Maður að meiri.

 

Viðurkennir mistök, biðst afsökunar.

Sem er virðingarvert og málið í raun útrætt hvað félag hans varðar.

 

Eftir stendur lærdómurinn, hvað þarf til að fólk snúist sem eitt til varnar, gegn græðgi og yfirgangi örfárra auðjöfra sem eiga því sem næst allan heiminn.

Þeir eiga fjölmiðlanna, þeir eiga stjórnmálin, jafnt til hægri og vinstri, nema kannski fyrir utan hægri populista.

Og þeir hafa hannað efnahagskerfi heimsins upp á nýtt, hvort sem það er hin grímulausa markaðsvæðing Evrópusambandsins kennt við hið frjálsa flæði Hayek og Friedmans, eða alþjóðavæðingin þar sem þrælabú þriðja heimsins hafa markvisst brotið niður framleiðslu Vesturlanda.

 

En þeir eiga ekki sálina.

Þar setti almenningur mörkin, og sagði, hingað og ekki lengra, "Við höfum fengið nóg"

Alls staðar tengdu stuðningsmenn þetta við græðgi, sjálftöku hins sálaralausa auðs, sem hefur unnið samfélögum þess svo mikið tjón, og ætlaði núna að markaðasvæða sálina í fótboltanum, eyðileggja allt það sem fótboltinn stóð fyrir, peningarnir höfðu vissulega skaðað og brenglað öll gildi í íþróttinni, en hann var samt ennþá allra, allir áttu möguleika, allir gátu keppt við alla.

 

Viðbrögð sem maður hefði talið eðlileg í aðdraganda hrunsins 2008 þegar tilbúinn auður innbyrðis pappírsviðskipta fjármálakerfisins lagði undir sig raunhagkerfið, og flutti helminginn af því til Kína.

Urðu ekki þá, urðu núna, fótboltinn var hin heilaga kú sem fólk var ekki tilbúið að láta ræna og aflífa.

 

Þessi mikla reiði, þessi mikla samstaða, og jafnfram sú auðmýkt sem allavega eigandi Liverpool sýndi þegar hann viðurkenndi mistök sín, er ljós í myrkri þeirra hörmunga sem núna dynja yfir heimsbyggðina, og engan endi sér á.

Það eru svipuð öfl sem berjast gegn frelsi veirunnar, kosta andófið gegn henni í gegnum falsfréttir og borgaða sérfræðinga sem tala gegn betri vitund.

 

Eitt af vopnum þeirra er að beita fyrir sig dómstólum líkt og talsmenn ofurdeildarinnar ætluðu að gera til að tækla viðbrögð fótboltaheimsins.  Þessi deila verður leyst fyrir dómsstólum sagði einn fjármálaguttinn í viðtali á Ruv. Sá ekki fyrir viðbrögð hins venjulega, að hann myndi rísa upp, og segja hingað og ekki lengra.

Dómsstólar hafa hins vegar virkað vel í baráttunni fyrir frelsi veirunnar, mannréttindi einstaklingsins vega sterkar segja þjónar þessara afla en mannréttindi fjöldans, rétturinn til að smita er meiri en réttur samfélagsins til að verjast smiti.

Kaos, sundrung, veiran fær að grafa um sig, ný og hættulegri afbrigði hennar fá að þróast, vonin um að bólusetning nái að breyta öllu í fyrra horfs, er fjarlægri, jafnvel að verða að ætt glópa.

 

Samstaða fjöldans, auðmýkt og afsökunarbeiðni þess sem varð á, og málið afgreitt.

Munum við upplifa það á Íslandi,núna þegar Þórólfur hótar þjóð sinni nýjum sóttvarnaraðgerðum, að hún taki afleiðingum þess vegna þess að hann hefur ekki haft döngun til leggja til lokunar landamæranna, ekki fyrir fólki, því er velkomið að ferðast, heldur fyrir smiti.

Mun ríkisstjórnin biðjast afsökunar á tregðu sinni við skipa fyrir um örugga sóttkví við landamærin, lofa síðan bót og betrun.

Ekki að fyrra bragði, ekki frekar en eigandi Liverpool, heldur eftir samstöðu fjöldans.

 

Samstöðu fjöldans sem krefst þess að fá hið daglega líf sitt aftur, og nennir ekki lengur að hlusta á lygar og undanbrögð.

Við fengum brauð og leika í gær, aðgerðir sérhannaðar til að koma Pólskum íbúum landsins í örugga sóttkví við landamærin, þeir eru ógnin eins og svarti maðurinn sem sást labba um aðalgötu bæjarins í suðrinu, og var snarlega handtekinn og dæmdur fyrir alla óleysta glæpi síðasta ár, og til vara, alla þá sem voru óframdir á næsta ári.

Treyst er á fordóma okkar gegn þessum ágætu sambýlingum okkar sem vinna fyrir okkur svo mörg skítastörf, dugi til að róa fjöldann, svo áfram megi láta landamærin leka í þágu fjársterkra aðila í ferðaþjónustunni, sem og þess fólks sem getur ekki tekið tillit til neins en sjálfs síns og síns rekstrar eins og Fornleifur lýsti svo vel í gær.

 

Dugar þessi hráskinnsleikur til að sundra samstöðu fjöldans, á eftir að koma í ljós.

Fer eftir því hvað fólk metur mikils sitt daglega líf og heilsu barna sinna og sinna nánustu.

Hættan fyrir ríkisstjórnina og sóttvarnayfirvöld er náttúrulega nýr leki, og þá framlenging á hörðum sóttvörnum, eða blásið til nýrra um leið og það léttir til á ný.

 

Ég held að það sé enginn Liverpool andi í stjórnvöldum, og til efs meðal þjóðarinnar.

Við virðumst dálítið valka ein.

 

En ég er ánægður með endinn á ofurdeildarklúðrinu.

En ég sé ekki fyrir endann á atlögunni að mínu daglega lífi.

 

Því miður.

Kveðja að austan.


mbl.is Eigandi Liverpool biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar hér á Íslandi hafa haldið fiskvinnslunni gangandi í bæjum og þorpum hér við sjávarsíðuna og þeir eru einnig fjölmennir í til að mynda ferðaþjónustunni og byggingariðnaðinum en þeir eru sem sagt allir í "skítastörfum". cool

Og eru hreingerningar "skítastörf"?! Þúsundir Íslendinga starfa við ræstingar og öll heimili og fyrirtæki eru þrifin daglega.

Það er einfaldlega hagkvæmt fyrir íbúa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) að þeir geti starfað og stundað nám á öllu svæðinu.og þannig búa um 51 þúsund útlendingar hér á Íslandi og um 47 þúsund Íslendingar búa erlendis, langflestir í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. cool

"Fornleifur", sem hatast við Evrópusambandið, býr í Danmörku, sem er í sambandinu, og að sjálfsögðu hafa Mörlendingar aldrei gert neitt af sér í Danmörku, frekar en Íslendingurinn sem nýlega var handtekinn á Spáni fyrir barnaníð.

Þúsundir útlendinga hafa stundað nám í háskólum hér á Íslandi og hafa þannig flutt gríðarmikinn erlendan gjaldeyri til landsins vegna til að mynda flugfargjalda, ferðalaga hér innanlands, skólagjalda, húsnæðis, fæðis og skemmtana.

Og flestir Íslendingar sem stunda nám erlendis eru í námi í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu, til að mynda Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Ungverjalandi og Slóvakíu. cool

Þorsteinn Briem, 21.4.2021 kl. 10:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Þú segir margt, og eiginlega margt gáfulegt, og ennþá fleira sem er alveg rétt.

Sé samt ekki alveg samhengið við pistil minn, tek samt eftir að þú hjóst eftir Fornleifi, til þess þurfti djúpan lestur.

Ályktun þín hvað hann varðar er röng, og þú veist það, hans sjónarmið og skoðanir eru mun flóknari en þetta.

En ég var hins vegar aðeins að geta heimilda, og þó staðhæfing þín um Fornleif væri alveg rétt, þá kemur hún tilvitnun minni ekkert við.

Síðan held ég að þú misskiljir það mjög að ég leggist gegn flakki fólks yfir landamæri, þau áttu sér stað löngu áður en þau voru markaðsvædd undir merkjum félagslegra undirboða samkvæmt kenningum Friedmans og Hayeks sem mér skilst að séu þínir nýju guðir á gamals aldri.

Það eina sem ég bendi á er að flakkið þarf að fara í örugga sóttkví við landamærin, og ég hreinlega fatta ekki Steini að þú skulir endalaust skauta fram hjá þeirri staðreynd, og láta eins og eitthvað annað sé haldið fram.

Hins vegar þakka ég þér fyrir að lesa pistla mína, íhuga þá og koma með athugasemd. 

Ég er ekki svo grænn að skilja ekki að athugasemd þín hér að ofan kemur bæði eftir lestur og íhugun.

Fyrir mig er það viðurkenning að þrátt fyrir allt, að þegar maður reynir að hugsa og greina, og setja hlutina í samhengi, að það sé ekki þarna úti einhver sem les, og bregst við.

Takk fyrir það Steini minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2021 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 486
  • Sl. sólarhring: 710
  • Sl. viku: 6217
  • Frá upphafi: 1399385

Annað

  • Innlit í dag: 412
  • Innlit sl. viku: 5267
  • Gestir í dag: 379
  • IP-tölur í dag: 374

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband