11.10.2021 | 18:45
Þú uppskerð eins og þú sáir.
Vanda Sigurgeirsdóttir fékk starf sitt vegna þess að fráfarandi stjórn KSÍ hafði hvorki kjarkinn og manndóm til að standa með Guðna Bergssyni eftir að hann lenti í gjörningsfárvirði þegar hann virti trúnað við föður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur um að mál hennar gegn Kolbeini Sigþórssyni yrði ekki gert opinbert.
Gegn þeim trúnaði fór sjálft hið meinta fórnarlamb, og Guðni stóð nakinn á eftir á víðavangi, ennþá það naví að reyna að virða trúnaðinn með því að afsaka sig með að hann hefði talið brot Kolbeins vera ofbeldisbrot, ekki kynferðisbrot.
Sjálfsagt alltaf upplifað spark eða klíp i punginn sem ofbeldi en ekki kynferðiseitthvað.
Fyrsta embættisverk Vöndu Sigurgeirsdóttur var að ljúga að knattspyrnuáhugafólki um að hún hefði engin afskipti haft af þeirri ákvörðun Arnars Viðarssonar landsliðsþjálfara um að velja ekki Aron Gunnar Einarsson í landsliðið, ákvörðun sem var á skjön við fyrri orð Arnars um að ungu strákunum vantaði fyrirmynd og reynslu baráttuhunda.
Staðreyndin var að Vanda fundaði með Arnari, og eftir þann fund ákvað Arnar að velja ekki Aron Einar.
Næsta embættisverk hennar var að útvega Arnari þjónustu almannatengla sem tóku hann í klukkustundar þjálfun við að æfa lygina um að Vanda hefði hvergi komið nærri málum, árangurinn enginn, Arnar tafsaði út í eitt á blaðamannafundi þjálfaranna þar sem landsliðshópurinn var kynntur.
Merkilegri pappír er Vanda Sigurgeirsdóttir ekki.
En hún fékk tækifæri til að bæta úr þegar hún mætti í Kastljósviðtal hjá Jóhönnu Vigdísi, þar sem Jóhönnu var tíðrætt um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, meðvirkni fyrrverandi stjórnar gagnvart því, og hvernig Vanda ætlaði að bæta þar úr.
Þar brást Vanda.
Hún varði ekki sitt fólk, hvorki landsliðsmenn sem hafa af ósekju mátt sitja undir rógi og slúðri níðhöggva, eða fráfarandi formann sem á engan hátt getur borið ábyrgð á því sem talið er að hafi farið miður á undanförnum árum eða áratugum.
Hún aðeins flissaði og hló með, og sagðist vera betri.
Rifjaði síðan upp að hún hefði látið klíp og káf viðgangast.
Ég sæi í anda hinar sterku konur allt í kringum mig játa uppá sig slíkan aumingjaskap, marg oft verið vitni að viðbrögðum þeirra gegn slíkri áreitni, svo hún var ekki endurtekin.
Rifjum upp það eina sem er í hendi, hinn meinta slóða sem fylgir kynferðisofbeldismönnum líkt og Halla Gunnarsdóttir benti á að fylgdi slíkri hegðun og ofbeldi.
Ásökun um nauðgun Arons Einars 2010, kæra felld niður að sögn hins meinta fórnarlambs, að hann hefði þá stöðu að það þýddi ekki að kæra hann.
Hver er svo heimskur að trúa því að 2010 hafi knattspyrnumenn verið ósnertanlegir fyrir lögum??
Heimilisharmleikur Ragnars Sigurðssonar, þar sem meint ofbeldi hans bitnaði á húsgögnum og húsmunum.
Hvar er tekið fram í lögum KSÍ, hvort sem þau er skráð eða óskráð, að formaður eða stjórn þess eigi að skipta sér að slíkum málum, annað en það að reyna að útvega viðkomandi leikmanni aðstoð og stuðning í að vinna úr sínum málum??
Meint ofbeldi Kolbeins Sigþórssonar gagnvart Þórhildi Gyðu Arnardóttur, meint því Kolbeinn kannast ekki við það sökum ölvunar sinnar. Hann samdi hins vegar um miskabætur, eftir tillögu lögfræðings Þórhildar þar um.
Þar kom Guðni hvergi nærri málum, nema að hann var beðinn um trúnað þar um.
Síðan þá hefur Þórhildur Gyða ítrekað verið staðin að rangfærslum, þær skjalfestar. Hún segir til dæmis í yfirlýsing þann 21. ágúst síðastliðinn að "Ég man vel að þetta var lögfræðingur á vegum KSÍ þar sem mér var orðrétt boðið á fund með stjórnarmeðlimum KSÍ og tilteknum landsliðsmanni þar sem bera átti undir mig þagnarskyldusamningin. Ég gæti mögulega fundið heimildir fyrir því,".
Heimildar hennar voru ekki betri en þær en lögmaður Kolbeins upplýsti að hann hefði aldrei verið á vegum KSÍ, og að það hefði ekki verið Kolbeinn sem að fyrra bragði hefði boðið miskabætur; "Hún (Þórhildur Gyða) sagðist mögulega vera tilbúin að falla frá kærunni gegn greiðslu miskabóta, bað mig að skoða það og heyra í þér. Ég kíkti á dómafordæmi og fyrir brot gegn 209./217. hafa miskabæturnar verið í kringum 300 þús kall.".
Þetta var vitað fyrir viðtal Jóhönnu Vigdísar við Vöndu, þegar Jóhanna Vigdís vogaði sér samt að tala um kynferðislegt ofbeldi Kolbeins og að KSÍ hefði reynt að þagga það mál niður, þá var hún sek um, ekki vanhæfni, heldur lygar, og hefði Vanda haft hið minnsta töts í sér, þá hefði hún mætt þessum lygum með staðreyndum.
Og síðan hvað annað, hver er svo slóðin sem liggur eftir hina meintu ofbeldismen, Kolbein, Aron Einar og alla hina sem hafa spilað fyrir hönd þjóðarinnar í landsliði hennar í knattspyrnu.
Hver er slóðin sem réttlætir allar ásakanirnar og krossfestingu Guðna??
Svarið er að þrátt fyrir dauðaleit sem hefði fundið margar nálar í heystakk, þó stakkurinn væri á stærð við Efra Breiðholt, þá hefur ekkert fundist.
Stundin, Kjarninn, Gróa á Morgunblaðinu, EKKERT.
Og á þetta þurfti Vanda aðeins að benda.
Að standa með sínu fólki.
Sem hún gerði ekki.
Brást knattspyrnunni, brást fráverandi formanni, brást okkur öllum sem unna þessari sparkíþrótt.
Svo skorar hún á íslensku þjóðina.
Að styðja það sem hún sjálf ber fulla ábyrgð á að hafa brotið niður.
Fólk eins og Vanda skilur ekki æru eða sóma.
Ekki þegar hag má hafa að elta rógbera og níðhöggva.
En Guðni Bergsson vann inn sér þá æru að öldungur, sem margt hefur séð og margt hefur upplifað, skrifaði þessi orð um hann.
Vöndu til háðungar ætla ég að birta þau;
"En mér er misboðið þegar okkur karlkyns fótboltamönnum er borið á brýn orðfar eða annað sem stuðlað getur að ofbeldi eða ofbeldismenningu. Sem bróðir 6 systra og faðir 3ja yndislegra dætra þá myndi aldrei hvarfla að mér að styðja eða verja e-ð sem flokkast gæti sem niðurlæging eða ofbeldi í garð stúlkna eða kvenna.
En ég get heldur ekki stutt orð og aðgerðir misviturra aðila sem farið hafa offari og stuðlað að því að heiðarlegur og vandaður maður eins og Guðni Bergsson var hrakinn úr starfi sem formaður KSÍ, fyrir litlar sakir, þrátt fyrir að hafa verið besti formaður KSÍ í áratugi. Guðni sinnti litlu félögunum á landsbyggðinni mun betur heldur en forverar hans í embætti höfðu gert og hann var einnig frábær fulltrúi Íslands út á við, t.d. gagnvart UEFA og FIFA.
Þegar Guðni Bergs. var kjörinn formaður KSÍ þá fékk Ísland besta hugsanlega sendiherrann fyrir íslenska knattspyrnu sem völ var á. Það hefur ekki breyst.".
Að vera ærleg manneskja er óháð kyni.
Þrátt fyrir að margar konur í dag telji að svo sé ekki.
En það er aðeins þeirra skömm.
Þeirra eigin lítilsvirðing gagnvart kynsystrum sínum.
En við eigum að styðja strákana.
Við eigum að styðja stelpurnar.
Jafnt í blíðu sem stríðu.
Látum níðhögg og rógbera ekki hafa áhrif þar á.
Þau mun uppskera sitt áður en yfir líkur.
Það segir sagan.
Hún lýgur ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Vanda skorar á íslensku þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.3.): 291
- Sl. sólarhring: 906
- Sl. viku: 5107
- Frá upphafi: 1438074
Annað
- Innlit í dag: 251
- Innlit sl. viku: 4178
- Gestir í dag: 245
- IP-tölur í dag: 245
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert vid thetta ad baeta.
Amen.
Sigurður Kristján Hjaltested, 12.10.2021 kl. 12:58
Takk fyrir innlitið Sigurður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2021 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.