Réttarríkið undir.

 

Ferill Gróu var stuttur á Morgunblaðinu í gær.  Eftir að hún opnaði fréttasíðu gærdagsins með slúðurfrétt þar sem hópur fólks var rógborinn, gefið í skyn að þrír einstaklingar innan hans hefðu gerst sekir um kynferðisbrot, þá tók blaðamaður sæti Gróu og Mbl.is breyttist úr slúðurmiðli í alvöru fréttamiðil.

 

Rifjum upp hvað var ámælisvert í fréttamennsku Mbl.is, svona fyrir utan að dreifa slúðri og rógi, vitna í pistil gærdagsins þar um; "Alvöru fjölmiðill eins og Morgunblaðið á að nálgast þessa frétt á þeim nótum að spyrja bráðabirgðastjórn KSÍ hvort henni þyki eðlilegt að hópur út í bæ taki yfir réttarfarið og útdeili skömm og refsingu.".

Þetta er kjarni málsins, hópur jaðarfólks getur ekki tekið yfir réttarkerfið, notið til þess stuðnings fjölmiðla og afla sem hafa lengið róið að því að sundra samfélaginu í frumeindir sínar, því sundrað samfélag ver ekki auðlindir sínar og almannaeigur, sundrað samfélag ver ekki sjálfstæði sitt.

 

Spurningar sem voru ekki spurðar, voru spurðar í gær.

Andri Stefánsson, starfandi framkvæmdarstjóri ÍSÍ, var spurður í framhaldi af frétt um ÍSÍ hefði skipað rannsóknardómara, framhjá réttarkerfinu til að meta sekt ásakaðra "Er viðeig­andi að hver sem er úti í bæ geti sent inn form­lega til­kynn­ingu um meint brot til íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar og þá er meint­ur ger­andi úti­lokaður frá til að mynda landsliðsverk­efn­um í sinni íþrótta­grein?"

Spurningar sem á reyndar ekki að þurfa að spyrja í siðuðu samfélagi, en þarf samt að spyrja að gefnu tilefni.

 

Og þó Andri sé einn af þeim sem ber ábyrgð á skipan rannsóknardómarans, þá er hann ekki aumari en svo að hann gat svarað eins og siðuð vitiborin manneskja;

"Það er úti­lokað að það geti gengið þannig til".

 

Það er nefnilega útilokað að þetta geti gengið svona.

Þegar ásökun er orðin að vopni eða valdatæki, þá kann sagan engin dæmi um að slík vopn eða valdatæki hafi ekki verið misnotuð, og við Íslendingar erum ekki að fara skrifa nýjan kafla í söguna þar um.

Það er ekki boðlegt nokkrum manni, jafnvel þó þeir séu íþróttamenn, að hafa slíka fallexi yfir höfði sínu.

Geti íþróttahreyfingin ekki virt eðlilegar leikreglur samfélagsins þá ber henni að leggja sig niður.

 

Heimskan sem tröllríður þessari umræðu kemur síðan berlega fram í þessari frétt þar sem rætt er við "Kol­brúnu Hrund Sig­ur­geirs­dótt­ur, verk­efn­a­stýru Jafn­rétt­is­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar og meðstjórn­anda í fram­kvæmda­stjórn ÍSÍ.

Hvort blaðamaður hafi séð gamalt viðtal ítölsku blaðakonunnar Oriana Fallaci við Ayatollah Khomeini þar sem beinskeyttar spurningar hennar afhjúpaði forneskju æðstaklerksins skal ósagt látið en þessi spurning hans er meitluð í granít skynseminnar; "En er það hlut­verk íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar að taka sér stöðu dóm­stóla í sam­fé­lag­inu?".

 

Tilefni spurningarinnar voru þessi orð Kolbrúnar; ".. því við þurf­um að passa okk­ur sér­stak­lega á því að við séum ekki að fara langt út fyr­ir hegn­ing­ar­lög­in því þetta þarf auðvitað að vera í takt við lög og regl­ur í land­inu.“"

Einhver hefði nú sagt að starfshópur ÍSÍ myndi virða lög og reglur landsins, en þessi einhver var bara ekki í viðtali við Mbl.is.

"Þetta er ein af þeim spurn­ing­um sem við höf­um þurft að tak­ast á við og ein­mitt hversu langt íþrótta­hreyf­ing­in á að teygja sig í þess­um mála­flokki, sér­stak­lega þegar þolend­ur eru utan íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar. Á sama tíma vilj­um við ekki hafa kyn­ferðisof­beldi inn­an íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar frek­ar en ann­ars staðar og við þurf­um öll að standa sam­an til að vinna bug á því.

Við vilj­um og þurf­um að hafa verk­færi til þess að bregðast við því en það þarf líka að bæta dóms­kerfið okk­ar því við höf­um verið að sjá um 13% sak­fell­ingu í kyn­ferðis­brota­mál­um hér á landi sem er al­gjört bull. Við þurf­um að gera eitt­hvað bet­ur, það er al­veg klárt,“ bætti Kol­brún við í sam­tali við mbl.is. ".

 

Einhver sagði að kvenfólki hætti til að hugsa í hringi, og hlaut bágt fyrir.  Hefði hann haft tímavél þá hefði hann getað vitnað í þessa beinu spurningu; Er það hlutverk íþróttahreyfingarinnar að taka sér stöðu dómsstóla í samfélaginu.

Það þarf ekki mikla rökhugsun til að segja Nei, það þarf mikinn ruglandi að blanda saman þörfinni á skýrum reglum, á þeirri yfirlýsingu að einelti og ofbeldi sé ekki liðið innan íþróttahreyfingarinnar, og þess að taka sér réttinn til að vega og meta sekt eða sakleysi ásakaðra.

Að ekki sé minnst á að ef fólk er ósatt við réttarreglur og aðferðafræði réttarkerfisins um að sekt þurfi að vera sönnuð, að þurfi það sjálft að skapa sér verkfæri til að fjölga sakfellingum.

Glórulausari getur ein umræða ekki orðið.

 

Fyrir gott verk á að hrósa.

Þessi blaðamennska Mbl.is er góð, himin og haf á milli hennar og hinnar aumkunarverðu sem vinna hjá Ruv, þar fullyrt að 3 landsliðsmenn í viðbót hefðu gerst sekir um kynferðisbrot.

Sönnunin: orð og ásakanir.

 

Megi Gróa vera sem lengst í fríi.

Það er gaman að vera búinn að fá Moggann sinn aftur.

Á góðum degi slær honum enginn út.

 

Takk.

Kveðja að austan.


mbl.is Hversu langt á íþróttahreyfingin að ganga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband