Vá, núna eru það stálin stinn.

 

Engin hálfvelgja, engar hálfkveðnar vísur, ekki "ég veit betur".

Spyrja má reyndar, af hverju er enn og aftur verið að níðast á landsbyggðinni, sem passar upp á sig, svo langt síðan að víða greindist smit, að hugsanlega eru menn farnir að rugla því saman við síðasta faraldur Stóru bólu.

En samt, það er viss lógíg að láta eitt yfir alla ganga, þetta bráðsmitandi breska afbrigði er ekkert grín.

 

En þá mega grínarar ekki stjórna ferðinni.

Dómsmálaráðherra gerði sig seka um fáheyrðan dómsgreindarbrest með því að setja nýjar reglur um sóttvarnir á landamærum, án þess að hafa sóttvarnarlæknir með í ráðum, og fjármálaráðherra var lítt skárri þegar hann reyndi að verja þá vitleysu sem í raun er skýlaust lögbrot.

Þarna þarf ríkisstjórnin að gera hreint fyrir sínu dyrum.

 

Og yfirlýsing heilbrigðisráðherra um að ríkisstjórnin stæði við ákvörðun sína um að láta litaspjöld stýra landamæraeftirliti eftir 1. maí er líka ámælisverð, en hún var þó að ítreka þegar tekna ákvörðun þegar aðstæður voru hugsanlega betri og bjartsýni vegna bólusetningar réði ríkjum.

Hennar víti var að sjá ekki hinar breyttu aðstæður sem og að fara gegn áhyggjum sóttvarnarlæknis.

 

Það er nefnilega þannig að sóttvarnarlæknir hefur alltaf haft rétt fyrir sér.

Hans einu mistök voru að reyna að þóknast ríkisstjórn Íslands svo það líti út að hún sé heil, en ekki klofin eftir línum hægri öfganna í Sjálfstæðisflokknum.

Þess vegna spilaði hann með þegar landamærin voru opnuð síðasta sumar, þess vegna var hann ekki nógu harður að krefjast þess að stoppað væri í lekann á landamærunum.

 

En einn daginn áttaði Þórólfur sig á því að hann var sóttvarnarlæknir, ekki sóttvarnarstjórnmálamaður, hans hlutverk var ekki að eltast við hið mögulega í hinum pólitísku refjum baktjaldanna, heldur að gegna lögboðnu hlutverki sínu að verja þjóðina gegn vágesti farsóttarinnar.

Síðan þá hefur hann staðið vaktina, og nýtur bæði traust þjóðarinnar sem og heilbrigðisstarfsmanna.

 

Það fer enginn gegn Þórólfi í dag.

Hans tími er kominn.

Hann á að klára dæmið.

 

Aðeins lokun landamæranna gegn nýsmiti getur réttlætt þessar hörðu aðgerðir.

Að gera ekki nóg er fullreynt.

Í sjálfu sér við engan að sakast, það sem er liðið er liðið, en sökin er mikil, algjör, ef menn læra ekki, og gera ekki það sem þarf að gera.

 

Veiran getur vissulega alltaf sloppið í gegn um varnir.

En það á ekki að vera vegna mannanna verka, að það sé viljandi skildar eftir glufur sem hún getur nýtt sér til að koma af stað nýrri og nýrri bylgju.

 

Þetta er svona.

Þetta sér allt vitiborið fólk, allt fullorðið fólk.

Börn og unglingar líka.

 

Ef það er eitthvað sem hindrar í ríkisstjórn Íslands, þá ber forsætisráðherra að losa um þá hindrun.

Hvort sem það eru einstakir ráðherrar eða flokkar.

Ef hægri heimskan tröllríður svo Sjálfstæðisflokknum að hann getur ekki varið þjóð sína, þá ber Katrínu að reka hann úr stjórninni, og mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem eru tilbúnir til þeirra verka að halda veirunni frá Íslandsstrendum þar til þjóðin er að fullu bólusett, og veiran ógni ekki framar lífi og limum þeirra samborgara okkar sem eru í áhættuhópum.

 

Þetta er ekki val, þetta er nauðsyn.

Aðeins orðað til að benda á að það er ekkert í veginum fyrir að það sé gert sem þarf að gera.

 

En það mun ekki reyna á þetta því Sjálfstæðisflokkurinn er með.

Aðeins einhuga ríkisstjórn bregst svona skarpt við eins og þessar tillögur fela í sér.

 

Klárum svo dæmið.

Enn og aftur, það er ekki val.

 

Það er það eina.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Tíu manna fjöldatakmörkun frá miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband