31.10.2021 | 17:32
Þögnin-Falsið-Glæpurinn.
Það er hafið yfir allan vafa að jarðarbúar standa frammi fyrir stórkostlegum hörmungum ef ekki er gripið til aðgerða sem sporna við aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu, þess hluta sem er í okkar valdi að stöðva, draga úr þar sem við getum með því langtímamarkmiði að hagkerfi okkar og samfélög setji ekki meir út í andrúmsloftið en þau hafa getu til að kolefnisjafna.
Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og lofa aðgerðum, þar með er umræðan komin úr skotgröfum afneitunarinnar yfir í þann nauðsynlega fasa að eitthvað sé gert sem skiptir máli.
Sem leiðir að næsta skrefi, og því allra mikilvægasta, að það sem gert er, og skiptir máli, sé af þeim skala að raunveruleg minnkun verði á kolefnisútblæstri mannkynsins, og sú minnkun hægi mjög á "the final countdown" svo mannkynið hafi svigrúm til að þróa nýja tækni til að bregðast við og vinna á þeim óhjákvæmilegum katastrófum sem munu verða á næstu árum og áratugum.
Það eina sem við vitum, sama hvað við reynum að telja okkur trú um annað; "You ain´t see nothing yet.
Ofsarigningarnar, ofsastormarnir, ofsahitabylgjurnar, ofsakuldaköstin, öfgarnar sem við höfum þegar upplifað er aðeins forsmekkurinn af því sem koma mun.
Fyrirsögn þessa pistils á rætur í frétt sem birtist á Mbl.is í vikunni, frétt sem fór frekar lágt, en er í raun ein af stærstu fréttum þessarar aldar.
"Saka olíufélögin um blekkingar" var yfirskrift fréttarinnar og fjallaði um þegar æðstu stjórnendur helstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna sátu fyrir svörum Bandaríkjaþings. Þó það löngu verið vitað, og nú þegar sannað og staðfest að bandarísku olíurisarnir hafi beitt sér árum og áratugum saman gegn lofslagsvísindum, þá könnuðust þeir að sjálfsögðu ekki við það á nokkurn hátt í ávörpum sínum, forstjóri Chevron viðurkenndi meir að segja að lofslagsbreytingar ættu sér stað.
Síðan kom fréttin, sprengjan, vendipunktur í því stríði sem hagsmunaöfl vestra hafa háð gegn framtíð mannkyns, og best að vitna beint í frétt Mbl.is;
"Carolyn Maloney, sem er formaður eftirlisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem fer fyrir fundinum, spurði m.a. hvort forstjórarnir væru ósammála þeirri fullyrðingu að "loftslagsbreytingar ógni tilveru mannkyns". Engin svör bárust og lét Maloney því eftirfarandi ummæli falla: "Þannig að sannleikurinn er öllum ljós".".
ÞÖGNIN sagði allt sem segja þurfti.
Það rífst enginn lengur um þá staðreynd að lofslagsbreytingar ógni tilveru mannkyns.
Vitiborið fólk rífst ekki við staðreyndir og núna þegar allar mælingar á hitastigi jarðar, hvort sem það er á lofti eða legi, staðfesta spár þeirra lofslagslíkana sem lagt var af stað með um aldamótin, þá er engin ástæða til að ætla annað en að þær spár haldi áfram að ganga eftir.
Eftir stendur í Bandaríkjunum miðaldafólkið, sem rífst um aldur jarðar út frá ættartölum Gamla testamentisins, afneitar þróunarkenningunni því hún samræmist ekki sköpunarsögu Fyrstu Mósesbókar, trúir því að Bill Gates hafi fundið upp bóluefni og farsóttir, eða afneitar þeim raunvísindum sem skýra hlutverk koltvísýrings í andrúmsloftinu, sem er ekki aðeins forsenda lífs, heldur þess að líf þrífist á jörðinni vegna hitatemprunar áhrifa þess.
En kostunaraðilinn, sá sem fóðraði þessa vitleysinga með falsvísindum, hann er fallinn frá, valkostur olíufyrirtækjanna er að spila með, eða vera lögsóttur ella.
Forstjóri Exxon, sem vísvitandi hefur fjármagnað og hampað nokkrum þarlendum falsvísindamönnum, var minntur á "að árið 1994 hefðu yfirmenn tóbaksfyrirtækja logið að Bandaríkjaþingi og í framhaldinu fengið að gjalda fyrir það. "Ég var að vona að þú myndir ekki vera eins og tóbaksiðnaðurinn og segja ósatt um þetta," sagði Maloney.".
Tóbaksiðnaðurinn hannaði nefnilega aðferðafræðina sem var síðan notuð með miklum árangri í Bandaríkjunum gegn loftslagsvísindum.
Keyptir vísindamenn voru látnir tala um meinta óvissu í því að tóbaksreikningar yllu krabbameini því það liggur í eðli líkinda að þau eru ekki fullsönnuð (þá væru þau ekki líkindi), þeir voru fjármagnaðir til að rannsaka "eitthvað annað" sem gæti skýrt lungnakrabbamein, og þetta annað sem skýrði einhver prósent, var teflt gegn hinu sannaða samhengi milli tóbaksreykinga og krabbameins.
Launaðir áróðursmenn (eitt megineinkenni þeirra er að þeir þykjast aldrei þiggja krónu fyrir að fífla fólk) voru síðan látnir matreiða FALSIÐ hjá hópum sem markaðsfræðingar fundu út að væru almennt móttækilegir fyrir vitleysu, hægri sinnað trúað fólk sannfærðist þegar raunvísindi voru tengd við sósíalisma og demókrata, stjórnleysingjar þegar þeim var sagt að þetta væri eitt allsherjarsamsæri Djúpríkisins. Reyndar einföldun á flóknari áróðri en þetta eru nokkurn vegin meginlínurnar.
Það varð bara tóbaksiðnaðinum að falli að ungur faðir með samvisku, kjaftaði frá og gat fært sönnur á máli sínu, annars hefði áætlunin öll gengið eftir og hagsmunatengdir þingmenn innan Repúblikanaflokksins hefðu haft bakland til að tryggja að ekki yrðu sett lög sem hömluðu starfsemi tóbaksfyrirtækja.
Varðandi herferðina gegn loftslagsvísindum þá greip raunveruleikinn inní, heimurinn hlýnaði í takt við loftslagslíkön, og í dag finnst ekki einn ókeyptur vísindamaður sem mælir gegn þeim raunvísindum sem segja til um hlutverk CO2 í að viðhalda lífvænlegu lofslagi á jörðinni, og hvað gerist ef því jafnvægi er ógnað.
Og þó afneitunarsinnar munu halda áfram að lemja hausnum í stein, þá er höndin sem fóðraði FALSIÐ búin að afneita afneituninni, búin að afneita þeim.
Þeir eru orðnir sorglegri en þau nátttröll sem ennþá reyna að mæra og verja kommúnisma 20. aldar.
GLÆPUR gegn mannkyni er stærstur glæpur sem skilgreindur er í dag í lögum, og hingað til hefur hann verið notaður til að skilgreina einhver voðaverk í stríði eða stríðsátökum, en eftir að kórónufaraldurinn hófst, þá komu upp raddir í Svíþjóð að vísvitandi aðgerðaleysi þarlendra heilbrigðisyfirvalda á fyrstu dögum og vikum kórónufaraldursins væri dæmi um slíkan glæp. Og í Brasilíu er talað um fullum fetum að ákæra forseta landsins fyrir slíkt aðgerðaleysi, og þá út frá lögum um glæpi gegn mannkyni.
Atlaga olíurisanna að lofslagsvísindum er dæmi um slíkan glæp.
Ef það verður síðan sannað að þau hafi líka beitt sér gegn rannsóknum og þróun orkugjafa sem nýta varma sólu án þess að nota jarðeldsneyti sem millilið, þá er erfitt að sjá hvernig þau geta forðast ákæru um slíkan glæp.
Eitt sem blasir við svona eftir á, er samsvörunin á mótmælum gegn kjarnorku í Evrópu, til dæmis Þýskalandi, og kostaðra friðarhreyfinga gegn kjarnorkuvopnum í álfunni, en þó það hafi verið grunað, þá var það sannað eftir fall Berlínarmúrsins að drifkraftur þeirra var fjármagn frá Sovétríkjunum og í minna mæli Austur Þýskalandi.
Múgæsing sem spratt úr engu, og varð að engu um leið og kostunaraðilinn féll frá, sem tók samkeppnisaðilann (Nató) og krafist þess að hann afvopnaðist á meðan sá sem fjármagnaði beið grár fyrir járnum tilbúinn til árása, meikaði aldrei neinn sens út frá almennri skynsemi.
Og hvað er kjarnorkuiðnaðurinn annað en samkeppnisaðili jarðeldsneytisiðnaðarins??, og hvaða sens var að herja á hann út frá hættunni af fyrstu kjarnorkuverunum sem voru barn eftirstríðsáranna, í stað þess að krefjast þróunar hans, að tækninýjungar gerðu hann öruggari, kjarnorkan losar jú ekki koltvísýring??
Hvað veldur að kjarnorkan tryggir ekki orkuöryggi í Evrópu í dag??. Í hinni orkusnauðu álfu þar sem almenningur eru ofurseldur dýru jarðeldsneyti, í álfu sem býr við orkuskort sem vegur að afkomu fólks og lífsgrundvelli.
Sú stóra spurning er samtvinnuð miklu stærri GLÆP, glæpnum gegn sjálfu lífinu.
Hvað skýrir að það sem hefur verið gert fram að þessu á þessari öld hefur litlu sem engu skilað?
Hvað skýrir hugmyndafræði sem "bítur" (orð umhverfisráðherra) hina fátæku, sem minnstu ábyrgðina bera á losun gróðurhúsloftegunda, er hugsuð til að neyða þá aftur til miðalda í lífsháttum og lífskjörum, en snertir lítt hina auðugu sem halda áfram að hafa efni á orkusóandi lífsstíl sínum, og í dag hæða heimsbyggðina með því að fljúga þvers og kurrs um heimsbyggðina út af meintum áhyggjum sínum af komandi lofslagshörmungum, til að setja ráðstefnu sem fjalla aðeins um eitt:
Skattlagningu og afturhvarf almennings til fortíðar??
Á vef Lifandi Vísinda má finna nýlega grein sem heitir "Öll orka gæti verið græn árið 2050", þar sem lesa má þessi orð; "Umbreytingin frá jarðefnaeldsneyti yfir í græna orku virðist vera óvinnandi verk. En tæknin til að gera það er þegar til staðar. Fræðimenn hafa reiknað út að sólar-, vind- og vatnsorka geta annað orkuþörf heimsins árið 2050 og leiðarbókin er tilbúin.".
Þegar greinin er lesin blasir við að forsenda þessara umbreytinga er öflugt tæknivætt samfélag sem hefur efnahagslega burði til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir, jafnt til að rannsaka og þróa nýja tækni sem og fjármuni til að breyta yfir í endurnýjanlega orkugjafa.
Það er öllum ljóst að það ástand er ekki til staðar í Evrópu í dag, upp úr þurru býr álfan við sjálfskipaðan orkuskort, sem neyðir orkufrek fyrirtæki til að loka, þau smærri hætta alfarið framleiðslu, þau stærri flytja hana til mengunarlanda þar sem meginorkan er fengin með brennslu kola.
En rekstrargrunnur svo margra annarra fyrirtækja laskast líka, og þegar erfiðleikar heimsfaraldursins bætast ofaná, þá getur stórhækkaður orkureikningur orðið banabiti margra annars áður vel stæðra fyrirtækja.
Og ofaná þetta á síðan að bæta eldsneytissköttum undir yfirskini baráttu við lofslagsbreytingar, jafnt á sjálfa orkuna sem fyrirtæki nota sem og stórhækkar allan flutningskostnað, kostnað við ferðir starfsfólks og svo framvegis.
Í stærra samhengi má benda á stórhækkun flutningskostnaðar, stórhækkun á áburðarverði, ýtir undir matarskort, einhvers konar tilbúið þriðjaheims ástand.
Sem er eiginlega kjarni þess sem er verið að gera heimsbyggðinni i dag.
Áður en við upplifum hamfarir lofslagshlýnunarinnar, þá upplifum við manngerðar hörmungar sem eru réttlættar undir einhverju yfirskini að það sé verið að berjast við lofslagsvána.
Sem er alls ekki rétt.
Losun mannkyns eykst með hverju árinu, og þó einhver viðsnúningur hafi orðið á Vesturlöndum, þá er alfarið skýringin sú að hin meðvitaða skattastefna og hinn tilbúni orkuskortur, hefur flutt framleiðslu frá Vesturlöndum til Kína og í minna mæli Indlands, auk annarra fjölmennra ríkja í þriðja heiminum.
Þetta blasir svo við að það er glæpsamlegt að horfa framhjá því.
Rhodium group er sjálfstæð rannsóknarstofnun, sem sérhæfir sig að meta raunhagtölur frá Kína, auk þess að fjalla almennt um lofslags- og efnahagsmál, birti skýrslu þar sem fram kemur að Kína eitt og sér ber meiri ábyrgð á losun gróðurhúslofttegunda en Bandaríkin og Evrópusambandið til samans, samt telja þau Ísland með Evrópusambandinu, einn af hinum stóru sökudólgum, ef marka má umræðuna hérlendis.
Greinin heitir "Chinas Greenhouse Gas Emissions Exceeded the Developed World for the First Time in 2019". Þar má lesa þessa afhjúpun um Rio, um París, og líklegast væntanlega Glasgow.
"Using our newly updated global emissions data through 2019, we estimate that in 2019, for the first time since national greenhouse gas emissions have been measured, Chinas annual emissions exceeded those of all developed countries combined. Chinas emissions were less than a quarter of developed country emissions in 1990, but over the past three decades have more than tripled, reaching over 14 gigatons of CO2-equivalent in 2019.".(Rhodium quantifies emissions on a territorial basis, consistent with UNFCCC reporting guidelines.) (Sjá athugasemd nr. 2 í athugsemdarkerfinu, þar birti ég alla tilvitnunina ásamt línuritum sem sýna þá drastísku aukningu sem hefur orðið í losun Kína frá því um 1990).
Það hefur aðeins orðið tilfærsla á menguninni, það hefur í raun ekkert raunhæft verið gert sem skiptir máli.
Og ef það er ekki GLÆPUR gegn lífinu, hvernig er þá hægt að skilgreina þann glæp, núna þegar allir, bókstaflega allir eftir að olíufyrirtæki gengu úr skapti afneitunarsinna, viðurkenna að "loftslagsbreytingar ógni tilveru mannkyns".
Það þarf ekki mikið vit eða skynsemi til að sjá að það er heildarlosun gróðurhúsloftegunda sem skiptir máli, ekki tilfærsla hennar milli einstakra landa, þar sem einstök ríki keppast við að ná markmiðum sínum með því að flytja mengun sína annað.
Það þarf ekki mikið vit eða skynsemi til að sjá hvílík heimska eða óráð það er til dæmis hjá íslenskum stjórnvöldum að þvinga fram orkuskipti með skattlagningu, vega þar með að tilveru hinna dreifðu byggða sem eiga allt sitt undir samgöngum, skaða þar með til dæmis innlenda matvælaframleiðslu, sem og aðra framleiðslu, og auka þar með neyslu á ódýrum staðgengisvörum sem framleiddar eru með kolaraforkuverum.
Eða hve litlu það skiptir þó tilbúin orkukreppa í Evrópu, auk ofurskattlagningarinnar, miðaldavæði efnahagslífið, þegar Evrópa ber aðeins ábyrgð á 6,4% af heildarlosun gróðurhúsloftegunda (skilgreining samkvæmt territorial), 0,2% minna en Indland.
Að tala í þessu samhengi um losun per einstakling er hreint kjaftæði, loftslagið, spyr ekki um slíka tölfræði, aðeins um magnaukningu koltvísýrings auk annarra gróðurhúsloftegunda í lofthjúp jarðar.
Átti menn sig á alvarleik málsins, þá gera menn eitthvað sem skiptir máli.
Stærsti hluti fólksins sem núna er samankominn í Glasgow virðist engan veginn gera sér grein fyrir því, sumir virka það heimskir að slíkt er ekki mannlegt, heimska þeirra hlýtur að vera kostuð af öflum sem lögðu undir sig umræðuna og stjórna baráttunni gegn lofslagsvánni.
Það blasir við hvaða öfl þau eru, það þarf aðeins að spyrja sig hverjir hafa grætt á tilfærslu framleiðslunnar til Kína auk annarra þróunarlanda?
Hverjir börðust gegn Trump þegar hann fór gegn samkomulaginu um að gera ekki neitt, og kennt er við París??
Hverjir eru bakhjarlar þess lofslagstrúboðs sem tröllríður fjölmiðlum, og sneiða algjörlega frá kjarna málsins, að það sé gert sem þarf að gera.
Svarið við þeirri spurningu er svarið um hverjir eru sekir um mesta glæp sögunnar.
GLÆPINN gegn lífinu.
Sem verður sá síðasti ef við spyrnum ekki við fótum og verjum lífið sem við ólum.
Það er okkar að mynda það bakland að samstaða þjóðarleiðtoga heimsins snúist um raunverulegar aðgerðir.
Um orkuskipti frá jarðeldsneyti í vistvæna orkugjafa, þar sem fyrstu skrefin er að tryggja nauðsynlega orku sem mengar minna en kolin og olían, í grein Lifandi Vísinda er bent á jarðgas, kjarnorka frá verum sem byggð er með tækni 21. aldar er líka augljós valkostur.
Um tilfærslu frá glóbal framleiðslu til lókal, um tilfærslu frá mengandi framleiðslu til mengunarminni, en ekki öfugt eins og er í dag.
Um verndun regnskóga með góðu eða illu, þar er skýrasta dæmið um þá siðblindu að þröngir fjárhagslegir hagsmunir Örfárra geti ógnað öllu lífi í skjóli "frelsis" og frjálsra alþjóðlegra viðskipta.
Um alþjóðlega samstöðu að setja fjármuni, margfalda á við þá sem við setjum í vopn og drápstól, í að verjast afleiðingum lofslagshamfara, hvernig sem við förum að því, ef stór hluti heimsins verður lítt byggilegur vegna þurrka, ofsaveðurs eða hækkun sjávar, þá hrynur siðmenningin ef einstaklingurinn eða einstök þjóðríki verða látin takast á við þær hörmungar án stuðnings þeirra sem betur sleppa. Því fólk grípur til fótanna og mun berjast fyrir tilveru sinni.
Og svo margt fleira, en ekkert af þessu er rætt um í Glasgow.
Það er aðeins sýndarráðstefna þeirra sem vinna gegn lífinu.
Hvað sem rekur þetta fólk svo áfram.
Fyrst að olíufurstarnir gátu viðurkennt vána, ógnina gagnvart tilveru mannkyns, þá hljótum við hin geta gert það líka.
Við þurfum aðeins að hætta að vera sauðir sem láta teyma okkur.
Það er ekki eftir neinu að bíða.
Ekki nema menn telji Útrýmingu vera þess verða að bíða eftir.
Glasgow er ekki að fara gera neitt.
Kveðja að austan.
Sammála um að hlýnun fari ekki yfir 1,5 gráður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verst að rafmagnið okkar sé kjarnorkumengað annars gætum við hagnast á þessari samþykkt USA og ESB
The global deal is to be worked out over the next two years to promote "green" steel and aluminium production and will be open to other countries that want to join
Grímur Kjartansson, 31.10.2021 kl. 19:01
Each year Rhodium Group provides the most up-to-date global and country-level greenhouse gas (GHG) emissions estimates through the ClimateDeck (a partnership with Breakthrough Energy). In addition to our preliminary US and China GHG estimates for 2020, Rhodium provides annual estimates of economy-wide emissions—including all six Kyoto gases—for over 190 countries from 1990-2019. Using our newly updated global emissions data through 2019, we estimate that in 2019, for the first time since national greenhouse gas emissions have been measured, China’s annual emissions exceeded those of all developed countries combined. China’s emissions were less than a quarter of developed country emissions in 1990, but over the past three decades have more than tripled, reaching over 14 gigatons of CO2-equivalent in 2019. (1)
Global greenhouse gas emissions estimates for 2019
Based on our newly updated preliminary estimates for 2019, global emissions—including emissions of all six Kyoto gases, inclusive of land-use and forests and international bunkers—reached 52 gigatons of CO2-equivalent in 2019, a 11.4% increase over the past decade. China alone contributed over 27% of total global emissions, far exceeding the US—the second highest emitter—which contributed 11% of the global total (Figure 1). For the first time, India edged out the EU-27 for third place, coming in at 6.6% of global emissions.
(1). Rhodium quantifies emissions on a “territorial” basis, consistent with UNFCCC reporting guidelines. A “consumption” based accounting of China’s emissions, which adds emissions associated with imported goods and removes those associated with exported goods, would put China’s 2019 GHG emissions at roughly 13 gigatons (or 25% of the global total).
China’s emissions exceeded emissions from developed countries
In 2019, China’s GHG emissions passed the 14 gigaton threshold for the first time, reaching 14,093 million metric tons of CO2 equivalent (MMt CO2e) (Figure 2). This represents a more than tripling of 1990 levels, and a 25% increase over the past decade. As a result, China’s share of the 2019 global emissions total of 52 gigatons rose to 27%.
In 2019, China’s emissions not only eclipsed that of the US—the world’s second-largest emitter at 11% of the global total—but also, for the first time, surpassed the emissions of all developed countries combined (Figure 2). When added together, GHG emissions from all members of the Organization for Economic Cooperation and Development (OECD), as well as all 27 EU member states, reached 14,057 MMt CO2e in 2019, about 36 MMt CO2e short of China’s total.
Ómar Geirsson, 31.10.2021 kl. 19:46
Sýnt hefur verið fram á að hitasatig á norðurhveli hafi verið mun hærra á landnámstíð heldu en nú. Vatnajökull, eins og hann lítur út í dag, mun á þeim tíma ekki hafa verið nema svipur hjá sjón.
Ert þú með skýringar Ómar hvað hafi valdið eða afneitar þú þessum staðhæfingum?
Daníel Sigurðsson, 31.10.2021 kl. 19:55
Blessaður Grímur.
Þú segir það, en í raun ertu að vísa í þá aðferðafræði andskotans sem hefur stjórnað vörnum heimsbyggðarinnar gagnvart lofslagsvánni, með þeim afleiðingum sem sjá má í línuritinu hér að ofan, og ég endurbirti hér að neðan.
Bara þetta eina línurit afhjúpar FALSIÐ að baki hinum meintu markmiðum lofslagsráðsefna Sameinuðu þjóðanna í gegnum tíðina, og þann GLÆP að aðgerðir í nafni lofslagsráðstefna hafa markvisst fært framleiðslu frá minna mengandi löndum til miklu mengandi landa.
Þarna liggur víglínan Grímur, ekki í afneitun og háði, eða telja eitthvað eitt annað markmið mikilvægara en að tryggja áframhaldandi siðmenningu á jörðinni.
Á meðan komast djöflarnir upp með glæpi sína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.10.2021 kl. 19:56
Blessaður Daníel.
Ekki veit ég hvað fær skynsaman, menntaðan mann til að halda í eina mínútu að allir þjóðarleiðtogar heimsins, óháð trú, litarhætti, efnahag eða stjórnmálakerfi, myndu sameinast um vá sem þyrfti aðeina eina röksemd til að afhjúpa sem vúdú; "Sýnt hefur verið fram á að hitastig á norðurhveli hafi verið mun hærra á landnámstíð heldu en nú".
Hugsaðu núna um þetta í þrjár mínútur, og síðan í aðrar tvær, afhverju hefðu olíufurstarnir sem eru kveikjan af þeirri nálgun sem blogg mitt kristallast um, hefðu lagt það á sig að skipuleggja áróðursherferðir gegn lofslagsvísindum og haft falsvísindamenn (þú lest reglulega um þá á bloggi Palla kóngs) á launum megin hluta þessarar aldar.
Ef þeir hefðu bara getað sagt; "Sýnt hefur verið fram á að hitastig á norðurhveli hafi verið mun hærra á landnámstíð heldu en nú", og sagt síðan; "Ert þú með skýringar Ómar hvað hafi valdið eða afneitar þú þessum staðhæfingum". Reyndar held ég að þeir myndu ekki vísa í mig.
Hugsaðu svo enn aftur í þrjár plús tvær, og síðan í eina í viðbót, af hverju þeir svöruðu ekki Maloney sem ég vísaði í hér að ofan; "Sýnt hefur verið fram á að hitastig á norðurhveli hafi verið mun hærra á landnámstíð heldu en nú", reyndar sleppt þessu með landnámstíð en notað miðaldaskeið í staðinn.
Af hverju þögðu þeir, af hverju afneituðu þeir afneitun sinni;
"Carolyn Maloney, sem er formaður eftirlisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem fer fyrir fundinum, spurði m.a. hvort forstjórarnir væru ósammála þeirri fullyrðingu að "loftslagsbreytingar ógni tilveru mannkyns". Engin svör bárust og lét Maloney því eftirfarandi ummæli falla: "Þannig að sannleikurinn er öllum ljós".
Af hverju Daníel??
Eftir að þú ert búinn að meðtaka þessa kennslu í rökhugsun, nýta uppgefinn tíma í rökhugsun, og svara mér Af hverju, þá skal ég ég glaður útskýra þetta fyrir þér, en eins og Friedman sagði, það er ekkert ókeypis í lífinu, og þetta er sá kostnaður sem ég set á andsvar mitt og útskýringar.
Er reyndar að fara vaska upp, en ég skal kíkja hérna við eftir 1+3+2+3+2+1 mínútur, og gefa þér tvær mínútur að skrifa niður svar þitt.
Það blasir við og tekur ekki langan tíma að pikka inn.
Á meðan er það kveðjan.
Að austan.
Ómar Geirsson, 31.10.2021 kl. 20:12
Æ-i Daníel, þarna ollir þú mér vonbrigðum, en stutta svarið er best lýst með enska orðinu "irrelvant", sbr sú rökhugsun að þegar jarðfræðingar lýsa sprengigosinu mikla í Vesúvíus árið 79 þegar Pompei hvarf undir ösku og gjósku, þá mætir ekki einhver þorpari á svæðið og segir; Iss, þetta er nú meiri skáldskapurinn, afi minn var drengur þegar það gaus 1944, og þá sprakk ekkert og engin borg fór undir ösku.
Það er nú bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.10.2021 kl. 20:37
Ég þurfti nú að vaska upp líka, þannig að ég var ekki búinn að lesa yfir fyrra andsvar þitt við innleggi mínu áður en það seinna birtist.
Fyrra andsvar þitt innihélt spurningu til mín sem ég því miður, af nefndri ástæðu, náði ekki að svara í tæka tíð. Þykir mér leitt að hafa valdið þér vonbrigðum með það.
Það gladdi mig hins vegar að sjá að þú varst sjálfur kominn með svarið í viðbótar andsvari þínu.
Því miður þá höldum við áram að valda hvor öðrum vonbrigðum, því eftir lestur langloku þinnar í andsvari þínu, við spurningu minni til þín, þá sýnist mér að þér sé margt betur til lista lagt en kennsla i rökhugsun. Það lýsir skorti á rökhugsun ef þú telur að með vísan minni á staðhæfingar þess efnis að um mun hærri loftlagshitastig hafi verið að ræða á Landnámsöld en nú og að þá hafi Vatnajökull ekki verið nema svipur hjá sjón, jafngildi því að ég afneiti meintri loflagsvá sem um ræðir. Í stað þess að láta svo litið að svara spurningu minni á málefnalegan hátt þá grípur þú til fimbulfambs.
Ég skal fúlega viðurkenna að ég tel að mörgum álitamáum sé enn ósvarað í þessu efni og að ekki hafi verið sýnt framá með óyggjandi hætti að aukning CO2 í andrúmsloftinu sé aðalsökudólgurinn.
Daníel Sigurðsson, 31.10.2021 kl. 22:19
Stærsti GLÆPUR gegn mannkyni eru drápin á börn um okkar í móðurkviði sem er samt ekki skilgreindur sem glæpur í lögum landsins eins og hann var réttilega fyrir árið 1975. Hér er um að ræða GLÆP gegn sjálfu lífinu.
Nú kenna menn mönnum um breytingar á loftslagi og segja það glæpsamlegt. En þá eru menn að stela GLÆPNUM frá Guði Almáttugum, en það hefur alltaf verið Hann sem stýrir veðri og vindum.
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2021 kl. 22:56
Blessaður Daníel.
Þarna sérðu hvernig óskyldir hlutir geti tengst, ég hélt að þú værir að hugsa, en svo reyndist þú vera að vaska upp eins og ég, út frá því ætla ég að álykta að þú hafir líka horft á Ófærð eins og ég, nema ekki á sömu tímalínu, ég horfði nefnilega líka á Landann, og síðan Sögur af fötluðu fólki, svo Ófærðin var bara rétt að klárast, ég litlu nær, spurning með þig.
En láttu ekki svona að kalla rökrétt andsvar mitt fimbulfamb eða kennsla í rökhugsun liggi ekki fyrir mér.
Mér er til efs að þó ég hafi klipið þig með glóandi töngum hefði ég fengið þig til að viðurkenna allt það sem játar kynroðalaust hér að ofan; þú afneitar því að þú hafir afneitað meintri lofslagsvá, en játar efasemdir um að vísindin hafi sýnt með óyggjandi hætti að aukning CO2 sé þar aðalsökudólgurinn.
Málið hins vegar og meinið er Daníel að raunvísindin segja að aukning CO2 á þeim skala sem brennsla alls þess jarðeldsneytis sem hefur safnast saman í hundruð milljóna ára í jarðlögum, á nokkrum áratugum, dugir til að skýra lofslagsvána, aðrir skýringarþættir bætast aðeins þar við, og ef þeir eru aðalsökudólgurinn, þá fyrst erum við í djúpum skít. Ef þú ert ákærður fyrir að hafa reynt að drepa mann með því að gefa honum banvænan skammt af arseniki, þá er það lítil málsbót að benda á undirliggjandi krabbamein sem hefði líka örugglega drepið hann einhvern tímann, eða að þú getir ekki útilokað að hann Jón í næsta húsi hafi líka gefið viðkomandi banvænan skammt af rottueitri, sem er miklu fljótvirkara en arsenik, þó reyndar þig gruni það aðeins, geti ekki fært sönnur á því, og lögreglan hafi fundið fáar vísbendingar þar um.
Því hitt meinið er nefnilega að það hefur ekki verið bent á annan megin sökudólg, sé hann til staðar, þá er hann óþekktur. Sem vissulega útilokar hann ekki, líkindi ná alveg niður í stærð hins óendanlega, en vekur samt vonir um að það sé þrátt fyrir allt veik von um að börnin okkar og barnabörn eigi sér lífsvon í samfélagi siðmenningarinnar, þau lifi af veðuröfgarnar og mannkynið nái tökum á brennslunni, og jafnvel þrói tækni til að minnka CO2 í andrúmsloftinu.
En ef þú hefur rétt fyrir þér, þá er þetta einfaldlega búið, kabút, svo vonum ekki, treystum þó þeirri vitneskju sem vísindin hafa.
Hefði ég hins vegar svarað spurningu þinni á málefnalegan hátt, eins og efni þessar spurningar kæmi pistli mínum á nokkurn hátt við, tímamótafréttin um að olíufurstarnir hefðu afneitað afneitunarsinnum, var aðeins inngangspunktur að meginefni hugleiðinga minna um GlÆP gegn lífinu sem á sér stað núna út í Glasgow, þá Daníel hefðir þú aðeins spurt mig annarrar spurningar, álíka mikið út úr kú, líkt og ég væri einhver Gúgli frændi sem vissi allt um loftslag, fals og falsvísindi.
Og ekki fengið þessa kýrskýru afstöðu þína um að þú værir ekki lengur afneitunarsinni.
En ég get alveg svarað þér eftir minni, og þar sem þú pirrast alltaf á að lesa langt mál mitt, þá skal ég stytta það niður í aðra athugasemd.
Á meðan er það kveðjan sem fyrr.
Að sjálfsögðu að austan.
Ómar Geirsson, 31.10.2021 kl. 23:16
Fyrirgefðu Daníel, ég þarf fyrst aðeins að andsvara Guðmundi.
Blessaður Guðmundur, ég vona að þú sjáir rökvilluna í máli þínu, ef þau mannanna verk að drepa börn í móðurkviði sé glæpur gegn mannkyni og það sem meir er, glæpur gegn lífinu, þá getur það mannanna verk að reyna að útrýma öllu lífi með athöfnum sínum sem valda óafturkræfanlegum loftslagshörmungum fái þau að ganga eftir, ekki verið verk eða vilji Guðs. Sé það seinna rétt, að mennirnir séu verkfæri guðs við að stýra veðri og vindum, þá hljóta þeir líka að vera verkfæri hans í að drepa fóstur í móðurkviði.
Mér persónulega finnst þú vera farinn að ljúga of miklu upp á Guð þinn Guðmundur, þú ættir frekar að treysta á leiðsögn hans til að hindra þessa mannanna verk, og mundu að ef það er glæpur að drepa ófædd börn, þá hlýtur það líka að vera glæpur að drepa fædd börn.
En Daníel, ég gleymdi að þú pirrast alltaf við að lesa langt mál, svo ég reyni enn og aftur í nýju andsvari, á meðan er það kveðjan;
Að austan.
Ómar Geirsson, 31.10.2021 kl. 23:24
Blessaður Daníel, enn og aftur.
Þú verður að fyrirgefa mér að efast um fróðleiksþorsta þinn og þú hafir talið mig manna bestan í að útskýra fyrir þér hvað hafi valdið miðaldahlýskeiðinu, kannski var það seinni hluti setningar þinnar; "eða afneitar þú þessum staðhæfingum?" sem gerði mig dupíusann, eða ég taldi eitthvað byggi undir steini sem snéri að fyrstu setningu þessa pistils míns; "Það er hafið yfir allan vafa að jarðarbúar standa frammi fyrir stórkostlegum hörmungum ef ekki er gripið til aðgerða sem sporna við aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu,".
Spurning þín er jú þekktur frasi afneitunarsinna, hugsuð til að slá vopnin úr höndum þeirra sem leggja sig ekki niður við að rífast við vísindin.
En hvernig fer þetta saman, sönnuð hlýindi á hluta af norðurhveli á miðöldum, og dómsdagsspárnar sem byggjast á aukningu CO2 í lofthjúpnum??
Svarið er ákaflega einfalt eins og ég sagði eftir uppvaskið, þetta tengist ekki, þó mér finnist enska orðið irrelevant (úps, eitt e-ið pikkaðist ekki inn hér að ofan) lýsa því betur, veit ekki af hverju, eitthvað í hausnum á mér.
Á þessum tíma var magn koltvísýrings í andrúmsloftinu í jafnvægi, svona hitaskeið eru þekkt, koma reglulega, skýringarnar aðeins getgátur skilst mér. Þegar ég rifjaði þetta upp þegar ég var að argast í eðalíhaldsmanninum, þá las ég að eitt af því sem kæmi til greina var að lítið hefði gosið á þessu tímabili, en eldgos eru víst kælandi fyrir jörðina (við ættum kannski að biðja um hressilegt gos á Torfajökulsvæðinu). Annað sem fræðingar benda á er að hlýindin voru staðbundin, á Kyrrahafssvæðinu var frekar kalt miðað við meðaltal og áætlað er að heildarhitastig jarðar hafi þá verið sirka eins og það var á 6. áratug síðustu aldar.
Áður, reyndar fyrir mjög mörgum árum, las ég viðtal við íslenskan lofslagsfræðing sem útskýrði að þó meðalhitinn hafi verið hærri þá en síðar varð, þá var jafnvægi til staðar, vetur á veturna, og sumar og sumrin, sumrin hafi aðeins verið hlýrri, og það hefði vorað fyrr, sem skýrir kornræktina, og til dæmis byggðina í Noregi á þessum tíma, en ummerki um býli hafa fundist þar sem eru langt fyrir ofan núverandi byggðarmörk.
En hverjar sem skýringarnar voru, þá voru þær ekki þær sömu og valda hlýnun jarðar í dag og þeim veðuröfgum sem mannkynið mun óhjákvæmilega glíma við næstu árin og áratugina.
Veðuröfgar og svona ruglandi hefur áður átt sér stað í jarðsögunni, en meinið er að þá hafði ekki byggst upp fjölmenn siðmenning sem á allt sitt undir stöðugleika í veðri. Þegar ástandið var sem verst hefði jörðin ekki brauðfætt marga miðað við þekkta tækni í dag, hvað þá tækni liðinna alda.
Sjálfsbjargarhvötin er okkur í blóð borin Daníel, það væri heimskt að nýta hana ekki til að takast á við þennan vanda.
Um það fjallar pistill minn, kjarni niðurstaða minna er að þau öfl sem stjórna núverandi vörnum gegn lofslagsvánni vilji mannkyni ekki vel, aðferðafræði þeirra hefur engu skilað, nema þá beina ávísun á hörmungar af mannavöldum.
Ég kunni bara ekki við að byrja pistilinn á þeirri staðhæfingu að það væri hafið yfir allan vafa að núverandi aðgerðir í baráttunni við lofslagsvána, yllu aðeins manngerðum hörmungum, en skiluðu litlu eða engu í hinni raunverulegu baráttu sem mannkynið yrði að heyja fyrir tilveru sinni.
Og væru þar með banvænar, GLÆPUR gegn lífinu.
En það er samt svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.10.2021 kl. 23:54
Margir þekktir vísindamenn telja að breytileg Sólar-virkni sé megin orsakavaldur hækkandi hitastigs á hlýskeiðum jarðar.
Nýlega hefur þekktur vísindamaður sett fram sterk rök fyrir því að hækkandi hitastig valdi auknu CO2 í andrúmsloftinu en ekki öfugt (þ.e.a.s. ekki að CO2 valdi hækkandi hitastigi). Ég datt um þessa kenningu fyrir örfáum dögum og vistaði en finn hana ekki akkúrat núna.
Daníel Sigurðsson, 1.11.2021 kl. 15:47
Blessaður Daníel.
Áður en lengra er haldið þá verð ég að lýsa yfir ánægju minni yfir að við séu dús með tvennt, að þú sért ekki afneitari, sem til dæmis gerir lítið úr sjálfum þér með því að segja að meðalhiti jarðar hafi lítt eða ekkert hækkað síðustu ár, svona í ljósi þess að síðustu 7 heitustu ár þekktra mælinga eru á þeim áratug sem er að líða, og þú sért ekki að rífast við mig um skýringuna á af hverju miðaldaskeiðið hafi verið eins og það var, og kemur núverandi loftslagsvá ekkert við.
Trúðu mér, það erum margir hér á Moggablogginu sem hafa skýran áhuga á að enda sem nátttröll hvað það varðar.
Víkjum þá að athugasemd þinni hér að ofan þar sem þú færir frekari rök fyrir því að þú hafir réttmætan vafa um að brennsla jarðeldsneytis sé meginskýring þeirra loftslagshörmunga sem mannkynið þarf að feisa, takast á við, sem mér skilst að við deilum ekki um, og bendir á aðrar skýringar.
Persónulega finnst mér seinni skýring þín ekki halda vatni, gruna viðkomandi vísindamann sterklega um að þiggja fé fyrir að bulla. Mér finnst þetta vera svona afturábak röksemd; óþekkt stærð veldur hlýnun, það leysir CO2 úr sjónum, þar með spíralinn sem loftslagsvísindin benda á að muni eyða lífi ef ekkert er að gert (fullyrðing út frá fyrri reynslu jarðsögunnar).
En skautum framhjá því að viðkomandi hafi þegið laun frá olíufurstum fyrir að bulla svona, og reynum aðeins að vorkenna honum að núna er hann bæði ærulaus og tekjulaus, og setjum þessa staðhæfingu í röksamhengi. Blasir þá ekki við, að fyrst að þessi óþekkta stærð hafi valdið hlýnun, sem síðan losaði um koltvísýring úr sjónum, að þar með er augljóst að við blessaðir mennirnir getum ekki aukið á vandann með því að eyða söfnun ármilljónanna á koltvísýring á nokkrum áratugum??
Persónulega held ég að þó olíufurstarnir hafi ekki afneitað stuðningi sínum við falsvísindamenn, að þá hefði viðkomandi snarlega verið tekinn af launaskrá, því betri röksemd um að mannkynið þurfi að skrúfa snarlega fyrir brennslu jarðeldsneytis, hef ég ekki lesið, og hef ég þó lesið þær margar.
Fyrri kenning þín er hins vegar umhugsunarverð Daníel, og þó vísindamenn telji sig hafa mælt að sólin hafi farið að kólna uppúr 1970, þá er það bara svo, að við vitum ekki allt.
Ekki frekar en við vitum dýpri samhengi hlutanna varðandi hvað olli ísaldarskeiðum jarðsögunnar (fyrir utan þau skipti þar sem koltvísýringur fór með allt til helvítis), hvaða afgerandi hlutverki gegnir samspil jarðar við ytri geim, að ekki sé minnst á stöðu okkar í sólkerfinu, eða stöðu sólkerfisins í vetrarbrautinni, að ekki sé minnst á stöðu vetrarbrautarinnar gagnvart öðrum vetrarbrautum.
Og núna tek ég það skýrt fram, svona ef þú telur þig hafa ástæðu til að halda annað, að ég er ekki að fíflast.
Málið er samt Daníel að hvorki ég eða þú höfum nokkra þekkingu eða vitneskju til að rífast við raunvísindin, sem hafa rannsakað lofthjúpinn líkt og þau hafa rannsakað svo margt annað, til dæmis mannsheilann. Það sem var áður óskýrt, er skýrt í dag, þó margar skýringar kalla á nýjar spurningar, nýjar rannsóknir.
Rökin að baki hamfarakenningarinnar um alvarleik aukins magns koltvísýrings í andrúmsloftinu, magns umfram getu jarðar til að jafna út áhrifin, byggjast á þekkingu sem er eins solid og hægt er að ætlast af vísindum nútímans. Það sem verra er, spálíkön sömu vísindamanna hafa gengið eftir í meginatriðum, sem þannig séð er kraftaverk miðað við þekkta óvissu þess sem ekki er vitað.
Það er ekki hægt að hundsa vísindin, þá erum við verri en Talibanarnir, nýtum tækni þekkingarinnar með annarri hendinni, höfnum forsendum hennar með hinni.
Ég er ekki að fabúlera um að ef það er önnur skýring, þá þekkja raunvísindin ekki til hennar, það útilokar hana samt ekkert, eitt af því sem sannarlega er vitað, er að vitum ekki allt, eiginlega bara sumt.
En það sem við vitum, vitum við, og skynsamur maður rífst ekki við þekkinguna, eða bullar út í eitt um að jörðin hafi ekki hlýnað, eða að öfgar veðurfarsins í dag eru án fordæmis.
Og það er ekki deilt um skaðsemi umframmagns koltvísýrings í andrúmsloftinu, fyrir utan raunvísindin sem útskýra ástæður þess, þá greinir jarðsagan um afleiðingarnar, svo ekki er hægt að deila um.
Sé einhver óþekkt stærð, hvort sem hana má rekja til sólar eða annað, þá eykur það aðeins vandann.
Hins vegar má alveg ala von um að allt þurfi ekki að fara til helvítis, að varnir jarðar og andrúmslofts séu ekki fullreyndar.
Og það gefi okkur tíma til að þróa orkuskipti og aðrar varnir, í hjúpi tímans getur líka leynst þekking sem gerir mannkyninu kleyft að koma á jafnvægi á ný, það sem er ekki þekkt eða gerlegt í dag, getur alveg verið þekkt og gerlegt á morgun.
Þess vegna Daníel, því mér sýnist við ekki deila um grundvallaratriði, heldur um túlkun á aðstæðum, þá skiptir svo miklu máli að það sem gert er til varnar, sé til varnar, en ekki til að gera vont verra.
Í Glasgow er verið að gera vont verra.
Og djöflarnir komast upp með það ef enginn feisar þá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.11.2021 kl. 17:42
"Í Glasgow er verið að gera vont verra." þetta er góð setning hjá þér Ómar, og hárrétt.
Jamm, að hugsa sér. "Vonandi næst samstaða um að hitastig jarðar hækki ekki meira en 1,5 gr. til aldamóta 2100" Okkar útblástur á CO2 hefur enginn áhrif.
Það eru aðrir þættir sem ráða því, og við höfum enga stjórn á því. Það hitnar og kólnar á víxl, líklega er að kólna núna næstu áratugina, framundir 2060. Þá veitir ekki af að hafa vel af CO2.
Ath. Meðaltalshiti jarðar hefur hækkað um 0,3 gr, frá 1860
Stykkishólmur, hækkað um 0,28gr. frá 1860.
Svo á að lýsa yfir neyðarástandi ???
----Í öllum bænum ekki að reyna svara þessu, en leitaðu upplýsinga, bara ekki frá IPCCþ
Haukur Árnason, 1.11.2021 kl. 22:19
Og örlítil viðbót.
Það sem Daníel nefnir, að aukning á hlynun valdi svo aftur auknu CO2. Þaðr er rétt, og búið að vera viðurkennt frá c.a. 1990. Fyrst hlýnar og svo hækkar CO2. Eggið og hænan.
NASA byrti mjög góð línurit um 2010, sem sýndu þetta mjög vel.
Haukur Árnason, 1.11.2021 kl. 22:28
Blessaður Haukur.
Eins og ég hóf inngang minn þá hefur höndin sem fóðrar afneitað afurð sinni, það er afneitað afneiturum, um það fjallaði í fyrsta kafla þessa pistils; Þögnin.
Sé ekki ástæðu til að fjalla um það frekar nema að benda þér að lesa um rökvilluna i spjalli mínu við Daníel, það er ekki góður vinnumaður sem hjálpar þeim sem hann á að skaða.
Eins vil ég hnykkja á það sem ég sagði við Daníel að þú rífst hvorki við það sem er vitað sem og um það sem ekki er vitað, þú ræðir það hins vegar.
Munurinn á olíufélögunum og vitleysingunum í Repúblikanaflokknum sem afneita lofslagsvánni er sá að þeir fyrrnefndu eru í fyrsta lagi ekki vitleysingar, og í öðru lagi þá gera þeir sér manna best grein fyrir hvað málstaður þeirra er veikur, allir vísindamennirnir sem þeir hafa fjármagnað til að berjast gegn loftslagsvísindum hafa verið staðnir að rangfærslum og hinar meintu rannsóknir þeirra sem eiga að sýna fram á hið gagnstæða, eða koma með aðrar skýringar eins og skýjahulu (hvernig var hægt að fá borgað fyrir að smíða kenningu um slíka vitleysu??) hafa ekki staðist skoðun, voru feikaðar á einhverjum tímapunkti til að fá fyrirfram ákveðna niðurstöðu.
Málsvörn þeirra er því engin ef kæmi til dómsmála og það er lélegt stríð sem þú háir til að verja hagsmuni þína, ef það stríð kostar þig aleiguna vegna málsókna.
Hvað aðrir kjósa að vera nátttröll lengi er síðan spurning, mér skilst að ennþá sé til fólk sem reynir að verja óhæfu kommúnisma 20.aldar, eða telji hana ekki vera fullreynda.
Þú færð hins vegar prik Haukur fyrir að hafa komist að meginefni þessa pistils, já Glasgow er að fara að gera illt verra.
Það liggur í fyrsta lagi í aðferðafræðinni, í öðru lagi í hagsmunum þeirra sem fjármagna umræðuna og í þriðja lagi, ef menn efast um spálíkön þar um, það er aðferðafræði frjálshyggjunnar og glóbalsins myndi auka vandann á heimsvísu í stað þess að draga úr honum, þá vísa ég á línuritið sem ég birti hér að ofan.
Það er skelfilegt og sýnir hvurslags glæpahyski er samankomið i Glasgow.
Og það er engin afsökun að vera nytsamur sakleysingi og þykjast vilja vel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.11.2021 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.