fólk er ekki að veikjast alvarlega nema þá í undantekningartilvikum, og þess vegna er skaðinn að því að setja fullfrískt fólk í einangrun eða sóttkví, miklu meiri en ávinningurinn.

Og það er skynsamlegra að feisa þetta á meðan menn geta haft stjórn á atburðarrásinni en að hafa allt niðrum sig þegar raunveruleikinn grípur inní.  Veiran verður ekki hamin með núverandi ráðstöfunum, til þess þarf lokun svipaða og vorið 2020, fjöldinn í sóttkví og einangrun stigvex næstu vikurnar, óþreyjan eykst, gagnrýnisröddum fjölgar, og svo er látið undan. 

En í millitíðinni fjarar undan traustinu og trúverðugleikanum, eitthvað sem er dýrmætasta eign sóttvarnaryfirvalda í dag.

Og þá veit enginn hvað hann hefur átt fyrr en hann hefur misst.

Kveðja að austan.

Ps.  Ég bauð góðan daginn rúmlega 8 í morgun en svo komu tafirnar.

Ómar Geirsson, 5.1.2022 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1373059

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband