Ísland er ekki Texas.

 

Segir raforkuverkfræðingur hjá Landsneti.

Í Texas er einkamarkaður;

"Raf­orku­markaður­inn í Texas er ólík­ur ís­lensk­um markaði að því leyti að þar hafa fram­leiðsla, flutn­ing­ur og dreif­ing verið al­gjör­lega aðskil­in. „Þessi markaður er hreinn og klár sam­keppn­ismarkaður og þar reyna menn að kreista út eins mikla orku og hægt er til að selja á markaði,“ seg­ir Magni. Það geti haft í för með sér að hlut­ir á borð við viðhald, styrk­ingu og end­ur­bæt­ur á kerf­um sitji á hak­an­um".

 

En bíddu við, var ekki einkavæðing bandaríska raforkumarkaðarins ekki fyrirmynd þess samkeppnismarkaðar Evrópusambandsins sem við innleiddum í Orkupakka 3 og verður endanlega geirneglt í Orkupakka 4??

Hvaða rök er að benda á kerfi sem við höfum og hefur reynst þjóðinni gífurlega vel, þegar það á að leggja það niður og taka upp kerfi þar sem framleiðsla, flutningur og dreifing hefur verið algjörlega aðskilin, í hreinum og klárum samkeppnismarkaði?

Samkeppnismarkað sem selur orku til húshitunar ódýrt þegar við höfum litla þörf fyrir hana en rýir fólk inn að skinni þegar hún er lífsnauðsyn.

 

Harmleikurinn í Texas þar sem fólk er rukkað um hundruð þúsunda á viku fyrir mjög litla rafmagnsnotkun, er harmleikur sem varð um alla Norðanverða Evrópu í nýliðnu kuldakasti.

Vissulega ekki eins háar upphæðir því hinn evrópski samkeppnismarkaðar hefur ekki ennþá tekið út fullan þroska eins og sá bandaríski, en trendið er það sama, og raunveruleikinn jafn napur hjá efnaminni fólki.

Það hefur ekki efni á hitanum í kuldanum.

 

Það er illt fólk, ógæfufólk sem berst fyrir einkavæðingu grunngæða samfélagsins.

Það vinnur hörðum höndum að því að endurreisa misrétti liðinna alda.

Að fátækir lifi á gaddinum og éti það sem úti frýs

 

Og það er engin afsökun fyrir íslenska stjórnmálastétt (með heiðarlegum undantekningum) að hún þykist ekki gera sér grein fyrir af hvaða rót stefna hennar er eða fyrir hvern hún vinnur í raun.

Sú afsökun dugði ekki þegar hún seldi þjóð sína í skuldahlekki ICEsave, og hún dugar ekki þegar hún afneitar innihaldi og markmiði Orkupakka Evrópusambandsins.

Sem og að þjóðin hefur enga afsökun að verjast ekki flærðinni og útsendurum hennar.

 

Og það á ekki að þurfa að frjósa undan okkur svo við skiljum það.

Kveðja að austan.


mbl.is Áfellisdómur yfir skipulagi, ekki vindorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ágætt að sumir hafa áttað sig á því að Ísland er ekki Texas. cool

Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkisins, allra íslenskra ríkisborgara, og
Landsnet er í eigu Landsvirkjunar (um 65%), Rarik (um 22%), Orkuveitu Reykjavíkur (um 7%) og Orkubús Vestfjarða (um 6%).

Enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill selja Landsvirkjun eða segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og með aðildinni er Ísland de facto í Evrópusambandinu en án atkvæðisréttar í sambandinu. cool

1.4.2019:

"Grunnreglur EES um fjórfrelsið gilda nú þegar um raforkumarkaðinn."

"Reglur um viðskipti með orku hafa verið hluti EES-samningsins frá gildistöku hans árið 1994 og það er ekkert nýtt í því." cool

"Raforkuverð lækkaði þegar ákvæði raforkulaga frá árinu 2003 um samkeppni og frjálst val neytenda tóku að fullu gildi."

Stjórnarráð Íslands - Spurningar og svör um þriðja orkupakka Evrópusambandsins

3.4.2019:

"Tekist hefur að innleiða samkeppni í vinnslu og sölu á raforku, nokkur fyrirtæki keppa á þeim markaði og þeim fer fjölgandi." cool

Raforkuverð og þróun samkeppni á raforkumarkaði

Þorsteinn Briem, 21.2.2021 kl. 15:24

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Þorsteinn Briem.

Tillögur um sölu Landsvirkjunar hafa ítrekað komið upp á Landsfundum XD en ávallt verið felldar, hingað til. Einungis er tímaspursmál hvenær Landsvirkjun verður bútuð upp vegna stærðar sinar og samkeppnissjónarmiða ESB og hún seld. Nú er Ísland orðið hluti af Orkusambandi ESB með þriðja orkupakkanum sem gengur út á tengingar á milli landa. Það er ekkert að því að markaðsvæða raforkuna ef það er gert á okkar eigin forsendum en ekki á forsendum ESB. Hvers vegna afsöluðum við fullveldi okkar í orkumálum til ESB? Hver var tilgangurinn? Hverra hagur er það?

Hvers vegna hrópa ESB flokkarnir eftir því að sett verði stjornarskárákvæði sem tryggir framsalið? Er það ekki viðurkenning á því að stjórnarskráin hafi þegar verið brotin með grófum hætti? 

Júlíus Valsson, 21.2.2021 kl. 19:53

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini minn.

Veistu, mér fannst þú skýrari og jafnvel klárari þegar þú hélst þig við brjóstvitið og lést klippið að mestu eiga sig, enda eins og þú veist þá gerir klippið lítt kröfu til skýrleika og ekki flóknara en það en meðalklár simpansi getur sinnt því.

Rök; klipp klipp, umræða, klipp klipp.

En í klippinu geta leynst keldur sem óvart afhjúpa þegar tilgangurinn var að kæfa og svæfa.

Magni Þór nær kjarna orkustefnu Evrópusambandsins svo vel að það mætti halda að hann hafi skroppið á síðu sambandsins og þýtt textann þar sem kjarni hennar er dreginn samann;

"Raf­orku­markaður­inn í Texas er ólík­ur ís­lensk­um markaði að því leyti að þar hafa fram­leiðsla, flutn­ing­ur og dreif­ing verið al­gjör­lega aðskil­in. „Þessi markaður er hreinn og klár sam­keppn­ismarkaður ".

Enda reynir þú ekki þennan kjarna heldur reynir þekktan snúning um að enginn flokkur á þingi vilji selja Landsvirkjun.

Sem fyrir utan að vera fals, því vissulega munu strengjabrúðurnar selja þegar húsbændurnir telja tímabært að kaupa, þá höfum við bara ekkert um það að segja, málið er þannig komið í reglufarganinu, að ef einhver meintur samkeppnisaðili kvartar til höfuðbólsins í Brussel, þá knýr umsjónarmaður regluverksins ríkið til að selja, og við sem þjóð höfum ekkert um það að segja.

Annars vegar fals og hins vegar vitleysa, gegn raunveruleikanum; "Taka upp kerfi þar sem framleiðsla, flutningur og dreifing hefur verið algjörlega aðskilin, í hreinum og klárum samkeppnismarkaði".

En réttilega bendir þú á að enginn flokkur vilji segja upp aðildinni að EES.

Og það er skýring þessa orða minn; "Sem og að þjóðin hefur enga afsökun að verjast ekki flærðinni og útsendurum hennar.".

Þú ert með þetta Steini, treystu brjóstinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2021 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband