Alvara er aldrei tekin alvarlega.

 

Ef þeir sem framfylgja henni sína ekki alvöru gagnvart brotum á henni.

Vissulega hefði verið drastískt að negla fyrir glugga og hurðir og kveikja í staðnum, öðrum til viðvörunar, en að slepptri íkveikjunni þá á lögregluna að kalla út björgunarsveit og biðja hana að koma og negla fyrir viðkomandi veitingastað.

Tíminn sem tekur að bíða eftir björgunarsveitinni er nægur fyrir vitleysingana að koma sér út.

 

En djóklaust, það þarf að taka á svona brotum af fullri hörku, það er eina von okkar til að komast út úr herkví sóttvarna.

Nú er fótboltinn kominn á skrið og það er ennþá áhorfendabann, vegna þess að við klárum ekki dæmið og útrýmum smitinu algjörlega úr samfélaginu.

 

Slíkt er aðeins verkefni en af einhverjum ástæðum heykjast menn á því.

Með þeim afleiðingum að súpan er okkar, við sitjum öll í henni.

 

Þetta er ömurleg frétt.

Ekki vegna vitleysisgangsins, vitleysingar eru og verða alltaf til og það býr einhver vitleysingur í okkur öllum, heldur vegna þess að ennþá er róið í sömu knérum viðurlaga sem virka ekki.

 

Ásetningarbrot rekstraraðila á að þýða tafarlaus lokun rekstrar hans.

Ekkert flókið við það.

Aðeins þannig skilja menn alvöruna, og láta ekki reyna á hana.

 

Allt annað er endalaus ávísun á síbrot.

Þar sem menn elta skottið á veirunni, í stað þess að einangra hana og útrýma.

 

Feisum þetta.

Hættum þessum barnaskap.

 

Og gerum það sem þarf að gera.

Kveðja að austan.


mbl.is Brutu lög og héldu dansleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... ennþá er róið í sömu knérum ..."

"Orðatiltækið að höggva/vega í sama knérunn merkir að ‘gera einhverjum sams konar miska á ný’ eða ‘gera það sama aftur’.

Orðið knérunnur merkir ‘ættarlína, grein ættar’."

"Gunnar Hámundarson var mikill vinur Njáls á Bergþórshvoli og sótti til hans góð ráð.

Njáll ráðlagði honum að vega ekki aftur í sama knérunn, það merkir að hann skyldi ekki vega mann af sömu ætt og einhver sem hann hefði vegið áður, því að það yrði hans bani."

Þorsteinn Briem, 27.1.2021 kl. 10:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað er þetta Steini, ertu á móti þróun málsins?, þú ert farinn að minna mig á barnaskólakennarann þarna á fjórða áratugnum.

Takk samt fyrir að halda áfram að vera skemmtilegur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.1.2021 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 231
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 5815
  • Frá upphafi: 1399754

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4965
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 197

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband