23.4.2021 | 10:14
Sér Þórólfur að sér?
Það er ekkert að því að fara eftir áhættumati Almannavarna en ekki skilgreiningu Sóttvarnarstofnunar Evrópu á áhættusvæðum.
En þá aðeins ef kröfur Almannavarna eru strangari en hjá Sóttvarnarstofnun.
Annað er óásættanleg vinnubrögð, byggja ekki á vísindum eða mati á staðreyndum, heldur pólitík í anda þess sem þekkjum frá löndum eins og Hvíta Rússlandi.
Það er svo augljóst mál að það þarf að skikka þá sem koma frá hárrauðum svæðum í örugga sóttkví, en það er ekki líðandi að slaka á þeirri skilgreiningu, það er að gera kröfu um fleiri smit per íbúa, en Sóttvarnastofnun Evrópu gerir.
Til þess eins að stöðva ferðalög til og frá einu landi í Evrópu, þar sem vill svo til að íbúar þaðan eru fjölmennur minnihluti hér.
Hvað þá að bíta höfuð af skömminni og búa til undanþágu sem Íslendingar séu þeir að koma þeim löndum sem lenda innan hinnar nýju skilgreiningar.
En ákvæðið til að sækja um undanþágu með tveggja daga fyrirvara er til þess eins hugsað, það blasir svo við.
Stjórnmálamenn geta hagað sér eins og þeir haga sér, vanvirt sóttvarnir og staðreyndir, beitt sér fyrir mismun milli íbúa, en sóttvarnayfirvöld ekki.
Þá er trúverðugleikinn, grunnstoð sóttvarna, að engu orðinn.
Vonandi hefur Þórólfur áttað sig á því í nótt.
Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið.
Kveðja að austan.
Búinn að skila minnisblaði til ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 45
- Sl. sólarhring: 625
- Sl. viku: 5629
- Frá upphafi: 1399568
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 4802
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.