11.11.2021 | 22:36
Sannleikann um loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna.
Má sjá á þessari mynd um losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum frá Ríó ráðstefnunni 1992, en þá var alþjóðasamfélagið búið að viðurkenna hættuna og lofaði að grípa til aðgerða.
Vesturlönd hafa markvisst losað mengandi framleiðslu til Kína og í minna mæli til annarra svokallaðra nýiðnaðarríkja, sem hafa engar kvaðir haft, og getað losað að vild gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið.
Allar aðgerðir hafa í raun verið sýndarmennska, engu skilað til að draga úr útblæstri, þvert á móti, mun minna mengandi verksmiðjum hefur verið lokað og framleiðsla þeirra flutt til landa sem nýta kol sem aðalorkugjafa.
En kola menga margfalt meira en jarðgas, og mun meira en olía.
Það eru engar líkur á að eitthvað breytist á morgun í Glasgow, nema síður sé, útlit er fyrir að vestrænir lofslagstrúðar þrýsti á lofslagsskatta, og óraunhæf markmið um orkuskipti með einni afleiðingu, orkukreppu af mannavöldum.
Æ fleiri vestræn fyrirtæki munu leggja upp laupana, og þar sem neyslan minnkar ekki, eykst innflutningur á mengandi vörum frá Kína og öðrum mengunarsóðum.
Niðurstaðan, aukin loftslagsmengun, mannkynið fjarlægist loftslagsmarkmið sín.
Loftslagstrúðurinn, við þekkjum þá nokkra hérlendis, er nefnilega drifinn áfram af allt öðrum hvötum en þeim að gera eitthvað sem skiptir máli varðandi lofslagsmál.
Hjá honum snýst þetta um völd, um að viðhalda hræðsluáróðri með því að geta bent sífellt á að heimurinn versnandi fer, þökk sé honum og þeirri stefnu sem hann seldi sálu sína.
Það er nefnilega ekki einleikið hvað afneitun loftslagstrúðanna á raunveruleikanum, og því sem þarf að gera, líkist mjög hinum kostuðu friðarhreyfingum Vesturlanda á áttunda og níuna áratug síðustu aldar, en þar börðust menn fyrir einhliða afvopnun vestrænna ríkja gagnvart óvini sem var grár fyrri járnum, sem bætti í á meðan krafan var um að vestræn ríki leggðu niður vopn.
Að sjálfsögðu fjármögnuðu Sovétmenn þessa heimsku, friðartrúðarnir voru ekki vitlausir eftir allt saman, þeir voru aðeins verkfæri hagsmuna, og er það ekki sama með lofslagstrúðanna??
Hverjir hafa grætt á flutningi framleiðslu frá lókal yfir í glóbal??
Kínverjar vissulega en megnið af gróðanum hefur orði eftir í vasa glóbal fjármagnsins, sem lætur framleiða eins ódýrt og mögulegt er, og selur vestrænum neytendum á margföldu verði.
Sem dæmi þá myndu Nike skór ekki lækka mikið í verði, kannski 3-5%, ef framleiðslukostnaðurinn færi niður í krónu stykkið.
Þetta er liðið sem er að baki lofslagstrúðunum.
Þetta er liðið sem segir, ferðumst um á seglskipum svo við mengum ekki himinhvolfið, svo vitnað sé í einn trúðinn og ímynd hans.
Þetta er liðið sem stanslaust fóðrar hræðsluáróðurinn þar sem lausnin er skattar, álögur, aðför að störfum fólks, áróður sem kemur samviskubiti inní dýpstu hjartarrætur fólks, svo það trúir að þess eini kostur sé að hafna nútímanum og taka uppi hætti miðaldamanna, það er lífið fyrir jarðeldsneyti.
Eða réttara sagt, að fátæka fólkið sem hefur ekki efni á hinn nýju orku, fari þangað, atvinnulaust, eigandi ekki fyrir hita og rafmagni, hefur ekki efni á fæðunni eftir stórhækkun matvælaverðs, getur ekki ferðast, bæði fyrir sköttum og gjöldum, sem og það hefur ekki efni á töfrabílunum sem ekkert eiga að menga.
Það er nefnilega ekki bara loftslagstrúðarnir sem segja eitt og gera annað, sá sem er kvalinn af samviskubiti, hann fær sína syndaaflausn með því að styðja kvaðir á náungann.
Þetta er kjarni þess að ekkert breytist.
Vestrænir stjórnmálamenn eru í vasa hagsmuna sem hafa gert út á loftslagsumræðuna í áratugi, stjórna umræðunni, móta hugmyndafræðina, fóðra múgæsingu og heimsku.
Fóðra bæði loftslagsafneitara sem og lofslagstrúða.
Tryggja þar með ruglanda umræðunnar og það að ekkert sé gert sem skiptir máli, nema þá í flugumynd þess sem annars hægt væri að gera.
Á meðan hlýnar jörðin, sannarlega.
Og öfgarnar sem við höfum þegar séð í veðurfarinu undanfarin ár, eru aðeins upphaf þess sem koma skal.
Siðmenningin er undir því hún þolir ekki þessa veðuröfga, þegar heilu samfélögin hrynja, líkt og þegar er að gerast í Karabíska hafinu og hluta Mið Ameríku, þá leitar fólk þangað þar sem samfélögin halda ennþá velli.
Flóttamannastraumurinn sem við þekkjum í dag verður aðeins hjóm eitt miðað við þann sem á eftir að verða eftir áratug eða svo.
Svo heldur ástandið aðeins áfram að versna.
Það er ótrúleg forheimska að feisa þetta ekki.
Afneitun okkar er glæpur gagnvart lífinu sem við ólum.
Við sem örþjóð getum kannski lítið gert í hinu stærra samhengi, en okkar framlag gæti samt skipt sköpum, að við verðum fyrsta þjóðin sem segir lofslagstrúðunum að þegja þegar þeir koma heim með óráð sín frá þessari ráðstefnu sýndarmennskunnar og blekkingarinnar.
Það væri þarft, bæði fyrir okkur og heiminn.
Við erum ekki heimsk.
Það er í eðli okkar að verja lífið sem við ólum.
Og það er úrkynjun að gera það ekki.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1412821
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verðum við bara ekki að horfa til næstu ráðstefnu
sem haldin verður í Egyptalandi í Sharm el-Sheik
sem er reyndar mjög vinsæl ferðamanna- og ráðstefnuborg við Rauðahafið.
Grímur Kjartansson, 12.11.2021 kl. 08:21
Og þá næstu og næstu Grímur.
Vissulega, en stríðið við lofslagstrúðana er þegar hafið, hin tilbúna orkukreppa Evrópu skaðar lífsgæði og lífskjör fólks, stórhækkar matvælaverð, fækkar störfum, og ekki hvað síst, fátækara fólk, sbr skaðar lífsgæði og lífskjör, eykur kaup sín á ódýrum mengandi varningi.
Ef Kína er ekki þegar búið að taka framúr OECD í mengun, þá gerist það á næstu 2 árum.
Þetta sér vitiborið fólk sem er ekki á fóðrum, hvort sem það er loftslagsfífl afneitunarinnar eða loftslagstrúðar á mála hjá stórfyrirtækjum (málinn er óbeinn, athygli, störf, völd), það snýst til varnar.
Orkuskipti eru vel möguleg án þess að færa samfélög fólks aftur á miðaldaskeið, reyndar er miðaldahitinn ágætur en lífskjörin síður, það þarf að setjast niður og marka stefnu, til framtíðar, og byrja strax að vinna eftir henni.
Slíkt er meginhlutverk lofslagsráðstefna, og þar bregðast menn algjörlega. Aðeins fálmkennd loforð um að draga úr mengun, lausnirnar byggjast síðan allar á tilflutningi hennar, eins og jörðin sé ekki einn stór hnöttur, heldur margar minni einingar þar sem til dæmis Danir halda, að ef þeir flytja mengunina úr landi, og hjóli og rafbílast um sínar koppagrundir, að þá sé Danmörk seif.
Við sjáum trúðana hérna sem koma heim og ráðast á stóriðjuna eða landbúnaðinn. Álið skal úr landi segja þeir, nýbúnir að fljúga í álflugvélum, setjast inní álbíla sína og keyra á fundi þar sem ályktað er gegn íslenskri álframleiðslu, þeim finnst það nefnilega betra fyrir lofslagið að það sé framleitt í Kína, orkan komi frá kolabrennslu.
Bara þetta eina dæmi sýnir hvurslags erkifífl þetta eru, líklegast heimskara en fólkið sem horfði framaní sovésku skriðdrekana og sagði, tryggjum friðinn og leggjum niður vopn, okkar vopn.
Eins er það með atlöguna að landbúnaðinum, hækkun raforkuverðs til hinna dreifðu byggða, hækkun á flutningskostnaði vegna kolefnaskatta og svo framvegis. Allt leiðir til hærra afurðaverðs sem mætt er með ódýrum innflutningi, frá landbúnaði sem mengar mun meira en sá íslenski, að ekki sé minnst á flutningsmengunina. Í stað þess að leggja út í átaksverkefni með innlendum að gera hann sjálfbærari um öll aðföng, og umhverfisvænni með því að nýta innlent eldsneyti og orkugjafa.
Ég hafði svo sem ekki mikið hugsað þetta með lofslagstrúðinn Grímur, ekki fyrr en það sló mig þegar einn settist uppí álbílinn sinn til að keyra út á flugvöll, til að fljúga með álflugvélinni, og hans lokaorð til blaðamanna voru, við verðum að bæta í, bönnum innflutning á bílum sem nota jarðeldsneyti fyrir 2025, þetta gat borgarfíflið sagt því heimurinn hjá honum er ekki stærri en þessir örfáu kílómetrar sem eru á höfuðborgarsvæðinu út á flugvöll.
En rafmagnsbílarnir eru ennþá ekki færir til að sinna landsbyggðinni ennþá, bæði vegna vegalengda og veðurskilyrða, fólk þarf að geta átt bíl sem það getur treyst við erfið skilyrði.
Rafmagnsbílar eru ekki lausnin á Íslandi, vetnisbílar eru það hins vegar, og þeir eiga eftir að koma. Þeir í bland við rafmagnsbíla munu taka yfir bensín og díselbíla, en sú þróun þarf að vera á sínum forsendum, en ekki forsendum ofbeldis og gerræðis trúða sem þjóna glóbal fjármagninu.
Já ráðstefnur verða haldnar en raunveruleikinn mun bíta illilega í næstu hitauppsveiflu sem verður það alvarleg að það verður ekki lengur deilt. Þá skiptir öllu að trúðarnir stjórni ekki umræðunni, og jarðabúar verði samstíga í orkuskiptum sínum.
Sjálfsmorðs löndin verða vítin sem þarf að varast, löndin sem hafa ennþá efnahagslegan styrk munu leiða umbreytinguna.
Svo einfalt er það, en valið er okkar í hvorum hópnum við viljum vera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2021 kl. 09:11
Vísindamenn, 500 talsins frá hinum ýmsu löndum, hafa nú nýlega sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að meint hamfarahlýnun af manna völdum sé stórlega ofmetin. Þeir segja m.a. að loftslagsvísindin ættu að vera minna pólutísk en á hinn bóginn að loftslagspólutíkin ætti að vera meira vísindaleg.
Yfirlýsingin og Nöfn allra þessara vísindamanna gefur að líta á eftirfarandi vefslóð:
ED-brochureversieNWA4.pdf (clintel.nl)
Hvað segir þú Ómar, mydirðu flokka þennan hóp vísindamanna sem loftlagsfífl afneitunar?
Daníel Sigurðsson, 12.11.2021 kl. 18:08
Blessaður Daníel.
Þó mér hafi verið tíðrætt um lofslagstrúða, þá eðli málsins vegna þegar ég talað um fóðrun, þá minntist ég líka á lofslagsfífl afneitunarinnar.
Svona sem mótvægi við trúðana, óþarfi hjá þér að vekja athygli á fíflunum, svona í ljósi þess að þeir máttu alveg eiga friðinn mín vegna, enda algjört aukaatriði málsins, hafa ekkert með þá staðreynd að gera að eftir að heimsbyggðin lýsti yfir stríði við loftslagsbreytingar af mannavöldum, þá hafa meintar stríðsaðgerðir aukið vandann en ekki dregið úr honum sbr. línuritið hér að ofan sem sýnir hvernig Kína hefur jafnað útblástur OECD, en stríðinu var lýst þegar vísindamenn töldu þáverandi útblástur OECD ógna framtíð mannkyns.
En þú vilt hæða fíflin með því að vísa í brandarablað þeirra.
Jamm og jæja, það hlýtur að hafa verið djúpstæð vonbrigði fyrir höndina sem fóðraði þessa yfirlýsingu, að engin lofslagsvísindamaður skrifaði undir hana, aðeins meintir vísindamenn, meintir vegna þess að margir í þessum hópi eru ekki vísindamenn, heldur menn með akademískar gráður til að fá að sinna vinnu sinni, og plaggið því andvana fætt.
Eiginlega síðasti naglinn í líkkistu hins kostaða andófs, þrátt fyrir milljarðana sem sett var í það, þá var málstaðurinn, það er hinn kostaði efi, svo veikur að þessir örfáu lofslagsvísindamenn sem voru á launaskrá, þurftu að falsa rannsóknir sína til að fá niðurstöður sem mæltu gegn hinum skýra raunvísindalega grunni um áhrif og hlutverk CO2 á lofslag jarðar, og hvað gerist ef magn þess er aukið.
Það er skýring þess, eins og við ræddum á öðrum þræði Daníel, að olíufurstarnir héldu ekki upp vörnum nýlega fyrir þingnefnd fulltrúardeildarinnar bandarísku.
Með þögn sinni gagnvart "þeirri fullyrðingu að loftslagsbreytingar ógni tilveru mannkyns" þá játuðu þeir ósigur sinn, þeim datt ekki einu sinni í hug að vitna í þessa yfirlýsingu sem er barn síns tíma, sett fram og samin af fjármagni sem hafði hag af að berjast gegn hinu meinta stríði sem ég fjalla um í þessum pistli, í því samhengi hefur jarðeldsneytisiðnaðurinn ekki verið hluti af glóbal auðnum sem fjármagnar lofslagstrúðana, þannig séð er það ónákvæmni hjá mér að tengja saman þessa póla.
En svo ég svari spurningu þinni Daníel varðandi þann hluta þessa hóps sem flokkast sem vísindamenn þó þeir hafi ekki sérþekkingu á loftslagsmálum, sem og þann stóra hóp sem er með prófgráðu í hinu og þessu, að þetta var þá, hluti af kostuðu stríði sem ég reikna með að allir á þessum lista hafi ekki gert sér grein fyrir.
En ef þeir segðu þetta aftur í dag, þá eru þeir fífl, ekkert flókið við það.
Reyndar erkifífl því þeir fá ekki lengur borgarð segja olíufurstarnir, þá er ekkert sem skýrir þras þeirra við staðreyndir, að ekki sé minnst á raunveruleikann, en síðustu 10 ár hafa staðfest í einu og öllu spálíkön loftslagsfræðinga.
En þú þurftir ekki að spyrja mig Daníel, þú gast alveg sagt þér þetta sjálfur.
En þú vilt kannski hafa þetta tvöfalt eins og í bókhaldinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2021 kl. 20:10
Þeir sem hrópa hæst um loftslagsvá eru ekki vísindamenn, hvað þá loftlagsvísindamenn eins og Al Gore, Karl Bretaprins, Greta Thunberg o. fl. o. fl. Þó að vitaskuld séu margir loftlagsvísindamenn þeirrar skoðunar að um hamfarahlýnun af mannavöldum sé að ræða.
Þær eru algerlega órökstuddar staðhæfingar þínar um að engir vísindamenn með sérþekkingu á loftlagsmálum séu í þessum 500 manna hópi sem um ræðir.
Og þú bætir við: En ef þeir segðu þetta aftur í dag, þá eru þeir fífl, ekkert flókið við það.
Reyndar erkifífl…………
Það er ekkert sem bendir til að þeir myndu ekki segja þetta aftur í dag enda listinn ekki frá síðustu öld heldur frá síðla ári 2019.
Það vantar verulega uppá að síðustu 10 ár hafi staðfest að spálíkön loftlagsfræðinga, hvað þá dómsdagsspá þeirra svartsýnustu.
Og hvar eru rökin fyrir því að hópi þessara loftlagsfræðinga sé ekki menn sem selja skoðanir sínar fyrir peninga heldur bara í hinum hópnum, sem mér sýnist að þú haldir fram.
Að afgreiða vísindamenn, í þessum stóra 500 manna hópi, sem fífl eða jafn vel erkifífl, er í besta falli ómálefnalegt og ekki boðlegur málflutningur.
Mér sýnist í ljósi hinnar pólitísku umræðu að full ástæða sé til að taka undir eftirfarandi varnaðarorð hópsins:
Climate science should be less political, while climate policies should be more scientific.
Daníel Sigurðsson, 12.11.2021 kl. 22:57
Leiðrétting (bölvaður stafsetningarpúkinn að segja til sín):
loftslagsvá, loftslagsvísindamenn, loftslagsfræðingar, svo e-ð sé nefnt.
Daníel Sigurðsson, 12.11.2021 kl. 23:08
Sæll Ómar
Þú kemur álltaf að kjarnanum -peningarnir ráða"
Og það væri gaman að heyra þína afstöðu til flóttamannastraums sem mögulega mun streyma til Ísland / Evrópu/ Ameríku/ ef allar loftlagsspár ákveðinna vísindamanna rætast.
Svara þarf spurninu um hvort flóttamenn muni streyma til þeirra landa sem hitastig sé hagstætt eða til landa þar sem vinnu er að fá, og þá vil ég halda að vinnuna sé að fá í fjölmennustu ríkjum heims, eða þar sem framleiðslan er mest og styrkja þau "ríku lönd" til að beina fjármagni til þeirra.
Þessi fjölframleiðslulönd eiga ekki mikið í öllum kolefnistsporum sem verið er að fjalla um í Skotlandi og skulda alheiminum lítið í þvi samhengi.
Hitt sjónarhornið er það að Ísland er nánast með ekkert kolefnisspor sem telja má og því geti Ísland neitað öllum flóttamönnum á grundvelli loftlagsbreytininga. Og þá einnig öllum fjárframlögum til þessa málefnis.
En að sjálfsögðu veita ráðgjöf til þeirra sem óska og þá gegn greiðslu- því all snýst þetta um peninga.
Eggert Guðmundsson, 13.11.2021 kl. 00:17
Blessaður Daníel, já og góðan daginn.
Það þýðir ekki að kvarta yfir að ég sé langorður og henda svo inn endalaust spurningum sem krefjast svara, en ég er á leið í morgunkaffi svo þetta verður allavega ekki uppá margar síður, við báðir heppnir.
En fyrst þarf ég að benda þér á að Gréta, Gore eða Kalli hafa ekkert með þau raunvísindi að gera sem útskýra hvað gerist ef magn koltvísýrings fer úr jafnvægisstöðu í andrúmsloftinu. Sbr. að halastjarnan í Tinnabókinni, Halastjarnan, sem virtist stefna í árekstur á jörðina, var braut sinni alveg óháð brjálaða manninum á kassanum sem hrópaði Heimsendir.
Þessir örfáu vísindamenn sem eru á þessum 500 manna lista og hafa þekkingu á lofslagsvísindum, er keypt fólk, setur fram niðurstöðu sem er vinnuveitandanum þóknanleg, þeir af þeim sem hafa reynt að birta rannsóknir sem fara gegn kenningunni um CO2 hafa verið staðnir að því að pikka út forsendur til fá fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Slíkt fólk er ekki vísindamenn, heldur vinnumenn.
Restin er hins vegar fólk með allskonar gráður, veit það Daníel því ég hef lesið gagnrýni á þessa yfirlýsingu. Haldir þú annað, þá er því miður þín kvölin að sýna mér fram á það.
Það er rétt að þessi Ardeannasókn jarðeldsneytisiðnaðarins er frá því 2019, þá var þetta fólk sem plataði hrekklausa til að skrifa undir, í vinnunni sinni. Það að vinna fyrir vondan málstað gerir menn ekki sjálfkrafa að fíflum, en þegar vinnuveitandinn er búinn að afneita því, þá er það fífl að rífast við staðreyndir, já erkifífl því allar efasemdir þess hafa verið hraktar, og raunveruleikinn skorið úr um.
Vegna þess Daníel að lofslagslíkön hafa gengið eftir, allar mælingar staðfesta það. Lofslagsvísindamaður sem fullyrðir annað, vísar ekki í gögn máli sínu til stuðnings, hann fullyrðir aðeins, gegn betri vitund, lýgur með öðrum orðum eins og hann er langur til.
Þú hins vegar ert trúgjarn að trúa mönnum sem afneita staðreyndum.
En hins vegar tek ég undir lokaorð þín, um það fjallar pistill minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2021 kl. 09:52
Já, góðan daginn Ómar.
Það er enginn ágreiningur um að hlýskeið sé hafið enda stutt síðan síðustu ísöld lauk.
Ágreiningur snýst um það hversu hröð hin vaxandi hækkun hitastigsins er. Megin ágreiningur loftslagsvísindamanna snýst hins vegar um það í hve miklum mæli hin manngerðu áhrif eru og hvað sé aðal áhrifavaldurinn. Er það kenningin um aukningu CO2, sem meirihluti loftslagsvísindamanna heldur fram, eða er það kenningin um breytingu á virkni sólar sem minni hluti loftslagsvísindamanna heldur fram? Hvorug kenningin hefur verið sönnuð þannig að málefnallegur ágreiningur um málið er mikilvægur og það jafnvel lifsnauðsynlegur.
Rétt er að hafa í huga að meirihluti hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Að afgreiða annan hópinn sem fífl en hinn sem alvitra þjónar aðeins þeim tilgangi að kasta umræðunni á dreif.
Fræg eru eftirfarandi orð Ólafs Pá í Laxdælasögu: Því verr gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman.
Daníel Sigurðsson, 13.11.2021 kl. 13:34
Við erum ekki heimsk segir þú Ómar.
Það er tæknilega röng fullyrðing. Mannfólkið er almennt með mjög dreifða greind og flestir eru svo vitlausir að án leiðsagnar fara þeir sér að voða í villtum heimi.
Aðeins lítill hlut einstaklinganna er í raun fært að taka ákvarðanir byggðar á innsæi og rökum sem gagn er að jafnvel í eiföldum malum. Þegar kemur að flóknum málum eins loftslagsmálum eru næstum allir ófærir um að finna nokkuð vitrænt út upplýsingunum og allir hinir verða í raun að trúa á leiðtoga.
Sumir velja Al Gor, Michael Mann og Gretu Thunberg. Aðrir hafa vit til að velja meira vísindilega þenkjndi einstaklinga í faginu eins Judity Curry, William Harpper og Tim Ball.
Guðmundur Jónsson, 13.11.2021 kl. 13:52
Blessaður Daníel.
Já þeir eru fífl því þeir hafa ekki afsökunina sem þú hefur, að þeir viti ekki betur.
Raunvísindin rífast ekki um áhrif CO2 ekki frekar en menn rífast um mikilvægi kalks fyrir myndun og viðhald beina, eða að súrefni er forsenda lífs.
Aðrir áhrifavaldar hvort sem það er sólin, gas úr afturendanum á beljum eða hvað sem menn tína til, bætist aðeins þar ofaná. Þetta er svona að ef þú ert með stíflulón sem hefur fyllst vegna rennsli í það, og áframhaldandi rennsli í það mun láta vatnið flæða yfir bakka þess, þá getur sá sem ábyrgðina ber á flæðinu ekki sagt; þetta er ekki mér að kenna, það rigndi. Rigningin hjálpaði til en ekki íssjú í málinu því það hefði flætt hvort sem er.
Það er hins vegar enginn meirihluti eða minnihluti meðal lofslagsvísindamanna því vísindamenn rífast ekki um staðreyndir. Þeir örfáu (tala sjálfir um að þeir séu 3%) sem halda öðru fram, eru beintengdir hagsmunum sem nóta bene hafa gefist uppá andófi sínu.
Loftslagsvísindamenn vitna ekki í virkni sólar, þeir vita að það hefur dregið úr virkni hennar frá 1970. Þeir vitna ekki í skýjamyndun, ekki bara vegna þess að það er svo langsótt, heldur vegna þess að þegar einhver keyptur fixaði rannsókn sem átti að sýna fram á tengslin, þá var sá þáttur rannsakaður frekar, niðurstaðan að hin meinta skýjamyndun hefur öfug áhrif miðað við það sem hann hélt fram. Vísindamenn bulla heldur ekki um að hiti í heiðhvolfi hafi ekki aukist, það er búið að afhjúpa vinnumennina sem fabúleruðu um það, nýjar greiningar á gögnum frá gervihnöttum staðfesta líka hlýnun jarðar.
Vísindamenn rífast heldur ekki við raunhitatölur, aðeins vinnumennirnir hafa reynt að finna einstök ár sem eiga að ganga gegn líkönum loftslagsvísindanna um þróun hitastigs, öll þau haldreipi hafa ekki staðist skoðun, jörðin er að hlýna og nýliðinn áratugur sá hlýjasti frá sögu mælinga.
Vísindamenn rífast ekki um miðaldaskeiðið eða að það hafi áður hlýnað eða kólnað og allt þar á milli, þeir benda á hvaða hlutverki CO2 gegnir til að tempra hita jarðar, og hvað gerist þegar það jafnvægi raskast. Um það eru þeir allir sammála. Þess vegna dó andófið út fyrir þingnefndinni, olíufurstarnir gátu ekki vitnað í nein vísindaleg rök sem fóðruðu efann, þeir vissu eins og er að þeirra menn fundu ekkert sem hald var í.
Enda getur hver sem er sagt sér það Daníel, þjóðirnar sem spjótin standa á eins og Kínverjar eða Indverjar, eða olíuframleiðsluríkin við Persaflóa sem horfa uppá trend sem á að útiloka aðaltekjulind þeirra, þær myndu mæta með sína eigin vísindamenn sem bæru brigður með rökum, ekki falsi, á þau vísindi sem eru að baki þessum lofslagsráðstefnum.
Þau reyndu það ekki í Ríó og hafa ekki reynt það síðan.
Já Daníel, menn með menntun og þekkingu, sem rífast við þekktar staðreyndir í fagi sínu, þeir eru fífl, eðlisfræðingur sem afneitar þyngdaraflinu því það er ekki sagt frá því í Biblíunni, steingervingafræðingur sem fullyrðir að steingervingar séu allir innan við 6.000 ára gamlir því þá skapaði guð jörðina samkvæmt ættartölum fyrstu Mósesbókar, líffræðingur sem afneitar þróunarkenningunni með svipuðum rökum eða læknir sem sagði að það væru ekki sönnuð tengsl milli tóbaksreykinga og krabbameins, allt eru þetta fífl frá faglegu sjónarmiði.
Og varðandi lækninn eða þessa örfáu lofslagsvísindamenn sem hafa rifist við staðreyndir, þá eru þeir erkifífl ef þeir átta sig ekki á að höndin sem fóðraði þá, hefur afneitað þeim, því málflutningur þeirra skaðar hagsmuni hennar.
Rangfærslurnar hafa verið hraktar lið fyrir lið, hinar meintu rannsóknir með handstýrðum niðurstöðum afhjúpaðar sem fals, þess vegna bendla olíufyrirtækin sig ekki lengur við þessa fyrrverandi málaliða sína.
Að takast á með rökum er annars eðlis, frumskyldan þar er að rífast ekki við staðreyndir, falsa niðurstöðu, eða skauta framhjá því sem mælir gegn kenningum þeirra. Gæti menn þess þá drífa þeir þekkingarleitina áfram, sem veitir ekki af því þó loftslagslíkönin hafi gengi eftir að mestu leiti, þrátt fyrir alla óvissuna í forsendum þeirra, þá er ekkert sem segir að þau gangi eftir þegar lofslagsspírallinn hefur farið að stað, og þá hafa menn ekki áhyggjur af því að spáð sé of miklum hita, heldur þvert á móti, að menn vanmeti ferla sem geta lifað sjálfstæðu lífi þó við mennirnir næðum að stöðva losun gróðurhúslofttegunda á næstu áratugum.
Þar takast menn á og vega og meta, eins vega menn og meta varnir jarðar, hvernig hún nær að binda umfram magnið. Og í því liggur von mannkyns, að ferlið sé tregbreytilegra en reiknað er með.
Og já eitt af lokum Daníel,það er svo gaman að gera athugasemd við fyrstu setningar þínar.
"Það er enginn ágreiningur um að hlýskeið sé hafið enda stutt síðan að síðustu ísöld lauk", þetta samhengi er rangt, jörðin var í hægt kólnandi fasa, umræðan hefur snúist um hvort við séu að sigla inní nýja ísöld. Þar geta menn rökrætt því raunvísindin hafa ekkert fast í hendi um þá ferla sem að baki liggja þó flestir séu á því að einhver bið sé á þeirri næstu, en vísindamenn rökræða ekki um að jörðin var í hægri kólnun frá því að hún var sem hlýust eftir ísöldina fyrir einhverjum þúsundum árum síðan. Hlýnun hennar núna er því ekki "náttúruleg", aðeins aukning gróðurhúslofttegunda skýrir hana.
Hafir þú hlustað á þennan meinta fyrrverandi Greenpeace mann sem Páll Vilhjálmsson vitnaði í nýlega, þá sýnir hann fram á þetta, nema hann er kampakátur með aukninguna og hlýnunina, segir að annars væri allt að frysta hjá okkur.
Hann rífst ekki um orsökina en er ánægður með niðurstöðuna.
En svo við klárum þessa umræðu, mín bíður athyglisverð nálgun hjá Eggerti hér að ofan, þá skal ég glaður taka afstöðu til loftslagsvísindamanns sem er ekki á fóðrum, og heldur sig við staðreyndir.
Það skefldi mig mjög þegar ég fór fyrst að spá í þetta fyrir nokkrum árum og þá eftir lestur pistla Ágústar verkfræðings, að mennirnir sem hann bar fyrir ályktunum sínum og niðurstöðum, voru þegar ég fór í hrekkleysi mínu að kynna mér, voru loddarar upp til hópa, mjög svipaðs eðlis og vinnumenn tóbaksfyrirtækjanna á sínum tíma. Hið algjöra rökþrot sér maður svo þegar maður fylgist með pistlum Palla bloggkóngs, hann vísar grimmt í menn sem hafa verið staðnir að ósannindum og fiffi, þeir sem eru það ekki, eru vísindamenn sem slíkir eru ekki að fjalla um áhrif CO2 heldur eins og danski jöklafræðingurinn, að leggja út frá þeim gögnum sem rannsóknir þeirra hafa skilað.
En ef þú veist um einhvern Daníel, sem Páll hefur ekki vitneskju um, og stenst þær kröfur sem gerðar er til málflutnings vísindamanna, að fara rétt með og afneita ekki staðreyndum, þá skal ég glaður kynna mér hann.
Gangi þér vel með það.
Kveðja að austan.
PS. Þegar þú rekst á plagg sem byrjar á að CO2 sé lífefni fyrir allan gróður og því er aukning þess holl fyrir allan gróður, hættu að lesa, aðeins hreinræktaðir bjánar setja hlutina fram á þennan hátt.
Ómar Geirsson, 13.11.2021 kl. 14:51
Blessaður Eggert.
Er hugsi, þarf að melta aðeins betur, kem inn seinna með andsvar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2021 kl. 14:52
Blessaður Guðmundur.
Vissi ekki að þú værir heimspekingur, fórst ágætlega að stað, svo bara skeistu á þig eins og tæpitungulausir menn sögðu um svona rökfærslu í mínu ungdæmi.
Það er nú bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2021 kl. 14:53
Þegar ég nefndi ísöldina þá átti ég við litlu ísöldina sem stóð yfir í nokkrar aldir og var síðasta kuldaskeiðið.
Síðasta ísöldin er hins vegar talin hafa endað fyrir um 10 þúsund árum og að hafa staðið yfir í um 2,6 milljónir ára. Síðan þá haf skiptst á mörg hlý- og kuldaskeið.
Það er óumdeilt að núverandi hlýskeið byrjaði eftir að litlu ísöldinni sem lauk áður en iðnbyltingin hófst með brennslu jarðefnaeldsneytis. A.m.k. að einhverju marki eða seint á 19. öld.
Loftslagsvísindamenn eru nokkuð sammála um að lítil sólvirkni hafi orsakað þetta kuldaskeið.
Engar ótvíræðar sannanir liggja fyrir um að núverandi hlýskeið sé af mannavöldum. Óumdeillt er að það hófst ekki af mannavöldum.
Daníel Sigurðsson, 13.11.2021 kl. 16:24
All the same Daníel, eins og hinn meinti Greenpece maður sagði, þá minnkar CO2 í andrúmsloftinu, og þar með er jörðin að kólna, það er hinn náttúrulegi ferill hennar.
Þú ert ekki fróður í fræðum afneitara ef þú þekkir ekki til hans, ef þú hefur misst af honum hjá Palla, þá vitnaði sá mæti maður Gunnar Heiðarson í þennan kanadíska afneitunarsinna.
En að það hafi hlýnað eftir Litlu Ísöld þá hefur mér alltaf þótt það spúkí þegar menn vísa í trendið frá um aldamótin 1800 og segja, sjáið þið, þarna byrjuðu menn að brenna kol, og jörðin hlýnaði um leið.
Ekki að það sé ekki fylgni á milli línuritanna, það er aukningu CO2 í andrúmsloftinu og hitalínurita, en samt, fyrr má nú vera næmnin.
Það breytir því ekki hins vegar að CO2 mælingar sýna margföldun frá því um miðja síðustu öld, og eftir það er hægt að tala um óeðlilega hitaaukningu, þvert á náttúrulega krafta. Ef þú rífst um þá krafta þá skaltu taka þrasið við franska Kanadamanninn sem þið afneitarar teljið til tekna að hafa komið nálægt stofnun Greenpeace í Kanada.
Og svo enn og aftur, miðað við síðustu tvær setningar þínar, ruglaðu ekki saman náttúrulegum ferlum og mannlegum ferlum, þegar fokið er í flest skjól þá er betra að taka þá nálgun að ef við hefðum ekki dælt koltvísýringi inní andrúmsloftið, þá væri allt að frysta á næstu öld, það er við værum að stefna inní aðra Litlu ísöld.
Heldur reyndar ekki vatni, en er þannig séð mat, en ekki fals eða rugl.
Farðu svo og finndu handa mér vísindamann, láttu þar Guðmund vera þér víti til varnaðar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2021 kl. 16:55
Þú segir: Það breytir því ekki hins vegar að CO2 mælingar sýna margföldun frá því um miðja síðustu öld.
Þetta er auðvitað fjarstæða sem þú heldur fram Ómar að um margföldun sé að ræða. Staðreyndin er sú að innan við 20 % aukningu á CO2 er að ræða frá miðri síðustu öld. Þú þarft ekki annað en að googla svolítið til að horfast í augu við þessa staðreynd.
Daníel Sigurðsson, 13.11.2021 kl. 17:32
Blessaður Eggert.
Áður en að stað er haldið, þá er það tvennt.
Það fyrra er að núverandi flóttamannastraumur til Evrópu er hagnaðardrifinn, það er fólk er að leita eftir betri lífskjörum, sérstaklega á þetta við um flóttamenn frá Afríku, í minna mæli frá Mið Austurlöndum. Jú, jú auðvitað eru margir að flýja stríðsástand í Mið Austurlöndum, en eftir að streymið frá Sýrlandi og Írak lauk, þá er stór samnefnari hjá þessu fólki að það hefur efni á að ferðast, á meðan minna efnaðir sitja eftir heima, eða í flóttamannabúðum í nágrannalöndunum. Þetta er eins og með streymið til Ameríku á sínum tíma, við eigum þá sögn að fólk hafi flúið eldgos og hafísár, Svíar eiga svipaða sögn það er hungursneyð, en sannleikurinn um heildina er sá að þarna voru flestir að leita sér að betri lífskjörum, í bland að fólk var að flýja ofsóknir heima fyrir sem beindust að trú þess eða að viðkomandi tilheyrði þjóðernislegum minnihlutahóp sem sætti ofsóknum.
Loftslagsflóttamenn í dag eru einkum í Mið Ameríku eða á eyjunum í Karabíska hafinu, þar hafa náttúruhamfarir rústað innviðum og gert fólki illkleyft að framfleyta sér.
Það seinna er orðalag þitt; "loftlagsspár ákveðinna vísindamanna rætast", það er villandi, spárnar byggjast á raunvísindum, og hafa glettilega verið sannspáar, glettilega segi ég vegna þess að það er svo margt ekki vitað, en ágiskað. Það sem er villandi hjá þér er að tala um "ákveðna", svona líkt og að segja að aðeins ákveðnir vísindamenn tali um þróun lífs eða aldur jarðar.
En þá er langa málið búið því við spurningum þínum og pælingum er aðeins eitt almennt svar.
Flóttafólk tekur ekki Þórólf Matthíasson á flótta sinn, fætur þess bera það þangað þar sem það telur lífvænlegt, sem þýðir að hamfarasvæði fellibyljanna skilar fólki Norður eftir til USA, eða suður eftir til Suður Ameríku. Þurrkasvæði Mið Austurlanda og Afríku skilar fólki til Evrópu.
Hvort við Íslendingar séum stikkfrí veit ég ekki, það er langt að synda til Íslands. Hins vegar hygg ég að enginn sé stikkfrí í þessu stríði, að halda það er líklegast hin stóra dilemma þessarar umræðu, það benda allir á "hina".
Svo vil ég segja þér Eggert, ef þér geðjast ekki að loftslagstrúðunum, þá er vígstaðan gegn þeim ekki að láta loftslagsfíflin fóðra rökin, það hélt ég að öllu skynsömu fólki væri ljóst eftir uppgjöf olíufurstanna.
Það var jú þeir sem lögðu milljarðana í að fjármagna afneitunina, sjá líklegast eftir þeirri fjárfestingu í dag.
Þeir hefðu getað nýtt þá töpuðu fjármuni í að vega að trúðunum, fá skynsemi inní umræðuna, jarðeldsneyti er ekki á útleið, það þarf hins vegar aðra orkugjafa með, fanga koltvísýringin sem fellur til við brennslu, sem er spurning um tæknilegar útfærslur, og nýta efnahagslegan styrk til að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir.
Þetta er þeirri stóri glæpur, ekki að fjármagna vinnumenn sína, heldur að standa ekki ístaðið gegn trúðunum.
Þess vegna fer eins og það fer, en Eggert, það þurfti ekki að fara svona.
Sorglegt hvað fáir sjá það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2021 kl. 17:46
Blessaður aftur Daníel.
Enn og aftur afhjúpar þú fákunnáttu þína í afneitunarfræðunum, þessi Kanadamaður hefur samviskusamlega tiltekið að aukningin fór úr innan við 200 eitthvað, í yfir 400 eitthvað, hann er ekki það skyniskroppinn að rífast við staðreyndir.
Notaðu núna tíma þinn til að kíkja á Gunnar fyrst að Palli fór framhjá þér, það er styttra í pistil Gunnars.
Láttu svo ekki plata þig svona Daníel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2021 kl. 17:49
Þetta línurit, sem ég rakst á við frekari leit, skal ég góðfúlega senda þér Ómar, en það sýnir meiri mun en það fyrra sem ég byggði á í síðasta innleggi mínu.
Carbon Dioxide Through Time | EARTH 103: Earth in the Future (psu.edu)
Aukningin á CO2 frá því 1950 er skv. þessu línuriti um 30 % .
Þannig að þú verður að fara að viðurkenna að þú ferð með staðlausa stafi í fullyrðingu þinni að um margföldun á CO2 sé að ræða á þessu timabili.
Daníel Sigurðsson, 13.11.2021 kl. 19:18
Sæll Ómar.
Flutningur fólks á milli landa er óumflýjanlegur ef versta mynd loftlagsspámanna rætist. Því er ekki neita að breytingar eru orðnar á hitastigi jarðar, þó margir segja að meðalhiti sé sá sami og jörðin hafi tilheigingu að tempra sig út í geiminn.
Það er rétt hjá þér að flóttamannastraumar í dag séu af völdum áhrifa stríðsátaka og á einnig fólks sem leitar betra lífs. En mögulegar breitingar á loftslagi í þá átt að hitastig ákveðinna svæða verður óbyggilegt og þá síður óræktanlegt til matvælaframleiðslu.
Frá 1960 þá hefur mannfjöldi jarðar tvöfaldast og þmá ætla að að það bætist við einn milljarður manns á 12 ára fresti, og því má búast við að árið 2030 þá verði um 9 -10 milljarðar manna komin með rætur við jörðina.
Undanfarin 60 ár hefur maðurinn brotið nýtt land til ræktunar, bæði hoggið niður skóga og skapað landrými fyrir fólk. Þessar aðgerðir eiga stóran þátt í breytingum á veðurfari á ninum ýmsu stöðum og þar sem veðurkerfið er innan kúlu þá verða til þessar breytingar.
Landbúnaður er sagður eiga um 15-20% af allri losun CO2. Það er umhugsunarefni þessi fyrirséða fjölgun mankyns um 1 milljarð á næstu 10-12 árum og afleiðingar á loftslag jarðarinnar, því líklegra þarf að brjóta niður meira land til ræktunar matvæla og auka við CO2 til andrúmloftsins.
Með það í huga að stór hluti jarðarinnar mun verða óbyggi- og óræktanlegt við þessar loftlagsbreytingar, þá held ég að fólksflótti muni verða til þeirra svæða sem hægt verðir að byggja upp akra og hafa af því atvinnu og fæðu.
Líklega getum við íslendingar ekki verið stikkfríir og getum lagt okkar að mörkum í að fanga CO2 og auka matvælaframleiðslu okkar til útflutnings.
Mögulega getum við í náinni framtíð byrjað að hefja ræktun á hálendinu okkar og það verði friðaðir akrar framtíðar.
Eggert Guðmundsson, 14.11.2021 kl. 14:31
"síður" er ofaukið í 2 mgr. og margar innsláttarvillur. ég vona áð þú sjáir í gegnum fingur það.
Eggert Guðmundsson, 14.11.2021 kl. 14:40
Hvað er þetta Daníel, veistu ekki að þú getur margfaldað 1,3 en þessi klausa er skýring 1950 ártalsins, sú fyrsta sem kemur upp hjá Gúgla frænda þegar spurt er um koltvísýring og sögu.
"The start of Keeling's effort was well timed: the 1950s was also when man-made emissions really began to take off, going from about 5 billion tons of CO2 per year in 1950 to more than 35 billion tons per year today.". Þetta er sjöföldun sem líka er margföldun.
Kanadamaðurinn, vinur minn sem virðist ekki vera vinur þinn, hann notaði 200 sem viðmiðun um hvert CO2 stefndi hefði brennsla á jarðeldsneyti ekki komið til, þá væri hætta á nýrri ísöld, þar með leit hann á brennsluna sem blessun.
Hér er mynd sem sýnir magnið síðustu 40 þúsund árin.
Textinn með myndinni í Wikipediu segir "Concentration of atmospheric CO
2 over the last 40,000 years, from the Last Glacial Maximum to the present day. The current rate of increase is much higher than at any point during the last deglaciation."
Og í samanburði síðustu 800 þúsund árin
Síðan hafa borkjarnar, bæði úr ís og bergi sýnt beina samsvörun milli sveiflna á CO2 og hitastigi jarðar, þess vegna er jörðin að hlýna núna, alltof hratt án þess að lífkerfið nái að aðlaga sig að því. Og fyrst að þú gast fundið línurit yfir aukninguna, sem þú ert loksins búinn að viðurkenna Daníel, biddu þá Gúgla frænda að leiðrétta meinloku þína um virkni sólar sé skýring á hlýnun, Gúgli myndi fúslega segja þér að hún hafi farið minnkandi frá 1970.
Það er ekki flókið Daníel að halda sér upplýstum, maður sleppir bara því að lesa vinnumennina eða loftslagsfífl afneitunarinnar, mennina sem segja; jörðin er ekki að hlýna.
Fyrst að þú gast viðurkennt línuritið um aukningu CO2, þá getur þú viðurkennt staðreyndir um sólina.
Gangi þér vel með þekkingarleit þína, og ég hef ennþá alveg tímann til að bíða með að þú finnur lofslagsvísindamann sem afneitar hlýnun jarðar vegna brennslu jarðeldsneytis, það væri fróðleg lesning.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2021 kl. 17:26
Blessaður Eggert.
Í sjálfu sér hef ég ekki neitt við þetta að bæta sem þú segir hér að ofan, bara greinargott mat á aðstæðum.
Varðandi þessa suma þá þekki ég ekki til þeirra, vona samt að þú sért ekki að vísa í vinnumennina sem handvöldu tölur inní rannsóknir sínar til að sýna framá að ytri lofthjúpur væri ekki að hitna svo mjög. Ég hef það fyrir reglu að hvorki trúa eða treysta mönnum sem fara vísvitandi rangt með staðreyndir, eða falsa niðurstöður sem eiga sanna málflutning þeirra.
Hins vegar vona ég að varnir jarðar séu ekki fullreyndar, hvort sem hún sendir varmann til að hita upp geiminn eða bergið taki í sig CO2 líkt og Guðmundur benti á í fyrsta lofslagspistli mínum (þeir eru þrír í þessari hrinu).
Málið er að það veit enginn hvað mun gerast því svona snögg aukning á CO2 er óþekkt í þekktri jarðsögu þó ekki sé hægt að útiloka að þetta hafi gerst áður en við höfum ekki upplýsingar um það í jarðlögum (bergi).
Von lífsins liggur í að varnir jarðar séu sterkari en við höfum vitneskju um, en það breytir því ekki að það þarf að skipta brennslunni út, eitthvað sem hefði verið löngu gerlegt ef menn hefðu einsett sér í það verkefni strax eftir Ríó 1992.
Málið er að þeir sem stjórna heiminum, þeir sem eiga næstum allt, þar á meðal stjórnmálamenn okkar, hafa ekki haft nokkurn áhuga á orkuskiptum, allt sem gert hefur verið, eykur vandann í stað þess að leysa hann.
Um það er ég að pistla, ekki vegna þess að ég viti að nokkur lesi sér til skilnings, heldur er það skylda mín, og núna er þetta frá.
Takk fyrr spjallið Eggert.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2021 kl. 21:20
Þetta yfirklór þitt, sem birtist hér seint og um síðir, í því augnamiði (að því er virðist) til að reyna til þrautar að verja fráleita fullyrðingu þína um að magn CO2 hafi margfaldast frá því um miðja síðustu öld, er þínum málstað ekki til framdráttar.
Þú, segir: Og fyrst að þú gast fundið línurit yfir aukninguna, sem þú ert loksins búinn að viðurkenna Daníel,
Þetta er ósvífni af þinni hálfu í rökræðu okkar, að taka svona til orða, því ég hélt því aldrei fram að engin aukning hefði orðið á CO2 frá miðri síðustu öld.
Þú segir: Hvað er þetta Daníel, veistu ekki að þú getur margfaldað 1,3.
Hvert ertu eiginlega kominn Ómar?
Hvað segir línuritið yfir aukninguna (sem þú segir að ég sé loksins búinn að viðurkenna (eins ósvífið og það hljómar):
Aflestur aukningar á CO2 frá 1950 = (415 - 315) / 315 x 100 = 32 %.
Þetta er ekki margföld aukning á CO2 eins og þú hélst blákalt og ítrekað fram.
Þetta er aukning um (um það bil) 32 % en ekki mörg hundruð prósent.
Daníel Sigurðsson, 14.11.2021 kl. 22:44
Blessaður aftur Daníel.
Ég hafði ekki tíma áðan til að klára og kvitta, það vantaði línurit yfir samsvörunina á milli magn koltvísýrings í andrúmslofti og hitastigs, eftir því sem menn best hafa lesið út ískjörnum og berglögum.
Haldi þessi fylgni áfram þá erum við að sjá áður óþekkta hitatölur í nútímasögu mannsins, aðeins frumstæðir áar okkar fyrir nokkrum milljónum ára upplifðu slíkan hita.
Í kerfi sem leitar í jafnvægi, er 30% aukning þeirrar loftegundar sem skýrir jafnvægið, disaster og vandséð hvernig lífið fer að því að aðlaga sig að því á nokkrum árum.
Og eins og ég hef sagt áður, ef aðrar ástæður magna upp hitann, þá er fyrst ástæða til að fara með faðirvorið, og þeir sem það ekki kunna, ættu að læra, því í raunheimi er þá fátt til bjargar.
Þú vísar í sólarvirknina sem skýringu, við getum allavega huggað okkur við að vinnumennirnir sem það segja, eru að ljúga uppí opið geð á þeim sem höndla ekki raunveruleikann og leita sér huggunar í öllu sem að þeim er rétt.
Sem betur fer hefur dregið úr virkni sólarinnar frá um 1970, og það vinnur gegn hitaaukningunni, gefur mannkynin kannski þann gálgafrest sem það þarf til að takast á við það sem það getur tekist á við.
Til að hafa þessa athugasemd ekki of langa þá peista ég í næsta þræði línuriti sem sýnir þessa virkni, og læt fylgja með skýringartexta. Þú ræðir auðvitað hvort þú trúir því Daníel, maður ræður sjálfur sinni trúgirni, minni aðeins á að ef eitthvað af því sem vinnumennirnir segja sé satt, þá hefðir þú heyrt öll þau rök á ráðstefnunni í Glasgow, þar stóðu öll spjót á löndum sem treysta á kol sem orkugjafa, þau hefðu varið sig með vafanum hefði hann verið til staðar.
Þeirra vísindamenn eru ekki síðri en þeir vestrænu nema síður sé, en menn gera sig ekki að fífli að rífast um staðreyndir. Það er þeir sem þekkinguna hafa.
Það er bara svo Daníel, því miður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2021 kl. 22:56
Over the last 35 years the sun has shown a cooling trend. However global temperatures continue to increase. If the sun's energy is decreasing while the Earth is warming, then the sun can't be the main control of the temperature.
Figure 1 shows the trend in global temperature compared to changes in the amount of solar energy that hits the Earth. The sun's energy fluctuates on a cycle that's about 11 years long. The energy changes by about 0.1% on each cycle. If the Earth's temperature was controlled mainly by the sun, then it should have cooled between 2000 and 2008.
Figure 1: Annual global temperature change (thin light red) with 11 year moving average of temperature (thick dark red). Temperature from NASA GISS. Annual Total Solar Irradiance (thin light blue) with 11 year moving average of TSI (thick dark blue). TSI from 1880 to 1978 from Krivova et al 2007. TSI from 1979 to 2015 from the World Radiation Center (see their PMOD index page for data updates). Plots of the most recent solar irradiance can be found at the Laboratory for Atmospheric and Space Physics LISIRD site.
The solar fluctuations since 1870 have contributed a maximum of 0.1 °C to temperature changes. In recent times the biggest solar fluctuation happened around 1960. But the fastest global warming started in 1980.
Ómar Geirsson, 14.11.2021 kl. 22:58
Blessaður Daníel, það er þú þarna núna síðast.
Ég held að þú vitir, því það á örugglega við þig, að það er líf fyrir utan netheima, og ég var upptekinn af lífi mínu, gat því ekki gefið mér meir tíma í spjall okkar, þú hafðir þó forgang fram yfir Eggert sem ég veit að er þolinmóður og les þegar ég gef mér tíma, enda ræðum við málin en þrösum ekki.
Hins vegar er ljótt að neyða mig til að lesa yfir fyrri orð mín, mér verður lítið úr verki ef það er alltaf að minna mig á þau.
Ég hélt að ég hefði útskýrt orð mín, svona eftir að ég tók smá ertingu að hætti hússins, en ég peistaði klausu með dagsetningu og öllu sem rímaði við orð mín. Þetta taldi ég mig sagt hafa, og ég athugaði það; "Það breytir því ekki hins vegar að CO2 mælingar sýna margföldun frá því um miðja síðustu öld, og eftir það er hægt að tala um óeðlilega hitaaukningu, þvert á náttúrulega krafta.", og ég taldi þessa tilvísun útskýra þessi orð mín; ""The start of Keeling's effort was well timed: the 1950s was also when man-made emissions really began to take off, going from about 5 billion tons of CO2 per year in 1950 to more than 35 billion tons per year today.".".
Um þessa margföldun var ég að tala, og þó það óhjákvæmilegt þegar mikið er sagt í fljótheitum eftir minni, að ónákvæmni dúkki upp reglulega í texta, þá man ég ekki að ég hafi talað um slíka margföldun sem hlutfall CO2 í andrúmslofti. Þessi 200 hundruð tala kemur fyrir hjá mér í því samhengi að ég er að rifja upp orð nýja besta vinar mína, þessa meinta fyrrum Greanpeace manns sem einmitt benti á þann athyglisverða punkt að við værum kannski líka í djúpum skít ef við hefðum ekki dælt CO2 út í andrúmsloftið og unnið þar með gegn náttúrulegri kólnun jarðar. Hins vegar nenni ég ekki fyrir mitt litla líf að tékka á hvað hann heitir eða lesa mér aftur til um orð hans, vildi aðeins benda þér á orð afneitunarsinna um áhrif CO2.
Ekki veit ég heldur af hverju þú heldur að ég sé að ræða um þig hér að ofan, umræðan okkar hófst vegna þér fannst ég leggja fullmikið í hann að tala um lofslagsfífl og spurðir mig hvort ég myndi kalla hina 500 sem skrifuðu undir afneitunarskjalið loftslagsfífl. Alveg réttmæt spurning, annars hefði ég ekki eitt öllum þessum tíma í að svara þér Daníel. En ég tel mig ekki hafa sagt eitt eða neitt um þig, hvort þú fullyrtir þetta eða hitt, og þar með ekki orð um að þú hafir fullyrt eitthvað um magn CO2 í andrúmsloftinu.
Þessi tilvitnaða setning þín "fyrst að þú gast fundið línurit yfir aukninguna, sem þú ert loksins búinn að viðurkenna Daníel" er aðeins svona pínu pínu örlítill títuprjónn á muninum á þessu sem þú sagðir fyrst um aukninguna; "Staðreyndin er sú að innan við 20 % aukningu á CO2 er að ræða frá miðri síðustu öld.", þar sem þú bentir mér á að staðreynda tékka hjá Gúgla frænda og svo hinni seinni; "Aukningin á CO2 frá því 1950 er skv. þessu línuriti um 30 % .", og þú staðfestir svo með útreikningum hér að ofan, aukningin er nákvæmlega 32%.
Það er hins vegar rétt hjá þér Daníel að ég get alveg verið ósvífinn og hreint út algjör gallagripur í svona umræðu hvað alvöru varðar. En ég lýg ekki viljandi uppá fólk, og leiðrétti mig samstundis ef mér verður það á óvart.
En hafi ég sært þig á einhvern hátt, þá biðst ég afsökunar á því.
Hvað mig varðar hef ég haft núna sem oft áður, ánægju af umræðu okkar því hún hefur leitt mig áfram og hjálpað mér að rifja upp ýmislegt. Hvort hún hafi leitt okkur að einhverri niðurstöðu er hins vegar annað mál, ég því miður hef ekki ennþá lesið rök sem draga úr ótta mínum um framtíð barna minna, þú hins vegar telur þig hafa gert það, og það er vel, ótti er ekki nærandi.
Hins vegar voru hin meintu lofslagsfífl algjört aukaatriði þessa pistils, lét hin fáu ummæli falla um þau ef ske kynni að einhver kæmi inn og afgreiddi orð mín um lofslagstrúðana með þeim orðum að ég væri afneitunarsinni, sem ég er ekki.
Mér hugnast bara ekki heimskra manna ráð.
Það er bara svo.
Ómar Geirsson, 14.11.2021 kl. 23:59
Sæll aftur Ómar minn.
Þegar ég spurði í síðasta innleggi mínu: Hvert ertu eiginlega kominn Ómar?
Þá fannst mér þú vera kominn út í skurð í rökræðunni.
En eftir að hafa lesið síðasta innlegg þitt þá tel ég að þú hafir bjargað rökræðunni í horn og vel það, ef svo má að orði komast, þannig að báðir megi vel við una.
Að lokum takk fyrir afsökunina í minn garð og það að umbera athugasemdir mínar á þínu bloggi.
Daníel Sigurðsson, 15.11.2021 kl. 17:29
Ómar Geirsson, 16.11.2021 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.