13.10.2021 | 15:57
Rannsóknardómarinn.
Hefur breyst frá því við sáum hann síðast í bíómynd, í síðri svartri skikkju, pínandi og brennandi konur á dögum hins kaþólska rannsóknarréttar.
Þetta heitir að kalla að poppa sig upp.
Í dag er hann brosmild, vel klædd kona, en hlutverk hans er það sama.
Jú, jú, það er enginn pínubekkur og bálköstur, en tímarnir breytast, en kjarninn ekki.
Eitthvað, óskilgreint, samt með umboð, telur sig hafa rétt til að vega og meta, til að dæma.
Til að útskúfa, til að taka menn út af sakramentinu.
Eða veita syndaaflausn, vissulega voru margir sem voru píndir, ekki brenndir á báli í kjölfarið.
Að því slepptu er staða hins ásakaða sú sama, útilokaður, með dóminn yfir höfði sér.
Það er ekki eins og þessi orð hafi ekki verið mælt áður; "Varðandi tímarammann þá er hann mjög misjafn og fer eftir eðli mála. Ég reyni eftir bestu getu að vinna hratt en það tekst ekki alltaf og fyrir því eru ýmsar ástæður".
Að fólk skuli taka þátt í þessum skrípaleik, þessari endurtekningu sögunnar, undir nafni og mynd, er líka framþróun.
Myndir frá Spáni sýna að dómarar rannsóknarréttarins huldu andlit sín þegar þeir voru viðstaddir brennur sínar.
Vissu eins og er að þeir voru hötuðust menn þjóðar sinnar.
En við Íslendingar eigum okkar sérstöðu.
Skömm ákærandans var ekki meir en svo að Jón Magnússon skrifaði varnarit sem hann kallaði Píslarsögu sína, þar sem hann útskýrði þær hremmingar sem ollu því að hann var nauðbeygður að brenna mann og annan.
Vissi greinilega uppá sig óeðlið, og honum mistókst að hreinsa æru sína gagnvart almenningi og almannarómi, og uppskar síðan greiningu um geðveiki hjá seinni tíma mönnum.
Hvort sú saga endurtaki sig þegar þetta fár er gert upp, veit tíminn einn.
Þó hygg ég að geðveiki verði ekki talin til afsökunar hjá því aumkunarverðu fólki sem leggur nafn sitt við þessa nútímaútgáfu á fárum fortíðar.
Það er aðeins aumt, lítilsgilt.
Og er svo illa upp alið að það fattar það ekki.
En það mun ekki erfa landið þó fattlaust sé.
Háðung þess mun hins vegar lifa.
Því mennskan kemur alltaf til baka, og leggur svona að baki.
Vissulega erum við ófullkomin.
En við erum samt betri en þetta.
Kveðja að austan.
Öll mál flokkuð sem trúnaðarmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi grein þín finnst mér sérlega góð, að taka slík dæmi úr sögunni.
Mér finnst sá punktur háréttur og sterkur að "mennskan komi alltaf til baka og leggur svona að baki". Það er nefnilega málið. Fólk blindast um stundarsakir en áttar sig svo á því að það hefur orðið fyrir annarlegum áhrifum og ruglast.
En þetta með skömmina er óljósara. Skrípaleikur vissulega, en skelfilegt er að ungu konurnar í Öfgum sýna enga iðrun eða sjá neina aðra hlið á málunum. Þessir fótboltamenn hafa hæfileika sem nú fá síður að skína.
Að vissu leyti sýndi það iðrun og skárri mennsku að hylja andlit sitt til forna.
Já, þær hafa verið órétti beittar eða formæður þeirra, en þær eiga þá að vera skárri en misgóðir einstaklingar.
Eins er það sterkt þegar þú skrifar: "Það er enginn pínubekkur og bálköstur, en tímarnir breytast, en kjarninn ekki". Mikil ástæða til að standa gegn gagnrýnilausum byltingum í þjóðfélaginu sem hafa hörmulegar afleiðingar, einsog sú sovézka 1917.
Ég hef samt það mikla trú á konum að þær verða að búa til andspyrnuhreyfingar við Öfgum og Bleika fílnum. Dómstóll götunnar er sami dómstóll og þegar fólk í villta vestrinu hengdi fólk án dóms og laga. Slíkt hugarfar nær ekki nokkurri átt, eða að leyfa því að þróast, vaxa og dafna í hatri og mannvonzku. Konur lifðu af allar þessar hörmungaaldir, mér finnst að þær í Öfgum ættu að athuga það, og virða sínar formæður enn meira fyrir vikið.
Ingólfur Sigurðsson, 15.10.2021 kl. 00:41
Já Ingólfur, sagan er til að læra af, ekki að endurtaka sömu mistökin aftur og aftur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.10.2021 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.