26.4.2021 | 20:52
Mikil er reisnin.
Að ráðast á unglinga sem töldu sig vera gera rétt, og reyndu að gera rétt.
Í landshluta þar sem ekkert smit hefur greinst í tæpt ár.
Ef þetta eru sóttvarnir Íslands í hnotskurn, þá er ekki nema von að þjóðin sé ítrekað að glíma við hópsmit, sem nokkrum sinnum hafa orðið að samfélagssmiti.
Þetta er eins og þegar lögreglan í Reykjavík montar sig af því að hafa leyst upp hasspartí með fjórum, fimm útúrreyktum hasshausum, telur það afrek, en lítur alltaf í hina áttina þegar dópkóngar Íslands, fyrir opnum tjöldum slá um sig, kalla sig athafnamenn, og það þarf jafnvel morð í Rauðagerði til að hún rumski og segist þiggja laun fyrir að gæta laga og reglna.
Að því gefnu að það trufli ekki innflæði á eiturlyfjum til landsins, eða ógni stöðu hinna meintu athafnamanna sem slá um sig eins og fjármálamógúlar, en líkt og þeir, gefa upp tekjur á skattaskýrslur sem jafnvel skúringakona í þremur störfum gæti ekki lifað á.
Hve aumt er þetta.
Hve aumur er þessi fréttaflutningur.
Að finna eitthvað sem er ekkert, í samfélagi sem hefur varið sig smiti í um ellefu mánuði.
Er svona röfl og rugl réttlæting þess að landamærunum er leyft að leka í boði ríkisstjórnar Íslands?
Er svona fréttaflutningur Morgunblaðsins kattarþvottur aumkunarverðs fólks sem hefur barist hatrammlega fyrir frelsi veirunnar til að drepa og veikla samlanda okkar sem komnir eru á aldur eða eru hluti þeirra 60 þusunda sem eru í áhættuhópi.
Er þetta réttlæting eignarhalds stórútgerðarinnar, hinna meintu sægreifa á blaði sem tók þá einarða afstöðu um mitt síðastliðið sumar að berjast beint fyrir ótímabæru andláti hinna öldruðu eða allra þeirra tugþúsunda sem eru í áhættuhópi??
Að finna glæpamenn í hópi unglinga sem ekkert hafa gert að sér frá fyrsta degi kórónuveirufaraldursins.
Þetta er svo aumt.
Þetta er svo lásý.
Það er vissulega vitað að lögreglan okkar hér fyrir austan, með aðsetur á Eskifirði, veður ekki í vitinu, um það geta vitnað rúmensku þjófarnir, sem sluppu frá þjófnaði sínum hér á Neskaupstað, þó bærinn sé varinn með göngum, en samt, að þetta sé frétt, og slegið upp í fjölmiðlum, það segir svo margt um hvernig ófrétt getur orðið að frétt, en það sem skiptir máli, er þaggað, eða rætt á þann hátt að aukaatriði fá allt pláss umræðunnar.
En að slá ófréttinni upp, núna þegar lekinn á landamærunum er enn og aftur að ráðast á skóla, veikla börn og unglinga, hrekja fólk í sóttkví, það er ígildi þess að samþykkja lekann, kasta þeirri umræðu á dreif sem gagnrýnir hann, í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir að gripið sé til þeirra aðgerða sem grípa þarf til svo svona hópsmit endurtaki sig ekki trekk í trekk, eða verði að samfélagssmiti.
Það má vel vera að kennarar hér fyrir austan hafi ekki vitað betur.
En á árshátíð VMA var hólfaskipting, það var gerð krafa um grímur nema þegar borðað var, það var passað uppá að einstakir hópar blönduðust ekki.
Vissulega komu krakkarnir saman, en í góðri trú, samkvæmt þeim sóttvörnum sem krafist er.
Að glæpavæða þá er til minnkunar fyrir lögregluna og alla þá sem blása upp þessa frétt.
Vanhæfir verða ekki hæfir þó þeir finni sér svona höggstað sem getur ekki varið sig.
Aumkunarvert fólk á ritstjórn Morgunblaðsins verður ekki minna aumkunarvert þó það upphefji sig á kostnað þeirra sem enga sekt bera.
Slíkt er aðeins til þess fallið að láta það órætt sem smitar.
Að láta þá í friði sem berjast einarðlega að smit getur borist inn fyrir landamærin.
Og er réttlæting lögreglu og almannavarna sem kóa með.
Í trausti þess að menn þegi og verji sig ekki.
Á meðan er hópsmit hér og hópsmit þar og hópsmit alls staðar.
Skrýtið.
Kveðja að austan.
Sóttvarnabrot á árshátíð á Austurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 421
- Sl. sólarhring: 526
- Sl. viku: 5960
- Frá upphafi: 1400717
Annað
- Innlit í dag: 378
- Innlit sl. viku: 5136
- Gestir í dag: 353
- IP-tölur í dag: 347
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væntanlega einhver skyldmenni höfundar þarna á för? Eða hvers vegna eru hin hræðilegu sóttvarnarbrot annars bara hætt að skipta máli?
Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2021 kl. 08:31
EFtir þriðju gráðu yfirheyrsluna þekki ég vissulega til málsatvika.
Varðandi þetta atvik þá er meintur misskilningur ekki sóttvarnabrot, þetta er það sem flokkast undir tiltal og ábendingar, svo skilja allir góðir, löggan samt vonandi ekki góðglöð eftir hið vinsamlega tiltal við öldurhússtjórnendur.
Að blása svona upp, að glæpavæða unglinga er aðeins háttur þeirra sem er með allt niður um sig.
Það er nú bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2021 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.