Frambjóðandi jafnaðarmanna.

 

Sem þiggur tugamilljóna við starfslok, til að bjóða sig fram til Alþingis, er ekki trúverðugur frambjóðandi.

Í eldri tíð, svona fyrir aldamótin síðustu, var þetta kallað mútur, að eiga hönk uppá bakið.

 

Kristrún er vissulega í góðum félagsskap, Guðlaugur Þór gerði út á bankana á árunum fyrir Hrun, langt kominn með að kaupa sér formannsstól í Sjálfstæðisflokknum.

Þorgerður Katrín var beintengd inní þetta kaupaukakerfi, á lokametrum Hrunadansins sem tók enda haustið 2008, þá var hún betri en engin að miðla innherjaupplýsingum.

En sló Bjarna Ben, núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins ekki við hvað það varðar.

 

Eftir stendur spurningin.

Hvaða djöfulsins kjaftæði er þetta??

 

Það er vitað að Logi veður ekki í vitunni sem stjórnmálaleiðtogi, jafnvel hans eigin menn gefa honum falleinkunn svo ég vísa í viðtal Moggans við Ásmund Stefánsson, einn af stofnfélögum Samfylkingarinnar.

Loga til tekna má samt taka fram að hann sker sig ekki úr í núverandi forystusveit Samfylkingarinnar.

 

Samt Logi.

Samt.

Kveðja að austan.

 

Viðauki.  Þessi pistil er unnin úr viðtalinu við Loga, sem líklegast virðist ekki þekkja til efnisatriða málsins.  Kristrún segir núna í viðtali við Mbl.is ekki hafa fengið krónu í kaupauka, en hún hafi hins vegar notað sparnað sinn, nýkominn úr námi, til að fjárfesta í Kviku banka.

Bendir réttilega á að fleiri geta nýtt sér samninga um hlutabréfakaup til að verða ríkir, það er fleiri en Sjálfstæðismenn.

Sem er rétt, og örugglega er hún og maður hennar ekkert einsdæmi um að "held­ur hafi hún sjálf ásamt eig­in­manni sín­um nýtt eig­in sparnað þegar hún kom heim úr námi og keypt hluti í bank­an­um." ungt fólk sem kaupir hlutabréf í bönkum, þegar það er nýkomið úr námi.

Persónulega held ég að öll þau dæmi tengist leikreglum þess fjármálamarkaðar sem setti okkur á hausinn haustið 2008, og þjóðin náði því miður ekki að gera upp við, þökk sé ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrigrænna.

En Páll postuli sá ljósið eftir að hann féll að hestbaki.

Það þarf ekki að vera einsdæmi.


mbl.is Ekki erfitt að verja kaupaukagreiðslur Kristrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú veit ég ekki hvernig málum Kristrúnar er háttað en venjan félaga er sú að tryggja starfsmönnum heimild til að kaupa hlutafé í félaginu á ákveðnu gengi í framtíðinni.  Hvernig gengi félagsins síðan þróast ræður því hvort starfsmaður nýtir þennan kauprétt. Sé gengið lægra en kaupréttur verður þa til þess að starfsmenn nýta ekki kaupréttinn.  Sé gengið hins vegar hærra en kaupréttagengið þá getur starfsmaður keypt á kaupréttargengi og selt á markaðsgengi.  Venjulega eiga kaup og salasér stað samdægurs.  Þetta er því aldrei fjárfesti g heldur launaauki án allrar áhættu.

Hafi Kristrún keypt a markaðsvirði og selt síðar á  markaðsvirði með hagnaði, gott hjá henni.  Hafi hún nýtt sér kauprétt og keypt og selt samdægurs, þá er hún lygzri.

Bjarni (IP-tala skráð) 20.9.2021 kl. 18:28

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Las þessa frétt um Kristrúnu og Kviku en fannst hún ekkert merkileg

síðan hefur Kristrún og samflokksmenn ruðst fram með fúkyrðaflaum eins og gosbrunnur í annars friðsælli tjörn sem þessi kosningabarátta hefur verið

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu því það eru viðbrögð  Kristrúnar sem eru búin að gera þetta að miklu stærra máli en útlit var fyrir í byrjun

Grímur Kjartansson, 21.9.2021 kl. 07:04

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Eigum við ekki að segja að það skýrist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.9.2021 kl. 07:15

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Þá hefur fréttanef þitt brugðist ef þér þykir þetta ekki merkileg frétt.

Kaupauki Kristrúnar er alltaf fréttnæmur vegna þess að hún er í framboði,í fyrsta sæti í lykilkjördæmi, án nokkurrar reynslu af pólitískum störfum, með öðrum orðum, handvalin vonarstjarna.

Hjá flokki sem kennir sig við jafnaðarmennsku og hvað??, baráttu gegn misskiptingu.

Stórfréttin er síðan viðbrögð Loga, það er eins og hann sérhæfi sig í að ganga berstrípaður um vettvang umræðunnar.

En ég tek undir með þér að viðbrögð Kristrúnar eru skrýtin.

Hvað er að því að skýra satt og rétt frá, jafnvel þó staðreyndir geta verið óþægilegar og þarfnast útskýringa og umræðu?

Það er eins og hún hafi eitthvað að fela.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.9.2021 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband