Börnin sem þykjast vita betur.

 

Og hafa jafnvel verið staðin að því að ybba gogg við sér eldra og reyndara fólk líkt og iðnaðarráðherra gerði svo eftirminnilega í byrjun síðasta sumars þegar hún andmælti gildum rökum Gylfa Zöega hagfræðiprófessors um að skaðinn við opnun landamæranna væri margfaldur á við þann skammtíma ávinning sem ferðaþjónustan hefði af auknum ferðamannastraumi, ávinning sem varaði aðeins á meðan ný bylgja veirunnar væri að skjóta rótum og öllu yrði lokað á ný.

"Ég tel svo ekki vera" er frægt svar iðnaðarráðherra og sú forheimska kostaði þjóðina einhver prósent í samdrátt þjóðarframleiðslunnar auk ótímabærs andlást nokkurra eldri samborgara okkar.

 

Núna berast fréttir að börnin sem vita betur, hafi unnið tillögur um gildi einhverra vottorða frá löndum utan Schengen, án nokkurs samráðs við sóttvarnaryfirvöld.

Eins og enginn sé lærdómurinn eða þá það sem þarf að vera til staðar svo fólk geti lært, sé ekki til staðar.

 

Eins fáum við fréttir um að heilbrigðisráðherra hafa sagt í Kastljósi, en ekki í grínsketsi hjá Gísla Marteini, að stjórnvöld stæðu fast við þá ákvörðun sína að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum frá og með 1. mai.

Rökin eru reyndar ekki þráin eftir að komast aftur í öruggt skjól leikskólans og fá að lita, heldur eitthvað sem heitir fyrirsjáanleiki, að það séu einhverjir í samfélaginu sem geta ekki vaknað á morgnanna og skipulagt daginn sinn nema að búa við þennan meinta fyrirsjáanleika.

 

Maður vorkennir Ölmu að þurfa enn einu sinni að svara þessu bulli.

"Alma D. Möller land­lækn­ir bætti því við að kallað hafi verið eft­ir fyr­ir­sjá­an­leika í ýms­um aðgerðum hvað far­ald­ur­inn varðar en að veir­an byði ekki upp á fyr­ir­sjá­an­leika og mik­il­vægt væri að all­ir væru til­bún­ir í að áætlan­ir væru end­ur­skoðaðar reglu­lega.".

 

Það er ekki nema von þó að Þórólfur eyði nokkrum orðum í að útskýra efnislega að hann gegni embætti sóttvarnalæknis og hlutverk hans er samkvæmt lögum að koma með tillögur og annað sem taka tillit til aðstæðna hverju sinni, með því markmiði að vernda almenning gagnvart hinni alvöru farsótt sem herjar á heimsbyggðina.

Hans hlutverk er ekki að hlusta á börn.

Hvort sem þau þykjast vita betur eða ekki.

 

Loksins kom að því að Þórólfur lét ekki lengur bjóða sér þennan ruglanda.

Hann hefði betur gert það fyrir ári síðan, en hann lærir.

Enda löngu orðinn fullorðinn og laus við barnsskóna.

 

Og hann er í þeirri stöðu í dag að eiga síðasta orðið.

Þjóðin líður ekki annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Erfitt að vita nákvæmlega hvaðan fólk kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

 Sæll Ómar.

Nú er gaman hjá ferðaþjónustunni hún setur sitt síðasta í að komast á hnén til að undirbúa komu ferðamanna með fölsuð bólusetningar og ónæmisvottorð, Landinn afbókar allar hótelpantanir og kemur ekki nǽrri þar sem téðir ferðamenn koma.

Nú síðan þegar næsta bylgja rís og öllu skellt í lás þá verður ferðaþjónustan í verri stöðu en fyrir og lansmenn með ógeð á henni og dettur ekki í hug að eiga viðskipti við hana og rekendur líkamsræktarstöðva, verslana, veitingastaða, kráa, kennrar, nemendur, almenningur, viðbragðsaðilar, tónlistarfólk og leikarar ná ekki upp í nefið af bræði yfir barnaskapnum, allir tapa.

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 18.3.2021 kl. 17:46

2 Smámynd: Hrossabrestur

nǽrri  á að vera nærri

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 18.3.2021 kl. 17:47

3 Smámynd: Ómar Geirsson

"Allir tapa", um það þarf ekki að deila Hrossabrestur minn góður.

En það er þetta með börnin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2021 kl. 18:14

4 identicon

Kannski ættum við að bíða í nokkrar vikur, Ómar. Þá fáum við að vita hvort þú ert klárari en stöttubekkingur.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 18.3.2021 kl. 18:42

5 identicon

Þá á ég að sjálfsögðu við í Maí eftir að þetta gengur í gildi.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 18.3.2021 kl. 19:18

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það Jósef, veit svo sem ekki alveg hvað þú ert að fara svona í samhengi við texta minn hér að ofan.

Hins vegar get ég svarað spurningu þinni hvort ég sé klárari en sjöttubekkingar.

Það vill svo til að það er ekki nema nokkur ár síðan að synir mínir voru í sjöttabekk, og þér að segja, þá voru þeir þegar orðnir miklu klárari en ég.

Og það hefur hallað á síðan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2021 kl. 19:38

7 identicon

"Vogun vinnur, vogun tapar".

Unga fólkið er nú einu sinni áræðnara, það er þess eðli.

Vonandi verndar bólusetningin okkur gamlingjana.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.3.2021 kl. 22:07

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Ómar.

Einhvernvegin fannst mér á kastljósþætti DDRÚV í kvöld að ráðherra (dóms) Sjálfstæðisflokksins væri ekki lengur með í þjóðinni. Held að þetta séu stórkostleg mistök hjá ríkisstjórninni. Minnir mig pínu-poknu-agnarlítið á þráhyggjandi aðskilnaðarsinna í Skotlandi sem klöppuðu þegar Hitler lét sprengjunum rigna yfir Lundúnir. Auðvitað ekki hægt að bera þetta saman og líklega afar ósanngjarnt, en samt... mér ásamt öðrum viðstöddum varð hálf óglatt. Þetta boðar varna neitt gott. Held að flokkurinn sé búinn að missa tengslin við þjóðina og skynji hana ekki lengur. Það er að minnsta kosti ekki mikið eftir af því sambandi. Svo má minna á að það voru táningaráðherrar xD sem af mestri vangá hrúgað hafa upp tapsgefandi misfóstri ferðaþjónustunnar, sem fyrir löngu var ofvaxið og úr sér brætt.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 19.3.2021 kl. 00:43

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður.

Áræðni þess sem mælir gæfu sína á vogarskál getur stafað að heimsku, en oftast er þetta kalt mat skynsemismanna sem meta aðstæður og taka áhættu.

Heimskan eða barnaskapurinn reyndi síðasta sumar, og það er óþarfi að gefa honum annað tækifæri.

Það er varla til nöturlegri staðfesting á að EKKi fullorðin manneskja gegni þeirri trúnaðarstöðu almennings sem kallast dagsdaglega dómsmálaráðherra, en sú afhjúpun Þórólfs að hún lét ráðuneyti sitt vinna að tillögum að skipan sóttvarna á landamærum, án samráðs við sóttvarnaryfirvöld, þetta er ekki einu sinni heimskt, þetta er verra en það.

Að miða sóttvarnir síðan við eitthvað litakort um nýgengi smita í öðrum löndum er ekki skynsamlegt, faraldurinn síðsumar og í haust byrjaði allur út frá svona grænum löndum, og til að menn skilji betur smithraðann að þá er fyrsta staðfesta smitið í Wuhan í byrjun desember 2019, allsherjar lokun var sett á 22 janúar 2020 eða um einum og hálfum mánuði seinna.

Það er þess vegna sem Alma kaus að flengja hrokann í Svandísi opinberlega með þessum orðum; " að veir­an byði ekki upp á fyr­ir­sjá­an­leika og mik­il­vægt væri að all­ir væru til­bún­ir í að áætlan­ir væru end­ur­skoðaðar reglu­lega.".

Síðan Hörður þá snýst þetta ekki bara um ykkur gamlingjanna, óheftur faraldur elur af sér stökkbreytingar, sem sumar geta gert veiruna illvígari fyrir yngra fólk.  Þetta er skaðræði sem ógnar heilsu allra og það er aðeins heimskt fólk sem vitnar í fyrstu bylgju hennar, saga farsótta kennir að þær eru oft aðeins forboði um það sem koma skal.

Mannkynið er of fjölmennt og of viðkvæmt gagnvart svona veirum, það er ekki annað í boði en að útrýma þeim.

Og það er hægt.

Kveðja að austan.

"

Ómar Geirsson, 19.3.2021 kl. 08:50

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Skil pointið hjá þér, mönnum er sama hvaða skít þeir koma öðrum í.

Sem vekur upp spurningar um orð Bjarna þegar hann talaði um niðri á þingi að þetta snérist um að fólk endurheimti frelsi sitt.

En frelsi hverra og í þágu hverra hagsmuna??

Ég kalla það frelsi að geta farið í bókasafnið, heimsótt tengdamóðir mína á hjúkrunarheimili, séð drengina (táninga) mína fara í skólann, mega stunda fótbolta sinn og í dag að fá að horfa á leiki þeirra.

Ég nota grímu vissulega, og er í startholunum ef það þarf að herða sóttvarnir vegna nýsmita, en annars lifi ég nokkru eðlilegu lífi.

Ég er frjáls að lifa eðlilegu lífi.

Það frelsi tóku börnin frá mér síðastliðið sumar, ásamt því að valda þjóðinni gífurlegu fjártjóni, án ábyrgðar.

En þegar þau eru á undan þröstunum að hefja vorsöng sinn um frelsið til að valda þjóðinni tjóni, að stela frelsi okkar hinna, þá er mér nóg boðið.

Og við megum ekki láta Þórólf einan um þennan slag, peningarnir sem toga í strengjabrúður sínar eru það háværir, að þeir ná að þagga niður í skynsemisröddum.

Sem má ekki gerast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2021 kl. 08:50

11 identicon

Ómar.

Ég er nú reyndar að mestu leyti sammála þér.

En þetta Covid ástand er að vissu leyti líkt stríðstímum, þar sem mannfórnir eru óhjákvæmilegar og enginn ákvörðun rétt.

Þá öfunda ég engan af að þurfa að taka ákvarðanir.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.3.2021 kl. 13:53

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Vissulega eru alltaf mannfórnir á stríðstímum, en stríðstímar réttlæta ekki að fólk sé drepið viljandi.

Eða svo við höldum okkur við líkinguna, að borgarhliðin séu reglulega opnuð og óvinaherinn boðinn velkominn milli fimm og níu að nauðga, ræna og rupla, svo sé hann rekinn til baka með ærnum tilkostnaði og fórnum.

Bara vegna þess að ætlað er að hann kaupi sér pylsu með öllu á pylsuvagninum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2021 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 453
  • Frá upphafi: 1412815

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband