20.9.2021 | 09:47
Væri ríkið ekki farið að borga með sér??
Í stað þess að innheimta skatta, svona í ljósi loforða Bjarna Ben um að lækka skatta fyrir hverjar kosningar, og þess að hann hefur verið fjármálaráðherra frá því að eldri menn muna??
Hvenær verður loforðaplata svo útslitin að í henni heyrist aðeins ískur??
Allavega virðast skoðanakannanir benda til þess að fólk sé búið að fá vóg af loforðum án mikilla efnda.
Af hverju hefur Bjarni ekkert að segja annað en það sem hann hefur alltaf sagt??
Af hverju talar hann ekki við fólk eins og fólk?
Segir hvað er hægt og hvað ekki.
Það væri tilbreyting.
Sem skilaði örugglega atkvæðum.
Sérstaklega í ljósi þess að ekkert framboð talar við almenning eins og hann sé vitiborinn en ekki sundurleitur hópur fífla líkt og flest framboð virka á fólk í dag.
Fólk vill ekki loforð.
Fólk vill efndir.
Kveðja að austan.
Lækka þarf skatta frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 748
- Sl. sólarhring: 763
- Sl. viku: 6332
- Frá upphafi: 1400271
Annað
- Innlit í dag: 678
- Innlit sl. viku: 5442
- Gestir í dag: 644
- IP-tölur í dag: 629
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.