So what??

 

Palli er flottur, reyndar einn sá flottasti.

Rök hans eru líka flott.

Þó stafrænt ofbeldi sé ógn, þá þarf alltaf tvo til, þann sem dreifir, sem er einn og vissulega getur margfaldast, en ógnin er alfarið þeirra sem horfa, njóta og hneykslast.

 

Páll skilaði skömminni, eftir stendur hinn margplægði akur hnýsni og fordæmingar.

Er þetta lífið sem við viljum, eins og enginn sé morgundagurinn, eins og þetta snerti ekki fyrr eða síðar, allt fólk, allar fjölskyldur.

Þar liggur meinið, skortur á uppeldi, léleg siðferðiskennd.

 

Í raun er glæpurinn þeirra sem njóta, en ekki þeirra sem dreifa.

Munum það og horfum í eigin barm, næst þegar við leitum eftir svona myndum.

Í dag er það Palli, en við vitum aldrei hver það er á morgun.

 

Og svoleiðis verður það þangað til að miðillinn sem dreifir, verður gerður ábyrgur fyrir ósómanum.

Því alnetið er mannanna verk, þó vissulega hafi ríkt þar lögleysa sem kenna má við jaðarbyggðir Villta vestursins, þá náðu lögin að lokum yfir þær byggðir.

Eins verður það með alnetið.

 

Þar verður ekkert til að sjálfu sér.

Að halda öðru fram er blekking þeirra sem hafa hag af lögleysunni.

Og þeim þarf að mæta.

Hvort sem það er viðrini Pírata eða annað.

 

Það sem er ekki líðandi, er ekki líðandi.

Kveðja að austan.


mbl.is „Skömmin er aldrei hjá þeim sem treystir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Palli þvær sér nú eftir æfingar í WC í samræmi við upphengdar leiðbeiningum í sturtunum

einsog við hinir strákarnir

Grímur Kjartansson, 17.4.2021 kl. 19:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi lög voru samþykkt af öllum þingmönnum Pírata og enginn sagði nei. cool

"
Frv. Samþykkt: 49 já, 14 fjarstaddir."

Þorsteinn Briem, 17.4.2021 kl. 19:04

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha Steini minn, nú hef ég ekki einu sinni glóruna um hvað þú ert að tala, þakka þér samt fyrir að koma með efnislega athugasemd.

Grímur, ég hef ennþá minni glóru um hvað þú ert að vísa í.

En ef það skyldi fara á milli mála, þá var ég að pistla um að alnetið er ekki Villta vestrið, sé svo, þá er það við okkur, lögin og regluna að sakast.

Hins vegar er Palli alltaf flottur, ég naut þeirrar gæfu að sjá hann á Eistnaflugi fyrir nokkrum árum síðan.

Hvílík guðs gjöf þessi drengur er.

Þar kippir hann greinilega í kynið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.4.2021 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 618
  • Sl. viku: 5635
  • Frá upphafi: 1399574

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 4806
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband