20.3.2021 | 00:44
Börnin hafa talað.
Og reyna sitt besta að skaða bæði flokk sinn og ríkisstjórn.
Vanþroskinn svo mikill að þau skilja ekki hvað er að málflutningi þeirra.
"Ekki mætti festast í gildru ástandsins; takmarkana og lítils ferðafrelsis og því væri nauðsynlegt að liðka til eins fljótt og auðið er.".
Hárrétt, en þjóðin var í þessari gildru vegna þess að staðreyndir veirusýkinga voru hundsaðar, að það þarf aðeins eitt smit til að koma að stað faraldri, og landamærin voru ekki varin síðasta sumar.
Við erum nýsloppin úr þessari gildru, og þá hótar blessað barnalánið okkur nýrri með því að þykjast vita betur en sóttvarnaryfirvöld.
Og fáviskan alltaf réttlætt með því að það sé verið að vernda störf, en aldrei spurt hvað hún hefur kostað mörg störf??
Hvað hafa mörg störf tapast vegna þess að samfélagið var sett í herkví sóttvarna vegna smitbylgjunnar síðasta sumar??
Skilja börnin ekki að þjóðin vill fá að lifa eðlilegu lífi og hún vill bíða með tilslakanir á landamærunum þar til það er öruggt að þær tilslakanir leiði ekki til nýrrar bylgju.
Hvað er svo flókið við þetta??, unglingarnir á mínu heimili skilja þetta og þeir eru ekki ennþá orðnir 17 ára.
Og þjóðin vill að sérfræðingar hennar, sóttvarnaryfirvöld meti þau skref sem tekin eru.
Þar sem skynsemin og varkárnin er höfð að leiðarljósi.
Þjóðin vill ekki að krakkar á ráðherrastól véli um þær ákvarðanir, þó þeir telji sig hafa vitsmuni til að vitna í sóttvarnalækni máli sínu til stuðnings; "Enn fremur vitnaði hún í orð sóttvarnalæknis um að góð vörn væri í vottorðum".
Bólusetningar eru vörn mannsins gegn þessum vágesti og þær hægt og hljótt ná að brjóta hann á bak aftur.
En þetta tekur tíma, bæði erlendis og hérlendis, og við verðum að sýna þeim tíma þolinmæði.
Sóttvarnayfirvöld vega síðan og meta hvenær hægt er að slaka á seinni skimun og í hvaða tilvikum.
Alltaf með það að leiðarljósi að landamærin haldi.
Þeirra rök eru aldrei viðspyrna eða minna atvinnuleysi.
Heldur hvað er öruggt, hvað er óhætt.
Og sú farsæla leið er líka til lengri tíma litið sú leið sem skilar mestum efnahagslegum ávinningi, því heilbrigði og frelsi er alltaf samofin efnahagslegum styrk og velmegun.
Það er hreint út ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli hafa reynt að verja þennan barnaskap og þau afglöp að tillögur um tilslakanir á landamærum skyldi vera unnar án þess að sóttvarnalæknir hafi verið hafður með í ráðum.
Og ennþá ótrúlegra að hann skuli ekki hafa sett krakkana í samfélagsbindindi, eða bannað þeim yfir höfuð að tjá sig um sóttvarnir og fyrirkomulag þeirra á landamærunum.
Katrín Jakobsdóttir hafði þó tötstið að þagga niður í Svanhvíti og tali hennar um að ekki yrði hvikað frá litakerfinu sem ætti að taka við 1. mai.
Katrín gerði það reyndar ekki fyrr en Þórólfur hló að því opinberlega á blaðamannafundi og sagði að litaspjald væri aldrei innlegg í sóttvarnir og hann tæki ekki þátt í slíkri vitleysu, en Katrín gerði það þó.
Þetta töts vantar Bjarna.
Það skaðar hann, líkt og hann hafi ekki stjórn á sínu liði.
Eða það sem verra er, að hann sé sjálfur svo firrtur að hann sé ekki neinum tengslum við líf og hugsanir venjulegs fólks.
En menn byrja ekki kosningabaráttu á að skjóta sig í fótinn, að vekja upp úlfúð og ótta, og geirnegla ímynd flokksins við þrönga hagsmuni fjársterkra aðila sem hafa fjárfest í ferðaþjónustunni undanfarin ár.
Bjarni þarf því að taka sig taki, og þó hann ráði kannski ekki menntaða fóstru til starfa í stjórnarráðið, þá má alltaf athuga hvort Nanny Mcphee sé á lausu.
Það er svo mikið undir, þetta gæti jafnvel varið bjarghringur vitleysingabandalags Pírata og Samfylkingarinnar, að flokkar sem hafa ekkert að segja, og ekkert til málanna að leggja, fái fylgi út á dómgreindarbrest og barnaskap fólks sem annars vegar skynjar ekki þjóðarsálin og hins vegar hefur ekki lágmarks þroska til að gegna starfi sínu.
Eldgosið gefur smágrið en ekki langan.
Vonandi notar ríkisstjórnin þann tíma til að ná sátt við sóttvarnaryfirvöld, og já kaupa beisli á börnin.
Haldi svo áfram að stjórna þjóðinni, því þrátt fyrir allt þá hefur stjórn hennar verið til heilla á þessum örlagatímum.
Vissulega gerð mistök, en það hefur alltaf verið reynt að bæta úr þeim.
Hún hefur tryggt stöðugleika, og sýnt augljósan vilja til að gera illt skárra, og í mörgu hefur vel tekist til.
Það má ríkisstjórnin eiga.
Og á svona tímum á meta slíkt og halda til haga.
En Nanny Mcphee, það ætti að athuga með hana.
Kveðja að austan.
Engu fórnað fyrir aðra bylgju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 457
- Frá upphafi: 1412819
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 396
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.