Skógareldar hér.

 

Skógareldar þar, og því miður skógareldar bráðum alls staðar.

Því stóru barrskógarbeltin eru farin að brenna, og ekki víst að siðmenningin lifi þann bruna af.

Jörðin var allavega lítt byggileg á forsögulegum tímum þegar slíkir brunar gengu yfir.

 

Og hvað gera bændur þá??

Einhver hefði til dæmis lagt til að svona helftin af þeim fjármunum sem eru lögð í heri og drápstæki ýmiskonar yrði sett í að kaupa búnað og þróa tækni til að slökkva svona risaelda, sbr. að Tyrkir föttuðu að þeir áttu hundruð nýtísku herþyrlur og herþotur, en ekki eina slökkviþyrlu eða slökkviflugvél, því brann allt sem brunnið gat þar til hjálp barst að utan.

Einhver veit að vandi er til að takast á við, vandi er til að leysa.

 

En  Einhver stjórnar ekki heiminum í dag heldur hópur misviturra stjórnmálamanna í vasa þess fjármagns sem við kennum við glóbal, og það fjármagn var fljótt að sjá viðskiptatækifæri í lofslagsvánni, hana átti að blóðmjólk inn að beinmerg.

Annars vegar var fjármagnaður hópur lofslagsfífla sem afneitar augljósum staðreyndum um hlýnun jarðar, hins vegar voru hinir misvitru látnir telja almenning í trú um að baráttan gegn hlýnun jarðar fælist í því að skattleggja þann sama almenning, skattleggja fyrirtæki hans, þenja út regluverkið í kringum rekstur fyrirtækja, og bingó, framleiðslan öll á leið til mengunarlanda, í verksmiðjur glóbalsins.

Gjörningur sem er kallaður Parísarsamkomulagið, og á að hnykkja á næstu dögum á neyðarneyðarráðsstefnu á Spáni.

 

 

Svona er hægt að fífla fólk út í eitt, og vart má milli sjá hverjir eru vitlausari, þeir sem afneita hörmungum sem geta bundið endi á siðmenninguna, eða þeir sem æpa á torgum um lofslagsvána, og eru svo með lausnir sem eru hannaðar af nýfrjálshyggju glóbalauðsins.

Það er fyndið, nei það er grátbroslegt, að stærsta einstaka skrefið sem stigið hefur verið síðustu 5 árin eða svo gegn hlýnun jarðar af mannavöldum skuli hafa verið sú gjörð Trump forseta að neita staðfesta Parísarsamkomulagið.

Samkomulag sem ekki aðeins flytur mengun til, heldur eykur hana stórlega því farið úr umhverfi mengunarvarna í umhverfi mengunarsóða, þar sem fremstir eru Kínverjar með öll sín kolaorkuver.

 

Forsenda Trump var vissulega röng, en gjörðin rétt.

Ef brennsla jarðefnaeldsneyta ógnar heiminum, þá er svarið ekki að auka hina sömu brennslu undir merkjum baráttu gegn sömu ógn.

Eitthvað sem er svo augljóst, og ætti að vera ennþá augljósara þegar framtíð og jafnvel líf afkomenda okkar er undir.

 

Við erum fífluð.

Og mestu fíflin eru ekki lofslagsfíflin.

Höfum það hugfast næst þegar við heyrum einhvern misvitringin segjast ætla að lýsa yfir neyðarástandi í lofslagsmálum.

 

Það þarf jú að gera eitthvað.

Kveðja að austan.


mbl.is Skógareldar 38 kílómetra frá Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mjög þarfur pistill. Vandinn við þessa hægri-vinstri pólitík er að fleiri sjónarhorn eru til. Píratar mega eiga það að þeir hugsa útfyrir það box þótt ekki séu þeir ýkja gáfulegir nema einstaka sinnum. 

 

Þetta er svo brýnt mál að klisjustjórnmál mega ekki taka þau í gíslingu. Að losa þau úr þeirri gíslingu er erfitt en nauðsynlegt. Ég hef ekki verið eins lengi og margir á þessum umræðugrundvelli en þetta er í fyrsta sinn sem ég les svona ferska nálgun eftir þig um loftslagsmálin og fagna því. 

 

Líffræðikennarinn minn í Digranesskóla kenndi miklu fleira en stóð í bókunum. Fyrir honum var þetta mikið áhyggjuefni og það var skömmu eftir 1980. Þannig að í marga áratugi hafa verið til framsýnir einstaklingar sem vissu hvert stefndi. Hann sagði okkur krökkunum að við bærum ábyrgð á þessu, að þetta væri hnötturinn sem við værum að taka við. Ekki var hægt að afneita rökunum sem hann kom með og lýsingunum á menguninni, en fæstir vildu kannast við að ábyrgð þyrfti að axla. 

 

Trump og andstaða hans gegn glóbalismanum er stóri punkturinn í þessu. Joe Biden er ekki í þannig liði. Ég held að við Íslendingar ættum einnig að gjalda varhug við tækni og þessum kröfum um framfarir nema það sé hugsað til enda. Líffræðikennarinn í Digranesskóla sem ég minntist á kenndi okkur að iðnbyltingin og kolamengunin sem færði nú svo mörgum betra líf væri líka að ýta undir gjöreyðingu jarðarinnar. Það hafði mikil áhrif á mig sem var þá unglingur.

 

Þetta finnst mér vera stóra samhengið. Það er munur á því að lifa við allsnægtir og taka við tækninýjungum og iðnaðarvöru sem kosta mansal og mannréttindabrot í útlöndum, mengun og annað slíkt sem ekki á að líðast, eða að lifa við hungurmörk og algeran skort eins og formæður okkar og forfeður gerðu.

 

Ungu umhverfisverndarsinnarnir verða að skilja að sjálfstæðisbarátta er ekki bara eitthvað fyrirbæri í fortíðinni, hún snertir allar okkar ákvarðanir. 

 

Það þýðir að taka allar ákvarðanir á þjóðargrundvelli (og jarðargrundvelli), til dæmis að búa til kornið eða áburðinn sjálf, treysta á innlendan landbúnað og framleiðslu og slíkt, og stefna í þá átt. Sem betur fer hefur orðið mikil vakning í þessum efnum á okkar landi og víðar, en það er bara býsna seint þegar skrímslin nýkapítalisminn, glóbalisminn og slíkt stækka eins og púkinn á fjósbitanum.

 

Þessi kosningabarátta er á alltof grunnhyggnum nótum. Stóru málin eru varla rædd, það er jú rætt um heilbrigðismálin, en samt á grunnfærnum nótum, því miður.

 

Frábær grein, vona að sem flestir gefi sér tíma til að hugsa um þennan djúpstæða og flókna vanda.

Ingólfur Sigurðsson, 21.9.2021 kl. 14:15

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Ja, hvað á ég að segja??

Blasir við að líffræðikennari þinn var framsýnn maður, framfarir sem vega að grunni tilverunnar, eru ekki miklar framfarir.

Svo getum við spurt okkur hver staðan væri í dag, ef auðhyggjan hefði ekki fjármagnað uppúr 1970 þá hagvillu sem við kennum við Nýfrjálshyggju, en var ekki svo ný þó búningur eða ásýnd hennar væri endurunninn, og hefur verið þekkt frá örófi alda sem hagfræði þess í neðra, velmegun fjöldans, þá meina ég jafnt okkar á Vesturlöndum sem og almennings í þeim heim sem við kennum við þriðja, væri meiri, en ekki hvað síst, þá værum við komin miklu lengra áleiðis að takast á við orkuskipti úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurunna orkugjafa, sem og að mengun jarðeldsneytis væri aðeins prómil á það sem hún er i dag.

Það var jú auðhyggjan eða glóbalfjármagnið sem blokkeraði mannshugann að takast á við þetta verkefni.

Þú ert með einn af kjörnum málsins í þessum orðum þínum; "Það er munur á því að lifa við allsnægtir og taka við tækninýjungum og iðnaðarvöru sem kosta mansal og mannréttindabrot í útlöndum, mengun og annað slíkt sem ekki á að líðast, eða að lifa við hungurmörk og algeran skort eins og formæður okkar og forfeður gerðu.".

Þessi millivegur, þessi þriðja leið var í þróun allavega frá því um miðja 19. öld, leiðir og lausnir þróuðust í átökum íhaldsmanna versus sósíalista, niðurstaðan var að hinn borgarlegi kapítalismi viðurkenndi hlutverk ríkisins í að stuðla að velferð og velmegun.

Svo í hinni sígildu baráttu góðs og ills, sem hefur fylgt manninum alveg frá því að hann horfði fyrst til himins, laut höfði og sagði "guð minn", þá náði myrkrið, svertan að brjótast fram með eyðileggingarferla sína, hagfræði andskotans sem og hugmyndafræði varð hið viðtekna norm um og uppúr miðjum níunda áratug síðustu aldar.

Hugmyndafræði hans stjórnar vörn mannsins gegn þeirri ógn sem við köllum lofslagsvá, og mun eyða siðmenningunni í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.

Það er bara svo Ingólfur, ljósið er bara ekki sterkara en þetta.

Getum þakkað fyrir þá framþróun sem við þó fengum.

Fátt sem við getum gert í því, en ég vil taka fram að þetta er ekki fyrsti pistill minn þar sem ég nálgast þessi mál á þann hátt sem ég gerði hér að ofan, hef margoft fjallað um af hverju glóbalið hataðist svona mjög við Trump kallinn, sem líklegast í óvitaskap, en skiptir engu, var miklu betri en enginn í baráttu okkar við þessi ógnaröfl sem ráða öllu, stjórna öllu, þar á meðal eiga og reka "Góða fólkið".

Píratar eiga oft sín augnablik, en þeir sjá ekki hina dýpri ástæðu þess að heimurinn er eins og hann er í dag.  Það sem verra er, þeir eru svo meinlausir auðhyggjunni að hún gerir þá út, þeir eiga auðgreiða leið að fjölmiðlum hennar, sem og fjármagni ef þess þarf.

Ef auðhyggjan væri þurs, þá eru þeir varta á nefi hans, í raun eitt því vartan lifir ekki án nefsins, og ógnar aldrei því sem fæðir hana og klæðir.

En láttu þig ekki dreyma um að fólk hugsi eða spái í, það þiggur mötun, er í raun engu betra en þessi fámenni hópur sem kenna má við lofslagsfífl.

Líklegast verra, því sá er aumastur sem skynjar ógn, en lætur þann sem ábyrgðina ber, teyma sig sem sauð fram af hengifluginu.

En þú ert dálítið með þetta Ingólfur, gaman að lesa athugasemd þína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.9.2021 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 346
  • Sl. sólarhring: 724
  • Sl. viku: 4770
  • Frá upphafi: 1401850

Annað

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 4108
  • Gestir í dag: 287
  • IP-tölur í dag: 280

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband