26.4.2021 | 17:46
Líkin gætu hrannast upp.
Sagði Boris Johnson í haust þegar hann tók slaginn við nagið gegn sóttvörnum.
Og er það ekki rétt??
Frá því að bresk stjórnvöld náð stjórn á faraldrinum fyrir ári síðan, og féllu í þá gryfju forheimskunnar að slaka of snemma á, undir merki þess sem kennt er við að gæta meðalhófs í sóttvörnum, hafa fórnarlömb drepsóttarinnar þrefaldast.
Heimskan, að miða sóttvarnir við meðalhóf, kostaði margfalt fleiri líf óbrettra borgara en Þjóðverjum tókst að drepa með loftárásum sínum á Bretland í seinna striði.
Nema þá var fólk ekki svo útkynjað í velmegun nútímans, að það vissi ekki hvað það þýddi að verjast ekki dauða og djöfli, þegar hann sótti að þjóð og fólki.
Þá hefði enginn vogað sér að ráðast að forystunni vegna þess að hún sagði satt um komandi hörmungar.
Þá vissi fólk betur, það kunni að verja líf sitt og limi.
Þá gátu lögfræðingar og keyptir dómarar ekki brotið varnir þjóða á bak aftur.
Í dag gátu þeir það ekki á Bretlandi, en þeir komust upp með árásir sínar á almannaheill á Íslandi.
Við sitjum í súpunni, þeir telja aurinn sem sérhagsmunirnir borguðu þeim.
Í den voru þeir hengdir.
Á Bretlandi er ekki hlustað á þá.
Á Íslandi brutu þeir sóttvarnir þjóðarinnar á bak aftur.
Svona er gæfa þjóða misjöfn.
En þær lifa af þar sem hún er gæfa.
Kveðja að austan.
Líkin gætu hrannast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.