31.8.2021 | 20:42
Mogginn og skrílræðið.
Fréttamanni Mbl.is tókst í gær að fækka meintum gerendum á meintri hópnauðgun um einn þegar blaðið sagðist vita fyrir víst að Kolbeinn Sigþórsson "væri ekki annar þeirra".
Eftir standa jú hverjir???
Aron, Gylfi, Jóhann eða Birkir??
Og Mogginn er það rotinn og sjúkur að hann skammast sín ekki fyrir svona fréttamennsku, heldur gefur í frétt dagsins.
".. að hún (Klara Bjartmarz) segi af sér líkt og Guðni gerði eða verði vikið úr starfi fyrir sinn þátt í þeirri þöggunarmenningu og gerendameðvirkni sem hefur verið við lýði innan sambandsins í tengslum við ofbeldi af hálfu karlkyns landsliðsmanna í garð kvenna um langt árabil.".
Þöggunarmenning og gerendameðvirkni eru alvarleg orð hjá fjölmiðli sem ætlast til að hann sé tekinn alvarlega í umræðunni þó slík orðanotkun þætti hófleg í athugasemdarkerfi DV.
Og slíkt er ekki sagt nema dæmi séu tiltekin, í vandaðri fréttaskýringu eða frétt þar um.
Eitthvað sem Morgunblaðið hefur algjörlega heykst á.
Þar sem blaðið hefur ekki unnið sína vinnu, þá er ljóst að það vitnar í umræðu dagsins, leggur slúður að jöfnu við frétt, kannar ekki sannleiksgildi, útskýrir ekki atburðarrás, gerir ekkert af því sem alvöru fjölmiðill gerir.
Að baki röfli og ásökunum um gerendameðvirkni, eitraða klefamenningu, þöggun eða hvað sem riddarar réttlætisins týna til, þá er vitnað í tvennt, meinta hópnauðgun, sem átti sér stað fyrir rúmum 10 árum síðan, og ofbeldisbrot Kolbeins Sigþórssonar frá árinu 2017.
Og hvernig í ósköpunum réttlætir þetta þann sleggjudóm sem blaðamaður Morgunblaðsins kveður upp í viðtengdri frétt og ég vitna í??
Meint nauðgun frá árinu 2010, sem upplýst var um núna í sumar og KSÍ setti strax í ferli, hvernig getur það verið dæmi um þöggunarmenningu og gerendameðvirkni??
Er blaðamaðurinn að meina að ásökun um glæp sé ígildi þess að glæpur hafi verið framinn??
Af hverju er þá ekki búið að fangelsa alla þá lækna og hjúkrunarfræðinga, að ekki sé minnst á lögreglumenn sem áttu að vera handbendi Jóns Baldvins í að innleggja Aldísi dóttur hans á geðdeild, nægar voru ásakanir hennar??
Það að þetta fólk starfi ennþá, hafi ekki misst réttindi sín, og gisti ekki Litla Hraun í dag, er það sönnun um gerendameðvirkni og þöggunarmenningu??
Er ekki vitglóra eftir hjá ritstjórn Morgunblaðsins??, eða er þetta blautlegur draumur ritstjórnarinnar um að toppa rauðliða Maós formanns og ofsóknir þeirra á tímum Menningarbyltingarinnar??
Ásökunin er sett fram á samfélagsmiðli, hún nafngreinir ekki meinta gerendur, hún er þar með orðrómur, og ef orðrómur er tilefni aðgerða, þá er virkilega illa komið fyrir þessari þjóð, þá er hún umkringd blindskerum sem hún mun steyta á.
Hitt dæmið er Kolbeinn og það að hann skuli hafa verið valinn í landsliðið á ný, eftir að hafa verið tekinn tímabundið út því vegna ofbeldisbrots sem hann gekkst við, baðst afsökunar á, og greiddi miskabætur.
Var málið þá ekki búið??, átti að útskúfa honum um aldur og ævi??
Er ekki til lengur neitt sem heitir iðrun og endurbót í þessu samfélagi??
Aðeins hatrið og heiftin, útskúfunin, fordæmingin.
Ef svo er, þá er illa komið fyrir þjóð okkar, fótspor Maós og rauðliðana er ekki til eftirbreytni, eða önnur þau samfélög þar sem fordæmingin ein ræður för.
En þetta er matsatriði, og hver og einn getur afhjúpað sitt innræti þegar hann tekur afstöðu til þess.
En núverandi stjórn KSÍ, fyrrverandi formaður sambandsins, er ekki ábyrg fyrir endurkomu Kolbeins, ljóst var að þegar hann hafði gert upp sín mál, þá var hann talinn tækur á ný í landsliðið.
En Guðni fór rangt með í frægu Kastljós viðtali, er það ekki þöggunarmenning og gerendameðvirkni??
Og óneitanlega fór hann rangt með, um það er ekki deilt, en er hann þá að þagga niður eitthvað sem fjandvinur hans, Geir fyrrverandi formaður bar ábyrgð á??
Eða var hann að standa við samkomulag sem hann gerði við föður fórnarlambs Kolbeins, um að hafa hljótt um þetta mál eftir að miskabætur voru greiddar.
Allavega er það ljóst að faðirinn bað um þöggun, hvort sem það var með vitund dóttur sinnar, eða án hennar.
Mistök Guðna lágu í heiðarleika, ljóst er að hann hafi ekki lesið sér til um stjórnkænsku hins klóka, enda Furstinn eftir Machiavelli ekki kennt í lagadeild HÍ.
Menn geta síðan spurt sig um hvaða siður felst í því að semja um miskabætur, en stinga síðan þann í bakið sem beðinn var um að þegja.
En nauðgararnir, en nauðgararnir, þessir þarna frá 2010!!, hvað með þá???
Og hvað með þá??, Morgunblaðið þykist vita hverjir þeir eru, en þegir.
Staksteinar dagsins tala um grýtingu úr glerhúsi, Moggans vegna er eins gott að það er ekki glerveggir í virkinu uppí Móum.
En ég vil endurtaka það sem ég sagði í morgun.
"Morgunblaðið verður að taka af skarið og segja það sem það veit. Eða leggja sig niður ella.
Þar er enginn millivegur.".
Afhverju??
Jú, Mogginn var stofnaður gegn skrílræði.
Ekki til að vera hluti af því.
Og það á ekki að þurfa skruðninga úr kirkjugörðum borgarinnar til að menn þekki sinn vitjunartíma.
Eða það hefði maður haldið.
Kveðja að austan.
Ætlar ekki að hætta og verður ekki vikið frá störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 23:07 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, mér koma reyndar orðin hennar Völu ofar í huga en önnur þessa dagana.
"Sal sér hún standa sólu fegri, gulli þakin á Gimlé"
"Kemur hinn dimmi dreki fljúgandi, naðar fránn, neðan frá Niðafjöllum; ber sér í fjöðrum, flýgur völl yfir, Níðhöggur nái, nú mun hún sökkvast."
"Vitið þér enn, eða hvað?"
Svo ekki sé minnst einu orði á hennar frægustu hendingu þegar karlmennskan er annars vegar.
Með kveðju úr efra.
Magnús Sigurðsson, 31.8.2021 kl. 22:28
Já, Vala var framsýn.
Kveðja úr húminu að neðan.
Ómar Geirsson, 31.8.2021 kl. 23:03
Sæll Ómar ,ég held ég sé ekki galin,en á bágt með að setja svona örlagasögu saman, lesandi úr öllum áttum en skilst samt að nauðgara-hópurinn hafi verið þrír. Færsla þín er skrifuð 31,8,svo leitaði ég að ummælum Moggans frá í gær að hann væri viss um að Kolbeinn Sigþórssona væri ekki annar þeirra sem framdi ódæðið,fann þau ummæli hvorki á forsiðu né á 4.siðu...ég veit að þú segir satt og hefur lesið þessi ummæli,en gætu þau hafa verið i öðru blaði. En undir mynd af Guðna er hann sagður hafa verið formaður síðan 2017. Bíð ykkur hér góða nótt með þykkjuna út af þessu og bæli hana með sherrystaupi og spotify;"allir eru að fá sér"
Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2021 kl. 00:44
Góðan daginn Helga.
Ég vitnaði beint í fréttina.
Hún er viðtengd við pistil minn Rógur og nið, tilvitnunin í pistlinum um að skila skömminni á réttan stað.
Síðan þá hefur það verið upplýst að Stígamót er ekki heimild fyrir meintri annarri hópnauðgun, eftir stendur slúður.
Þetta er sorgarmál þar sem við höfum upplifað mörg verstu einkenni múgæsingar, það var ekki þannig að þegar menn fóru í hverfi svartra í Suðurríkjum og brenndu hús og ógnuðu fólki, að einhver svartur maður hafi ekki einhvern tímann, á einhverjum tímapunkti gert eitthvað af sér, en réttlætti það hópofsóknirnar??
"Ég veit um mörg dæmi", er ekki næg ástæða til að geysa fram og sakfella heilan hóp, það er sjúkt ef þar með á að fara fram opinber aftaka á viðkomandi, eða ætlast til þess að orðrómur sé forsenda viðbragða.
Margur hefur farið út af sporinu í samskiptum sínum við hitt kynið í gegnum tíðina, það er aldrei lagað aftur á bak með nornaveiðum og múgæsingu, heldur dreginn lærdómur og bætt úr framí framtíðina.
Alvarlegur glæpur er hins vegar alvarlegur glæpur, á honum þurfa menn að axla ábyrgð.
Kveðja úr einn einum sólardeginum að austan.
Ómar Geirsson, 1.9.2021 kl. 07:19
Þetta KSÍ mál er flókið. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Þess vegna höfum við lögreglu og dómsstóla. Lögregluna má ekki fjársvelta, og dómstólar þurfa að vera í boði fyrir alla. Dómsstólar eru of dýrir fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Það er alvarlegt, að fjöldinn hefur ekki efni á dómsstólum, og löggan hefur ekki efni á rannsóknum. M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2021 kl. 11:53
Nei, mér finnst þetta ekki vera flókið mál. Lögmál frumskógarins koma vel í ljós í því.
Ég hef grun um að lögreglan rannsaki aðeins lítinn hluta mála sinna og þá helzt það sem þeir fá skipun eða ábendingu um að sé í forgangi. Hinn fátæki almúgi hefur sjaldnast átt völ á því að fá framgang sinna mála, og dómstólaleiðin er fæstum fær meðal fátækra eða ekki eru vanir þesskonar ráðum, hafa til dæmis hvorki sjálfstraust til þess né tengsl við menntaða á því sviði.
Við erum með tiltölulega nýja elítu í landinu sem eru femínistar. Þeir komast upp með að breyta steinrunnum hefðum því þeir fá styrk að utan - þetta er alþjóðahreyfing nokkuð sterk. Rétt eins og í sovézku byltingunum verða ekki aðeins sekir að gjalda slíkrar valdatöku. Ekki alltaf betur farið af stað en heima setið.
Það er annar punktur í þessu sem kemur fram í setningunni "Mogginn var stofnaður gegn skrílræði".
Er það vegna hæfileikaleysis blaðamanna, metnaðarleysis eða vegna þess að þeir reyna viljandi að sverta sem flesta?
Ég hef skilið Ómar þannig að þessi grein sé aðallega, eða ekki sízt til að taka á því kýli hvernig blaðamennskan er.
Ingólfur Sigurðsson, 1.9.2021 kl. 14:36
Mikið rétt Anna, í raun býr stór hluti þjóðarinnar við skert réttarkerfi sökum dýrleika einokunarstéttarinnar sem kennir sig við lögfræði. Annar kerfisvandi er síðan stöðugt fjársvelti lögreglunnar, eitthvað sem byrjað um leið og fyrsta öryggisfyrirtækið var stofnað, því fyrsta boðorð Flokksins er að hugsa um sína.
En fólk sér þetta ekki, og á meðan breytist ekkert.
Ég er sammála þér að KSÍ málið er flókið, kjarni þess, að líða ekki kynbundið ofbeldi, og vonandi ofbeldi almennt, er réttmætur. Spurningarnar beinast fyrst og fremst að aðferðafræðinni, sem og heiftinni.
Á að útskúfa endalaust manni sem gengst við gjörðum sínum, biðst afsökunar á þeim, og greiðir miskabætur??
Mér finnst einhver sverta í þessu öllu saman, og aðeins svart kemur úr svertu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.9.2021 kl. 21:42
Blessaður Ingólfur.
Það er þröng nálgun að lesa aðeins tuktun á fjölmiðli úr þessum pistli mínum, vissulega er Mogginn skotspónn minn, mér þykir vænt um um blaðið og geri kröfum til þess, en þetta er þrautreynd framsetning hjá mér, finna mér einhvern til að skammast í, og skammast svo í allt og öllum sem pirra mig á því múmenti.
Orðræða Moggans er orðræða hópsins eða hópsálarinnar í dag, og ég er einfaldlega á móti henni.
Svo einfalt er það.
Ég held að þetta hafi ekkert með blaðamanninn að gera, hann endurvarpar aðeins, frekar spurning um Davíð greyið á ritstjórninni, hann fær að æmta í Staksteinum, vitnaði til dæmis í góðan pistil Palla bloggkóngs, hefur samt örugglega fattað hve hjákátleg sú tilvitnun var, svona miðað við blaðamennsku blaðsins sem hann þiggur laun fyrir að stýra.
Afhjúpar að hann stýrir engu, en hann getur bara ekki stillt sig um að koma sínum sjónarmiðum að, sbr. lengi gjammar tannlaus hundur, eða alveg þangað til að honum er sagt að þegja.
Svona fór um sjóferð þá en hún er víst vel launuð ef marka þá það sem "bestu vinir" Davíðs dreifa á feisbók.
Ég veit ekki hvort skilgreining þín á valdatöku femínista sé rétt, vissulega sjónarmið, en ég get ekki að því gert að mér verður æ meir hugsað til örlaga Jakobína, sem náðu eftir sitt stutta valdaskeið, að vera þolendur í því sem varð að einu frægasta máltæki stjórnmálasögunnar, en það er að Byltingin étur börnin sín.
Ég get ekki séð, að viðrini og frík, eins ágæt eins og þau annars eru því í þeim er fjölbreytni fólgin, ásamt sérvisku og skringilegheitum, nái að móta og stjórna fjöldanum til lengdar með ógnarstjórn.
Hvað var þetta aftur kallað hér í den??, jú að raka glóðum elds að höfði sér. þó þeir fyrir sunnan safna glóðum, eins skrýtið og það nú er.
En sjáum til Ingólfur, þegar tíminn einn veit það sem við vitum ekki, þá er fátt í boði annað en að bíða af sér tímann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.9.2021 kl. 22:00
Sæll Ómar. Stundum nú orðið, þarf ég að lesa aftur og aftur, til að átta mig á aðalatriðunum. Þannig að þegar ég las aftur svarið þitt hér að ofan, þá sá ég hvað mér hafði sést yfir í svari þínu. Þ.e.a.s. ,,fjársvelti lögreglunnar byrjaði um leið og fyrsta öryggisfyrirtækið var stofnað''. Þarna er rót vandans semsagt? Og þar þarf að byrja lagfæringuna. Ef ekki er tekið á rót vandans, er restin reist á verri en engum stoðum. Öryggisfyrirtæki á Íslandi í dag, hafa ekki löglegan rétt til að leika lögreglurannsóknir og handtökur. Ekki í fyrsta skipti sem mér hefur fundist öryggisfyrirtæki og jafnvel sumir pólitískir læknar, vera komnir í löglega óverjandi lögregluhlutverk. En sú saga mín er of löng til að segja frá, hér í þessu samhengi. Myndi duga í heila smáatriðanna bók. Sem kannski tími og heilsa gefa mér tækifæri til að skrifa, með vel ritfærum, heiðarlegum og ópólitískum aðstoðarmanni. M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2021 kl. 15:50
Veit ekkert um það sem nú birtist breiðletrað, ''. Ekki frá mér komið.
Ekki vanþörf á tölvuaðstoð hjá mér. Ætla samt að halda áfram að tjá mig meðan ég get, á sæmilega skiljanlegri íslensku, vonandi. Þar til "öryggisfyrirtækin" leggja mig inn á lokaða deild, eða gera mig ótrúverðuga á annan hátt:) M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2021 kl. 16:09
Blessuð Anna.
Þessi talnakvóti er hvimleiður galli þess þegar með afritar texta með gæsalöppum, þá kemur þessi fjandi líkt og maður sé að þýða úr geimverumáli.
Þetta með öryggisfyrirtækin er gömul umræða, mætur maður sem þekkti til í löndum þar sem frjálshyggjan hafði þróast aðeins lengur, benti á að þetta myndi gerast á Íslandi þegar fyrstu öryggisfyrirtækin voru að hasla sér völl.
Lobbýistar þeirra myndu beita sér og hugmyndafræðin var að fjársvelta hina opinbera þjónustu og einkafyrirtækin myndu brúa bilið.
Ég trúði honum ekki þá, en reynsla var fljót að staðfesta orð hans.
Frjálshyggjan talar um lægri skatta en heildarkostnaður bæði einstaklinga og fyrirtækja stórjókst, einstaklingar með efni kaupa sér þjónustu einkafyrirtækja, almenningur almennt blæðir vegna aukinnar vargaldar, fyrirtæki almennt kaupa svo þjónustu öryggisfyrirtækja, heildarreikningur þeirra margfalt hætti því rótin, að takast á við glæpastarfsemi, er fjársvelt, og borgararnir upplifa sig óörugga í samfélagi sínu.
Þökkum samt fyrir að glæpaklíkurnar eru ekki farnar að berjast með vélbyssum hérna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.9.2021 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.