Hvað kostar svona svikamylla??

 

Það er ekki fáheyrt að þingmaður yfirgefi þingflokk áður en þing kemur saman, án þess að baki liggi einhver átök eða hugmyndafræðilegt uppgjör.

Það er ekki fáheyrt því það hefur ekki heyrst áður.

Er án fordæma og getur aldrei verið án skýringa.

 

Spurningin sem þarf að spyrja, sem allir sem unna lýðræði verða að spyrja, er;

Hvað kostar einn þingmaður??

Hvað kosta svona svik og undirferli??

Hættum að spila okkur saklaus og segja að svona gerist bara í útlöndum þar sem mafíur eða fjármagnsöfl kaupa þingmenn, og í ennþá spilltari löndum þá ganga þeir kaupum og sölum eins og fé af fjalli.

 

Þar sem Bjarni fagnar þá geta menn spurt hann hvort þetta séu persónuleg útgjöld?

Glittnir í einhverja sjóði sem hurfu eða tæmdust??

Eða er samskotssjóður í Valhöll til að nota í svona tilfellum??

 

Síðan er það ekki einleikið hvernig Sigmundur Davíð hefur verið trakteraður eftir að hann lýsti yfir opnu stríði við innlenda og erlenda hrægamma og hafði af þeim hundruð milljarða af illa fengnu fé og lét það renna í þjóðarsjóð.

Núna sér maður tár Bjarna í nýju ljósi, hin þurru tár sem féllu eftir fyrirsát Rúv í ráðherrabústaðnum sem endaði með rýtingsstungu Sigurðar Inga í bak Sigmundar.

Maður hélt að það hefði verið krókódílatár en kannski voru það gleðitár eftir allt saman, vel unnið verk að baki.

Glittnir þá líka í fjármuni sem skýrðu að Sigurður Ingi gerðist ómerkingur orða sinna??

 

Og núna er sagan um fátæka öryrkjan út á galeiðunni með lánaðan síma af Þjóðminjasafninu endanlega búinn að missa trúverðugleik sinn.

Einleikið kannski, tvíleikið??, aðvörunarbjöllur ættu allavega að klingja hressilega, en þríleikið er alveg útilokað.

Auðvitað grunaði mann að Bára hefði verið í vinnunni, þekkt allavega í útlöndum að násmenn og bótaþegar nýti frítíma sinn í að harka inn aur með því að sitja um fólk, en ógeðið sem vall út úr ónefndum þingmanni!!, ef ég væri Sigmundur og ganga á hann strax í kvöld. 

Eða kíkja í Pandóruskjölin.

 

Þegar eitthvað er ótrúlegra en sjálf lygin, að ekki sé hægt að segja um atburðarás að hún sé lyginni líkust því enginn hefði hugmyndaflug til að ljúga þvílíkri vitleysu, þá er það því miður oftast satt.

Spurningin er hvort hefndarþorsti hrægammanna, þessa þarna sem keyptu upp lungann af íslenskum stjórnmálum eftir Hrun, nái yfir gröf og dauða, eða hvort annað og meir búi undir??

 

Hvernig var það aftur með Orkupakka 4, hvernig var það aftur með sæstrenginn, er ekki orkuverð í megahæðum í Evrópu í dag og verður það um fyrirséða framtíð.

Og hvernig var það aftur með einkavæðingu orkufyrirtækja þjóðarinnar??, eru þar ekki gífurleg verðmæti sem hrægammurinn ásælist??

 

Það er aðeins eitt sem má segja um svona svikamyllu, þar er ekkert sem sýnist.

Það býr alltaf mikið undir.

Fæst af því sjáanlegt á yfirborðinu.

Að vængstífa Miðflokkinn er því fyrirboði frekari tíðinda.

 

Ótíðinda.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Bjarni fagnar Birgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Helga Ingadottir

Já það er vissulega skítalykt og mikill ódaunn af þessu - en ég hef trú á Miðflokknum og von um að allt þetta mótlæti styrki hann. Farið hefur fé betra er stundum sagt og vonandi á það einnig við núna. Ég upplifi hins vegar - verandi á Suðurlandi að ég hafi verið rænd atkvæðinu mínu, því að ekki kaus ég Sjallana 

G Helga Ingadottir, 9.10.2021 kl. 22:15

2 identicon

Sæll Ómar. Nú er mér ofboðið. Nú er tímabært að kjósa aftur. Og það verða að vera netkosningar, með eftirliti frá siðmenntuðu réttarríki. Nú er komið meir en nóg af svindlhagræðingu eftir þessar kosningar. Það er að segja eftirá-krossa-ferðir, og kassarugli, og myndatökustelpum, og síðast en ekki síst, svokallaðar hefðir við svindltalningar. Hefð fyrir ruglinu? Þvílík réttlætis-rök fyrir svindli!

Mér er gjörsamlega ofboðið hvernig leikritin hafa hrannast upp á stjörnuhimininn pólitíska og blekkjandi, eftir kosningarnar. Ég er óflokksbundin, og er þakklát fyrir það. Svindlið smýgur út um allt frá öllum flokkum.

Kosningarnar eru nú þegar orðnar ógildar, vegna eftirá-leikritanna fjölmiðlastuddu.

Fyrst með löngu hléi. Svo með krossa-kassa-klúðrinu óskiljanlega. Og svo flökku-atkvæðið, Birgir Þórarinsson, í restina. Þeir sjá ekki einu sinni neitt athugavert við þessa blekkingar-leiksýningu á stjörnu-sviðinu fjölmiðlaða?

Ísland er greinilega ekki fært um að stjórna lýðræðislegum og löglegum alþingiskosningum. Þannig er staða spillta Íslands í dag.

Allir ættu svo að googla FFR.is

Þaðan er nefnilega Íslandi stýrt á villimannslegan hátt, og einhverjir þingmenn til eða frá skipta litlu sem engu máli á spillingareyjunni forstjórastýrðu. Ísland er ekki réttarríki í dag, og alls ekki velferðarríki. Það gátum við lesið um á bls 8 í fréttablaði gærdagsins.

Við íslendingar ættum að skammast okkar fyrir að hafa tekið þátt í viðskiptabanni við Rússland, því Ísland er síður en svo siðmenntaðra eða réttlátara en Rússland. Svo er hægt að deila um hvort heldur Ísland eða Rússland sé spilltara.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2021 kl. 22:20

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Anna Sigríður segir satt; Á sama tíma held ég enn i vonina að við séum miklu fleiri sem viljum ráða yfir landinu okkar og nýta það sem það gefur okkur. Skemmtileg saga af íslendingi sem flutti til suður-Ameriku og gerði það gott þar.Hann var spurður afhverju hann hafi komið heim og væri ekki enn orðin gamall Svar;"Ég saknaði svo rigningar og roksins heima" Þetta merkir nú miklu meira.

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2021 kl. 22:59

4 identicon

Þó menn raði sér í saumaklúbba, flokka og félög þá eru þeir ekki bundnir þeim og því er verið að kjósa persónur þó merkt sé við klíkuna sem persónan umgengst þann daginn. Kjósendur ættu að hafa það í huga þegar þeir kjósa og þegar þeir hrópa Persónukosningar! Persónukosningar!. Stjórnmálaflokkar, eins og aðrar hagsmunaklíkur, sitja ekki á Alþingi. Við erum alltaf að kjósa persónur.

Og Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum, segir Stjórnarskráin. Lýðveldið er laskað ef þingmenn eru bundnir öðrum og taka við skipunum frá þeim. En það er draumur margra að þeir geti kosið þingmann sem svo gerir eins og honum er sagt og ætlast er til af honum.

Sé það sannfæring þingmanns að hann komi sínum málum frekar að með inngöngu í aðra klíku þá er ekkert athugavert við það, sannfæring hans ræður, til þess var hann kosinn. Það er ekkert sem bannar þingmanni að svekkja gamla klíkubræður. Stjórnarskráin krefst þess að hann sé aðeins bundinn við sannfæringu sína.

Og fyrir Önnu. Við erum þátttakendur í vopnasölubanni en ekki viðskiptabanni. Það voru Rússar sem völdu úr þeim hópi lítil ríki með litla verslun til að setja á viðskiptabann.

Vagn (IP-tala skráð) 9.10.2021 kl. 23:51

5 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Ómar, Með þessum fögnuði afhjúpar Bjarni það að hann er ekki prinsipmaður heldur tækifærissinnuð drusla

ólíkt Veroniku Steinunni Magnúsdóttur glæsilegum formanni Heimdallar  sem hefur heldur betur aðra skoðun þess en hann

https://www.visir.is/g/20212167628d/for-madur-heim-dallar-gagn-rynir-vista-skipti-birgis

kv. Hrossabrestur

Hrossabrestur, 10.10.2021 kl. 09:41

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð G.Helga.

Það er augljóst mál að þingmaður sem telur sig ekki eiga samleið með ákveðnum stjórnmálaflokki, getur yfirgefið hann þegar honum þóknast, augljóst því lögin kveða á um það.

Hyggist hann hins vegar svindla sér inná þing með því að bjóða sig fram á ný fyrir viðkomandi flokk, með þeim eina tilgangi að yfirgefa flokkinn strax að afloknum kosningum, þá er líka ljóst að lögin kveða ekki úr um lögmæti þess, líklegast hefur enginn haft það hugmyndaflug að skrúfa fyrir það siðleysi í lögum.

Enda ekki hægt að skrúfa fyrir allt sem hinum siðblinda dettur í hug, þess vegna höfum við almennar reglur og viðmið.

Þau braut Birgir, og það minnsta sem fólk getur gert er að tjá honum og þeim sem þiggja liðstyrk hans, fyrirlitningu sína.

En minni samt á hið stærra samhengi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2021 kl. 10:29

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Hvað sem sagt verður um þennan atburð, þá er ljóst að hann hefur ekkert með kosningar að gera, en vissulega er þetta atlaga að nokkrum óskráðum reglum lýðræðisins.

Að kjósa á ný er engin lausn heldur þarf að tækla þau vandamál sem hafa komið upp.

Láta til dæmis fyrri talningu standa í Norðvestur, og segja hátt og skýrt við Birgi; Drullaðu þér að þingi.

Tek svo undir þér með viðskiptabannið á Rússland, það er og var skrípaleikur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2021 kl. 10:31

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Góð saga Helga.

Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2021 kl. 10:32

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð þú litla rafeind mín.

Þú særir mig pínupons að mæta til sumra og vera jafnvel skýr og skemmtileg, svo nýtir þú þér alltaf leiðindagagnabanka þinn þegar þú kemur hingað með úburðarvæl þitt.

Þetta er mismun Vagn minn góður.

Kveðja að austan.

PS. Hættu svo að snúa út úr fyrir eldri konum, jafnvel rafeind á að kunna sig.

Ómar Geirsson, 10.10.2021 kl. 10:34

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrossabrestur minn góður.

Ég get nú ekki fundið eina siðferðispælingu í þessari frétt vísi, aðeins nöldur yfir að einhver fái að vera í þingflokki Sjálfstæðisflokksins án þess að hafa gengið í gegnum prófkjörsútgjöld.

Hins vegar held ég að Friðjón tengill, skapari valda og áhrifa fyrir Flokkinn, þessi þarna sem útvegaði okkur meinlausna trúð sem forseta, ekki að ég kunni ekki vel við Guðna, hafi óvart misst út úr sér kjarna þess sem að baki býr, las þessi orð í frétt á Mbl.is;

"Eina fagnaðarefnið við inngöngu Birgis Þórarinssonar í þingflokk xD er að með því er hann að samþykkja stefnu xD. Birgir mun því láta af andstöðu við gagnrýni á stöðu mannréttinda á Filippseyjum, styðja framþróun orkumála og láta af daðri við afneitunarsinna í lofslagsmálum.".

Svikin í orkumálum verða nefnilega Stóra málið næsta kjörtímabilið, og undirbúningur þeirra svika greinilega þegar hafin.

Og í þessu samhengi skaltu gera þér grein fyrir Hrossabrestur að Bjarni er ekki tækifærisinnuð drusla heldur ískaldur stjórnmálamaður, hefur þú ekki lesið Guðfaðirinn??, Pacino tæki Bjarna flott.

Ég hef lesið lítillega feisbók í morgun auk þess að kíkja á viðbrögð í fréttum, ótrúlegt hvað fólk er saklaust.

Hvað sem það má segja um þetta, hvers eðlis sem þessi ákvörðun Birgis er, þá hefur hún ekkert með Klausturmálið að gera, eða meintan óheiðarleika Birgis.

Málið er miklu dýpra en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2021 kl. 10:35

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skyldi Birgir samþykkja ORKUPAKKA 4???????  Gerir hann sér ekki grein fyrir því að þingmönnum Sjálfstæðisflokknum leyfist EKKI að hafa sjálfstæða skoðun..........

Jóhann Elíasson, 10.10.2021 kl. 13:36

12 identicon

Komið þið sæl; Ómar og aðrir gestir, þínir !

Sýnu alvarlegast er; að Birgir Þórarinsson hefur gengið til liðs, við HÖFUÐFJENDUR alþýðunnar / sem og allra almannahagsmuna.

Jeg hugði hann hugumstærri; þá jeg átti orðræður við hann suður á Minna- Knarrarensi, í Júlílok s.l., þá sýndi hann engin merki þess, að hann hefði í sínum hugarfylgsnum nokkrar þær kenndir til Höfuð- óvinar íslenzks samfjelags (svo kallaðan Sjálfstæðisflokk)sem á daginn kom rækilega, í fyrradag.

Að; lokinni skoðun minni á hinni merku smíð heima Kirkju þeirra hjónanna, Birgis og Önnu konnu hans (í gamalgrónum 19. aldar stíl), þáði ejg hinn vænsta Kaffisopa á býli þeirra - en þá lengra leið á umræður okkar Birgis stakk mig sú illa tilfinning, að hugur fylgdi ekkert endilega máli, hvað varðaði sjerstaka gagnsókn Miðflokksins á hendur sjerhagsmuna öflunum, sem staðfestizt enn frekar, þá á Ágúst- og September mánuði liðu - og sjá:: þetta er hin hörmulega útkoma Birgis, útkoma,, sem hann mun þurfa að bera á baki sjer, allt til enda, því miður.

G. Helga Ingadóttir; mæt fyrrum nágrannakona mín !

Jeg hugðist; setja inn nokkrar línur hjá þjer, þessu máli viðvíkjandi gærdegis: en síða þín er bundin vefslóðinni, inn á hverja jeg ekki kemst, þar sem Hádegis móa menn (Mbl. liðar) köstuðu minni síðu út í Janúar 2015, sökum rjettmætrar gagnrýni minnar á Lífeyrissjóða kerfið í landinu, auk ýmissa annarra þátta, aukinheldur.

Með beztu kveðjum; austur í fjörðu - sem víðar um land, af Suðurlandi /  

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2021 kl. 13:43

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Þegar stórt er spurt, er fátt um svör félagar.

Gerum okkur samt grein fyrir að Birgir veit nákvæmlega að hann stendur á eftir sem ærulaust kríp, hversu mætur hann annars er og hversu líf hans hefur verið vammlaust fram að þessu.

Völd hans í Sjálfstæðisflokknum verða engin, hann veit það líka.

Svo hvað hangir á spýtunni??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2021 kl. 13:50

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki veit ég hvað Sjálfstæðisflokkurinn telur sig græða á að hafa þennan mann um borð. Hann er greinilega vindhani og sem slíkur í besta falli nothæfur til að segja til um vindáttina hverju sinni. Ekki hefur hann áhrif á hana.

Auðvitað var kannski auðveldara fyrir hann að komast á þing sem efsti maður í flokki sem kjósendur þekkja sæmilega vel til og kannski telur hann auðveldara að komast í vænar nefndarstöður sem meðlimur stærsta flokksins. Sérhagsmunagæslan er rökrétt. En sem þingmaður er hann lítils virði. 

Geir Ágústsson, 11.10.2021 kl. 11:49

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Allt mikið rétt en í stærra samhengi er ég nærri lagi en allir þeir sem halda það að Birgir hafi alltí einu ákveðið að gerast siðblindingi.

Minni á fleyg orð manns sem var sakaður um svik, með fulla pyngju að gulli eftir að hafa selt borg sína í hendur umsátursliðsins, ég lifði af, þið dóuð.

Ég lifði ríkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2021 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 623
  • Sl. viku: 5632
  • Frá upphafi: 1399571

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 4805
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband