28.12.2021 | 17:31
Frelsi, já þetta frelsi.
Eftir stendur ábyrgð einstaklingsins á gjörðum sínum, sem og skylda stjórnvalda að vernda þegna sína.
Á neyðartímum fara aðeins viðrini gegn almannahag, og í þessu máli er ekki deilt um slíkan rétt.
Frekar svona, hvar eru mörkin??
Málflutningur Arnars væri heill ef hann héldi sig við þessa spurningu, hvar eru mörkin??
En óheill er hann þegar hann styður sig við málstað vitleysingahjarðarinnar, fólksins sem fyrst afneitaði alvarleik veirunnar, og þegar raunveruleikinn gerði út um þau viðhorf, afneitar mikilvægi bólusetninga, notar árangurinn sem rök gegn tilgangi þeirra.
Meinið er bullið sem hjörðin fóðrar forheimsku sína á, rétt eða rangt skiptir engu máli þegar trúin er annars vegar.
Eitt slíkt er árásin gegn veiruprófunum sem vísindin hafa þróað til að greina veiruna, og sóttvarnaryfirvöld nota sem tæki til að ákvarða sóttvarnir, sóttkví og einangrun smitaðra.
Rök forheimskunnar er að þau séu ekki hundrað prósent örugg, eins og eitthvað sé öruggt í þessum heimi.
Aðeins illa vitlaust fólk sér skynsemina í slíkum málflutningi, og illa vitlaust fólk er aldrei aðhald gegn einu eða neinu, allra síst umdeildum ákvörðunum stjórnvalda.
Slíkt skemmir aðeins fyrir að nauðsynlegar spurningar séu spurðar.
Spurningum sem þarf að spyrja og við þurfum að ræða.
Án þess að ég nenni að vitna í frétt Mbl.is þar sem sjónarmið Jóns Ívars, Harvardprófessors voru reifuð, þá skiptir öllu að sjónarmið hans séu rædd, ekki bara út frá göllum, heldur líka út frá því gilda sjónarmiði Jóns Ívars, að ekki sé hægt að gera börnunum okkar sem eiga að erfa landið, að þau séu lokuð inni ár eftir ár.
Og núna þegar bólusetningin virkar, því látum við ekki á hana reyna??
Vissulega eru sjónarmiðin mörg, meðal annars fjöldasýking þeirra sem eiga að annast afa okkar og ömmur á hjúkrunarheimilum, sem og hlúa að og sinna veikum.
Að ekki sé minnst á lækna og hjúkrunarfólk sem veikjast, bæði geta ekki sinnt verkum sínum, eða það sem verra er, sýkja viðkvæma við aðgerð, eða eftir aðgerð.
Þess vegna þarf sóttvarnir, hömlur á útbreiðslu veirunnar eru nauðsynlegar.
En að því gefnu, hver er áhættan af því að fullbólusett fólk sýkist??
Bæði er það ólíklegra til að smitast, sem og að það smitið nær varla að slá við slæmu kvefi.
Vissulega eru margir sem eru bólusettir ekki varðir, hefur eitthvað með ónæmiskerfi þeirra að gera, en slíkt er hægt að rannsaka, og verjast í kjölfarið með ýtrustu sóttvörnum viðkomandi.
Eftir stendur hinir óbólusettu, fólkið sem tekur þá sjálfstæðu ákvörðun að treysta á guð og lukkuna, og það fólk má aldrei vera faktur í þeim nauðsynlegu ákvörðunum sem samfélagið þarf að taka.
Vissulega er þetta fólkið sem yfirfyllir sjúkrahúsin, veldur því neyðarástandi sem sóttvarnaryfirvöld telja sig knúin til að bregðast við.
Þetta er fólkið sem er að deyja, og mun deyja, en stóra spurningin er, hvað með það??
Er það ekki frjálst ákvarðana sinna??
Ef ákvörðunin er röng, þá á hún ekki að bitna á öðrum.
Hvað þá að hún sé röksemd fyrir lokunum á eðlilegt mannlíf, á ráni á eðlilegu lífi æsku okkar.
Bólusetningar eru valkostur, þeim stendur öllum til boða.
Sá sem kýs að bólusetja sig ekki, fyrirgerir rétt sínum á þjónustu heilbrigðiskerfisins, ef ákvörðun hans reynist röng.
Hann verður að taka afleiðingum af meðvitaðri ákvörðun sinni, axla ábyrgð hvað þær varðar.
Vissulega má senda honum lyf, sérstaklega þau lyf sem hann telur hjálpa, og ef það hlýtur að vera hægt að tryggja nægjanlegt súrefni handa þeim sem þurfa á því að halda, má senda það til hans, annars hefur viðkomandi fyrirgert sér réttinn á þjónustu heilbrigðiskerfisins,
Í því er jú frelsi hans fólgið.
Eftir stendur slaki sem á að duga til að við komust í gegnum núverandi smitbylgju.
Sóttvarnir hindra að hún verði of brött og setji allt á hliðina, bólusetningar tryggja að hún ógni ekki fleirum en hægt er að vernda.
Allsherjarlokun, frysting mannlífs, getur ekki verið valkostur, núna tæpum tveimur árum eftir að kóvidveiran fékk frelsi að smita heimsbyggðina vegna þess að keyptir stjórnmálamenn glóbalsins gátu ekki lokað á smitleiðir hennar frá Kína í tíma.
Í dag höfum við bóluefnin, í dag höfum við lyf sem virka.
Ekkert réttlætir því Groundhog day endurtekninganna.
Veiruna þarf að feisa á meðan bólusetningar virka.
Annað er afglapaferð.
Í anda þess frelsis sem afneitar alvarleik veirunnar eða staðreyndum sem sóttvarnaryfirvöld byggja ákvarðanir sínar á.
Heimskan er valkvæð.
En það er líka valkvætt að læsa samfélaginu vegna veiru sem bólusetningar koma í veg fyrir alvarleg veikindi.
Þetta er næstum því eins og að banna kvef.
Frelsum því skynsemina.
Stjórnum þessu.
Mætum veirunni á meðan við ráðum við hana.
Kveðja að austan.
Vonar að stigið verði á bremsuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frjálshyggja eða fasismi, að er spurningin...
*Eftir stendur ábyrgð einstaklingsins á gjörðum sínum, sem og skylda stjórnvalda að vernda þegna sína.
Ef einstaklingurinn á að geta borið ábyrgð á gerðum sínum, þarf hann að vera frjáls. Ef hann er ekki frjáls, ber hann enga ábyrgð. Það er það sem helst heillar fasistann: ábyrgðarleysið.
*Á neyðartímum fara aðeins viðrini gegn almannahag, og í þessu máli er ekki deilt um slíkan rétt.
Vekur spurningar, eins og: hver er almannahagur? Er hann augljós? Er frelsi andstætt almannahag? Þá hvernig? Og geta einstaklingar ekki veitt fótum sínum forráð? Ef ekki, af hverju?
*En óheill er hann þegar hann styður sig við málstað vitleysingahjarðarinnar, fólksins sem fyrst afneitaði alvarleik veirunnar,
Hver gerði það? (Ég get bara bent á einn hóp... og sá er ekki á íslandi)
Það hefur komið á daginn í seinni tíð (hindsight 20/20 og allt það,) að veiran var ekki neitt neitt, þrátt fyrir alla hysteríuna.
*afneitar mikilvægi bólusetninga,
Flottur strámaður.
Þetta er ekki það sem fólk er að segja. Þetta átt þú að vita. Gerðu betur.
*Meinið er bullið sem hjörðin fóðrar forheimsku sína á, rétt eða rangt skiptir engu máli þegar trúin er annars vegar.
Satt ratast þér orð á blað.
* illa vitlaust fólk er aldrei aðhald gegn einu eða neinu, allra síst umdeildum ákvörðunum stjórnvalda.
Okkar vandamál, í hnotskurn
*Og núna þegar bólusetningin virkar, því látum við ekki á hana reyna??
Ég var að hlusta á fréttirnar bara áðan, og þar var mér tilkynnt að allir sem væri sýktir væru bólusettir.
Ertu semsagt að gefa í skyn að bólusetning sé frumforsenda þess að fólk geti sýkst?
Eða hvað meinarðu?
Ljóst er að bólusetningin hindrar ekkert.
*Þess vegna þarf sóttvarnir, hömlur á útbreiðslu veirunnar eru nauðsynlegar.
Aftur: ljóst að sóttvarnir hafa ekkert gagn gert, miðað við reynzlu Svía og Flórídamanna eru þær helst til vansa.
(En það eru náttúrulega bara vísindi, (þú veist, gögn og staðreyndir og svona...) og þau eiga víst ekki upp á pallborðið núna.)
*En að því gefnu, hver er áhættan af því að fullbólusett fólk sýkist??
Skoðum bara. Það er að sýkjast alveg vinstri-hægri, með allskyns afleiðingum. Aðallega kvef-einkennum samt, hef ég heyrt.
*Bæði er það ólíklegra til að smitast, sem og að það smitið nær varla að slá við slæmu kvefi.
Afríkumennirnir sem uppgötvuðu omicron segja að þú fáir engin einkenni ef þú ert óbólusettur.
*Vissulega eru margir sem eru bólusettir ekki varðir,
... lestu núna þín eigin orð. Upphátt. Ég feitletraði þau fyrir þig.
*hefur eitthvað með ónæmiskerfi þeirra að gera,
Getur verið að það hafi verið skemmt? Með mRNA gena-editandi efnum, kannski?
*Eftir stendur hinir óbólusettu, fólkið sem tekur þá sjálfstæðu ákvörðun að treysta á guð og lukkuna, og það fólk má aldrei vera faktur í þeim nauðsynlegu ákvörðunum sem samfélagið þarf að taka.
Það er mjög ólýðræðislegt af þér. Eru þeir einhverjir gyðingar í þínum augum?
*Vissulega er þetta fólkið sem yfirfyllir sjúkrahúsin, veldur því neyðarástandi sem sóttvarnaryfirvöld telja sig knúin til að bregðast við.
Aha... "Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar." - https://www.visir.is/g/20212201547d/mest-aukning-hja-tvibolusettum-en-minnst-hja-thribolusettum
Og neitar þú því að þingmenn og ráðherrar hafi verið að smitast? Allt þríbólusett fólk.
Það er ekki þér í hag að draga svona vitleysu út úr rassinum á þér.
*Þetta er fólkið sem er að deyja, og mun deyja, en stóra spurningin er, hvað með það??
Annað segja gögnin. Þeir þrír Íslensku Ríkisborgara sem dóu með Kína Kvef á árinu vour allir bólusettir. Einn dó ekki einu sinni úr Kína Kvefinu, heldur bólusetningunum eingöngu, en Kína Kvefi er samt kennt um.
*Er það ekki frjálst ákvarðana sinna?? Ef ákvörðunin er röng, þá á hún ekki að bitna á öðrum.
Þetta er það sem frjálshyggjumenn eru alltaf að segja. Miðað við þín orð hér að ofan er að ekki þitt álit.
*Hvað þá að hún sé röksemd fyrir lokunum á eðlilegt mannlíf, á ráni á eðlilegu lífi æsku okkar.
Já, að því.... hvers vegna viltu skemma æsku landsins, framtíð hennar, og fangelsa alla borgarana? Vegna smá nefrennslis og beinverkja? Sem eru 1.6% líkur á að fá? Hvers vegna er það góð og gild ástæða?
*Sá sem kýs að bólusetja sig ekki, fyrirgerir rétt sínum á þjónustu heilbrigðiskerfisins,
Hvers vegna? Hættir hann þá líka að vera skattborgari? Það væri sanngjarnt. Ég myndi algerlega styðja það.
*Hann verður að taka afleiðingum af meðvitaðri ákvörðun sinni, í því er jú frelsi hans fólgið, því fylgir ábyrgð afleiðinganna.
Þetta er 100% rétt.
*Vissulega má senda honum lyf, [bla bla bla] annars hefur viðkomandi fyrirgert sér réttinn á þjónustu heilbrigðiskerfisins,
Í því er jú frelsi hans fólgið.
Þá á hann rétt að að fá endurgreiðzlu frá skattinum sem nemur kostnaði við á heilbrigðisþjónustu sem hann hefur verið sviftur.
Í því er eingöngu sanngirni.
Þetta er eins og að borga fyrir köku. Ef þú færð ekki kökuna, áttu heimtingu á endurgreiðzlu. Það er engin sanngirni í því að borga fyrir eitthvað og fá ekkert.
Eða hvað?
*Sóttvarnir hindra að hún verði of brött og setji allt á hliðina, bólusetningar tryggja að hún ógni ekki fleirum en hægt er að vernda.
Hefur þér sýnst það?
*Í dag höfum við bóluefnin, í dag höfum við lyf sem virka.
Í fyrra höfðum við lyf sem virkuðu. Þau voru ekki notuð.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.12.2021 kl. 18:40
Blessaður Ásgrímur.
Svona í það fyrsta vil ég þakka þér fyrir skjót viðbrögð við pistli mínum, það tekur bæði tíma að lesa, sem og sundurliða niður í búta sem maður vill ræða og gera athugasemdir við.
Varðandi fyrri hlutann átta ég mig ekki alveg á þér, hvort þú sért að gera ágreining við hugtakið almannahag, fannst það við fyrsta lestur, svo kom matur og uppvaskið og annar lestur, tel að kjarni athugasemda þinna kristallist um þessa spurningu þína; "Er frelsi andstætt almannahag?" Í sjálfu sér góð og gild pæling, en þetta með frelsið og ábyrgðina sem því fylgir, er aðeins útgangspunktur pistils míns, sem tengir hann við umrædda frétt, en síðan er fljótyfirfarin tenging við almannahag, sem ég hygg að þú sért ekki að gera ágreining um, það er hugtakið sem slíkt, vegna þess að grundvöllur sóttvarna er vísan í þennan almenna hag, og akkúrat núna er ég að gera athugasemdir við opinberar sóttvarnir, inntak orða minna ríma um margt við orð Jóns Ívars, Harvardprófessors með meiru, sem og margra annarra.
En í því samhengi vek ég athygli á að réttmætar spurningar vilja falla um sjálfar sig, ef rökfærsla þeirra er úr ranni vitleysu og bábilja. Að öðru leiti nenni ég ekki að ræða hugleiðingar þínar um meintar andstæður frelsis versus almanna, alveg góðar og gildar, en er bara hreinlega ekki að spá í þau mörk.
Hins vegar eyðir þú miklu púðri í að staðfesta þá fúlu pytti sem margur mætur maðurinn hefur kosið að sækja ólykt í, hvað viltu að ég segi??, vitleysan batnar ekkert þó hún sé endurtekin nógu oft, eða viltu að ég reyni á aldur þinn og bendi þér á heilkennið sem kennt er við; "hann bilaði í Ungó!!"?? Vil samt aðeins benda þér á að síðast þegar við ræddum um gæði fjöldamorðanna í Flórída eða fjöldamorðingjana í Svíþjóð, sem þeir er þó ekki forhertari en það að hafa beðist afsökunar morðum sínum, að þá spáði ég mikið í hvort skottið sem ég sá grilla í á flótta þínum væri þér ekki til trafala. Sé núna að þú teljir að svo sé ekki, ert jafnvel stoltur af því.
En burt séð frá því meinta siðferði að mæla sóttvarnastefnu fjöldamorðingja eða hampa fjöldamorðum á fullfrísku fólki, sem og að þú haldir að bull um bólusetningar eða alvarleik drápsveirunnar sé þeim málstað sem þú styður til framdráttar, þá náðir þú samt kjarna röksemda minna af hverju núverandi álag sem og væntanlegt álag á heilbrigðiskerfið vegna óbólusettra sé ekki rök sem slík um stífar samfélagslegar lokanir.
Þar um segir þú margt en þessi setning þín fangar andmæli þín vel; "Hvers vegna? Hættir hann þá líka að vera skattborgari? Það væri sanngjarnt. Ég myndi algerlega styðja það".
Í fyrsta lagi þá bentir þú mér á að þó mér þætti það augljóst að ég væri að tala um þá þjónustu heilbrigðiskerfisins sem snýr að kóvid, að þá hefði ég kannski mátt segja það hreint út, en svo fattaði ég það að þá væri ég aðeins þátttakandi í hinum óendanlega eltingaleik við þá sem kjósa að misskilja, sem og að erting er jú einu sinni eitt af einkennum pistla minna, svona almennt séð.
En svarið við spurningu þinni Ásgrímur er ákaflega einfalt, þú ert ekki skattborgari vegna þess að skattur þinn er hugsaður til að dekka meinta heimsku þína í heimsfaraldri banvæns sjúkdóms. Sem og að í svona faröldrum reynir á almannakerfið, að það verndi þegnanna og komi í veg fyrir upplausn í samfélaginu.
Hvenær maður hættir að vera tryggður er síðan alltaf góð og gild spurning, og á henni er ekkert einhlítt svar. Ef heilbrigðiskerfið réði við að sinna þér og þínum, sem og að til væri heilbrigðisstarfsfólk sem nennti til lengdar að íklæðast geimverubúningum með öllu því álagi sem því fylgir, þá er náttúrulega augljóst að engin rök væri fyrir því að neita ykkur um þjónustu.
Sem og það eru engin rök fyrir því að leyfa ykkur að setja allt á hliðina, sprengja heilbrigðiskerfið sem bitnar á öllum, hvort sem það varðar meðhöndlun á kóvid eða öðrum sjúkdómum.
Þar eru mörkin, þar er ábyrgðin á frelsi ykkar.
Sem þið hljótið að axla, hvort sem þið trúið ykkar eigin bulli um alvarleik veirunnar eða gagnleysi bólusetninga eða eruð rebel gegn miðstýringu og höftum sóttvarna.
Það meikar ekki diffinn, þið eruð ekki fórnarlömb, og þið megið aldrei vera skálkaskjól kerfis sem velur þá auðveldu leið að loka og læsa, löngu eftir að forsendur þeirra læsingar eru brostnar.
Eiginlega hélt ég að þú værir sammála þeirri niðurstöðu minni Ásgrímur, og létir annan léttvægari ágreingin liggja milli hluta.
Það mætti halda að þú værir ættaður úr Vaðlavíkinni, þar var lenska að þrasa við sjálfan sig ef ekki bauðst annar til skapa ágreining við.
Svona er þetta, það er aldrei hægt að gera alla ánægða.
En um kveðjuna hljótum við samt að vera sammála um.
Sem hjá mér er að austan.
Ómar Geirsson, 28.12.2021 kl. 21:22
Hnitmiðaður ert þú ekki.
En eins og enskurinn segir: "brevity is wit."
*... þetta með frelsið og ábyrgðina sem því fylgir, er aðeins útgangspunktur pistils míns, sem tengir hann við umrædda frétt, en síðan er fljótyfirfarin tenging við almannahag, sem ég hygg að þú sért ekki að gera ágreining um, það er hugtakið sem slíkt, vegna þess að grundvöllur sóttvarna er vísan í þennan almenna hag, og akkúrat núna er ég að gera athugasemdir við opinberar sóttvarnir, inntak orða minna ríma um margt við orð Jóns Ívars, Harvardprófessors með meiru, sem og margra annarra.
TL, DR
*Að öðru leiti nenni ég ekki að ræða hugleiðingar þínar um meintar andstæður frelsis versus almanna, alveg góðar og gildar, en er bara hreinlega ekki að spá í þau mörk.
Hugsaðu þá aðeins um það, þú hefur bara gott af því.
*Vil samt aðeins benda þér á að síðast þegar við ræddum um gæði fjöldamorðanna í Flórída eða fjöldamorðingjana í Svíþjóð,
Ég man ekki eftir þeim, hresstu uppá minni mitt.
*En svarið við spurningu þinni Ásgrímur er ákaflega einfalt, þú ert ekki skattborgari vegna þess að skattur þinn er hugsaður til að dekka meinta heimsku þína í heimsfaraldri banvæns sjúkdóms.
Heimska þín er dýpri en Maríanas-hylurinn ef þú heldur að ég sé ekki skattborgari byggt á þessum rökum. Reyndu betur.
*Sem og að í svona faröldrum reynir á almannakerfið, að það verndi þegnanna og komi í veg fyrir upplausn í samfélaginu.
Það hefur aldrei fyrr vafist fyrir neinum.
*Sem og það eru engin rök fyrir því að leyfa ykkur að setja allt á hliðina, sprengja heilbrigðiskerfið sem bitnar á öllum, hvort sem það varðar meðhöndlun á kóvid eða öðrum sjúkdómum.
Það hefur gengið vel að narta í heilbrigðiskerfið fram til 2019, án þess að einhver ímyndunarveiki væri neitt sérlega að herja það. Það voru valdamenn, en ekki veirur sem stóðu þar að verki.
Það strandar enn allt á þeim.
*Sem þið hljótið að axla, hvort sem þið trúið ykkar eigin bulli um alvarleik veirunnar eða gagnleysi bólusetninga eða eruð rebel gegn miðstýringu og höftum sóttvarna.
And-fasisminn er stöðug barátta upp í mót, ég veit.
*Það mætti halda að þú værir ættaður úr Vaðlavíkinni, þar var lenska að þrasa við sjálfan sig ef ekki bauðst annar til skapa ágreining við.
Ég skil ekki það skot, frekar en 70% af kjaftavaðlinum í þér.
Þú ert of tyrfinn til að vera skiljanlegur.
Afsakið ef ég tala bara íslensku.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.12.2021 kl. 02:32
Sæll Ómar. Góð grein hjá þér. Mitt ráð þegar að ég lendi í rökræðum við það fólk sem þolir ekki svona frelsissviptingu vegna veirunnar er að benda því á að þeir 37 einstaklingar sem eru látnir af völdum Covid-19 hér á landi og einnig þær milljónir sem létust um allan heim ,áttu sömu langanir,þrár og rétt og við að lifa á þessari blessuðu jarðarkúlu.Réttast væri að þessir bessevissar sem fjargast endalaust út í Þórólf og stjórnvöld kæmu sér í samband við aðstandendur þessa fólks sem lést og útskýra fyrir því bullið sem því finnst frelsissviptingin vera.
Fólki virðist vera fyrirmunað að skilja að með sóttkvíar og einangrunarskipunum að verið er að vernda það fólk sem er af mörgum orsökum með allskonar sjúkdóma,er með skert ónæmi,nýkomið úr erfiðum lyfjameðferðum og margt annað sem getur gengið frá því ef það fær veiruna.Landspítalinn er auðvitað sprunginn fyrir löngu og við getum þakkað þeim ólitísku öflum sem hafa verið að draga úr þjónustu við fólk úti á landi í ca 20 ár og hafa dempt flestu til RVK sem er ekki að höndla álagið í svona heimsfaraldri. Við værum líklega ekki hér ef við hefðum ekki fengið bólusetningu við allskonar sjúkdómum sem drógu milljónir til dauða en þökk sé vísindamönnum þess tíma sem þróuðu bóluefni við allt allt aðrar aðstæður en eru í dag. Það voru ekki hátæknitæki þá. En hafðu það gott Ómar og Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Bestu kveðjur.
Ragna Birgisdóttir, 29.12.2021 kl. 09:48
Blessaður Ásgrímur, þú hinn eljusami maður.
Núna er snjórinn farinn af stétt, stíg og bíl, og langþráður kaffibolli í hendi.
Ég veit ekki hver er greiðinn að eltast við athugasemdir manns sem þjáist af skilningsleysi, það er hvort það sé eitthvað fallegt af mér að auka á þann vanda. En fyrst þú lagðir á þig næturvinnu þá ætti ég svo sem að geta lagt á mig morgunvinnu til útskýringa á því sem stendur í þér. Varðandi æskuslóðir föður míns heitins þá var það ríkt í mönnum þar að vera ósammála næsta manni, þetta með að rífast við sjálfan sig, ef ekki annar bauðst, er síðan mín útlegging á þrasgirni þeirra. Einföld tilvísun útfrá efnistökum andmæla þinna um pistil sem ég hélt svona fyrirfram að þú værir sammála niðurstöðunni.
Ég reiknaði með að þú værir í kjarna á móti núverandi sóttvörnum vegna stjórnmálaskoðana þinna, skil samt ekki að þú skulir kenna skrifræði, höft og miðstýringu við and-fasisma, því þessir fylgifiskar miðstjórnarvalds sem við köllum dags daglega ríki, hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda, allavega frá því að fyrst var farið að festa letur á blað og stein. Fasisminn er hins vegar rétt rúmlega hundrað ára gamall.
Það breytir því hins vegar ekki að engin skoðun eða afstaða er greiði gerður með því að vísa í beint bull eða rangfærslur líkt og er lenska hjá ykkur andstæðingum sóttvarna, á það minnist ég í upphafsorðum mínum þegar ég bendi á akkilesarhæl Arnars Jónssonar, og þegar ég svara þér hér að ofan, ég nenni ekki að taka enn eina umræðuna um vitleysuna um bólusetningar eða alvarleik veirunnar. En ég minntist á tilvísun þína í sóttvarnastefnu Svía og Flórídaríkis vegna þess að mér fannst hún brosleg eftir umræðu okkar á þræði nafna míns Ragnarssonar, þetta er eitthvað sem þú slærð fram án þess að hugsa nokkuð útí hvað býr að baki þessum fullyrðingum sem þið frjálshyggjumenn étið upp eftir hvorum öðrum.
Þráðinn má sjá hér; https://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/2273457/
Líklegast lásið þið grein Ásgeirs Ingvarssonar, Faraldurinn er búinn í Flórída, og trúðu því þegar hann laug því blákalt að síðasta bylgja þar hefði verið smávægileg, þegar staðreyndin var sú að hún var sú öflugasta í ríkinu fram að þessu og kostaði rúm 22 þúsund manns lífið, hlutfallslega mesta manntjón í hinum vestræna heimi eftir að bólusetningar stóðu öllum til boða. Ég benti þér á að miðað við íbúafjölda hefði rúm 60 þúsund manns átt að falla í New York ríki og Kaliforníu, þegar reyndin var rúm 12 þúsund. Hvernig dettur þér í hug að halda svo áfram að fabúlera svona þegar þú ferð út úr verndaða umhverfi vitleysingahjarðarinnar??
Afglöp yfirvalda í Flórída var að aflétta hömlum of snemma, en þau vísvitandi drápu engan. En það gerðu hins vegar yfirvöld í Svíþjóð, á það hafa mannréttindasamtök bent og í raun hafa þarlend yfirvöld játað morð sín, þó yfirklórið sé að ekki hafi verið vitað betur. Leki á tölvupóstum og staðfest fyrirmæli um að sjúkrahús var skipað að taka ekki við eldra fólki af hjúkrunarheimilum, afhjúpa þetta yfirklór, eftir standa viðbjóðslegir fjöldamorðingjar, sem fyrr eða síðar munu fá sinn dóm.
En það eru margir svag fyrir fjöldamorðum Ásgrímur, það sanna afneitun trúaðra á morðum Stalíns eða Hitlers, en burt séð frá illmennskunni sem grasseraði í Svíþjóð, þá var árangurinn minni en enginn. Langmesta mannfall á Norðurlöndum, þegar upp var staðið þá urðu sóttvarnir í bylgju 2 ekki síður stífar en í öðrum löndum, og stóð langt fram á vor á þessu ári. Hinn meinti árangur þeirra í haust er síðan á pari við til dæmis Ísland, munurinn er sá að við mælum alla, líka þá sem er ekki einu sinni kvefaðir, en þeir tregast til að mæla fólk til að falsa tölfræðina.
Já þarna sá ég enn einu sinni skottið á þér Ásgrímur, hvort ég sjái það aftur í þessari tilvísun þinni er undir þér komið.
Varðandi frelsisumræðu þína hér að ofan, þá skil ég ekki alveg þetta þras þitt við sjálfan þig, þú útleggur eitthvað um mínar skoðanir án þess að hafa nokkra vísan í orð mín þar um, sumar útleggingar þínar eru alveg umræðunnar virði, aðrar hreinlega barnalegar. Ég get alveg upplýst þig um að við í frændgarði Bjarts frá Sumarhúsum erum líka rebelar gegn skrifræði, miðstýringu og ofríki, en hjá okkur gildir það um alla, ekki bara ríkisvaldið, heldur líka hjá höfðingjunum sem þið frjálshyggjumenn hafa samviskusamlega unnið fyrir síðustu áratugi, þó líklegast séu þið margir farnir að sjá að byltingin át börnin sín fyrir löngu. Þess vegna held ég að þú takir undir með mér; áfram Trump, þó forsendur okkar séu kannski ekki þær sömu.
Víkjum þá að því sem ég vildi efnislega ræða við þig. Það er ekki mitt vandamál að þú skiljir ekki orð mín um skattborgara, get aðeins ráðlagt þér að lesa fyrst orð þín og svo aftur mín og svo aftur þín og svo aftur mín og svo aftur og aftur, dugi það ekki þá er það bara svo. Ætla samt að hrósa þér að reyna ekki að snúa röklega út úr, það er svo yfirgengileg vitleysa að halda að óbólusettir hafi réttinn til að setja heilbrigðiskerfið á hliðina vegna þess að þeir eru skattborgarar þessa lands.
Það er rétt að hagfræði andskotans hefur sínartað í heilbrigðiskerfið svo það ræður ekki einu sinni við eitt alvarlegt rútuslys, hvað þá heimsfaraldur. Ég hef lengi haft þá skoðun að það ætti að endurvekja sirkusa aldamóta 1900 svo hægt væri að hafa stjórnmálamenn frjálshyggjunnar til sýnis við hliðina á hinum fríkunum sem þá var tíska að hafa til sýnis. En þó það væri hægt þá er víst ekki til nógu stórt sýningarsvæði, svo útbreidd er þessi forheimska mannlegrar hugsunar. Reyndar vil ég taka það fram að ég er ekki að tala um heiðvirða frjálshyggjumenn, þeir eru ágætir og bera enga ábyrgðina á óhæfuverkum þeirra stjórnmálamanna sem kenna sig við frelsi andskotans.
Breytir því samt ekki, staðan er eins og hún er, og við henni þarf að bregðast.
Ef rökin fyrir helsinu er fjöldi óbólusettra á sjúkrahúsum, þá þarf að kúpla þeim út.
Skil reyndar ekki af hverju þú ert svona fúll út af hinni augljósu ábendingu minni, hélt að þú yrðir ligeglad að fá lyfin þín í pósti, þú læknaður og málið dautt.
Svo þarft þú ekki að biðjast afsökunar á að tala bara íslensku Ásgrímur, ég skil þig samt ágætlega.
Með kveðjunni sem verður bráðum að áramótakveðju, að austan.
Ómar Geirsson, 29.12.2021 kl. 10:03
Takk fyrir kveðjuna Ragna.
Þetta er allt í góðu hjá okkur Ásgrími, það er bæði hollt og gott að vera ekki of sammála um hlutina.
Það er rétt að við eigum vísindunum mikið að þakka og sorglegt þegar fólk í nafni stjórnmálaskoðana fer ítrekað gegn þekkingunni, bæði varðandi þennan faraldur, eða afneituninni á lofslagsbreytingum af mannavöldum svo dæmi sé tekin.
Bólusetningar og sóttvarnir hafa bjargað milljónum á milljónum ofan í þessum faraldri og líklegast komið í veg fyrir hrun siðaðs samfélags, því það er þannig að þegar fólk óttast um líf sitt, og treystir ekki yfirvöldum til að vernda það, þá grípur það til sinna ráða, verður ofsóknarótt, fer ekki bara að tortryggja náungann, heldur hreinlega að veitast að honum í allskonar múgæsingaæði. Hvað skyldu margir hafa verið drepnir í gegnum tíðina vegna gruns um að smita, eða bara vegna þess að einhver illkvittinn breiddi út sögur þar um??
Þess vegna er svo sorglegt hvernig menn vega pesónulega að því fólki sem hefur stýrt vörnum þjóðarinnar. Þrátt fyrir að þetta fólk hafi náð að sameina tiltölulega mildar sóttvarnir miðað við margar aðrar þjóðir og náð að vernda að stærstu hluta þjóðarinnar gagnvart veirunni, þá er vegið að því, það skitið út, alltaf reynt að finna einhvern samanburð sem heldur svo engu vatni þegar betur er skoðað. Oft vitnað í aðgerðaleysi annarra sem gripu of seint inní vaxandi smitbylgju, með þeirri einu afleiðingu að fleiri dóu að óþörfum, og aðgerðirnar sem síðan var gripið til voru strangari en hér, og stóðu yfir lengri tíma.
Samt sem áður er tími til að staldra við og spyrja hvort ekki sé lag að láta veiruna ganga yfir núna þegar svona stór hluti þjóðarinnar er bólusettur, og bóluefnin virka, það er gagnvart veikindum.
Þar fannst mér Jón Ívar Harvard prófessor mæla skynsemisorð í viðtali á Rás 2, full ástæða til að ræða sjónarmið hans. Sem reyndar Þórólfur gerði í dag á upplýsingafundinum með fréttamönnum, auðvitað er skynsamlegt að staldra við og sjá til hvernig þetta þróast, en ef allt fer á betri veginn þá er hann tilbúinn að slaka á höftum í samfélaginu.
Mitt innslag með þessum pistli var aðeins að benda á að hinir óbólusettu eru ekki rök fyrir höftum, þeir tóku upplýsta ákvörðun, og sú ákvörðun er ekki rök fyrir að fjöldinn sem tók þá upplýstu ákvörðun að láta bólusetja sig, sé endalaust í fangelsi út af þessum hópi.
Það er bara svo og yfirvöld eiga að hafa kjark til að segja það.
Á einhverjum tímapunkti verðum við að treysta á þær varnir sem vísindin hafa þróað gegn þessari veiru.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.12.2021 kl. 16:48
"Mitt ráð þegar að ég lendi í rökræðum við það fólk sem þolir ekki svona frelsissviptingu vegna veirunnar er að benda því á að þeir 37 einstaklingar sem eru látnir af völdum Covid-19"
Ekki batna heimskra manna ráð ó fleir koma saman.
Allir sem dóu voru *eldri en* 60, og með banvæna sjúkdóma, svo veikir fyrir að þeir voru þegar langflestir á spítala.
Enda dóu færri 2020 en undanfarin 5 ár. Ekki frammistaða fyrir mestu drepsótt síðan Svarti Dauði, eða hvað?
Fólk deyr, já? Er það? Í alvöru? Dó það ekki fyrir 2020? Þetta eru verstu rök fyrir innleiðingu nazisma sem ég heyri, og ég heyri þau daglega.
Og Ómar... sorrý, en tl, dr.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.12.2021 kl. 00:23
Blessaður Ásgrímur.
Ég hef nú oft séð þig skila betri næturvinnu en þessari, vart hægt að segja að þú vinnir fyrir næturvinnutaxtanum.
Ég er svo heppinn að búa að innri kristalkúlu, svo ég les það út úr þessari athugasemd að þú sjáir eftir að hafa vísað í sóttvarnir afglapa og morðingja, og líklegast ert þú búinn að átta þig á ábyrgð þess frelsis að þiggja ekki bólusetningu, að sú ábyrgð taki þig ekki út af sakramenti skattborgarans.
Víkjum þá að skottinu sem þú veifaðir framan í mig þegar þú tókst þá meðvituðu ákvörðun að snúa út úr orðum Rögnu hér að ofan í jóla og áramótakveðju hennar til mín hér að ofan.
Ég er óðum að hætta verða miðaldra karlmaður fyrst ég verð 59 ára á morgun, það er tregi við að kveðja þetta virðulega aldursskeið, það er miðaldra karlmaður, en ég vissi ekki að þá yrði ég réttdræpur sökum aldurs. Eða hvernig á ég að skilja þessi orð þín; " *eldri en* 60"??
Hjónin úr Hveragerði sem dóu í upphafi faraldursins voru vissulega eldri borgara en á besta aldri sem slíkir, áttu mörg ár eftir til að klappa á bakið á börnum og gleðja barnabörn, hinn meinti banvæni undirliggjandi sjúkdómur konunnar var sykursýki. Hvaðan hefur þú annars þessa visku að sykursýki sé banvænn sjúkdómur??
Já það dóu vissulega eldri borgarar á hjúkrunarheimilum, eðli málsins deyja eldri borgarar á hjúkrunarheimilum. Finnst þér þá alltí lagi að flýta fyrir dauða þeirra með því að sleppa á þeim veiru svo þeir kafni lifandi líkt og morðingjarnir í Svíþjóð töldu sjálfsagðan hlut??. Er það þess vegna sem þér er svo tíðrætt að vitna í sóttvarnastefnu Svía??
En þegar veiran fékk að þróast þá dóu ekki bara eldri borgarar, í síðustu bylgju í USA dóu fleiri yngri en 60. en þeir eldri sem dóu í fyrstu bylgjunni síðla vetrar og vorið 2020. Fæst með undirliggjandi því fáir í þeim hópi voru svo vitlausir að láta ekki bólusetja sig. Það dó vegna þess að veiran var banvæn og það lét illviljað fólk blekkja sig til að þiggja ekki bólusetningu.
Þú kallar sóttvarnir nasisma og hæðist að því að kórónu veiran er mesta drepsótt í gamla heiminum frá því að kýlapestin herjaði á borgir og bæi. Það er eins og þú áttir þig ekki á því að þetta mikla mannfall í velmegunarlöndum er þrátt fyrir nútíma læknavísindi og víðtækar samfélagslegar lokanir, eitthvað sem var ekki til staðar þegar drepsóttir eldri tíma gengu yfir. Það hefðu til dæmis ekki margir dáið í Spænsku veikinni hefðu læknar þá haft þau lyf og tæki sem læknar í dag hafa, hvað þá ef allir hefðu verið læstir inni á meðan pestin herjaði sem mest. Og hve margar hefði Svarti Dauði drepið í dag þegar vantar rotturnar og hinn meinti nasismi þinn lokar alla inni?? Ekki marga, vart talið í þúsundum.
Nasismi þinn Ásgrímur skýrir af hverju að hér féllu aðeins 37 einstaklingar, það er mikill árangur þó hann sé röksemd margra hér á Moggablogginu að þar með hafi allt verið óþarfi, veiran sauðmeinlaus, drepi aðeins fólk sem mátti hvort sem er missa sig.
Hefðum við fylgt morðingjastefnunni í Svíþjóð þá hefðu 500 manns fallið, tæp 1.000 ef við miðum við árangur afglapanna í Flórída. Hvað er svo sem eitt stykki Hvammstangi eða eitt stykki Blönduós á milli þeirra vina sem tala um nasisma í stað lífsnauðsynlegra sóttvarna.
Meinið og málið fyrir ykkur vinina er að þessi nasismi varð þrátt fyrir allt ofaná og lokað var og læst í Svíþjóð, sem og Flórída í fyrstu bylgjunum. Enginn veit hvað margir hefðu fallið ef ekki hefði verið gripið til þessara samfélagslokana, allt mat á dánartölum miðast við að heilbrigðiskerfið sé starfshæft, að það bjargir megnið af þeim sem veikjast alvarlega. Dánarhlutfallið margfaldast þegar það fellur, ekki bara vegna drepsóttarinnar, heldur líka að þá laskast getan til að sinna öðru bráðveiku fólki.
Eina sem er öruggt að þúsundir hefðu látist, þúsundir á þúsundir ofan.
Merkilegt að kalla það nasisma sem kemur í veg fyrir slíkt.
Já, þú hefur oft gert betur Ásgrímur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2021 kl. 08:45
Sæll Ómar.
Ég er nú afskaplega lítið hér á moggablogginu nánast ekkert ,hefur endrum og eins gluggað á þína síðu enda rökfærslur þínar góðar og hnitmiðaðar. Það er frábært að sitja undir svívirðingum frá manni hér að ofan á hans síðu vegna umræðu hér núna, mann sem ég hef aldrei nokkurn tímann rætt við hér né verið að skipta mér af eða lesa greinar hans. Svör mín við þinni grein voru ekkert beint að honum en hann heldur það greinilega,tekur þetta óstinnt upp og beinlínis óskar þess að ég hefði nú lent í fóstureyðingu sem óvelkominn einstaklingur í þennan heim líklega vegna skoðanna minna.Já það er vandlifað í þessum heimi.En annars góðar stundir Ómar og bestu kveðjur....hér koma ummæli mannsins um mig og þakka ég honum fyrir hlý orð í minn garð ásamt slatta af svívirðingum..Þessi sauður er hér að færa rök fyrir því að halda öllu lokuðu hér að eílífu vegna kvefs, flensu, fótsveppa eða hvers annars sem herjar á mannkyn eða getur hugsanlega herjað á það einhverntíma. You name it, hvaða sjúkdómur sem er, ef það er til, þá er það eru hennar rök til að skella öllu í lás og þvinga alla til hvers sem er.
Það er þessi tegund heimsku sem er að tröllríða heiminum í dag. Fáfræði og fyrring, og svæsin heimska sem er óþekkjanleg frá illsku.
Ragna sjálf er vissulega góð auglýsing fyrir fóstureyðingar, en rök hennar fyrir aukinni valdstjórn eru alger gufa. Eins og hún sjálf.
Ragna Birgisdóttir, 30.12.2021 kl. 12:48
Það mætti ætla að þú sért á spena hjá Dr. Fauci, Ómar. Þú ert svo upptekinn af því að allir fari í bólusetningu þrátt fyrir að smit hafa aldrei verið fleiri eftir bólusetningu og örvun. Dánartíðni er á niðurleið hvar sem er í heiminum og sjúkrahúsinnlögnum fækkar. Hvert er vandamálið þó einhverjir sleppi bólusetningu. Ekki veit ég hvaða leið þú ert á þegar þú vilt að fólk velji hvort vilji sprautu en hafi það rangt fyrir sér þá eigi það ekki rétt á heilbrigðisþjónustu. Eins gott að við búum að Íslandi en ekki Norður-Kóreu.
Rúnar Már Bragason, 30.12.2021 kl. 13:03
Blessaður Rúnar.
Áður en ég svara spurningu þinni vil ég svara nokkrum fullyrðingum þínum.
Að tengja Dr. Fauci við bólusetningu heimsbyggðarinnar er í besta falli barnalegt, þó heimska hægrið í USA og hópar stjórnleysingja þar haldi að jörðin sé flöt og takmarkist við landamæri Bandaríkjanna, þá hafa bólusetningar gegn kóvid ekkert með persónu Fauci að gera, hann er aðeins einn sóttvarnarlæknir í einu landi í heimi þar sem eru á þriðja hundruð sjálfstæðra ríkja, og öll láta bólusetja þegna sína.
Þessi pistill minn er ekki um bólusetningar, heldur um þörfina að skipta um hest í miðri á svo ég vitni í Jón Ívar, það meikar lítinn sens að loka inni þúsundir á þúsundir ofan af fólki sem vart nær að ná venjulegum kvefeinkennum, það sem þó styður það, sbr. að sensinn er lítill, er rakið hér að ofan og hvernig er hægt að bregðast við því. Eftir að hann var skrifaður hefur Þórólfur tekið undir svipuð sjónarmið, vill gefa því meira vægi að bíða fram yfir áramót til að sjá þróun sjúkrahúsinnlagna.
Þó bólusetningar komi ekki í veg fyrir smit, þá koma þær í veg fyrir alvarleg veikindi nema hjá um það bil 10% bólusettra, það hefur víst eitthvað með lélega ónæmissvörun að gera. Þann hóp þarf að vernda, til dæmis með því að rannsaka hugsanlega áhættuhópa (mun skynsamlegra að eyða kröftunum í það en að mæla veiru hjá einkennalausu fólki) og finna þessa einstaklinga og vernda. Þeir sem sleppa framhjá þeirri skönnun á að vera hægt að sinna miðað við núverandi getu heilbrigðiskerfisins.
Skálkaskjólin fyrir að loka samfélaginu stenst því ekki nema menn telji að það fólk sem neitar bólusetningu eigi réttinn á að halda hinum stóra meirihluta samfélagsins í gíslingu með meðvitaðri upplýstri ákvörðun sinn, ákvörðun sem það var frjálst (sbr, frelsi já þetta frelsi) að taka, bólusetningar eru ekki skylda eða þvingun.
Þá er það spurning þín um á hvaða leið ég er og þó þú rangtúlkir orð mín um að ég vilji meina óbólusettum um heilbrigðisþjónustu þá skal ég góðfúslega svara henni.
Ég er á leið þeirrar skynsemi að ætla að ábyrgð fylgi frjálsri ákvörðun, að örlítill minnihluti hafi ekki réttinn að halda samfélaginu í gíslingu vegna þess að hann heldur að hann megi neita að hjálpa við að baka brauðið en hafi fullan rétt á að éta það, og það á undan þeim sem bökuðu. Þetta er sú leið sem hinn frjálsi markaður fer, fyrirtæki sem selja heilbrigðistryggingu í USA undanskilja nú umvörpum kostnaðinn við kóvidsjúkdóminn ef viðkomandi er ekki bólusettur. Heilbrigð skynsemi því yfir 90% af sjúkrahúsinnlögnum í síðustu bylgjunni vestra er vegna óbólusettra einstaklinga og meðhöndlun þeirra kostar stórfé.
Það er líka tímaspursmál hvenær ríkisvaldið tekur þessa ákvörðun, eftir hinar þrjár meginbylgjur kóvidveirunnar hefur hjúkrunarfólki fækkað vegna álags, á tímum þegar það þarf að fjölga því. Nýlega sá ég til dæmis tölur um að hjúkrunarfólki hafi fækkað um 20% í Tékklandi, og þeir sem enn standa er komnir að örmögnun eftir bylgjuna sem flæðir yfir landið núna í haust.
Stjórnmálamenn geta nefnilega ekki endalaust kjaftað sig frá staðreyndum, raunveruleikinn grípur alltaf inní.
Í dag er raunveruleikinn sá að bólusetningar duga skammt, núverandi afbrigði veirunnar er tiltölulega meinlaust, heilbrigðiskerfið er komið fram yfir þanmörk hvað varðar álag á starfsfólk, þess vegna þarf að hleypa þessari bylgju í gegn og vona að hún myndi eitthvað hjarðónæmi næstu misserin. Sem er auðvita ekki víst því það veit enginn hvað næsta afbrigði gerir.
Þess vegna eiga menn að hafa kjark til að segja sannleikann og benda á að óbólusettir eru ekki issjú hvað varðar álag á heilbrigðiskerfið. Og það er eitthvað sem óbólusettir hljóta styðja, þeir eru jú fólkið sem telur að veiran sé meinlítil flensa, og berst hatrammt gegn sóttvörnum.
Skrýtið hvað menn bregðast illa við þegar á það er bent.
Eins og menn hafa ekki heyrt getið um ábyrgðina, aðeins frelsið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2021 kl. 15:55
Blessuð Ragna.
Núna er ég hissa á Ásgrími, ég hef ekki upplifað hann á þann hátt sem þú bentir mér á. Eiginlega aldrei, hef ég samt of lesið pistla hans og tekið við hann rimmurnar.
Það liggur við að ég haldi að einhver hafi hakkað bloggið hans og sett inn pistla í hans nafni. Hvað Kristínu varðar í athugasemdum þá er hún bara eins og hún er, eigum við ekki að segja mikil tilfinningamanneskja fyrir málstað sínum. Tel hana hafa látið blekkjast, virði hana því til vorkunnar.
Hvað sem veldur þá vona ég að ég sé ekki orsök þessara orða með dundi mínu að eltast við skottið á honum, ég vissi ekki annað en að sá eltingarleikur væri gagnkvæmur.
Allavega þá þykir mér þetta miður, pistlar mínir eða athugasemdir eru aldrei hugsað til að vekja svona viðbrögð, hvað þá að fólk sem komi hingað inn í athugasemdarkerfið bíði skaða af vegna orða sinna.
Ég skil þetta ekki Ragna, en mér fannst þú sýna styrk í andmælum þínum, hvað sem veldur tel ég að Ásgrímur skammist sín bæði fyrir færslu og athugasemd. Það er ef hann var ekki hakkaður. Yfir því hlýtur hann allavega vera brjálaður.
Fátt annað get ég sagt eða gert, annað en að ræða þetta í góðu við Ásgrím ef hann mætir hingað aftur í næturvinnu. Þegar svona gerist þá grefur maður stríðshanskana, til þessa var leikurinn aldrei gerður.
Ítreka svo kveðjur og áramótaóskir.
Að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2021 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.