Ósköp getur Sigríður verið beinskeytt.

 

Þegar hún vill svo við hafa.

 

Gaman að fá hana svona skýra út úr kófinu og full ástæða til að endurbirta orð hennar;

""Það eru mjög mis­vís­andi skila­boð að gefa út svona yf­ir­lýs­ingu og senda svo prívatnótu til ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sem seg­ir að þetta eigi ekki við um Ísland".

"Ísland hef­ur kannski ekki ástæðu til að blanda sér mikið í þessa bar­áttu ESB og Bret­lands, en við erum óhjá­kvæmi­lega dreg­in inn í málið með þess­ari ákvörðun í morg­un," seg­ir hún.

"Íslensk stjórn­völd eiga að mínu mati að kref­ast þess að Ísland verði tekið út úr þess­ari til­kynn­ingu hið fyrsta. Og fram­kvæmda­stjórn­in ætti í raun að biðjast af­sök­un­ar á þessu," seg­ir Sig­ríður enn frem­ur, en hún er formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is.

"Þetta er allt sam­an al­gjör þvæla, en svona er þessi umræða orðin. Og viðbrögð fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar eru ger­ræðis­leg og óyf­ir­veguð. Þau eru í raun miklu verri en veir­an sjálf nokk­urn tíma.".

 

Já viðbrögð framkvæmdarstjórnarinnar eru í raun miklu verri en veiran sjálf.

Heimskulegast af mörgu heimsku var krafa framkvæmdarstjórnarinnar um frjálst flæði veirunnar, landamærum var ekki lokað fyrr en öll álfan var smituð.

Og hjáleigurnar í Schengen eltu, þorðu ekki að loka fyrr en allt var orðið of seint.

 

Hins vegar er það orðið grafalvarlegt mál hvernig Evrópusambandið hagar sér þessa dagana, vikurnar, mánuðina, síðustu árin.

Samskipti við flest ríki byggjast á hótunum og yfirgangi, nema gagnvart Kína, þar er skriðið, nema svona til málamynda var skjalamappa með upplýsingum um óþekkta embættismenn í Xinjiang héraði hökkuð og nöfn nokkurra dregin úr hattinum og sambandið setti á þá viðskiptaþvinganir.

 

Brussel er um margt farið að minna áþarflega mikið á annað veldi sem var líka stýrt frá B-borg. 

Það veldi reyndar hervæddi sig og lét kné fylgja kviði hótana sinna, Brussel er hins vegar máttvana pappírstígrisdýr, svo það ógnar fáum, en það truflar mikið.

 

Þess vegna er þörf tilbreyting að lesa svona ádrepu, í stað hins hefðbundna orðfæris skríðandi stjórnmálamanna sem halda ekki taktinum í skriðinu því þeir eru alltaf að taka ofan, taka húfuna aðeins úr hendi sér til að setja hana á höfuð svo þeir geti strax aftur sýnt auðmýkt sína og undirlægjuhátt með því að taka hana niður jafnharðan.

Það er jú þess vegna sem þeim gengur svona illa að skríða í takti.

En þeir skríða og skríða, þeir skriðu þegar bretar beittu okkur fáheyrðri fjárkúgun í ICEsave, þeir skriðu þegar sambandið krafðist innleiðingar regluverks sem afsalar þjóðinni yfirráðum sínum yfir orkuauðlindum þjóðarinnar, og þeir skríða núna.

 

Nema Sigríður.

Hún vill að alþjóðasamningar gildi.

 

Og auðvitað eiga þeir að gilda.

Hvað annað??

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir háalvarlegt að setja Ísland á bannlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaðan höfum við Íslendingar fengið bóluefni gegn Covid-19 og hefur ekkert verið og verður ekkert flutt út af bóluefnum frá Evrópusambandsríkjunum?! cool

24.3.2021 (í dag):

Bann Evrópusambandsins við útflutningi bóluefna snertir Ísland ekki

24.3.2021 (í dag):

"While our Member States are facing the third wave of the pandemic and not every company is delivering on its contract, the European Union is the only major OECD producer that continues to export vaccines at large scale to dozens of countries. But open roads should run in both directions."

"
The European Union remains committed to international solidarity and will therefore continue to exclude from this scheme vaccine supplies for humanitarian aid or destined to the 92 low and middle income countries under the COVAX Advance Market Commitment list." cool

"
Since the start of this mechanism, 380 export requests to 33 different destinations have been granted for a total of around 43 million doses. Only one export request was not granted.

The main export destinations include the United Kingdom (with approximately 10.9 million doses), Canada (6.6 million), Japan (5.4 million), Mexico (4.4 million), Saudi Arabia (1.5 million), Singapore (1.5 million), Chile (1.5 million), Hong Kong (1.3 million), Korea (1.0 million) and Australia (1.0 million)." cool

Þorsteinn Briem, 24.3.2021 kl. 23:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2021 kl. 23:58

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Steini
Lestu fréttatilkynningu hennar Ursulu til enda þar stendur skýrum stöfum að reglugerðin ná til 17 landa sem áður voru undanþegin 

he new act includes 17 countries previously exempted in the scope of the regulation.*
List of countries included: Albania, Armenia, Azerbaijan, Belarus, Bosnia and Herzegovina, Georgia, Israel, Jordan, Iceland, Lebanon, Libya, Liechtenstein, Montenegro, Norway, North Macedonia, Serbia and Switzerland.

Grímur Kjartansson, 25.3.2021 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 485
  • Sl. sólarhring: 710
  • Sl. viku: 6216
  • Frá upphafi: 1399384

Annað

  • Innlit í dag: 411
  • Innlit sl. viku: 5266
  • Gestir í dag: 378
  • IP-tölur í dag: 373

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband