Það er faraldur Haraldur.

 

Nema Haraldur Briem er víst ekki lengur sóttvarnalæknir.

Eftir stendur spurningin, hvernig ætlum við að tækla þennan haustfaraldur, núna þegar ljóst er að bólusetningar koma ekki í veg fyrir smit, og fáum dettur í hug lengur að skella skuldinni á óbólusetta.

 

Ætlum við að verja landamærin??.

Ætlum við að þrauka í nokkurn veginn eðlilegu samfélagi þar til obbinn er búinn að fá þriðju sprautuna?

Ætlum við að efla heilbrigðiskerfið til að takast á við þessu fáu prósent sem bólusetningin er sögð ekki vernda??

Eða ætlum við virkilega, virkilega að hjakka aftur og aftur í sömu hjólförunum, spilandi sömu plötuna, að það sé kominn faraldur??

 

Þessum spurningum þurfa heilbrigðisyfirvöld að svara, annað er háðung, líkt og reka puttann framan í þjóðina.

Það er síðan vítavert að þeim hafi ekki þegar verið svarað, og niðurstaðan kynnt núna þegar heilbrigðisyfirvöld telja sig knúin til að herða sóttvarnir með tilheyrandi inngripi í daglegt líf fólks.

Það er ekki eins og það hefði ekki verið vitað að bólusettir bæru með sér smit þegar landið var opnað, og þá þegar voru komnar fram vísbendingar frá Ísrael að virkni bóluefna gegn smiti minnkað hratt nokkrum viku eftir bólusetningu, þó enginn hefði kannski trúað að þetta væri svikin vara, og landsmenn væru ekki einu sinni öruggir fram að jólum.

 

Svar óskast.

Annað en að það sé faraldur, Haraldur.

Kveðja að austan.


mbl.is Hertar aðgerðir á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. ætli þessir smituðu séu einkennalausir? Var aldrei neinn settur í öndunarvél á Íslandi fyrir coveid? Nú kunnum við það, að sprauturnar eru ekki sú vörn sem lyfjarisarnir töldu okkur varnarlausum trú um. Fátækt er dauðans alvara, ekki síður en þetta margslungna coveid. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2021 kl. 14:46

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Hélt Ómar að þú værir að vísa í Engisprettufarald Bjartmars. Hann var nú reyndar ekki sannspár um það karlinn, allt orðið yfirfullt af því sem vísað er í texta hans. En án gríns, þá virðast landamærin ekki vera vandamálið sérstaklega, allir skimaðir fyrir eða eftir komu. En landinn hegðar sér nú ekki beint gáfulega í margmenni, fullur sem ófullur. Einhvern veginn verðum við að læra að lifa með þessum fjanda. Sjálfur spritta ég mig svo mikið að ég anga eins og eimingarverksmiðja.

Örn Gunnlaugsson, 11.11.2021 kl. 16:48

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Blessunarlega eru flestir hinna smituðu einkennalitlir eða einkennalausir, allavega ennþá.  En það gildir ekki um alla, og þegar svona margir smitast, þá síast hægt og rólega inná spítalann sem er aðeins um  tveir þriðju af því sem hann var fyrir um 10 árum.

Þess vegna er staðan svona erfið og skiljanlegt að það séu lagðar til hertar sóttvarnir, spítalinn má ekki við neinu, ekki einu sinni alvarlegu slysi í rútukálf sem tekur 15 farþega.

Öndunarvélar hafa alltaf verið í notkun, bæði vegna slysa og ýmissa sjúkdóma, en álagið eykst, og báran fyrir borðið til að taka því, er ekki til staðar.

Þetta er skítaástand og stjórnvöldum til skammar, vandinn og meinið er að við fórum í gegnum heilar kosningar, og þetta var ekki einu sinni kosningamál, segir allt sem segja þarf um samsekt stjórnmálastéttarinnar.

En væl aftur í tímann skilar engu, ástandið er eins og það er í dag, við því þarf að bregðast.

Að herða sóttvarnir án þess að það sé gert, er smán allra sem ábyrgðina bera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2021 kl. 18:09

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Örn.

Þessi orð söngluðu einhvers staðar þarna inni milli eyrnasneplanna, og innri myndavélin lét mynd af Haraldi Briem líða yfir skjáinn, hann var sóttvarnarlæknir frá því að ég man eftir mér, eða allavega virkar það þannig í minninu, þar til fyrir örfáum árum, eða svona réttrúmlega það.

Landamærin verða alltaf vandamál á meðan er ekki sóttkví á milli skimana, núverandi fyrirkomulag finnur flesta, en á meðan það þarf aðeins eitt smit til að starta faraldri, tók það ekki rúmar 6 vikur í Wuhan, frá fyrsta smiti þar til öllu var lokað??, þá er sóttkví eina vörnin, hitt hefur verið reynt það oft að óþarfi er að reyna það aftur.

Jú, auðvitað getur landinn hegðað sér betur, menn segja að það sé ein hliðarverkun hertra sóttvarna, að fólk verði meðvitaðra um eigin hegðun.

En var þetta ekki skiljanlegt?, þetta snérist allt um bólusetningu, og eðlilegt að bólusett fólk hafi slakað á.

Ég segi eins og þú, ég reyni að spritta mig í búðinni, en ekki hér heima, ekki á meðan það er ekki smit í bænum.  En kvikindið er á leiðinni, og þegar það kemur, þá breytist hegðun manns.

En aðalatriðið er eins og ég segi, að menn feisi vandann, hætti tali og geri það sem þarf að gera.

Hafi stjórnmálamenn okkar eða ráðherrar ekki þroska til þess, þá þarf að skipta þeim út.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2021 kl. 18:21

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar

Mér sýnist á þessum niðurdrepandi smitfréttum að við verðum að fara hætta þessum skimunum.  Þessar fréttir eru að skapa sundrung og panik.

Það er greinilegt að bólusettir eru að bera út smitið út í samfélagið þar sem 86% íslendina eru bólusetti 2-3 svar. Hinir óbólusettu gæta sín nokkuð vel og hafa gert sl. 20 mánuði.

Við verðum að herða varnir innanlands með því að skikka alla bólusetta í heimasóttkví í 1-3 vikur og sjá hvað setur. Sama gildir um alla þá sem koma til landsins og þá bólusettir eða ekki.

Eggert Guðmundsson, 11.11.2021 kl. 18:24

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Eggert.

Kveðja að austan.

PS. Mig minnir að hlutfallið sé komið í 90% samkvæmt síðustu hausatalningu.

Ómar Geirsson, 11.11.2021 kl. 18:26

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Það byrjar bara ballið þegar látið er undan kröfum um slakanir, fyllerí á krám

Halldór Jónsson, 11.11.2021 kl. 18:38

8 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég held að svar Íslendinga þegar Þórólfur leggur til 

 Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði

sé 

Uppselt í fjölmargar sólarlandaferðir

Grímur Kjartansson, 11.11.2021 kl. 18:39

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar, já sem betur fer dettur fáum í hug lengur að skella skuldinni á óbólusetta. Nema fólki eins og Bjarna Ben og Mette Frederiksen, en hvorugt þeirra er raunvísindamenntað.

Sammála Eggert, það þarf harðar takmarkanir á sprautaða strax. Hinir treystu hvort sem er aldrei fyrirheitinu um "eðlilegt líf" eftir sprautu og hafa í staðinn tamið sér varkárni.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2021 kl. 19:38

10 Smámynd: Hrossabrestur

Hva sáuð þið ekki Þórdísi Kolbrúnu í sjónvarpsfréttunum í hvöld?

Hún sagði að það þyrfti ekkert að miða lengur við smittölur það væri búið að bólusetja svo stóran hluta þjóðarinnar.

kv. hrossabrestur.

Hrossabrestur, 11.11.2021 kl. 20:45

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrossabrestur góður.

Eigum við ekki bara að láta Lækna Tómas svara Kolbrúnu??

"Það ríkir óásættanleg kyrrstaða í málefnum Landspítala. Stofnunin er eins og rekald sem enginn virðist ætla að koma til hafnar. Einhver verður að þora að stíga fram og leysa netið úr skrúfunni....

Á sama tíma og þessi alvarlega staða er uppi, þá hrópa stöku ráðherrar og alþingismenn á torgum hversu brýnt það sé að afnema allar takmarkanir – sem fyrir okkur sem stöndum vaktina á gólfinu á Landspítala er eins og að sparka í liggjandi mann, mann sem er blæðandi. Það þarf miklu meiri skilning ráðamanna á starfsemi Landspítala og ég auglýsi eftir þverpólitískri sátt um þetta flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Annars er hætta á frekara neyðarástandi og atgervisflótta starfsfólks í sambærileg störf í nágrannalöndum okkar, eða önnur óskyld störf hér heima. Undirmannað fley með net í skrúfunni er ekki leiðin til að skila öllum farþegum heilum á húfi á áfangastað.".

Er þetta ekki bara nokkuð rétt hjá honum?

Nema það má gagnrýna hann fyrir að skamma blessaða barnalánið, það var alltaf í gamla talað um að það ætti að leiðbeina óvitum en ekki skamma þá.

En ég skil samt Tómas.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2021 kl. 22:44

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Það hefur alltaf verið eftirspurn eftir skeipgeitum og núna eru óbólusettir sannarlega komnir í það hlutverk í umræðu ráðalausra stjórnmálamanna.

Mín vegna mega óbólusettir vera undanþegnir formlegum sóttvörnum, náttúran sér þá um að fækka þeim gæti þeir ekki að sér, en málið er nú samt, eins og ég hef reynt að segja í tvígang í pistlum mínum, að það þarf heildarstefnu, og það sé gert það sem þarf að gera.

Í mínum huga er dálítið langt síðan að sóttvarnir snérust um bólusetta eða óbólusetta, það snýst um jafnvægið milli sóttvarna og lækninga, þegar ekki er gætt að því seinna, þá fær það fyrra ofurvigt á vogarskálinni, sem er heimskt, kostnaðarsamt, og ekki hvað síst, aðför að daglegu lífi.

En þó ég skrifaði þriðja pistilinn og þann fjórða, og síðan þann fimmta, þá breytir það litlu, nema fleiri smáfuglar fari að tísta með okkur hinum sem hafa tíst um þetta í einhvern tíma.

En ég var nú bara að bíða eftir endalokum ráðstefnunnar í Glasgow, en eitthvað suð á bak við eyrað vildi komast út, og krafðist að ég héldi blogginu lifandi fram að því.

En þér að segja þá öfunda ég ekki sóttvarnaryfirvöld, allir valkostir eru slæmir og stuðningur almennings þverr í beinu hlutfalli við virkni bóluefna, en ég skil hins vegar ekki stjórnvöld, ég hélt bara að þetta fólk væri betur gefið en þetta, það meikar engan sens að hafa ekki lagt mikla fjármuni í að styrkja gjörgæsluna og bráðadeildir.

Trúðu menn virkilega því að bólusetning myndi redda öllu??

Vita menn ekki að þetta er kvefveira??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2021 kl. 22:58

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Þá skal ég hlæja mig máttlausan ef viðkomandi þurfi síðan að fara í 10 daga sóttkví við heimkomuna.

Við vorum sko að skipta um glugga á íbúðinni og því útséð með sólarmenningarferð næstu árin, jæja, ég öfunda þá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2021 kl. 23:00

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Alltaf er góðglöðum kennt um allt, en lá það ekki í hlutarins eðli, að á meðan veiran gengur laus, þá nýtir hún sér mannfagnað til að dreifa sér?

En það datt enginn í það á Reyðarfirði þegar honum var lokað fyrir nokkrum, og mér skilst að þessi fjandi sé kominn núna á Fáskrúðsfjörð, ekki voru menn þaðan á villihlaðborði í Garðabæ.

Ekki einu sinni forstjórinn, því hann er Framsóknarmaður.

Svo fleiri eru leiðirnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2021 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband