18.9.2021 | 11:41
Er ekki allt gúddí??
Bæði til sjávar og sveita, fólk hafi það almennt gott, leiðindi veirunnar að baki.
Það mætti halda miðað við niðurstöður þessarar skoðunarkönnunar, það er aðeins á góðæristímum sem fólk kýs yfir sig glundroða og vitleysisgang.
Gleymd er staðfestan sem kom okkur í gegnum kóvid fárviðrið, styrk stjórn Katrínar og félaga, gleymdir eru þeir stjórnmálaflokkar sem ráku rýting í bak þjóðarinnar í kjölfar fjármálahrunsins 2008, gleymd er sú hugmyndafræði sem kom þjóðinni á hausinn.
Og gleymd er sú reynsla kynslóðanna að ekki er ráðlegt að láta fífl í brú ráða för.
Nema þetta segir það sem segja þarf um styrk framboða til hægri og miðju, að menn uppskeri eins og þeir sái.
Venjulegt jarðbundið fólk sér til dæmis æpandi mun á frambjóðendum Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins, fyrir utan Bjarna Ben þá er eins og listar flokksins séu soðnir saman af ímyndunarteymi einhvers almannatengslafyrirtækis á meðan frambjóðendur Viðreisnar eru eins og fólk, tala eins og fólk, eru venjulegt fólk, með reynslu og þekkingu sem fylgja starfi og aldri.
Sigmundur Davíð lúkkar ekki vel, eins og það séu brestir í honum, og í stað þess að eiga í samræður við þjóðina, þá er kosningabarátta flokks hans lítt skiljanlegt lýðskrum og bullgangur sem venjulegt fólk kaupir ekki.
Framsókn flýtur alltaf á svona tímum, og eins og áður sagði þá er skiljanlegt að Viðreisn fái fylgi hægrisinnaðs fólks, frambjóðendur flokksins eru traustir og koma vel fyrir.
En hvað með málefnin, hvað með aðildina að ESB, hvað með sjálfstæði þjóðarinnar, gæti einhver þá spurt??
Og svarið er einfalt, þegar á reynir er enginn munur á stefnu Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins hvað það varðar, eini munurinn í raun er sá að annar kannast við stefnu sína en hinn ekki.
Varðandi fylgi VG þá er það ljóst, hefur alltaf verið ljóst, að flokkur sem gerir út á andstöðu við ríkjandi kerfi, gamaldagsróttækni eða upphrópanir í umhverfismálum, að slíkur flokkur tapar alltaf á stjórnarsetu þar sem hann gengst við ábyrgð raunveruleikans.
Þú getur ekki verið í andstöðu við það sem þú ert hluti af.
Fylgi flokksins hlaut því að fara til sósíalista, þeir hafa tekið yfir rótæknina, og fíflaframboðin fá svo óánægjuna í umhverfismálum.
Það er allt gúddí í dag og niðurstöður kosninganna virðast ætla að styðja þá skoðun.
En eftir kosningar, hvað þá??
Kveðja að austan.
Vinstri sveifla þegar vika er eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 61
- Sl. sólarhring: 603
- Sl. viku: 5645
- Frá upphafi: 1399584
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 4816
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gleyma að allar þessar háþróuðu skoðanakannanir "gleyma" að spyrja 67 ára og eldri um álit.
Það er eins og þeir haldi að eldra fólk kjósi ekki.
Birgir Örn Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.9.2021 kl. 13:03
Já og 67+ kjósa í flestum tilfellum ekki ósjáfstæðisflokkana, Samfylkingu, Viðreisn og Pírata.
kv hrossabrestur.
Hrossabrestur, 18.9.2021 kl. 14:02
Ósjálfstæðisflokkana átti þetta að vera,
biðst forláts á stafsetningarvillu.
kv. hrossabrestur
Hrossabrestur, 18.9.2021 kl. 16:17
Takk fyrir innlit og ábendingar félagar.
Ef rétt er þá er viðkomandi skoðanakönnun ómarktæk.
En ekki að ég viti hvað ég ætla að kjósa, þá finnst mér það miður að VG, sá armi svikaflokkur við hugsjónir og stefnu, skuli ekki fá meira fylgi.
Því þrátt fyrir allt, er hann lang skásti valkosturinn á vinstrivængnum, og rugl og vitleysa er ekki leiðin að betri heimi.
Hins vegar vantar alvöru rebel framboð gegn ríkjandi auðránskerfi, og mig grunar að skýring þess sé fjármögnun auðmanna á vitleysisganginum.
Það er jú skýring á að þeir ráði öllu, og eiga allt.
Líka Flokkinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2021 kl. 17:26
"Hins vegar vantar alvöru rebel framboð gegn ríkjandi auðránskerfi" Telurðu að Sósíalistarnir séu ekki sannir "rebels" eða að þetta séu einhverjir "gauksungar" á annarlegum forsendum?
Kristján (IP-tala skráð) 19.9.2021 kl. 11:34
Blessaður Kristján.
Eiginlega já sem og bæði og.
Þeir eru gauksungar í þeirri merkingu að framboð þeirra er enn eitt flippið úr ranni Gunnars Smára. Hann er vissulega skarpur, og er það hvort sem hann bullar eða bendir á það sem sannarlega miður fer, eða mætti betur fara. Greining hans til dæmis á frjálshyggjunni sem býr að baki lofslagsráðum VG er skörp, og hún afhjúpar hugmyndafræði sem hefur ekkert með vinstri eða róttækni að gera, fyrir utan að hún eykur vandann en dregur ekki úr honum.
Gunnar er ekki sprottinn uppúr því umhverfi sem elur af sér róttækni, en margir sem eru innan sósíalista eru það, en hafa ekki styrk til að vera með sína eigin rödd, og veðja því á Gunnar.
Það skýrir þetta "bæði og", margt sem sósíalistar segja, er satt og rétt, og þarf að segjast.
En alvöru framboð gegn ríkjandi auðránskerfi hefur ekkert með isma, hvað þá sósíalisma að gera. Ekki frekar en þorpið í Mexíkó sem fékk félagana í Dirty Dozen til losa sig undan ræningjaplágunni.
Það snýst um að losa um regluverkið sem auðránskerfið byggir á, að endurheimta hið borgaralega samfélag okkar úr höndum Örfárra auðmanna sem eiga næstum allt, þar á meðal fjölmiðla og stjórnmálin, að fólk og fyrirtæki fá þokkalegan frið til að starfa og sinna sínu.
Ekkert flókið við þetta, bara friðurinn frá ræni og rupli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.9.2021 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.