7.11.2021 | 12:35
Óbólusettir skýra ekki faraldurinn.
Ekki hér á Íslandi hið minnsta, hlutfall þeirra af heildinni er það lágt að öll bönd hljóta að berast á langtímavirkni þeirra bóluefna sem eru í boði.
Sem er greinilega engin því þjóðin var bólusett í vor og byrjun sumars.
Þess vegna þarf umræðunni að linna gagnvart óbólusetti fólki, það er ekki það sem er að smita eða bera út smitið.
Læknar segja að það veikist alvarlegra, en hvað um það, þetta er jú þeirra val, upplýst val.
Ef spítalar telja sig vera að springa út af álaginu að sinna óbólusettum, sem vart verður séð miðað við tölfræði dagsins, þá er einfalt að taka þá upplýstu ákvörðun að setja þá aftast á biðlistana, þó það lenska í dag að fáir haldi fjöldanum í gíslingu, þá gengur það ekki þegar um líf og heilsu fjöldans er að ræða.
Allavega getur vísan í óbólusetta einstaklinga ekki verið röksemd samfélagslegra hafta.
Það þarf hins vegar að feisa þá staðreynd að bóluefni virka ekki, núverandi framleiðendur þeirra virðast vera á villigötum varðandi framleiðslu á bóluefni sem kemur í veg fyrir heimsfaraldra.
Í dag virðast þau svona aðeins vera grið, svona líkt og miðja fellibylsins, til að vísindin nái að þróa lyf sem bíta á sjúkdómnum, hindra alvarleg veikindi og dauðsföll.
Og grið fyrir aðra að þróa ný og öflugri bóluefni.
Sóttvarnarlæknir talar um þriðju bólusetninguna, hún virðist virka í Ísrael.
En hve lengi??, það veit enginn, sporin hræða.
En hann bendir réttilega á að það er ekki valkostur að veiran fái frelsi frjálshyggjunnar til að eyða og drepa líkt og auðmenn vora daga, nema þeir eyða samfélögum.
Það er heldur ekki valkostur að loka allt og alla inni um aldur og ævi, slíkt er ekki líf, og aðeins mestu ógnir réttlæta slíkt til lengdar.
Þess vegna, einmitt þess vegna er svo mikilvægt að fullorðið fólk stjórni vörnum þjóðarinnar, stjórni vörnum þjóðanna.
Að heilbrigðiskerfin séu efld, og gífurlegir fjármunir séu settir í að þróa lyf og varnir, þar á meðal bóluefni sem virka.
Fjöregg okkar eigum við ekki að eiga undir Örfáum risalyfjafyrirtækjum, þar sem að baki leyndu eignarhaldi er peningaþvottur, glæpasamtök, illyrmi.
Einokun sem hugsar um að hámarka gróða en ekki að lækna.
Hér á Íslandi þurfum við að sætta okkur við að stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar skipar börn í ráðherraembætti, börn sem yfirlæknir á Landsspítalanum segir fullum fetum að það sé ekki það að þau viti ekki hvað þau segja, þau hreinlega segja ósatt.
Tilefnið er orð dómsmálaráðherra um auknar fjárveitingar til Landsspítalans.
Þar sem dómsmálaráðherra endurrómar reyndar opinbera vörn Sjálfstæðisflokksins á gagnvart þeirri staðreynd að frá 2009 hefur leguplássum á Landsspítalanum fækkað um þriðjung, á meðan bæði hlutfall aldraðra hefur aukist, sem og þjóðinni fjölgað mikið vegna innflytjenda.
Hvernig er hægt að liða svona málflutning á neyðartímum?
Að þjóðin sé í gíslingu barna sem eru óhæf til að taka réttar ákvarðanir?'
Af hverju var útspil fjármálaráðherra í vor að leggja til 2% flatan niðurskurð, vitandi um heimsfaraldurinn og álag hans á heilbrigðiskerfið??
Það er mál að linni.
Við þurfum á einhvern hátt að tækla faraldurinn.
Hann er ekki á förum, ekki á meðan bólusetningarnar duga ekki til að hefta útbreiðslu hans.
Það þarf að gera það sem þarf að gera.
Strax.
Kveðja að austan.
Um 10% hafa ekki þegið bólusetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt, Ómar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2021 kl. 13:07
Vel mælt!
Hins vegar er fækkun legurými svolítið blekking. Því spítalanum í Hafnafirði og í Reykjanesbæ voru lagði niður. Þessi fækkun legurýma er um 6 deildir og varla hefur orðið svo mikil á Landspítala og Borgarspítala.
Þórólfur er kominn í bullandi pólitík. Það gerði hann síðast í dag með að skamma ráðherra fyrir að vera ekki sammála honum. Honum ber að fara frá því hann er gersamlega kominn í þrot.
Rúnar Már Bragason, 7.11.2021 kl. 14:19
Góður pistill Ómar og hafðu þökk fyrir.
Margir hafa reynt að benda á þessa augljósu staðreynd en
ávallt úthrópaðir ant-spruatu vitleysingar.
Sorglegt að lesa það sem BB sagði um daginn,
„Og það eru ákveðin vonbrigði þegar við höfum náð þetta mikilli útbreiðslu bólusetninga að vandi sem að stórum hluta til leiðir af þeim fáu sem ekki hafa verið bólusettir verður til þess að allir þurfa að grípa til ráðstafana.“
Og þetta er fjármálaráðherrann okkar sem er að svelta heilbrigðis kerfið.
Vandmálin í dag er fjársvelti og skipulags kaos spítalanna.
Hélt að BB væri betur gefinn en þetta.
Sigurður Kristján Hjaltested, 7.11.2021 kl. 15:05
Ósprautaðir eru ekki að valda auknu álagi á spítalann umfram aðra. Frá því að bólusetningar hófust hefur hlutfallið á milli innlagna sprautaðra og ósprautaðra á legudeild og gjörgæslu þróast í beinu sambandi við stöðu bólusetningarhlutfalls almennt í samfélaginu á hverjum tíma. Sama hefur átt við um þróun hlutfallsins af fjölda greindra samfélagssmita í heild, sem styður alls ekki þær niðurstöður rannsóknar sem smitsjúksdómalæknar tönnlast á að vísa til um að eigi að sýna fram á 50% vernd sprautunnar umfram persónulegar sóttvarnir.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2021 kl. 15:05
Bóluefnin gera ekkert, virðist vera, og veiran svosem fátt eitt heldur.
Hvað það er sem hefur valdið auka 60+ dausðföllum á árinu umfram meðaltal unanfarinna 5 ára hinsvegar, það er verðugt rannsóknarefni.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.11.2021 kl. 21:15
hélt ég myndi aldrei heyra þig segja að bóluefnin virki ekki. En ath líka, þeir sem eru hálf-eða nybólusettir eru flokkaðir sem óbólusettir skv. því sem Runólfur Pálsson yfirlæknir sagði í sumar.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 7.11.2021 kl. 21:50
Takk fyrir innlitið gott fólk.
Þar sem ótrúlegasta fólk tekur alltí einu uppá því að vera sammála mér þá grunaði mig að einhver maðkur lægi þarna einhvers staðar undir lyklaborðinu og bingó, skýringin er kona mín sem ýtti á að ég færi að gera ærlegt gagn eins og skræla kartöflur fyrir sunnudagssteikina, sem aldrei þessu vant var í hádeginu. En ekki að vera af þessu pikki.
Þess vegna hygg ég, að þó það hafi verið skýrt í mínum huga, að þá hafi eitthvað skolast til í merkingunni þegar ég sagði að bóluefni virkuðu ekki.
Þau virka ekki við að hindra útbreiðslu faraldursins, smitvörn þeirra hefur minnkað hratt út 70-90%, niður fyrir 50%, og er ennþá hratt minnkandi.
Í þessum orðum felst ekkert um virkni þeirra gagnvart alvarleika, þar virka þau ennþá, en hvort það fari ekki niður á við, líkt og smitvörnin, eitthvað grunar mig það.
Þess vegna er boðið uppá þriðju bólusetninguna, sem virkar örugglega, nema engin veit hve lengi.
Þetta er rökfærslan, ekki merkileg, en í aðalatriðum sönn, fyrir því sem ég tel skipta öllu máli; "..að fullorðið fólk stjórni vörnum þjóðarinnar, stjórni vörnum þjóðanna. Að heilbrigðiskerfin séu efld, og gífurlegir fjármunir séu settir í að þróa lyf og varnir, þar á meðal bóluefni sem virka."
Restin var svo spinningur út frá því.
Hvort þessi játning fækki jákvæðum veit ég ekki, en þar sem ér er ekki sérstakur friðarins maður, hef til dæmis tekið klukkutíma af svefntíma mínum í argþras á öðrum þráðum, þá tel ég lítinn akk af hrósi sem byggist á fölskum forsendum.
Ég er greinilega ekkert efni í stjórnmálamann.
Takk samt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2021 kl. 00:58
Skilgreining á virkni skipir hér mál.
Þsð er rétt það er til tölfræði sem styður að virkni þessara sprauta sé einhver gegn aförkuðum afbrigðum af SarsCov2 í nokkrar vikur eða mánuði. það er samt ekki það það sem þetta átti að gera og ekki það sem þarf til að slást við heims faraldur. í raun eru leku sprauturnar líklega að valda aukinni útbreiðslu og herða á hraða breytileka í vírusnum.
Ef bara fólk í áhættuhópum hefði verið sprautað og varið á stofnunum á meðan yngra hraust fólk byggði upp breit ónæmi, væri þessi faraldur klárlega ekki vandmál hér eins og annarstaðar þar sem það var gert.
Heilt yfir er virknin því minni en núll.
Guðmundur Jónsson, 8.11.2021 kl. 10:46
Blessaður Guðmundur.
Það er ekki oft sem ég les einhverja smá vitglóru í því sem þú segir, en það er rétt að bólusetning sem virkar ekki, myndar ekki hjarðónæmi, getur aukið vandann því vegna hennar er slakað á sóttvörnum án þess að forsenda sé fyrir þeim slökun.
Eitthvað sem við sjáum berlega í dag um alla Evrópu.
Varðandi að bólusetningar auki á breytileika vírusa er ósannað, flensuskrattinn sem kemur árlega frá Kína er síbreytilegur, og sá breytileiki er ekki skírður með flensubólusetningum í Kína.
Sú leið sem þú mælir með til að fá hjarðónæmi er gífurlega kostnaðarsöm, bæði í langvarandi vanheilsu fólks á besta aldri, sem og í mannfalli, um það er ekki lengur deilt eftir að deltabrigðið fór að fella óbólusetta í yngri kantinum í USA núna í haust.
En ef enginn kostur er góður, það er bóluefni virkar ekki, þá gæti hugsanlega komið upp sú staða að einhver ríki ákveði að fara þá leið, verði svona tilraunastofa fyrir önnur.
Á meðan legg ég til að við lokum á helv. flandrið inní landið, nema að undangenginni sóttkví, og við höldum svo áfram að þrasa í okkar bómullaröryggi.
X-faktorinn í þessu er nefnilega breytileiki veirunnar, kannski myndast ekki hjarðónæmi nema til skamms tíma líka, svo koma ný afbrigði sem sýkja. Og kannski verður ferlið um margt líkt og það tók innbyggja Suður og Norður Ameríku að mynda hjarðónæmi gagnvart mislingum, þar lagðist þéttbýli að mestu af, það voru ekki bara milljónir sem dóu, hlutfallslegt mannfall var á bilinu 40-80%, það er dýrt hjarðónæmi.
Það er ekki af illkvittninni einni saman að sóttvarnaryfirvöld heimsins klóra sér í skallanum, þetta er bölvað vesen.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2021 kl. 11:19
""Sú leið sem þú mælir með til að fá hjarðónæmi er gífurlega kostnaðarsöm, bæði í langvarandi vanheilsu fólks á besta aldri, sem og í mannfalli, um það er ekki lengur deilt""
Flest ríki í heiminum hafa farið þessa leið nú þegar, að öllu eða einhverju leit með miklu betri árangri en þau sem fylgt hafa ráðleggingum WHO (Kínverskra kommúnsista)
""eftir að deltabrigðið fór að fella óbólusetta í yngri kantinum í USA núna í haust.""
Meirihluti þeirra sem falla undir þessa skilgreiningu þína eru það sem sprautu liðið kallar óbólusetta en er samt búið að sprautað einu sinni eða minna minn 14 dagar frá seinni sprautunni. Engin leið er að vita hvort það var sprautan eða pestin sem olli þessum dauðsföllum og raun ýmislegt sem styður að hér sé um samverkandi áhrif að ræða. þessir einstaklingar hefðu þá ekki látist ef þeir hefðu fengið covit eða sprautu en þoldu ekki bæði.
Guðmundur Jónsson, 8.11.2021 kl. 13:27
Blessaður Guðmundur.
Mér finnst gott að þú skiljir að það er ekki fallegt að valda fólki vonbrigðum, og vissulega var athugasemd þín hér að ofan viss vonbrigði fyrir mig, líkt og krosstré væru að bregðast.
Og jafnvel tregbreytilegur maður eins og ég varð að viðurkenna það þó sú viðurkenning væri að hætti hússins, mjög hófleg.
En þú sást að þér, ert kominn til baka Guðmundur.
Núna ert þú minn maður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2021 kl. 17:13
Nú erum við sammála Ómar. Ég undrast málflutning yfirvalda hér, því innlend gögn sýna að bólusetningin dregur aðeins úr smitum meðal bólusettra um 30% og úr innlögnum um 50%. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, dómsmála- og fjármálaráðherra hafa stigið fram og reynt að kenna óbólusettum um faraldurinn, og jafnframt andstöðu við aðgerðirnar sem kynntar voru. Þau hafa lýst yfir því að þau hefðu viljað fara aðra leið. Hver skyldi nú sú leið vera? Ætli þau séu að kalla eftir bólusetningavottorðum? Og ætli Svandís standi enn við þá skoðun sem hún lýsti fyrir löngu síðan, að hún væri alfarið andvíg slíku? Hvað gerist þá þegar henni hefur verið ýtt úr ráðherrastóli?
Þorsteinn Siglaugsson, 9.11.2021 kl. 11:57
Já Þorsteinn, þetta kemur fyrir besta fólk að verða sammála, við megum samt ekki erfa það við hvorn annan.
Það er bæði eins og menn hafi ekki uppdeitað sinn málflutning í ljósi staðreynda tímans, sem og að þörfin að finna blóraböggla á að afsaka aðgerðaleysi viðkomandi.
Það þarf að efla varnir, ekki hræðsluáróður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2021 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.