17.9.2021 | 17:45
Var Gróa send í ótímabært leyfi??
Eða var hún ekki á vakt þegar þessi frétt var skrifuð??
Aðeins rógberar, fólk sem er virkilega veikt á sinni, eða það hefur ekki andleg veikindi sér til afsökunar, er hreinlega illt eða í besta falli illgjarnt, þekkir ekki muninn á þessari frétt; svo ég vitni í hana; "Það að hann sé stórstjarna, einn besti knattspyrnumaður sögunnar og að þetta átti sér stað fyrir rúmum 12 árum, breytir því ekki að Ronaldo þarf að fá samþykki eins og allir aðrir.".
Eða frétt í stíl Gróu; "Það að stórstjarna, einn besti knattspyrnumaður sögunnar og að þetta átti sér stað fyrir rúmum 12 árum, breytir því ekki að hann þarf að fá samþykki eins og allir aðrir".
Fréttamaðurinn hér að ofan fjallar um nafngreindan einstakling og þær alvarlegu ásakanir sem á hann eru bornar, Gróa fjallar nafnlausan einstakling, tekur fram hvaða hóp hann tilheyrir, skilur eftir hópsekt þar sem allir liggja undir grun.
Gróa er rógberi, um það er ekki deilt, en hvort hún sé sinnisveik eða ill manneskja má svo endalaust velta fyrir sér, hvað er það sem drífur rógberann áfram.
Gróa hefur hins vegar komist upp með vinnu sinni hjá Morgunblaðinu að klína sök á hóp landsliðsmanna í knattspyrnu, og hún er svo ósvífin í rógburði sínum að hún þykist þess umkomin að taka fram að þessi eða hinn í viðkomandi hópi sé ekki sekur.
Fækkar þar með þeim einstaklingum sem sitja uppi með skítinn, ekki af góðmennsku heldur af hreinni illmennsku, þegar fækkar í hópnum þá stækkar bitinn sem slúðurkellingar hafa á milli tannanna.
Gleymum svo aldrei eðlismuninum á því þegar fólk rís upp og segir frá, kærir eins og lög gera kröfu um þegar glæpur er framinn, og því þegar fólk segir frá löngu seinna, aumingjavæðir sig með því að segja að einhverjir óskilgreindir hópar eða einstaklingar hafi ráðlagt viðkomandi að kæra ekki, en núna, og bítur svo höfuð af skömminni með því að nafngreina ekki meinta gerendur, heldur kastar skítnum á hóp fólks.
Gróa eða aðrir rógberar þekkja ekki muninn, en venjulegt fólk gerir það.
Það áttar sig á því að glæpur, hversu viðbjóðslegur sem hann er, réttlætir ekki annan glæp, að kasta alvarlegri sök á saklaust fólk.
Síðan felst það í því að vera Homo, hinn vitiborni, að hafa þá skynsemi að vita að það er ekki allt satt sem sagt er.
Meir að segja Stasi, eins paranoi þeir voru hjá þeirri ágætu leynisþjónustustofnun Austur Þýskalands, áttuðu sig á því.
Margir lifa líka í dag vegna þess að formæður þeirra voru ekki brenndar á báli vegna nafnlausra ásakana um kukl viðkomandi, lifa vegna þess að þó hátta fari í sögum um að á þeim voðatímum væri ásökun sama og sekt, að þá var það svo ekki í mörgum tilvikum, til voru dómarar sem fóru eftir staðreyndum, sönnuðum staðreyndum.
"Mér var nauðgað fyrir 11 árum af þekktum blaðamanni, ritstjórn Morgunblaðsins gerði ekkert í því, sjálfsagt vegna þess að mér var ráðlagt að kæra ekki svo hún vissi ekki af nauðguninni.
Síðan þurfti ég að sjá viðkomandi skrifa frétt eftir frétt, rífandi upp sárin, þar til ég gat ekki meir, og skila nú skömminni.
Meiri meðvirknin hjá ritstjórn Morgunblaðsins að reka ekki manninn strax eftir að mér var nauðgað, alveg dæmigert, ég veit um fullt af svona málum.
Blaðið er sekt um þöggun og gerendameðvirkni.
Fyrir að styðja nauðgunarmenningu".
Þessa frétt hefði Gróa getað birt, hún virðist alltaf vera eftirsótt hjá ritstjórnum fjölmiðla þessa dagana.
Spurningin er, hefði Morgunblaðið birt hana??
Þar liggur efinn.
Að vega aðra er eitt, en að vega sjálfan sig með rógi er annað.
En reynir ekki á því Gróa á Morgunblaðinu hefur vit á eins og fálkinn að virða friðinn við sitt nánasta umhverfi.
En hversu lengi??
Þar er líka efi.
Kveðja að austan.
Hún sagði nei og hættu nokkrum sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 20
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 2660
- Frá upphafi: 1412718
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 2322
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.