6.11.2021 | 12:17
Vanda fann manndóminn.
Ef marka má þetta viðtal Morgunblaðsins við Vöndu formann KSÍ, þá hefur hún breyst úr veganda í verjanda, áttað sig á að nafnlausar ásakanir á heilan hóp, eða ásökun, þó undir nafni sé, er ekki forsenda útilokunar, sama hversu alvarleg viðkomandi ásökun er.
Vanda var hluti af Dómstól götunnar og átti þátt í að taka menn af lífi án dóms og laga.
Til að menn skilji fáráð þess hugarfars að ásökun er sama og sekt, langar mig að vitna í Jakob Bjarnar blaðamann í spjalli í morgunþætti Rásar 2 síðastliðinn föstudag.
Þar ofbauð Jakobi forheimska annars þáttastjórnandans og spurði; "Til hvers þurfum við dómsstóla og yfirhöfuð réttarkerfi, ef við eigum alltaf að trúa þolendum, og allir sem segja frá séu þolendur".
Það er sjúkt þjóðfélag sem leyfir götustrákum að grýta alla sem mæla gegn þeim, og leyfir Öfgum að fella dóma og framfylgja þeim með vísan í frasann; "við eigum að trúa".
Á þessu hefur Vanda loksins áttað sig, og þessi orð hennar lýsa kjarki og styrk;
"Knattspyrnusambandið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarnar vikur fyrir þöggun og meðvirkni með meintum gerendum innan sambandsins.
"Þetta eru stór orð og það þarf að hafa það í huga að þetta er risastór hreyfing með fólki af frábæru fólki sem hefur unnið endalaust fyrir fótboltann á Íslandi," sagði Vanda. "Auðvitað má gagnrýna hlutina og það er ýmislegt sem hefði og má betur fara en það þarf líka að vanda orðavalið," sagði Vanda.".
Kjarki og styrk því öruggt er að götustrákarnir munu grýta hana, kalla hana gamlan karl, gerendameðvirka, stuðningsmann nauðgunarmenningar.
Jafnvel nauðgunarsvín.
Vanda má búast við að í hvert skipti sem hún er í fréttum, má mun til dæmis hin meðvirka samfélagsmiðladeild Mbl.is skeyta við fréttina rógmælum götustráka, það jákvæðasta sem verður sagt að hún hafi ekki kvendóm í að axla ábyrgð á nauðgunarmenningu KSÍ.
Þegar hún verður leidd til krossfestingar uppá Valhúsahæð mun hinn kjarklausi fjöldi halda sig í felum, götustrákaskríllinn mun púa og blístra líkt og við fallexina forðum daga í París.
En samt, hingað og ekki lengra, götustrákum þarf að mæta.
Ég er nýbúinn að glugga í pistil Halldórs Jónssonar þar sem vitnað er í skrif Björns Bjarnasonar um átökin í Eflingu og meinta byltingu sósíalista.
Þar komst Björn vel að orði, orð sem líka gilda um hatursorðræðu götustrákana, upphrópanir þeirra og kröfuna um útilokun.
"En á endanum verður fólkinu ljóst að hatursgrunnur er ekki líklegur til að ná árangri í baráttu fyrir breyttum og betri heimi. Þeir hötuðu skilja ekki hversvegna þeir eru hataðir því þeir finna ekki sök hjá sjálfum sér og á endanum rennur ljósið upp fyrir þeim sem álengdar standa hver eðlis og af hvaða hvötum árásirnar eru.".
Þetta er skýring þess að fjöldinn fékk nóg og kallað á styrka stjórn Napóleons eftir nokkurra mánaða ógnarstjórn götustrákanna í París, þetta er ástæða þess að hinir ofsóttu í Kína mættu götustrákunum í Menningarbyltingunni, læstu þá inni og hentu lyklunum.
Seinna verður síðan spurt, hvernig gat virðulegt málgagn borgarstéttarinnar orðið gerandi í hatursorðræðu götustrákanna og velt sér uppúr ræsinu svo litill munur var orðin á blaðinu og samfélagsmiðlum úthrópunarinnar??
En það seinna er ekki komið.
En vatnaskilin, að fólk taki á móti, þau eru í farveginum.
Það munu fleiri finna manndóminn.
Kveðja að austan.
Ósanngjörn gagnrýni á KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 749
- Sl. sólarhring: 764
- Sl. viku: 6333
- Frá upphafi: 1400272
Annað
- Innlit í dag: 679
- Innlit sl. viku: 5443
- Gestir í dag: 645
- IP-tölur í dag: 630
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virkilega góður pistill, Ómar. Ekki allir sem voga sér.
Spurning hvað gerðist ef einhverjir kæmu af stað nafnlausum ásökunum á hendur Vöndu um einhverja þá glæpi sem álíka alvarlegir eru. Á ekki að trúa slíkum ásökunum líka skilyrðislaust ? Á hún þá ekki að víkja og vera útilokuð þó engar sannanir liggi fyrir ? Hvað ef slíkar ásakanir koma fram á öfganornirnar ? En tæplega er nú mark takandi á þessum pjölluglennum sem hæst hafa í öfgahópunum. Af fjölmiðlum að dæma eru þessar nornir margar hverjar talsvert uppteknar við að dreifa myndum af sjálfum sér hálfberrössuðum á samfélagsmiðla. En hvers vegna stöðvar ákæruvaldið ekki svona atlögur þar sem fólk er tekið af lífi án dóms og laga ? Þá hef ég enn ekki kynnst þeirri manneskju sem engin mistök hefur gert í lífinu nema þá helst umræddum öfganornum sem eg þekki reyndar ekki persónulega - mér til allra Guðs lukku.
Örn Gunnlaugsson, 6.11.2021 kl. 16:55
Blessaður Örn og takk fyrir innlitið.
Það er lítið að voga, ég skrifa í vernduðu umhverfi Moggabloggsins, og þó hér séu margir ólíkir laukar, þá er enginn götustrákur hér eftir.
En þetta er málið, sá sem ofsækir í dag, verður ofsóttur á morgun, slíkt er eðli hringekju ofsókna.
Þess vegna þarf annan pól, að breytast úr veganda í verjanda.
Þar steig Vanda stórt skref, og slíkt ber að þakka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.11.2021 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.