"Við erum enn á barmi stór­slyss í lofts­lags­mál­um"

 

Segir Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, stóra spurningin er þá, af hverju gerir hann þá ekkert??

"Lofts­lags­breyt­ing­ar ógnar til­veru mann­kyns" segir "Carolyn Maloney, sem er formaður eft­ir­lis­nefnd­ar full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings við yfirheyrslu á forstjórum stóru olíufyrirtækjanna vestra.  Það var eins og hún var að gera þá ábyrga fyrir notkun mannkyns á jarðeldsneyti, líkt og hún væri að leita að blóraböggli til að réttlæta aðgerðaleysi Bandaríkjanna í lofslagsmálum.

"Stund sann­leik­ans fyr­ir mann­kynið" sagði Boris Johnson í aðdraganda lofslagsráðstefnunnar, í opnunarræðu sinni líkti hann ógninni af manngerðum lofslagsbreytingum við dómsdagtæki út James Bond mynd, þó nærri lagi væri að hann sýndi cult kunnáttu og líkt henni við Helstirnið í Star Wars.

 

Úlfur, Úlfur var hrópað og niðurstaðna var gaggandi hæna.

Svo ætlast þetta fólk til þess að það sé tekið mark á því.

 

Ef hættan er svona alvarleg, þá mæta menn henni, í stað þess að tala um hana, mála hana sterkum litum, og gera svo lítið sem ekkert sem skiptir máli.

Slíkt er alltaf blekking, sýndarmennska.

 

Í viðtengdri frétt er sagt að "Alok Sharma, for­seti COP26 var tár­vot­ur um aug­un þegar þegar niðurstaðan var ljós og baðst af­sök­un­ar því hvernig mál­in hefðu þró­ast."

Hver biðst afsökunar í stað þess að standa í lappirnar og segja, þetta er rangt?

Við gerðum ekki nóg segir aðalritarinn, skrýtin játning þegar fyrir liggur að loftslagsvísindamenn segja að "að þær aðgerðir sem voru samþykkt­ar dugi skammt til að sporna við hlýn­un jarðar."

Til hvers eru þá menn að þessu, til hvers er leikurinn gerður??

 

Þetta er svona eins og að ef stjörnufræðingar hefðu fundið lofstein á braut um sólu sem myndi skarast við braut jörðu eftir 5 ár, mannkynið hefði  5 ár til að þróa eldflaug sem myndi mæta steininum og sprengja hann í loft upp, en ágreiningur um hver ætti að gera hvað, bera ábyrgðina og svo framvegis, varð til þess að samþykkt var að varnir jarðar yrðu í því fólgnar að flokkur götustráka yrðu settir uppá Effel turninn og þeir ættu að kasta steinum í átt að loftsteininum eftir að hann kæmi inní gufuhvolf jarðar.

Eitthvað sem skiptir engu, en leiðtogar jarðar gætu þó sagt að þeir hafi náð samkomulagi þó það "sé ekki nóg".

Hvaða skrípaleikur er þetta eiginlega??

 

Nú þegar er byrjað að taka viðtal við íslensku lofslagstrúðana sem tala um árangur, skref í rétta átt, og eru örugglega þegar byrjaðir að brugga hinu dreifðu byggðum sem og tekjulægri hópum launráð sín.

Kostnaður við samgöngu og flutninga verður brátt óbærilegur fyrir landsbyggðina, kolefnaskattur umhverfisráðherra mun bíta tekjulægri hópa svo þeir dragi úr ferðum og ferðalögum, eitthvað sem skiptir litlu því hinir tekjuhærri bera meginábyrgðina á því kolefnaspori.

Svo fara menn að gróðursetja tré, horfandi framhjá því að vegna hlýnandi veðurfars eru tré að spretta upp í tugþúsundavís á hverju ári af sjálfsánu fræi.

Og jú, hækka raforkuverð, þvinga orkuskipti í samgöngum með illu uppá þjóðina, og bæta fríverslunarkjörin við Kína svo það er öruggt að það litla jákvæða sem gert er, þurrkist út með innflutningi á ódýrum kolefnamengandi varningi.

 

Í því síðastnefnda kristallast nefnilega hin algjör hræsni íslenskra ráðamanna varðandi lofslagsbreytingar af mannavöldum.

Innlend framleiðsla, vörur og þjónusta frá orku sem er umhverfisvæn, er brotin niður með innflutningi á ódýrum vörum frá mengunarbæli heimsins.

Það dugar ekki minna en fríverslunarsamningur til að tryggja innflutning á þeirri mengun.

 

Aðförin að íslenskum landbúnaði er annað dæmi.

Í stað þess að efla innlenda matvælaframleiðslu, nýta jarðorkuna okkar til að framleiða megnið af öllu grænmeti og ávöxtum sem þjóðin þarf, gera kjötframleiðsluna að fyrirmynd fyrir heimsbyggðina varðandi kolefnisspor, þá er stjórnvöld í beinu stríði við landbúnaðinn.

Raforkukostnaðurinn er vísvitandi hækkaður með vísan í ESB reglugerðir í stað þess að líta á matvælaframleiðendur sem eina samningsheild og bjóða þeim rafmagn á stóriðjuverði, flutningsgjöld stórhækkuð með eldsneytissköttum og kolefnaskatti, að ekki sé minnst á hina hægdrepandi aðgerð að leyfa innflutning á ófrosnu kjöti, tifandi tímasprengju búfjársjúkdóma.

 

Eitt er sagt, annað er gert.

 

Það sama gildir um hinn stóra heim, ríki þriðja heimsins sem bera enga ábyrgð á útblæstri gróðurhúslofttegunda, þurfa sætta sig við orkuskort og það sem býðst verður á verði sem fátækir íbúar viðkomandi landa munu hafa illa efni á. 

Skýringin er kárínur gagnvart jarðeldsneytisiðnaðinum sem og hinn tilbúni orkuskortur í Evrópu.

Matvælaverð mun hækka, burt séð frá öllum meintum náttúruhamförum, dýrari orka eða orkuleysi hækkar öll aðföng og ef bændur eiga að lifa af, þá þurfa þeir hækkun á afurðum sínum.

 

Orkuskortur, hungur, hjá fólki sem síst skyldi og enga ábyrgð ber.

Þannig er framtíðarsýn lofslagsráðsstefna Sameinuðu þjóðanna, aðgerðir sem eiga bíta, svo ég vitni í umhverfisráðherra, vega að lífi og tilveru fátækari hluta heimsbyggðarinnar, jafnt í þriðja heiminum sem og á Vesturlöndum.

Að baki er helstefna hugmyndafræði sem færir mengun til, frá Vesturlöndum í kolabræðslur Kína og Indlands, sem skattleggur orku til að þvinga fram orkuskipti, í orkugjafa sem sannarlega í dag geta ekki sinnt núverandi orkuþörf mannkyns.

Helstefna sem fjármagnar og gerir út lofslagstrúða, og nærir múgæsing, aðallega æskunnar sem býr í foreldrahúsum og nýtir fjármuni sína í borgarferðir mörgum sinnum á ári, og heimsreisur þess á milli.

Með öðrum orðum, Leikhús fáránleikans.

 

Þetta er aumkunarvert.

Það er aumkunarvert fólk sem mætti til Glasgow og gerði sjálfa sig og heimsbyggðina að fífli.

Það verður síðan ennþá aumkunarverðar þegar það berst fyrir kvaðir á náungann og þvingar fram orkuskipti í löndum sem hafa ekki aðra orku til að hlaupa í.

Því hin manngerða kreppa mun engu breyta um lofslagsvána, þó litla Evrópa hætti að blása gróðurhúsloftegundum út í andrúmsloftið, þá er aukningin í kolbrennslu glóbalsins það mikil að heildarmengun eykst, og það er það sem skiptir máli.

Mengun á heimsvísu en ekki mengun einstakra landa.

 

Á meðan megnið af neysluvörum heimsbyggðarinnar er framleitt í Kína og í minna mæli hjá öðrum verksmiðjubúum alþjóðavæðingarinnar, þá skiptir engu þó vel stæð ríki nái að fjármagna orkuskipti sín, eða ofstækisfólk að knýja þau í gegn.

Koltvísýringurinn í andrúmsloftinu eykst, veðuröfgar magnast, mannkynið allt situr í súpunni.

Þess vegna er svo broslegt þegar leiðtogar landa eins og Danmerkur eða Kosta Ríka í sýndarmennskunni einni saman stíga á stokk og segjast hætta að nota jarðeldsneyti fyrir 2050, jafnvel þó tugir leiðtoga smáríkja herma eftir þeim, þá skiptir það engu.

Ekki á meðan Kína og Indland er ekki með, og ekki á meðan hin "frjálsa" verslun glóbalsins drepur niður alla framleiðslu en þá sem kemur frá mengunarsóðunum.

 

Eitthvað svo augljóst.

Nema það segir þetta enginn.

Enginn bendir á hinn nakta keisara og segir; Oj bara.

 

Á meðan grætur framtíð barna okkar í takt við grát jarðar.

Kveðja að austan.


mbl.is Nýr loftslagssamningur samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Þegar við hneikslumst á orkunotkunn kínverja þá spyr ég hver er framistaða þjóðverja.

Rétt hjá þér er stóriðjufyrirtæki sem spúar co2 út í loftið, er ekki hægt að endurnýta kolefnistvíyldið með því að setja upp hliðarvinnslu?

Kv.

Alli blikkari

allidan (IP-tala skráð) 14.11.2021 kl. 15:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Alli.

Uhu, ég er ekki að hneykslast, pistill minn á undan þessum byrjaði á að vitna í línurit sem sýndi aukningu Kínverja í útblæstri á gróðurhúsloftegundum frá Ríó ráðstefnunni 1992, og í dag er hún svipuð og útblástur allra ríkja OECD.

Í því samhengi er mengun Þjóðverja aðeins brot af mengun Kínverja.

Til að útskýra þetta betur má birta annað línurit frá sömu heimild, sem er óháð rannsóknarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hagtölum Kína, og sýnir heildar losun ríkja heims á gróðurhúsloftegundum, raðað eftir hlutfalli af heildinni.

Samkvæmt þessari mynd er Evrópusambandið með 6,4% losun, af því á Þýskaland kannski þriðjung.

Þetta er nöturlegur raunveruleiki sem segir að það er sama hvað við gerum hér í Evrópu, þó við hættum að brenna jarðeldsneyti, þá breytum við engu í heildarsamhenginu, okkar aðgerðir einar og sér hafa ekki áhrif á lofslagsvána.

Það er varðandi orkuskiptin, en við getum sett viðmið varðandi neyslu, lagt sóðaskatt til dæmis á vörur sem eru framleiddar með raforku frá kolaorkuverum, þá búum við til snjóbolta sem sjálfkrafa dregur úr lofslagsmengun glóbal verksmiðjanna í austri.

Endurnýta koltvísýringin segir þú, ég veit ekki betur en það sé unnið að því hörðum höndum og meðal annars er verið að þróa tækni sem á að draga úr útblæstri frá kolabrennslunni.

Þetta er hagfræði lausnarinnar, ekki að þröngva orkuskiptum uppá heiminn með illu, að skapa þannig manngerðar hörmungar. 

Síðan eiga menn að hætta þessum fordómum gagnvart kjarnorkunni, hún er eini milliliðurinn á milli mengandi orkugjafa og hinna grænna. Hindrar að meðalið drepi sjúklinginn áður en hann læknast.

Þetta er svo augljóst, nema lofslagstrúðunum, og þeir ráð för.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2021 kl. 00:17

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er bara smá vit í þessu hjá þér núna

Halldór Jónsson, 15.11.2021 kl. 04:05

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ágætur pistill hjá þér Ómar.

Mengun ber að minnka, um það þarf ekki að deila. Hitastig jarðar hefur hækkað, mælt frá þeim tíma er kaldast var á jörðinni á þessu hlýskeiði. Um það þarf ekki heldur að deila. Menn greinir hins vegar á um hvort samhengi sé þarna á milli.

Hitastig jarðar í dag er ekki enn búið að ná því hitastigi sem ríkt hefur lengst af þessa hlýskeiðar og langt er í land með að hitastig nái því sem ríkti á hlýskeiðinu sem var fyrir síðustu alvöru ísöld. Reyndar er hitastig jarða í dag það lágt að við erum á þröskuldi nýrrar ísaldar, jafnvel þó hlýnun síðustu rúmlega eitthundrað ára sé meðtalin. 

Breyttu veðurfari fylgir hins vegar breytingar á jörðinni, hvort sem hlýnar eða kólnar. Þeim sveiflum, sem verið hafa frá því jörðin kólnaði og varð að hnetti, mun mannkyn ekki breyta, enda við gestir á jörðinni. Það eina sem við getum gert er að aðlagast þeim breytingum. Sú aðlögunarfærni og vilji ráðamanna til þeirrar aðlögunar, mun skera úr um hvort mannkyn lifir lengur eða styttra.

Því miður er ekki að sjá þessa viðleitni ráðamanna. Þeir berja hausnum við stein og vilja breyta veðrinu. Meðan svo er, er vissulega vá fyrir dyrum og allt eins víst að mannkynið muni ekki lifa af.

Kveðja af Skaganum

Gunnar Heiðarsson, 15.11.2021 kl. 07:50

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Það var alveg óvart.

Kveðja að austan.

PS.  Ég skrifaði heilan pistil, þennan á undan þessum, um lofslagstrúða, bara næstum því fyrir þig.

Ómar Geirsson, 15.11.2021 kl. 08:26

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Kjarni málsins er að mengun eins og þú orðar það, þarf að minnka, um það deilir líklegast enginn eftir að stóru amerísku olíufélögin gáfust upp á andstöðu sinni.

Það er heldur ekki deilt um að hlýnun jarðar er af mannavöldum, væri hinn minnsti vafi, þá hefðu löndin sem spjótin stóðu á í Glasgow komið með þau rök.

Við höfum kannski ekki náð ENNÞÁ hitanum sem var fyrir núverandi ísaldarskeið, en siðmenning okkar þróaðist út frá hitanum á þessu millibilshlýskeiði og við erum að búin að ná hitanum sem var áður en hægfara kólnun byrjaði (vegna breytinga á möndul jarðar skilst mér) fyrir um það bil 6.000 árum sem endaði með litlu ísöld sem lauk um 1850.

Fáir myndu gráta hlýrra loftslag, nema kannski íbúar þeirra svæða sem eru að verða óbyggileg vegna þurrka og annarra náttúruhamfara, en málið og meinið er að rannsóknir á borkjörnum, nákvæmastar á borkjörnum jökla, aðeins meira möndl að reikna út frá bergi, sýna beina fylgni milli magns CO2 í andrúmslofti, og þess vegna er hitastig jarðar að hækka í dag, það er vegna hækkunar CO2.  Hjálpi aðrir náttúrlegir ferlar til, þá auka þeir vandann, en eins og þú réttilega bendir á þá virðist hinn náttúrulegi spírall vera í átt að kólnun, það er eftir hina miklu hitaaukningu sem varð um 1850.

Fylgnina má sjá á þessu línuriti;

File:Temperature-change-and-carbon-dioxide-change-measured-from-the-EPICA-Dome-C-ice-core-in-Antarctica-v2.jpg

Eftir þá aukningu sem fyrirséð er á næstu árum í magni CO2 í andrúmsloftinu, þá þarf að fara 15 milljón ár aftur í tímann til að sjá svipað magn af koltvísýring.

Ef hitastigið eltir, þá erum við í djúpum skít hvað núverandi búsetu og fæðuöflun varðar, fyrir utan að mjög ólíkt er að lífkeðjan aðlagi sig að svo mikilli aukningu CO2.

Þess vegna þarf að draga úr mengun, um það er ekki deilt.

Þess vegna er það Stóra spurningin; Af hverju er það ekki gert??

Um það fjalla þessir þrír pistlar mínir um loftslagsmál, að það sé eitthvað garúgt í gangi.

Þetta blasir við en er ekki í umræðunni og því var það skylda mína að koma þessum hugsunum frá mér. 

Ekki til að hafa áhrif á umræðu sem er engin, heldur vegna þess að samsektin liggur í þögninni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2021 kl. 09:15

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er dálítið eins og reyna ausa sökkvandi olíuskip með teskeið. þegar vatnið heldur áfram að hækka og jafn hratt og áður og menn sjá að skipið mun hvort sem er sökkva, fallast þeim hendur, sumir hafa sem betur fer vit á að hætta og snúa sér að einhverju gagnlegu.

Á COP26 eru samankomnir þeir sem enn eru að ausa.

Guðmundur Jónsson, 15.11.2021 kl. 11:05

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Um þetta er nú einmitt deilt Ómar. Fjöldi loftlagsfræðinga og umhversfræðinga hafa mótmæla þessari fullyrðingu. Þeir fá hins vegar ekki aðgang að ráðstefnum eins og þeirri er haldin var í Glasgow. Þangað er stefnt því fólki sem samþykkir, ekki hinu sem mótmælir. Og það merkilega er að fæstir þeirra sem á þeirri ráðstefnu voru, hafa einhverja menntun í loftlagsfræðum, þó flestir þeirra séu nokkuð sjóaðir í þeim fræðum sem kallast pólitík. Mengun er hins alltaf af hinu slæma og hana á sannarlega að minnka.

Gunnar Heiðarsson, 15.11.2021 kl. 14:22

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Eigi rífst ég við lokasetningu þína, enn og aftur þá er hún kjarni málsins.

En ef þú hugsar þessi útilokunarrök í eina sekúndu, þá hygg ég að þú fattir að ríki sem hafa hagsmuni af brennslu jarðeldsneytis, myndu ljá þeim röddum vægi sem þú vísar í.

Meinið og málið er að þau vita eins og er, og ekki skaltu halda í mínútu að Rússar, Kínverjar eða Indverjar eigi ekki vísindamenn í fremstu röð, að þú rífst ekki við seinna línuritið sem ég birti hér að ofan, eða vísindin að baki hlutverki CO2 í lofthjúpi jarðar.

Síðan á einhverjum tímapunkti þarftu að feisa Gunnar að fólkið sem þú vísar í er ekki lengur á fóðrum hjá olíuiðnaðinum.  Ég get alveg fyrirgefið þér að hafa ekki lesið pistil minn um þögnina og glæpinn, en sá sem hefur áhuga og fylgist með, hann á ekki að láta fara fram hjá sér uppgjöf olíufurstana vestra, þeir bæði afneita vinnumönnum sínum, segjast ekki hafa fjármagnað andóf þeirra gegn vísindum, sem og þeir bera ekki lengur á móti þeirri staðhæfingu að loftslagsbreytingar af mannvöldum ógni framtíð mannkyns.

Hin fjármagnaða deila við loftslagsvísindin er úr sögunni Gunnar, ljósið braust fram úr skýjunum og gerði loftslagströllin að steini.

Eftir stendur baráttan um skynsemina.

Aðra skotgröfina manna loftslagstrúðar í bland við afneitara, á meðan hefur auðurinn sinn gang, og hann er ekki að berjast gegn mengun, hann magnar hana.

Þér að segja Gunnar, þá er ekki góð vist að dvelja til lengdar með loftslagstrúðum í skotgröfum þeirra hagsmuna sem vinna gegn framtíð þess lífs sem við sórum að verja.

Í þínum sporum myndi ég yfirgefa þá skotgröf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2021 kl. 16:55

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Enn og aftur ert þú mér að skapi.

Ég er nefnilega ekki mikið fyrir hið óvænta og það liggur við að ég hafi ekki ennþá náð mér þegar þú snérir uppá þig og ákvaðst að róa út á rök skynseminnar í skrifum þínum.

Jamm, það má vera að einhver sé svo vitlaus þegar hann sér fólk um borð í sökkvandi olíuskipi reyna að vinna gegn lekanum með því að flykkjast í borðsalinn og ná sér í matskeiðar og ausur til að ausa.

En þó einhver sé svo vitlaus, þá þarftu að halda áfram með líkingu þína, þegar þeir vitlausu sjá að ausun þeirra dugar ekki, þá snúa þeir sér ekki að einhverju öðru, þeir telja sig þá dæmda, að hið sökkvandi skip taki þá með sér í djúpið.

Að segja að þeir snúi sér að einhverju öðru er atlaga að skynsemi fólks sem sá og upplifði myndina um Titanic.

En það reynir ekki á fíflin Guðmundur, þó þú teljir þau omega og alfa mannkyns, því vélstjórinn ræsir dælurnar og áhöfnin tekst á við lekann, vissulega veit hún ekki hvort það dugi, en menn gefast ekki baráttulaust upp.

Um slíka sigra kann sjómannasaga Íslands mörg dæmi.

Tilvera mín er til dæmis dæmi um slíkan sigur.

Ég held að þú fattir ekki Guðmundur að hópfyndni er trúða háttur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2021 kl. 17:16

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Danir sjá fram á hvít jól í fyrsta skipti í langan tíman. Þetta er mjög huggulegt. 

Geir Ágústsson, 23.12.2021 kl. 23:53

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Njóttu Geir, skelltu þér í snjókast með krökkunum, það þarf ekki sprautuleyfi til þess.

Mundu bara að kenna þeim þá reglu að það megi ekki kasta fast í pabba, alltí góðu hins vegar með mömmuna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.12.2021 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband