Landsspítalinn kallar á hertar aðgerðir.

 

Hættir að ráða við ástandið á næstu dögum.

Gott og vel, ekki er hægt að mótmæla því að bólusetningar ná ekki að hemja kóvid veiruna, og eitthvað þarf að gera.

Og eins og staðan er í dag, þá er augljóst að við þurfum að láta eins og þjóðin sé ekki bólusett, og byrja aftur að loka og læsa.

 

En samt þurfum við að spyrja okkur einnar spurningar, er það boðlegt að stjórnvöld opni ítrekað fyrir innflutning á veirunni, eftir langt tímabil fórna almennings, og það koma alltaf jafn mikið á óvart að faraldurinn fari á flug á ný??

Aftur og aftur, og alltaf jafn hissa.

Alltaf sami einfeldningshátturinn, sagt að núna sé óhætt að slaka á hömlum, því aðrar þjóðir gera það.

 

Ekki að það er ekki til lengdar hægt að loka heila þjóð inni, bæði inní landinu sem og inná heimilum sínum og fólki sé meinað fátt annað en að sinna vinnu og heimili því annars er lokað á flest allt sem tengist afþreyingu og tómstundum.

En samt, á einhverjum tímapunkti þarf að treysta á varnirnar, bæði bólusetningu, ný lyf, bætta meðferð, sem og þekkingu almennings við að sinna persónulegum sóttvörnum.

Sem og að gera heilbrigðiskerfinu kleyft að takast á við kúfinn á meðan hann gengur yfir.

 

Og það er þar sem stjórnvöld hafa brugðist, staðan á Landsspítalanum er nákvæmlega sú sama og í upphafi faraldurs, nema núna er hún verri ef eitthvað er því það saxast á starfsfólk þegar það vinnur í langan tíma undir svona stöðugu álagi eins og hjúkrun kóvidsjúklinga er.

Hvernig dettur heilvita manni í hug að það sé hægt að takast á við heimsfaraldur með aðeins 16 gjörgæslurúm, eða hvað lág sú tala annars er, því þetta er pikkað inn eftir minni.

Gjörgæslan ræður ekki einu sinni við alvarlegt rútuslys, ætla menn þá til öryggis að banna allar rútuferðir??

 

Það er eitthvað mikið virkilega að í stjórnun þjóðarinnar í dag.

Það er ekki eðlilegt að faraldurinn komi mönnum jafn mikið á óvart, og söngurinn sé alltaf sá sami, núna þarf að herða því Landspítalinn ræður ekki við ástandið.

Og ástandið slær ekki einu sinni við meðalflensu, ekki í augnablikinu, þökk sé bólusetningunni sem virðist þó duga til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi fjöldans.

 

Þetta er ekki lengur boðlegur málflutningur hjá sóttvarnalækni eða stjórnendum Landsspítalans.

Þetta er meðvirkni með algjörlega óviðunandi ástandi og sofandahætti stjórnvalda.

 

Það er ekki endalaust hægt að biðla til þjóðarinnar á meðan ekki er kjarkur til að benda  á hinn raunverulega vanda sem er lamað sjúkrahúskerfi eftir langvarandi flatan niðurskurð síðustu áratuga, því vandinn er miklu dýpri en svo að hægt sé að tala um eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ber ein ábyrgð á.

En hennar er ábyrgðin að hysja upp um sig brókina, og bæta úr, bæta í, að gera í stað þess að tala.

Samsektin er hins vegar þeirra sem þegja þegar þeir eiga að krefjast tafarlausra úrbóta og aðgerða.

 

Hringekja vitleysunnar þarf að ljúka.

Strax, helst í gær.

 

Munum svo að það er kostnaður að loka samfélaginu, kostnaður sem fellur beint og óbeint á ríkissjóð.

Margfaldur miða við það fjármagn sem þarf að setja í gjörgæslukerfið svo það geti sinnt hlutverki sínum á tímum heimsfaraldurs.

 

Þjóðin er ekki leikfang sem er hægt að setja í skúffu hvenær sem ráðþrota fólk rekur sig á heimsfaraldur veirunnar.

Það er mál að linni.

Það þarf að tala mannamál og gera það sem þarf að gera.

 

Þá er stuðningur vís.

Kveðja að austan.


mbl.is Aðgerðir verði hertar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Er sammála að hringavitleysunni verður að ljúka og nálgast vandamálið á nýjan hátt. Það var frétt í Morgunblaðinu í morgun þar sem Landspítalinn ætlar að breyta aðferðum hjá sér og gera eftirlit rafrænna, þe. ekki hringja í fólk nema líkur séu á meiri veikindum. Þetta þýðir að úthringinginum ætti að fækka svo starfsmenn geti sinnt öðru. Af hverju það tók 20 mánuði að fatta það er önnur saga.

Lokun er engin lausn til lengdar og frestar einungis hinu óumflýjanlega.

Rúnar Már Bragason, 11.11.2021 kl. 10:56

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þarna segir Björn Zoëga að dánartíðni í Svíþjóð hafi ekki reynst meiri en í skæðum inflúensuárum.

Þá virðast fjölmiðlar hafa verið blektir. 

Er þá einnig verið að blekkja fjölmiðla núna.

000

Björn Zoëga Karólínska ­sjúkra­hús­inu Stokk­hólmi, áður forstjóri Landspítalans sagði í Morgunblaðinu, mbl.is : 

 

Dán­artíðni þar í landi (Svíþjóð) hafi ekki reynst meiri en í skæðum in­flú­ensu­ár­um. Þó séu nú að koma fram al­var­leg­ar af­leiðing­ar af far­aldr­in­um.

Mikið sé um ný­gengi krabba­meina sem séu í stór­aukn­um mæli langt geng­in.

Það skýrist senni­lega af því að skimun­um var hætt meðan far­ald­ur­inn stóð sem hæst og að fólk hef­ur dregið það að leita sér lækn­inga vegna ástands­ins.

Viðtalið við Björn er opið öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins. Það er aðgengi­legt hér.

slóð

Björn Zoëga Karólínska ­sjúkra­hús­inu Stokk­hólmi. Dán­artíðni vegna (Covid-19 jg) í Svíþjóð hafi ekki reynst meiri en í skæðum in­flú­ensu­ár­um ... al­var­leg­ar af­leiðing­ar ... krabbameins skimunum hætt ... (hungursneyð ef engar bætur í löndunum jg)

16.8.2021 | 22:05

slóð

Dánartíðnin er venjuleg árið 2020 á Íslandi, í Bandaríkjunum, Kanada og Svíþjóð. Er Pestin inflúensa og ef til vill H1N1 sem var árið 2009? Meðul sem læknar veikina, Ivermectin, HCQ, Budesonide an inhaled steroid, tekur elítan þau, 3.5.2021 | 20:35

Egilsstaðir, 11.11.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 11.11.2021 kl. 12:29

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Í það fyrsta þá fölsuðu stjórnvöld í Svíþjóð dánartölur í upphafi faraldursins, það var ekki skimað fyrir veirunni hjá mörgum og þar með var andlát óskimaðra ekki skráð á veiruna.

Og í öðru lagi þá skautar Björn framhjá stífum sóttvörnum í kóvid faraldrinum sem skekkja allan samanburð.

Mundu það svo Jónas, áður en þú lætur siðblindingja spila meira með þig, að það er glæpur gegn mannkyni að neita öldruðum um sjúkrahúsvist með þeim orðum að það sé svo gamalt að það deyi hvort sem er.

Slíkir glæpir gegn mannkyni voru framdir í Svíþjóð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2021 kl. 13:21

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Gegn svartsýni eru til meðöl, ég mæli með Allo Allo, fæst á öllum betri Vídeóleigum.

Auðvitað sigrum við þessa veiru, nú þegar hafa tæki og tól til að takast á við alvarleg veikindi og ótímabær dauðsföll, þróast mikið og það bætist ofaná hjálpina frá bóluefnum.

Og þróunin er mjög ör, eftir eitt, tvö ár verður þessi veira ekki svo mjög banvæn, málið verður kannski meira með eftirköst sýkinganna, en þá er bara spurningin hvort ekki verður komin tækni til að þefa uppi kvikindið og drepa það hvar sem næst til þess.  Aðgengileg próf eru allavega alltaf að verða öruggari.

Þetta snýst um að halda haus, að læra, og hjakka ekki alltaf í sömu hjólförunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2021 kl. 13:28

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Var ekki læknunum bannað að nota meðulin, sem hafa verið notuð um veröld alla með góðum árangri í jafnvel áratugi og sum í þúsundir ára. 

Kínin fannst hjá Indjánum í Suður Ameriku árið 1400, var notað af Bretum á Indlandi, og af því kom HCQ búið til á rannsóknastofu ca. 1934, eftir minni. 

Þessi meðul voru framleidd í stórum verksmiðjum og notuð á allan bústofn og manndýrið og kostuðu smáaura. 

Næsts stærsta verksmiðjan í heiminum var, nú hikum við, og segjum sprakk í loft upp, hún var á Indlandi.

Er rétt að Wxx hafi sett á stað rannsókn á þessu með hugsanlega þúsund ára reynsluna og að notað hafi verið óviljandi allt of stórir skammtar. 

Það var hugsanlega vegna þess að lyfið er 30 til 60 daga að fara úr líkamanum. 

Ef saklausir skammtar voru gefnir í þrjá daga var allt í lagi, en ef það var gefið í 5 til 10 daga var kominn dauða skammtur. 

Þetta var alveg örugglega óvilja verl.  

Gangi þér allt í haginn. 

Egilsstaðir, 11.11.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 11.11.2021 kl. 13:55

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Hvað viltu að ég segi, eldri þjóðsögur eru geymdar í ritsöfnum Jónasar eða Sigfúsar, svona nútímaþjóðsögur safnast á ýmsar netsíður, líklegast hefur þú fengið þessa á hjá einhverjum kostuðum kóvid-afneiturum.

Hins vegar er það svo Jónas, þegar og ef eitthvað töframeðal finnst, þá verður það allra, slíkt er aldrei þaggað, sprengt í loft upp, eða annað.

Við eigum að hafa þá heilbrigðu skynsemi að sjá það.

Kveðja að neðan.

Ómar Geirsson, 11.11.2021 kl. 17:57

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Trump sagði að læknaráð forseta Bandaríkjana hefði ráðlagt HCQ. 

Forseti Elsalvador sagði á blaðamanna fundi, að læknaráð forseta Elsalvador hefði ráðlagt HCQ. 

Þessi læknateymi eru þau bestu sem hægt er að kaupa fyrir peninga. 

Í fyrri bloggum um þessi málefni, hef ég getið heimilda. 

Ég hef aðeins notað fiflin, og skrifað á eftir, leikræn tjáning. 

Sennilega hef ég gert mistök með því. 

Ég læri mikið af þessum bloggum. 

Gangi þér allt í haginn. 

Egilsstaðir, 18.11.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 18.11.2021 kl. 22:08

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Málið og meinið er að þær meintu heimildir sem þú vitnar í, eru allt meir eða minna tilbúningur, skáldskapur sem mjög auðvelt er að tékka á með einfaldri leit á netinu.

Þeir sem búa þetta til fá greitt fyrir það, þeir sem dreifa þessu, þeim gengur eitthvað annarlegt til, en eiga sér sína samsvörun í sögunni, samsærisþræðir ganga aftur á spjöldum sögunnar.

Í alvöru Jónas, þó mörgu sé logið uppá Trump, þá sagði hann þetta aldrei.

Tilvísun í forseta El Salvador byggist á þeirri einu staðreynd að fæstir í USA vita hvar El Salvador er, eða yfir höfuð að til sé sjálfstætt ríki með því nafni, hvað þá að þeir viti haus né sporð á forseta þess lands, gætu alveg eins haldið hann hárkarl eða marglyttu.

Kóvid kvikyndið er erfitt viðureignar Jónas, en smán saman eru læknavísindin að ná tökum á því, mestu skiptir að loksins eru settir fjármunir í að rannsaka veirur, en lækning við þeim hefur aldrei verið forgangsmál hjá stóru lyfjarisunum, enda í viðskiptamódeli þeirra talið lélegur bissness að finna lækningu við sjúkdómum.

En það er bara önnur saga, sígild frá því að úlfar frjálshyggjunnar yfirtóku vestræna hugmyndafræði og markaðurinn tók yfir.

Núna þegar peningurinn er í vörninni en ekki í megrunarpillum, þá fáum við lyf, en þau lyf hefðu átt að vera til fyrir löngu, það er ekki þannig að ekki hafi verið varað við svona heimsfaröldrum í áratugi.

En betur er seint en aldrei.

Kveðja að neðan.

Ómar Geirsson, 18.11.2021 kl. 22:40

9 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég brosi út að eyrum að okkur. coollaughingsmilewink

Þakka þér kennsluna, þú ert mikill bloggari. 

Egilsstaðir, 18.11.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 18.11.2021 kl. 22:51

10 Smámynd: Ómar Geirsson

cool

Ómar Geirsson, 19.11.2021 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband