Rógur og níð.

 

Er eitthvað sem beinist að hópi eða fjölda, með vísan í einstakling, eða einstaklinga.

Þeir ekki nafngreindir, en hópurinn eða fjöldinn situr uppi með skömmina, með ásakanirnar, með eitthvað sem ekki er hægt að verjast.

 

Í þessari frétt er sekt Moggans algjör.

Kveðja að austan.


mbl.is Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um málefni KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ætti að nafngreina nokkurn mann í glæpasamhengi, fyrr en sekt er sönnuð. Þetta er flókið á fámenna Íslandi. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2021 kl. 20:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Gaman að heyra í þér eftir langt hlé.

Þetta er tvírætt, þannig séð eiga menn að sleppa með að nafngreina nema þeir geti fært sönnur á ásakanir sínar, hins vegar er meint glæpsamleg hegðun stundum þess eðlis að ekki verður tekist á við hana nema að viðkomandi gerendur séu nafngreindir, og slagurinn þá tekinn við sekt þeirra eða sakleysi.

Hins vegar er það ALDREI valkostur að slá fram alvarlegum ásökunum, tiltaka að þær beinist að einstaklingi eða einstaklingum, en þegja svo og láta hópinn sitja uppi með grunsemdina að jafnvel sektina.

Slíkt er kýli sem grefur um sig þar til öll umræða er rotin og sýkt.

Mér ofbauð þessi setning í rógfrétt Mbl.is;

"Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er hann þó ekki ann­ar þeirra, held­ur er um að ræða leik­mann sem er ein af stjörn­um landsliðsins í dag og ann­an sem hef­ur lítið komið við sögu hjá A-landsliðinu um langt ára­bil. Gazeta Sport­uril­or seg­ir þann síðari vera hætt­an knatt­spyrnuiðkun en það er ekki svo.".

Þetta er ekki boðlegt, smán allra sem ábyrgðina bera á þessari frétt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.8.2021 kl. 20:48

3 identicon

Satt er það líklega hjá þér. Hópurinn verður allur að axla ábyrgð. Annars er verr af stað farið en heima setið. Afsakanir eru á þá leið, að mikilvægi KSÍ sé mikilvægara en siðmenntað starf KSÍ? Eða hef ég rangt fyrir mér? M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2021 kl. 21:01

4 identicon

Mér hefur nú líklega farið afur í að hitta naglann á höfuðið, en mér fer kannski fram með æfingunni. Ekki dugar það að gefast upp í skoðanaskiptunum. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2021 kl. 21:17

5 identicon

Orðið einelti ber það með sér að einn sé tekinn fyrir. Þannig eigum við víst ekki að hegða okkur, að taka einn fyrir. Eða hef é rangt fyrir mér? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2021 kl. 21:49

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Hópur þarf vissulega að axla ábyrgð á því sem hann ber ábyrgð á, en frá því er langur vegur til þess að hægt sé að setja fram ásakanir um alvarlegan glæp, taka það fram að einstaklingur eða einstaklingar eigi í hlut, og skilja eftir grunsemdir eftir á allan hópinn.

Slíkt er alltaf níð og rógur, og aldrei réttlæting að vísa í alvarleik glæpsins, eða meinta þöggun.

Alvarleikinn kallar einmitt á vönduð vinnubrögð, réttmæt vinnubrögð, svarið þöggun er ekki hópásökun, heldur umræða almennt um meinta þöggun, og ef tilefni er til, að ræða einstaka glæpi á forsendum þeirra, sem í þessu tilviki hlýtur alltaf að vera; "mér var nauðgað, þessir nauðguðu mér".

Það má margt læra af Rósu sem neitaði að standa upp og færa sig aftar í strætisvagninum í Montgomery á sínum tíma.

Það þarf kjark til að stinga á kýli.

Kveðja að austan.

PS. Naglinn kemur með æfingunni Anna, þú varst alltaf góð í að hitta höfuðið.

Ómar Geirsson, 30.8.2021 kl. 21:55

7 identicon

Takk Ómar. Ég finn að ég verð að vanda mig, því mér hefur farið mikið aftur af ýmsum ástæðum síðustu misserin. En vil umfram allt vera réttlát og sanngjörn á lyklaborðinu. Kemur í ljós hvort ég er orðin of tæp til að tjá mig. Góð áminning um Rósu sem neitaði að láta kúga sig í strætisvagninum, vegna samfélagslegrar stöðu sínnar. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2021 kl. 14:09

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Anna mín, þú ert og verður perla, þú ert svo sönn og mannleg í skrifum þínum, stirðleikinn hverfur eftir því sem oftar er slegið á lyklaborðið, láttu mig vita það.

Er á meðan er, en mín er ánægjan að hafa fengið þig í athugasemdarkerfi mitt.

Sólarkveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.8.2021 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 769
  • Sl. viku: 5559
  • Frá upphafi: 1400316

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 4776
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband