23.9.2021 | 13:41
Gerðu þá eitthvað, annað en að flytja alla framleiðslu til Kína.
Það er vissulega vá framundan og framtíð barna okkar er í mikilli óvissu.
En meginn vandinn er að sökudólgarnir stjórna vörninni.
Skattlagning til að draga þrótt úr atvinnulífi, reglufargan, á þeim tíma þegar því veitir ekki að öllum sínum styrk til að bregðast við breyttum aðstæðum, til að þróa nýja tækni, draga úr orkunotkun og mengun, er ekki leiðin til að bregðast við lofslagsvandanum.
Afleiðingin er augljós, skjalfest, Kína mengar í dag margfalt á við Vesturlönd. bæði í magnið talið, en ekki hvað síst að framleiðsluhagkerfi þess er drifið áfram af mesta skítnum af öllum, kolaknúnum raforkuverum.
Mengunarkvótinn og annað slíkt frjálshyggjukjaftæði er síðan til þess eins að slá ryki í augun á fólki.
Það sem er gert, eykur vandann.
Það sem þarf að gera, er ekki gert.
Feisum það.
Það eru svikarar meðal okkar.
Fimmtaherdeild glóbalauðsins, drifinn áfram af mannfjandsamlegri hugmyndafræði frjálshyggjunnar.
Og á meðan þetta lið stjórnar, og á meðan þessi hugmyndafræði ræður, þá er engin von.
Vandinn eykst frá degi til dags, öll skref, allur árangur á Vesturlöndum, er margfalt unnin upp í framleiðsluhagkerfi glóbalauðsins, þar má menga, þar má skíta út, um það var samið í París.
Parísarsamkomulagið lýsir algjörum vitglöpum.
Þeir sem ábyrgðina bera, ráða ennþá öllu.
Stýra vörninni, stýra beinu brautinni fram af hengiflugi hamfarahlýnuninni.
Og fólk sér þetta ekki.
Kannski vegna þess að við erum öll froskar sem þykir svo gott að láta sjóða sig lifandi.
Eða hvað annað skýrir þjónkun okkar gagnvart glóbalinu, og aðgerðarleysi okkar þegar framtíð barna okkar er í húfi.
Kjöftugum rataði nefnilega satt orð af munni.
Kermit hafði rangt fyrir sér.
En Kermit, það erum við.
Kveðja að austan.
Johnson: Froskurinn Kermit hafði rangt fyrir sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 672
- Sl. sólarhring: 755
- Sl. viku: 6256
- Frá upphafi: 1400195
Annað
- Innlit í dag: 614
- Innlit sl. viku: 5378
- Gestir í dag: 585
- IP-tölur í dag: 571
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Johnson fer væntanlega í vasa skattfríaðra landa sinna, til að redda þessari ýktu dómsdags-spá?
Árið 2012 átti víst að koma heimsendir, samkvæmt fræðingunum á þeim tíma. Eftir því að dæma erum við jarðarbúar víst öll komin yfir móðuna miklu? Hvaða óttahótun verður það næst? Kannski það, að allir sem ekki vilja sprautuna frægu sér til lífsbjargar, verði kúgaðir hægt og rólega til dauða með refsingum?
Er þetta ekki orðið óþægilega líkt Hitlersstefnunni gegn Gyðingum? nema að nú eru miklu fleiri á kúgunarlistanum, heldur en þegar ráðist var á Gyðingana. Mannskepnan getur verið skrýtin, hættuleg og grimm skepna. Sérstaklega þegar völd og græðgi breytast í hættulega geðveiki, sem ekki má lækna vegna ótta læknanna við valdasjúklingana.
Vítahringur þöggunar og eineltisfjölmiðlanna leikstýrðu, virðist vera órjúfanlegur. Í seinni heimsstyrjöldinni voru útvarpstæki sumstaðar bönnuð af harðstjórunum. Tímarnir breytast, og aðferðirnar með.
Aðferðirnar eru öðruvísi í þessari heimsstyrjöld bankanna,tæknirisanna, lyfjarisanna, Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar og grænaskatts-stjóranna vítt og breitt í efstu hæðum valdapíramída jarðar.
Hvað ætli sé hættulegast fyrir fólk í dag, árið 2021?
Kannski valdasjúkir kúgandi, veirudreifandi og tæknikúgandi heimsveldisstjórar, og þeirra kúguðu og mennsku verfæri?
Kannski þolum við venjulegt jarðbundið fólk ekki að horfast í augu ljótleika staðreyndanna. Fengjum þá líklega bara öll áfallastreituröskun, sturluðumst, og yrðum alveg óvirk í kjölfarið. Fæstir komast alveg heilir út úr valdagræðginnar stríðum allra handa heimsins hershöfðingjanna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2021 kl. 15:01
Afsakið prentvillurnar, held samt að þetta sé skiljanlegt.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2021 kl. 15:28
Já, Ómar, rétt hjá þér. Menn hafa valið Djöfulinn til að verjast syndinni í heiminum. Skyldi hann vinna að því samviskusamlega?
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2021 kl. 15:50
Ekkert að óttast Ómar.
Þó svo að Kínverjar ætli að byggja 26 ný kolaorkuver þá munum við Íslendingar bjarga málunum, við ætlum að senda núll -0- CO2 út í loftið, setjum lok á öll eldfjöll, drepum allar kýr, mokum í alla skurði og að lokum flytjum við öll úr landi þannig að enginn koltvísýringur mun koma frá okkar annars góða landi. Þá ætti jörðinni að vera borgið.!.!.!.
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.9.2021 kl. 15:56
"Fimmtán stærstu gámaflutningaskip, sem flytja varning frá austurlöndum, losa jafnmikið af kolsýringi og allir fólksbílar heimsins". Þetta þótti mér ótrúleg frétt svo að ég hlustaði aftur á hana á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF.
En samkvæmt henni þá hlýtur það að vera eitt af forgangsmálum varðandi loftslagsvandann að draga úr almennri neyslu vesturlandabúa og flytja sem mest af framleiðslunni aftur vestur á bóginn.
En myndi það ekki valda heimskreppu?
Hörður Þormar, 23.9.2021 kl. 16:13
Anna minnist á Hitler.
Það er ekki fallegt að segja það en hann var miklu framsýnni en margir. Hann sagði okkar menningu úrkynjaða og vildi fækka fólki, en bara óvinum sínum en ekki eigin fólki, öfugt við Stalín, sem fækkaði mikið eigin fólki sem ekki var honum sammála. Í fyrra tók ég þátt í netspjalli undir DV frétt þegar fólk var að deila um fóstureyðingafrumvarp Svandísar og allt það mál. Þegar femínistakommarnir urðu rökþrota gripu þeir umhverfisrökin og sögðu:"Við erum of mörg", og þá fór ég að spyrja hvort þeir væru ekki orðnir eins og Stalín, Hitler og Maó, þessir fjöldamorðingjar sögunnar.
Þetta er komið í hringi. Maður hélt að jafnaðarmenn og vinstrimenn væru holdgervingar kærleikans og að vernda lífið í öllum myndum, en nei, maður rekur sig á það að þannig er þetta ekki. Þegar femínistar, vinstrimenn og jafnaðarmenn eru farnir að tala um að fólk sé of margt á jörðinni er það hugarfar sem gerir það trúlegt að veirunni hafi viljandi verið sleppt útí andrúmsloftið, Covid-19. Það er ekki lengur langsótt samsæriskenning heldur mögulegt í menningarheimi sem byggist á spillingu, ekki rökhugsun eða réttlæti.
Ingólfur Sigurðsson, 23.9.2021 kl. 16:50
Blessaður Ingólfur.
Hann hafði nú sína kosti ef maður gleymir öllu hinu, en ég held að hann hafi ekki hugsað stefnu sína á þeim nótum að það þyrfti að fækka fólki vegna þess að mannkynið væri komið fram yfir þanþol sitt gagnvart auðlindum jarðar, annað bjó að baki.
Eins held ég að þú sért á villigötum þegar þú talar um vísvitandi fækkun jarðarbúa, það er vitað að þeim þarf að fækka, en það er gert með aukinn velmegun og velferð, til dæmis það eitt að tryggja fólki í fátækum löndum afkomu á gamals aldri, dregur úr öllum hvata þess að eignast mörg börn. Síðan má nefna menntun kvenna og svo framvegis.
Kóvid tenging þín er síðan ranghugmynd, ég hef tekið eftir því að í leitun þinni að kynna þér mál, og hugsa þau út frá sjónarhornum, þá hefur þú smitast af ruglinu sem býr að baki samsæriskenningum um kóvid.
Trúðu mér, það er ljótt fólk sem stendur að baki þeim, séra Guðmundur kann alveg að lýsa því svona þegar hann áttar sig úr hvaða ranni hugmyndafræði þess er ættuð.
Það er varla hægt að efast um tilvist þess í neðra þegar maður sér hvernig hugmyndafræði andskotans breiddist hraðar út en Svarti dauði á sínum tíma, eyðandi sið og samfélögum.
Og bókstaflega ógnar tilveru okkar í dag.
Menn hafa keypt sér kassa og haldið niður á Óðinstorg af minna tilefni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.9.2021 kl. 22:47
Blessaður Hörður.
Þú segir það, ég á erfitt með að trúa því, en hef svo sem ekki hugsað mikið út í það.
En risagámaskipin eru hagkvæm, líka þegar horft er á heildarmengun vegna vöruflutninga.
Þannig að þetta segir aðeins eitt, glóbalhagkerfið vegur ekki bara að samfélögum fólks með því að færa alla framleiðslu til landa sem eru undanþegin kröfum um að minnka útblástur (eða minnka hann þegar allt er orðið um seinan), heldur er hugmyndafræðin, að framleiða allt í Fjarskanistan líka ein og sér tilræði við loftslagið.
Auðvita verða alltaf viðskipti á milli landa, en þau eiga að byggja á hagsæld nærumhverfisins, og leitnin sé að framleiða sem mest nær, en sem minnst fjær.
Enn ein súlan undir röksemdina að meginsökin liggur hjá glóbalinu og hugmyndafræði þess.
En bíddu við, gleymdi síðustu setningu þinni, það er heimskreppa í dag, þetta snýst um að vinna sig út úr henni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.9.2021 kl. 22:56
Blessaður Tómas.
Eiginlega ertu með kaldhæðnina á þetta.
Við erum allavega samstíga í henni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.9.2021 kl. 22:57
Blessaður Guðmundur.
Þegar þú ert ekki að taka Gamla testamentið á þetta, þá virðumst við orða hlutina á svipaðan hátt.
Jú, ég held að hann sé á yfirtíð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.9.2021 kl. 23:00
Blessuð Anna.
Ég held að Johnson sé ekki að ýkja um dómsdaginn, ég hef minnst á það áður í fyrri pistli mínum að þegar stóru barrskógabeltin eru farin að brenna, þá er vart aftur snúið. Allavega eins og ég benti á þá fór ekki vel fyrir lífríkinu í fyrri stórbrunum.
You ain´t seen nothing yet, það er það eina sem ég veit.
Og ég veit líka að Johnson mun hvorki fara í vasa þeirra sem eiga, eða fara gegn hugmyndafræði sökudólganna, glóbalauðsins og hugmyndafræði þess.
Ég held síðan að það hafi ekki verið fræðingar sem spáðu dómsdegi 2012, en hugmyndin nýttist vel í nokkrum Hollywood myndum.
Og já, það er nú svo, það er ekki félegt þessa dagana að vera á móti sprautu, það virðist fá alla uppá móti sér, ég í sjálfu sér skil það ekki, hélt að veiran mætti alveg sjálf skera úr um hvort það væri skynsöm ákvörðun eður ei.
Ég get svo sem alveg tekið undir megnið af því sem þú segir síðan, sjálfur les ég oft og vitna í ljóðið Öreigaæska eftir Stein Steinar, hann var alveg með þetta hvernig kúgun Örfárra hefur verið í gegnum aldirnar.
Og það er satt, að mörg er ógnin í dag, fyrir utan vitleysingana sem eru alltaf að reyna að drepa okkur, þá kæmi mér ekki á óvart að sjálfvirknin og gervigreindin færi langt með að slátra siðmenningunni.
En þetta skiptir ekki máli, þessi upptalning þín, eða mín, eða sú viska að það sé gömul saga og ný að allt sé að fara til helvítis, breytir engu um hvað er að gerast í loftslaginu, og þær breytingar, sem eru sannarlega af mannavöldum, ógna tilveru barna okkar.
Að gera ekki neitt, með því að vísa í eitthvað annað, er í besta falli klén afsökun.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
PS. Engin hætta, þú skilst mjög vel Anna mín.
Ómar Geirsson, 23.9.2021 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.