19.3.2021 | 12:14
Vítin eru til að varast.
Á engan hátt er hægt að heiðra minningu allra þeirra sem hafa fallið að óþörfu í þessari illvígu farsótt sem Kóvid er.
Gleymum því ekki að maðurinn býr yfir allri þeirri tækni og þekkingu til að verjast veirunni, setja hana í bönd, og síðan útrýma henni.
Síðan er varist á landamærum.
Það eru ekki bara eyríki eins og Nýja Sjáland og Taivan sem hafa náð að loka á veiruna, þriðja stærsta ríki heims, það fjölmennasta, hefur líka náð þeim árangri að allt mannlíf er eðlilegt innanlands, varnirnar eru á landamærunum, en þegar minnti grunur er um að smit sé að festa rætur, þá er lokað þann tíma sem það tekur að útrýma veirunni.
Kínversk stjórnvöld gerðu það sem margt hægri fólk vestrænna landa gerir, afneituðu staðreyndum og rifust við raunveruleikann, töldu sig vita betur.
En þegar þau sáu fram hrun samfélagsins og þar með hrun efnahagskerfisins, þá sáu þau að sér, og gerðu það sem þurfti að gera.
Útrýmdu veirunni og síðan þá hefur allt blómstrað í Kína.
Ólíkt því sem er í flestum vestrænum löndum, sífelldar samfélagslegar lokanir, efnahagsskaði, ótímabær andlát hundruð þúsunda.
Og ekkert lát á.
Ítölsk stjórnvöld heiðra hina látnu í Bergamo, borgarinnar sem varð táknmynd hörmunga fyrst bylgju kóvid faraldursins.
En þau hafa ekkert lært, frá því í vor hafa þrefalt fleiri fallið vegna kóvid veirunnar, samfélagið í fjötrum, stórskaðað efnahagslíf.
Allt vegna ítaka hins heimska hægris sem vill afsanna að við séum homo sapiens, þetta vitiborna sé óþarfa forskeyti.
Vítin eru til að varast.
Þessi orð má lesa í þessari frétt um minningaathöfnina í Bergamo;
"Margir borgarbúar gagnrýna yfirvöld fyrir að hafa oft seint gert sér grein fyrir alvarleika farsóttarinnar í fyrra. Hversu seint var gripið til viðeigandi ráðstafana til að stöðva fjölgun smita. Meðal annars með því að setja á samkomubann.".
Andvaraleysi sem kostaði líf ástvina þeirra.
Við Íslendingar eigum líka okkar víti.
Óþarfa dauðsföll, ónýtt síðsumar, stífar samfélagslegar lokanir langt fram eftir vetri, og fyrir þá sem skilja ekki sið, aðeins aura og krónur, tugmilljarðar töpuðust vegna frostavetur hinna stífu sóttvarna.
Og núna ætlar sama fólkið að endurtaka þessi víti.
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur kveðið úr um að þetta séu ekki bara börnin.
Sumir læra ekkert, sumir skilja ekkert.
Í raun of heimskt til að vera satt.
Svo spurningin er; Hvað hangir á spýtunni??
Eftir Hrun var upplýst hvernig útrásarvíkingarnir mútuðu eða keyptu upp stjórnmálamenn.
Er eitthvað slíkt í gangi í dag, eru það miklir fjárhagslegir hagsmunir undir hjá hluta auðstéttar okkar, að hún hafi talið það arðvænlegt að fylla tóma vasa flokka og einstakra stjórnmálamanna í aðdraganda prófkjara og kosninga??
Veit ekki.
En ég veit að þegar heimskan er of heimsk til að hægt sé að skýra hana með heimsku viðkomandi, þá er skýringanna að leita annars staðar.
En svarið vita þeir sem spila sig fífl þessa dagana.
Á meðan skulum við sem þjóð hindra vítin.
Kveðja að austan.
Herbílar hlaðnir líkkistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Eigum við nokkuð að ræða þá sem styðja Valhallarslegtið og finnst þetta bölvaðir fjötrar að þurfa að hlíta sóttvarnarskipunum frá Þórólfi og hans fólki.Þola ekki að þurfa að lúta reglum nema þeim sem hægraslegtið setur. Slíkir einstaklingar eru ótrúlega margir meðal annars hér á Moggablogginu.Stundum þarf ég að lesa greinar þeirra mörgum sinnum til þess að meðtaka bullið sem frá þeim streymir.Slík er blindan,slík er firran og slík eru einstrengisleg viðhorf þeirra til augljósra hluta. Sannkallaðir Trumphausar og Voldemortar. Bestu kveðjur.
Ragna Birgisdóttir, 19.3.2021 kl. 13:19
Blessuð Ragna.
Ég hef svo sem í gegnum tíðina skammast dálítið í Valhallarslegtinu, en þó minna eftir að ég gerði mér grein fyrir að það væri annað og verra þarna úti.
Voldemortar er góð lýsing á þeim sem tilbiðja Mammon og aðhyllast hagfræði þess í neðra sem til skamms tíma var kölluð Nýfrjálshyggja, en vandinn og meinið er að góðir og gegnir íhaldsmenn eru ekki í þeim hópi, og æ fleiri af þeim eru að átta sig á því.
En það er langt síðan að flokkar félaga minna til vinstri fóru að ganga erinda þessa ófétis þó þeir hafi einhverja félagshyggju á tungu að baki sínu falska brosi.
Hafi einhver efast eftir ICEsave, þá er algjör blinda að efast eftir orkupakkann.
Óvinurinn eini er þarna, en það er mikil einföldun að tengja hann við gömlu víglínur íslenskra stjórnmála, og hlutirnir eru miklu flóknari en svo en að það sé hægt að tengja hann allan við Valhöll, eða gömlu ættar og auðklíkuna.
Þess vegna er gott að njóta þess þegar maður er sammála skrifum einhvers, sem og ég nýt þess þegar ég les eitthvað sem ég er ósammála, slíkt gerir ekkert annað en að skerpa hugann og næra andann og þróar manns eigin hugsanir.
Allavega er Moggabloggið minn vettvangur og mér finnst það góður vettvangur, hvergi annars staðar vill ég vera.
Ekki fjölmennt, en fjölbreytt og góðmennt.
Njótum þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.3.2021 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.