Sleppa stjórnvöld fyrir horn??

 

Það er eins og hver annar brandari þegar stjórnvöld segjast hafa engin áform um hertar reglur innanlands, enda sjá þau varla um að dreifa veirunni.

Það er lekinn á landamærunum sem ræður og ekki er ennþá útséð hvernig fer með þennan.  Síðan gat ég ekki heyrt betur á fréttum Ruv að eitt nýtt afbrigði af bresku veirunni hefði greinst, sem gæti verið fyrirboði um nýja bylgju ef ekki tekst að stöðva í fæðingu.

Þess vegna eins og Svanhvít segir réttilega, eru stjórnvöld tilbúin að grípa snöggt inní ef þurfa þykir, enda skrýtið ef þau hættu uppúr þurru að standa vaktina á síðustu metrum faraldursins.

 

Höfum það á hreinu, það eru glufur á landamærunum, þó þeim fækki eitthvað þegar krafist verður öruggrar sóttkvíar hjá fólki sem kemur frá Póllandi.

Það er verið að opna í Evrópu, og síðast þegar það var gert, þá fór veiran á flug með einhverjum bráðsmitandi afbrigðum.

Eins eru bólusetningarvottorð engin trygging fyrir smiti, ég var til dæmis að fá þá leiðinda frétt að ung frænka mín út í Svíþjóð, sem vann með skóla á heimili aldraða, hefði fengið kórónuveiruna, þrátt fyrir bólusetningu.

Og hópsmitið í Mýrdalnum tengist manni sem slapp í gegnum landamærin með því að sýna pappíra um fyrra smit.

 

Þetta er aðeins spurning um líkindi sagði Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum í viðtali við Ruv þegar hann var spurður um slakanir á landamærunum í viðtali á Ruv.

Því fleiri sem sem fara í gegn án þess að fara í tvöfalda skimun og sóttkví á milli, þá aukast líkindin á smiti út í samfélaginu.

Og það er það sem stjórnvöld eru að gera, hleypa fleirum og fleirum í gegn, tilbúin með þjóðina á höggstökk hertra sóttvarna.

Sem ekki aðeins munu frysta daglegt líf okkar, heldur líka valda fjölda fólki alvarlegum veikindum þar sem eftirköstin ætla ekki að taka enda.

 

Er þetta þess virði að gefast upp á síðustu metrunum eftir allar þær fórnir sem þjóðin hefur lagt á sig??

Nei segir heilbrigðisráðherra, og meinar það alveg örugglega, en hefur ekki styrk fyrir að loka fyrir lekann.

 

Þar er hnífurinn í kúnni og hann gerir ekkert annað en að stækka.

En er samt á meðan það er.

 

Vonandi gengur þetta.

En það er betra að frysta samfélagið en að leyfa veirunni að veikla fólk í stórum stíl.

Því heilsan er ekki metin til fjár, en við lifum hitt af.

 

Svo má ekki gleyma því að það var hætt við ofurdeildina.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Engin áform um hertar reglur innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband